Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 24.09.1960, Side 4

Frjáls þjóð - 24.09.1960, Side 4
frjáls þjóð [ ' titgefandi: Þjóövarnarflokkur IslanAs, Ritstjórar: Ragnar ArnoUds, Gils Guðmundsson, ábm., Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. í Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pösthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Kosningar til Alþýðusambandsþings standa yfir um þessar mundir. Ef til vill hefur alþýða landsins, nú í seinni tíð, sjaidan staðið frammi fyrir jafn örlagaríkum og vandasömum viðfangsefnum og einmitt nú. Teningun- um hefur í raun og veru verið kastað í lífsbaráttu þjóðar- innar. Allir sem fylgjast með því, sem er að gerast í stjórn- málum og efnahagsmálum þjóðarinnar, sjá nú og skilja, að stefna núverandi ríkisstjórnar og ráðstafanir þær, sem hún hefur framkvæmt og er að framkvæma í þeim mál- Um, krefjast þess, að alþýða landsins sætti sig möglunar- laust við það, að hverfa aftur til þeirrar fátæktar og þreng- jnga, sem hún bjó við á kreppuárunum. Það er einnig Ijóst, að stjórnarliðið þykist í þessum efn- um hafa komið ár sinni svo vel fyrir borð, að það geti leyft sér að hafa í frammi ódulbúnar hótanir um að valdi verði beitt, ef alþýðustéttirnar sætti sig ekki við þennan gang mála jafn möglunarlaust og lambið í hinu kunna íslenzka orðtæki. Hefur þetta hvað skýrast komið í Ijós í forystugreinum Morgunblaðsins og annarra stjórnar- blaða að undanförnu, en einnig í frásögn þessara blaða af skýi'slu, sem einhver norskur maður, að nafni Per Drag- land hefur samið um „viðreisnarráðstafanir“ ríkisstjórnar- innar. Samkvæmt frásögn þessara blaða farast þessum Norðmanni svo orð: „Mér er ljóst, að það hlýtur að vera örðugt fyrir laun- þega að sætta sig við þessar ráðstafanir, eftir alla þá tnikiu og vondu reynzlu, sem þeir hafa af fyrri aðgerðum. — Ég tel — að staða launþega hljóti að verða ólíkt verri, ef allt fer í mola. — Það er með öðrum orðum ekki um það að ræða að velja milli fyrrverandi ástands og efnahagsað- gerðanna, heldur milli aðgerðanna og einhvers annars, sem enginn þekkir takmörk á.“ Hér er ákaflega ljóst talað. Með „viðreisnarráðstöfun- um“ var alþýða landsins ofur einfaldlega sett upp að vegg, og ef hún ekki tekur því möglunarlaust þá gerist eitthvað það í lífi þessarar þjóðar, „SEM ENGINN ÞEKKIR TAK- MÖRK Á“, að dæmi Norðmannsins Per Dragland. Þetta er m. ö. o. kenningin um „peningana eða lífið“ í nútíma út- gáfu. T^egar svo alvarlega stendur á í lífi íslenzkrar alþýðu er ■*' það höfuðnauðsyn, að hún standi saman, án tillits til ágréinings um önnur mál, og móti baráttu sína og sjálfsvörn sína fyrir lífskjörum sínum og lífshamingju af meiri festu, öryggi og reisn en nokkru sinni fyrr. Þá verður að taka á öllu því, sem til er, og ráða fram úr vandamálunum að beztu manna yfirsýn. Þá verður að gera það upp af þekkingu og viti, hvað gera skal, hvernig koma á í veg fyrir það, að alþýðustéttir iandsins verði á ný hnepptar í þrældómsfjötra fátæktar og bölsýni. Og það verður einnig af karlmannlegri ró að vega það og meta, hvaða leiðir séu til að snúa hallærisstefnu stjórnarinnar við til hagsbóta fyrir heildina, án þess að valdið sé með því tjóni, sem erfitt yi’ði að bæta. Alþýðusambandsþing það, sem nú er verið að kjósa fulltrúa til, er einn slíkur höfuðvettvangur, þar sem ör- lagaríkar ákvarðanir hljóta að verða teknar í þessu stríðj. Það er þvr nauðsynlegt, að allir andstæðingar núverandi stjórnarstefnu taki höndum saman um kosningar til þess þings og ákvarðanir á því þingi. það er að dómi þjóðvarnarmanna nauðsynlegra nú en nokkru sinni, að lýðræðissinnar, sem andvígir eru þeirri stjórnarstefnu, sem hér hefur verið lýst, verði fjöl- mennir á Alþýðusambandsþingi vegna þess, að þá gæti verið stefnt í algera tvísýnu, ef kommúnistar ættu EINIR að móta aðgerðir alþýðunnar gegn glæfrastefriu stjórnar- liðsins, og ákveða bæði baráttuaðferðir og þau markmið, sem stefnt skyldi að, án þess að lýðræðissinnaðir vinstri- ménn - í alþýðustéttunum gætu: sett sitt svipmót þar á. , ’...................