Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.09.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 24.09.1960, Blaðsíða 8
J Fréttamaður blaðsins var nýlega viðstaddur, er Þjóð- skjalasafninu voru afhentar nokkrar gamlar verzlunar- bækur, sem komnar voru frá Austfjörðum. Það var Einar Bragi, rithöfundur, sem rakst á þessar skruddur austur á Vopnafirði hjá kunningja sínum Nikulási Albertssyni, smið. Þær eru frá miðri síð- ustu öld og greina frá við- skiptum ríkra og snauðra, sem þar bjuggu á Kolbeins- dranga og í nágrenni, við dönsku einokunarverzlunina Örum og Wulffs. Bjarni Vil- hjálmsson, skjalavörður kom í Unuhús við Garðastræti þar sem Einar Bragi býr að ná í bækurnar. Sumar þeirra Víða liggja dýrmætar heimildir á gíámbekk >; eru nokkuð illa leiknar og bera það með sér, að þær || hafa viða legið, megn fúkka- i lykt er af þeim og reykjar- J lykt, enda hafa þær legið í fjöru fyrir hunda og manna fótum og seinna verið geymd- í ar 1 smiðju. Erfitt mun að segja til um 1 fræðilegt gildi slíkra bóka 1 nema eftir nokkra rannsókn, ,'" en víst er, að þær gefa upp- |j lýsingar um kjör manna á 1 þessum tíma og verðlag. I . te^iiiiililiiliiUi^iliiii-ililHllilHSB Einnig mun ættfræðingum þykja fengur að þeim, enda eru það helzt áhugamenn um ættfræði, sem leita til þjóð- skjalasafnsins enn sem kom- N ið er. Vitað er, að rniög víða um land eru tíl gamlar bækur, sem veitt geta dýrmætar upplýsingar um þjóðlíf á fyrri timum, en eigendur hirða litið um að koma þeim til réttra aðila og er slíkum verðmætum oft hent sökum rúmleysis. Þjóðskjalasafnið gegnir því hlutverki að halda til haga slíkum verðmætum, þó að þar séu að verða nokk- ur þrengsli, en safninu ber- ast skjöl og skýrslur frá öll- um sendiráðum, sýslumönn- um, ráðuneytum, skattstof- unni og öðrum aðiljum á vegum rikisins. Einar Bragí átti einnig í fórum sínum litið kver sem nefnist Lille katholsk kate- chismus, gefið út í Kaup- mannahöfn 1861. Kverið ber það með sér að hinn kunni rithöfundur, Jón Sveinsson, Nonni, hefur lært kaþólsku á þetta kver á æskuárum sín- um úti i Kaupmannahöfn. Er það eflaust í mjög háu verði, en Einar komst yfir það fyrir lítið. liiiiiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiit! iiiii :::::::.::: Samtök hernáms- j Framkvæmdanefnd kjörin andstæðinga Mjóstræti 3 Sími 23647 Miðnefnd hinna nýstofnuðu Samtaka hernámsandstæðinga hélt fyrsta fund sinn nýlega. Var þar rætt um framtíðarstörf samtakanna og kjörin fram- kvæmdanefnd. Nefndin var LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 23. viku suinars. Sfarffræðsla í háskólaninTi Sunnudaginn 25. þ. m. verður í fyrsta sinn starfsfræðslu- dagur í Háskóla ís- lands og hefst hann í hátiðasal skólans W. 13,40 með ávarpi, sem Jóhann Hannesson, prófessor flytur. Klukkan 14 verður húsið opnað almenn- jngi og hefst þá náms- og starfsfræðsla, sem stendur til klukkan 16 sama dag. Veittar verða upp- lýsingar um 45 náms- greinar, sem kenndar eru í háskólum og veita upplýsingarnar kennarar við Háskóla Islands auk háskóla- menntaðra manna, sem starfandi eru á ýmsum sviðum at- vinnulífsins. Veita beSr einkuni upplýs- ingar um háskóla- nám, sem ekki er hægt að stunda hér á landi. AÖgangur að þess- t>m starfsfræðsludegi «r pllum heimill en íyrst og fremst er -faanh ætlaður stúd- entum, menntaskóla- nemum og öðru ungu fólki, sem stundar eða ætlar að stunda nám við æðri skóla. Þá er þarna um að ræða einstakt tæki- færi til þess að afla sér upplýsinga um er- lenda skóla og geta allir sem vilja ieitað þeirra. Ráftherrasonur Hafnfirðingum þykir það furðuleg ráðstöfun, að starfs- maður hins opinbera. sem er í vellaunaðri stöðu og þar að auki ráðherrasonur, skuli hafa verið fenginn til þess að bera út skatt- reikninga Hafnar- fjarðar 1960. Vinna þessi mun taka um eina viku, en launin, sem ráð- herrasonurinn. fær mun vera gott mán- aðarkaup verica- manns, eða kr. 5000 — fimm þúsund. Hirtir og launar Lítið fréttablað skýrði frá því í sum- ar, að Jón Axel Pét- ursson hefði neitað að kaupa miða í Happdrætti Alþýðu- blaðsins, vegna þess að honum þótti skrif þess miður gáfuleg, en siðan kom vinn- ingurinn á þennan ó- selda miða. Frétta- blaöið var sammála ráðamönnum Alþýöu- bJaðsins, að þetta væru mátuleg mála- gjöld fyrir geðvonzk- una. Nú hefur frétzt, að seinasti Alþýðublaðs- bíllinn hafi lent í höndum þægs vinnu- manns krata á Akur- eyri, Braga Sigur- jónssonar, ritstjóra. Virðist sýnt, að happ- drættið hefur tekið upp á því með sjálfu sér að hirta og verð- launa krataleiðtog- ana til skiptis eftir efrium og ástæðum og er þvi full ástæða fyrir Guðmand £. að ná sér í miða hið snarasta. kjörin samhljóða og er.