Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.09.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 24.09.1960, Blaðsíða 2
LISTIR :::§;.....;í:;;:;;;í;......:.....m BÖKMENNTIR mmmmmm^ Að þessu. sinni birtum við stuttan kaflá úr eftirmála, sem Hannes Pétursson, skáld skrifaði aftan við Ijóðaþýð- ingar Halldóru Björnsson, Trumban og lútan. Bók þessi var gefin út í fáum eintökum og er ekki í margra höndum. Kaflinn, sem hér er birtur, f.jaUar um ljóðagerð Græn- lenga, en Halldóra hefur þýtt allmikið af grænlenzk- um ljóðum. manns lengur en munað verð- ur. Enginn nema sá einn, sem hafa vill þeirra not, má eiga þær né kunna, þvi komist þær á allra varir, missa þær þann mátt, sem í þeim býr til að veita aðstoð við veiðar, lækna sjúkdóma, sjá fyrir góðu sleðafæri." Fleiri eskimóaljóð en töfra- þulurnar eru aðeins á eins manns vörum, þvi svo segir höfundur: „varla kemur fyr- er úr garði gerður." Og höf- undurinn segir ennfremur: „Eskimóarnir eiga sér ekkert ritmsd, sem getur gert þsim auðveldara fyrir um ljóða- reynir að setja saman söng- inn." Hér i bókinni er langt níð- kvæði, ort út af konuskipt- um. Kangitsukáq hafði eitt Grænlenzk Ijóöagerö Knud Rasmussen, sem var manna fróðastur um Græn- lendinga og aðra eskimót, rit- ar mjög skemmtilega um ljóðagerð þeirra, lýsir söng þeirra og dansi og ýmsum háttum skáldanna. Ljóð, söngur og dans eskimóanna skapar í' rauninni heild, sem ekki má rjúfa, og þegar hann minnist sönghátíða þeirra, sem nú eru að mestu grafnar ¦- og gleymdar nema meðal Kanada-eskimóa, verður hon- um Ijóst, hversu mjög skortir á, að ljóð þeirra njóti sín i bók, þeim sé þar líkt farið og óperutexta, allt vanti, sem við á að éta: hljómlist og svið- setningu. 1 safn sitt velur Rasmussen helztu tegundir eskimóaljóða, _ sem eru þessar: söngvar um hfið og tilveruna, ást, vor- gleði o. þ. h.; veiðiljóð; níð- kvæði; og í fjórða lagi töfra- þulur. Um þær segir hann: „Þær eru forn, mystískur orðasamsetningur. og hafa gengið í arf frá manni til ir, að nokkur syngi eða hafi yfir söngva annarra manna. Hver og einn á sér eigin ljóð, gildir það jafnt um menn og konur, jafnvel börn oft á tíð- um. Er þessu þannig háttað þrátt fyrir þá réttmætu skoð- un, að það sé i senn mikið og vandasamt verk að skapa gott, nýtt ljóð." Og vandinn er þessi m. a.: „Hvert Ijóð skal vera ort með tilliti til eigin lags; við fyrstu heyrn virðast lög eskimóanna nauðalík hvert öðru, en sér- hver söngur er þó gæddur á- kveðnum tilbrigðum, sem ein- kenna hann einan; að vísu er ekki ávallt jafn auðvelt að glöggva sig á þeim, þvi text- inn hlýðir engum föstum bragreglum. Rím þekkist vítaskuld ekki, en þrátt fyrir það er margs að gæta. Orðin verða að falla að reglubundn- um slögum trumbunnar, og dansinn skal stiginr, sam- kvæmt reglum, sem er strang- lega fylgt. Allt þetta ber að hafa í huga, þegar söngurinn Knut Rasmussen og Peter Freuchen hafa flestum betur Iýst eskimóum og ljóðagerð þeirra. — Myndjn er af Freuchen. gerðina; að yrkja er því bæði örðug og timafrek minnis- þraut. Þarf því engan að undra, að sá, sem ljóð hefur í smíðum, skuli ævinlega leita einverunnar. Uppi á f jalli, þar sem sést langt út yfir landið, eða inni á víðlendri sléttu reikar hann um — stundúm svo dægrum skiptir, muldrar setningar fyrir munni sér og ' sinn skorað á Kuitse í kvæða- einvigi, þegar sá var enn ekki fullþroska. Kuitse gleymdi ekki áskoruninni og gaf sig fram til keppninnar þá þegar er hann hafði aldur til. Kvæðaeinvigi eskimóa eru annað og meira en sú dægra- stytting, sem hér þekkist, að menn kvæðust á. Rasmussen lýsir þessum einvígum: „Ger- ist það, að fjandskapur risi milli