þannig skipuð: Guðni Jónsson, prófessor. Jónas Arnason, rithöfundur. Kjartan Ólafsson, framkv.stjóri, Samtaka hernámsandstæð- inga. Stefán Jónsson, fréttamaður. Valborg Bentsdóttir skrifstofu- stjóri. Þorvarður Örnólfsson, kennari. Þóroddur Guðmundsson, rithöf. Varamenn: Ása Ottesen, húsfreyja. Einar Bragi Sigurðsson, rithöf. Ragnar Arnalds, ritstjóri. frjálsþjó Laugardaginn 24. september 1960 Fagna sigri andstæöingsins Minnimáttarkennd er ekki síður til í stjórnmálum en á öSrum sviðum mannlegra viðskipta. Ovenjulega átakanlegt dæmi gat e,inmitt að líta á forsíðu Alþýðu- blaðsms á þnðjudag en þar stóð þessi fynrsögn: Stórsigur sænska Alþýðuflokksins. Eins og kunnugt er hefur sá flokkur á íslandi, sem kennir sig við alþýðuna, úrkynjast mjög á síðari árum og glatað flestum ef ekki öllm hugsjóna- málum sínum. Af þeim sökum hefur íslenzka orðið „alþýðu- flokkur" fengið slíka merkingu, að ógerlegt er að nota það sem þýðingu á flokksnafni sósíalista eða sósíaldemókrata, og einmitt á sama hátt þykir nú hlægilegt að heyra Guðmund í. og hans lika kallaða „jafnaðarmenn". Þegar Aþbl. fagnar sigri sænska „alþýðuflokksins", virðist blað- ið ekki vita, að það er" a/5 fagna andstæðing sinum, því að í sænsku þingkosningunum vann sú stefna sigur, sem leið- ir í þveröfuga átt við stefnu Al- þýðuflokksins á íslandi. Sænskir jafnaðarmenn hafa hægt og þétt stefnt að sósíal- isma í landi sínu og neitað þar af leiðandi allri samvinnu við í- haldsmenn. Hafa þeir gengið svo langt að þiggja hvað eftir ann- að stuðning kommúnista til þess að þurfa ekki að lúta vilja í- haldsins. Dm þjónkun Alþýðu- flokksins á íslandi við aftur- hald landsins þarf hins vegar varla að ræða á þessum síðustu „viðreisnartímum". I utanríkis- málum eru sænskir íafnaðar- menn þeirrar skoðunar, að ör- yggi landsins sé bezt borgið með því aðvera hlutlausir í átök- um stórvelda. Einnig lita þeir svo á, að með hlutleysisstefnu geti þeir stuðlað að friði í heim- inum. Flokkur þeirra hefur því sömu skoðun á utanríkismálum og Þjóðvarnarflokkurinn, berst fyrir sömu stefnu og hin ný- stofnuðu Samtök hernámsand- stæðinga. Sænskir íhaldsmenn telja hins vegar margir, að Sví- ar eigi að ganga í Atlantshafs- bandalagið og taka virkan þátt í vígbúnaðarkapphlaupinu, og þarf því varla að ganga að því gruflandi, hverjir eru jábræður Guðmundar í. og Gylfa austur í Sviþjóð. Það var mikið hiegið á ís- landi, þegar demokratar unnu þingkosningar í Bandaríkjunum og Tíminn sló þvi upp á forsiðu, að framsóknarmenn í Ameríku hefðu sigrað með glæsibrag. Þessi seinasta tilraun Alþýðu- blaðsins að tileinka sér sigur vinstri manna í Svíþjóð er þó enn fáránlegri, því að ef dæma skal eftir orðbragði blaðsins í seinni tíð um Samtök hernáms- andstæðinga, eru sænskir jafn- aðarmenn annað hvort „útsend- arar kommúnista" eða „nytsam- ir sakleysingjar". Norski sérfræðingurinn dæmdi „viðreisnina" Skýrsla 'norska hagfræðingsins um efnahagsmálj lslendinga, sem send var til birtingar í blöðum hefur| valdið nokkrum deilum. Stjórnarandstöðublöðin hafa1 bent á ýmsar furðulegar staðreyndir varðandi tilkomu skýrslanna, t. d. hve yfirborðsleg rannsókn Norðmanns--, ins hlýtur að vera. Hitt er ekki síður athyglisvert, að hagfræðmgurinn álítur efnahagsráðstafanirnar vera hreint glæfraspil. Blöð (Stjórnarandstöðunnarl við sérfræðinga ríkisstjórnar- hafa réttilega bent á, að ekki innar. Víst er einnig, að eng- er mikið mark takandi á inn vísindamaður myndi leyfa þriggja vikna rannsókn útlend-jsér að fella dóm sinn eftir svo ings, sem reynir að kynna sérlyfirborðskennda athugun, enda efnahagsástand á er þessi. Norðmaðúr að sjálf- margflókið íslandi með nokkrum viðtölumj sögðu ekki dómbær < f hvbrt i aðrar leiðir hefðu verið heppi- legri, þó að hann kynni sér lít- illega þá leið, sem farin var. Það er í senn broslegt og hörmulegt, að ríkisstjórnin skuli leyfa sér að hampa fullyrðingum þessa manns eins og guðsorði og reyna þannig að blekkja almenning en gera þjóðina alla að fífli. Þegar skýrslan er athuguð kemur í ljós, að enda þótt hagfræðingurinn lýsi því hvað eftir annað yfir til að þóknast gestgjöfum sinum, að „viðreisn- in" sé bráðnauðsynleg og jafn- framt eina leíðin, þá er hann FrarriK; á 6. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.