tveggja manna eða tveggja kvenna, ef til vill svarið hatur, er hægt að út- kljá málin i kvæðaeinvígi. Andstæðingarnir tveir stefna þá vinum og kunningjum saman sem vitnum og gera upp sakir sínar\ Allir, sem koma að horfa á slík kvæða- einvigi, eru klæddir nýjum hátíðabúningi. Áskorunin skal gerð með góðum fyrirvara, svo andstæðingum gefist tóm til að undirbúa svar sitt, vörn eða gagnsókn. Einvígið fer síðan fram á þann hátt, að fjandmennirnir taka sér stöðu á miðju gólfi, en áhorfendur skipa sér í hring í kringum þá. Áskorandinn hefur orðið fyrst, og ber honum þá að kveða til andstæðings sins, að viðhöfðum dansi og trumbu- slætti. Sá, sem slyngari er við að gera mótstöðumann sinn hlægilegan, er kjörinn sigur- vegari með fagnaðarhróp- um." — Oft fylgdu slíkum einvígum Kanada-eskimóa hinar verstu barsmíðar, en að þeim loknum sættust fjand- mennirnir fullum sáttum og skiptu á konum sínum. Ljóðum eskimóa safnaði Rasmussen á ferðum sínum; stundum getur hann um söngvara þá, sem létu hann heyra ljóðin, eins og Kílimé, gamlan mann, sem Rasmus- sen heyrði syngja af miklum móði níðkvæði á sönghátíð, sem hann var viðstaddur eitt sinn skammt frá Angmags- salik. Stundum eru söngvar- arnir konur; t. d. er Ljóð um útlægan son ort af konu; hafði sonur hennar orðið veiðifélaga sínum að bana í bræði, og yrkir hún ljóðið í raunum sínum. wmsmmm.\ ¦¦.¦.'¦¦¦¦ l ... iiiiiiii;i:i;iiii;;iiiii;i;!lii;ii:;i!ii;::;:;i ::::iiiii!i!i!i!!!i!iii!i;::-!!:::i:i;;:: iiiiiiiiiiiiiiiiii::::: :'. . . ¦;;;;! iiiliiiiiiiiiiiiiiilllli^ i;;:!ii:!!!!!!li:iii!i!i!:!!!!!i!!!!!i"!!!!!!!!!n!!:!ii!!!!!i!!!!!!iili Nytsamur sakleysingi j Framh. af 5. síðu. styrjöld fram að þessu — þannig nefnilega, að hætta alveg að lýsa því yí'ir, sem þau hafa alltaf ger.í öðru hverju undanfarið, að þau muni aldrei hefja styrjöld sjálf, að fyrra brag'ii, en á- setja sér, í þess stað, r.$ hef ja sjálf styrjöld, ef þeis \ „sýn- ist" að Rússland sé alveg í þann veginn að leggj i í þau! Geri Bandaríkin þessn breyt- ingu á afstöðu sinni rij mik- ilvægasta málsins í h imi, þá er ætlunin, að þ'að verði forsetinn einn, í sa. uáði v;ð æðstu hershöfðingjana, er taki af skarið — án samráðs við þingið. Þegar þess er gætt, að Truman, forseti Bandaríkjanna, ákvað, í samráði við æðstu hcrshöfð- ingja, alveg að nauðsynja- ¦ i lausu, að henda fyrstu kjarn- orkusprengjunni yfir borgir í Japan, sem þáþegar var al- veg að því komið að gefast | upp, — og þegar menn hafa kynnst dálítið hugsunar- hætti sumra þessara hers- höfðingja í beztu fréttablöð- uw heimsins, — þá verður að játa, að tryggilegt er útlitið ekki fyrir heiminn — og einna sízt fyrir þjóð Kefla- víkurflugvallaríns, — ef úr þfissum nýju Bandaríkja- ráðagerSum verður. Bandaríkin hafa, undan- farinn áratug, í sívaxandi mæli, talað svo hryllilega um væntanlega heimsstyrjöld, að þótt ekki væri annað, eru þau orðin, að sínu leyti, allt að því eins ískyggileg fyrir vel- ferð mannkynsins og Sovét- Rússland var, verka sinna vegna, uppúr seinni heims- styrijöldinni. Og mörgum sinnum ískyggilegri lífi mannkynsins. A sama tíma hefur við- horf Rússlands breytzt stór- lega til hins betra við það, að Krúsév tók við stjórnar- taumunum af Stalín. Þegar frá upphafi, og af hinni að- dáunarverðustu þolinmæði og þrautseigju, hefur hann unnið að því að ná samkomu- lagi við Bandaríkin um „af- vopnun" og þar með afnám styrjalda, — vegna þess, að hann gerir sér ljóst, að enda þótt miklu meiri líkur séu til að Bandaríkin færu enn verr út úr því en Rússland, þá væ.ri styrjöld á kjarnorku- öld réttar nefnd mannkyns- sjálfsmorð heldur en styrj- öld! Bandaríkin hafa, við for- ystu. Rapúblikanaf lokksins, gert „friðarsókn" Krúsévs — eins og þeir kalla viðleitni hans i háðungarskyni — svo öröiigt fytir sem þau framast gátix. Og öriögin kornu til liðs við þau í bili, með upp- reisn Ungverja og niðurbæl- ing hennar. Svo þrálát og ill- víg hefur andspyrna Banda- ríkjanna verið, gegn viðleitni Krúsévs, að ÞAÐ nægir að mestu til að skýra hlykkina, sem orðið hafa á aðalstefnu hans, — eins og líka Demó- krataflokkurinn lét Öldunga- deild Bandarikjaþings sam- þykkja óbeina ályktun um snemma í sumar. Að mínum dómi er það trúlegast, að Krúsév hafi ein- sett sér að vinna sér bað til ágætis í mannkynssögunni að verða forystumaður að því, að stórveldin komi sér saman um að leggja niður alian vígbúnað og bar <neð styrjaldir um aldur og ævi. Enn fremur líti hann á sig sem þann, er leiða skuli kommúnista-þjóðirnar af tíyltingargrundvellinum til almennrar samblendni við aðrar þjóðir, í trausíi þess, að það í kommúnismanum, sem líf'vænlegt sé, sigri í „frið- samlegri samkeppni" — m. ö. o.: Reynslan skuli, stýrj- aldarlaust, dæma á milli kommúnisma og þess, sem ekki er kommúnismi. Mann- kynssagan sýnir, að þetta væri ekki annað en þvíum- líkt, sem hingað ,til hefur æv- inlega gerst eftir stórar þfóð- félagsbyitingar. Þetta væri ekki annað en það, sem. raannlegt eðli. . krefst viS^ þannig lagaðar kringum- stæður. Það, sem öðru fremur hef- ur gert Bandaríkin svona stirð í taumi, Friðargyðjunni, hygg ég kð sé undan rifjum vígbúnaðarf ramleiðsluauð - valdsins runnið, — svo að við leitum ekki dýpri undirróta að sinni. Styrjaldir hafa ævinlega verið neyðarúrræði og oftast verri en það. Styrjöld milli stórvelda nú á dögum yrði engin styrjöld í venjulegri merkingu þess orðs, heldur slátrun helmings mannkyns- ins, að minnsta kosti, og ger- samlegt niðurrif á heilsu, mennhigu og hamingju eftir- lifendanna — — svo mikil spjöll á Sköpunarverkinu — svo mikil ögrun við Skapar- ann, að þar kæmist ekkert í námunda til samanburðar í mannkynssögunni. Ég álít þá, að viðhorf hafi breytzt svo mjög á þessum einstæða tíma ört harðnandi framvindu sögu og þróunar mannkynsins, að rökin fyrir hersetu Bandaríkjanna á ís- landi séu að verulegu leyti úr gildi fallin, og að ísland eigi að segja upp hinum svo- nefnda herverndarsamningi við Bandaríkin —• og fylgja því af alefli eftir. Framh. af 1. síðu: stöðvar séu nú hætt komnar vegna skorts á rekstrarfé og Jiggi við, að þorrinn af þeim verði að loka. Framleiðendur hafa verið vanir að fá í bönk- um lán út á þann fisk, sem þeg- ar er búið að vinna, en þeir þurfa að borga bæði vinnuafl og hráefni og verðk því að hafa handbært fé, þar til fisk- urinn hefur verið seldur. Að undanförnu hafa framleiðend- ur þó aðeins fengið rúm 60% út á fiskbirgðir og veldur sú ráð- stöfun kreppuástandi í rekstr- inum. Blaðinu er kunnugt um, að nýlega varð að loka frysti- húsinu Kaidbak á Patreksfirði af þessum si&um.og-söinu sögu er að segja frá ísafirði og víðar. Fáar skynsamlegar skýring- ar er unnt að finna á þessári ráðstöfun og svo virðist, að það sé ætlun ríkisstjórnarinnar að gera fiskframleiðendum svo erf- itt fyrir um rekstrarfé, að þegar markaður í Bretlandi verður opnaður, fagni þeir samningum i landhelgismálinu .sem einu lausninni á fjárhagsvanda sín- um. Raunverulegur tilgangur stjórnarinnar er þó sá einn að ná sáttum við „vini" okkar í At- lantshafsbandalaginu. Það er staðfastur ásetningur hennarað tengja ísland enn fastari bönd- um við vestræn stórveldi en orðið er. Svik í landhelgismál- inu eru aðeins liður i þeirri viðleitni. - * ,- '. '•' Frjáfe $&$ — Liwjgsæáágum M.sepi; WéQ

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.