■' ‘ • íb. n Ég hef frá öndyerðu verið gallharður fylgismaður Norð- ur-Atlantshafsbandailagsins og ætla mér, í ræðu þessari; að gera stutta grein fyrir rök- um þess og þó einkum hins, er því olli, að ég sá mér að lokum ekki annað fært, sem mennskur maður og Islend- ingur, en snúast gegn því, að Bandaríkin hafi áfram her- setu hér á íslandi. Ástæðan til þess, að ég var lengstum áhugasamur fylg- ismaður Norður-Atlantshafs- bandalagsins, var sú, að ég áleit, og álit enn, að undir eins upp úr seinni heimsstyrj- öldinni væri Sovét-Rússland oi’ðið hættulegast heims- friðnum og velferð mann- kynsins í einu orði sagt, allra einstakra aðilja, og að full- ur ógerningur væri að koma í veg fyrir ósegjanlega ógæfu af Rússlands völdum, nema öll vestræn í’íki mynduðu sameiginlegt varnarbandalag gagnvart því. Og þetta gerðu þau þar, sem Norður-Atlants hafsbandalagið er. Og það er ti’úa mín að hefði það ekki verið, væru fleiri Evrópu- þjóðir komnar á bás sem mjólkurkýr Rússa heldur en þjóðir Eistlands, Lettlands, Litháens, Póllands, Tékkósló- vakíu, Ungverjalands, Rúm- eníu, Búlgaríu, Albaníu og Austur-Þýzkalands — fyrst og fremst Norðurlönd, — svo að ég reyni ekki að sinni til að telja upp aðra ógæfu, sem þessu hefði orðið samfara. í Atlantshafsbandalaginu eru öll ríki, nema írland, sem land eiga að noi’ðurhluta At- lantshafsins, og fleiri þó. Gildi bandalagsins, sem verndara þjóðanna og þar með friðarins, hefur að vei’u- legu leyti verið háð því, að mjög fá ríki á svæði þess skærust úr leik. Yfirleitt er það eðli slíkra bandalaga að þola helzt ekki að neitt ríki, sem á svæði þess er, standi utan við samtökin. Að því er ísland snertir, í þessu sam- bandi, þá er lega þess á hnettinum slík, að svo hefur mátt heita, að land okkar væri lykillinn að mikilvæg- ustu samgönguleiðinni, ef til styrjaldar kæmi, — leiðinni milli Bandaríkjanna og Evrr ópu. Þannig var það sjálfsagt mál, að Atlantshafsbanda- lagsríkin fylgdu því fast eft- ir, að ísland hefði samstöðu með þeim, enda lá það í aug- um uppi að það myndi sjálft njóta ávaxta þess á við hvem annan aðiija. Það var, sem alkunna ei’, landið sjálft, land undir herbækistöðvar, sem íslenzka ríkið gat lagt banda- laginu til. Og allir þingflokk- ar nema Kommúnistar, á- litu að leggja yrði á þá hættu. Svona horfði þetta við, um þær mundir sem ísland gekk í Atlantshafsbandalagið og samþykkti hersetu Banda- ríkjanna hérlendis. Það var svo sem auðvitað,. að herseta er alltaf vandasamt viðfangs- efni. Svo og hitt, að engin þjóð kunni síður skil á því en íslendingar — fyrst og fremst sökum reynsluleysis, Síra Björn 0. Björnsson: þá vegna gelgjuskeiðs í þjóð- lífinu yfii’leitt; loks vegna fámennis — að verjast ó- heillavænlegum áhrifum af erlendi’i hersetu. „En mikið skal til mikils vinna“! Það varð að ætlast til þess af þjóðinni, að hún bæri þann metnað í brjósti, að hún lægi ekki hundflöt fyrir setulið- inu og freistingum þeim, er því fylgdu, — en þær reynd- ust nú raunar f jölbreyttari og viðsjálli, sumar, en nokkur sá fyrir að óreyndu. Samt verð ég að játa, að enn finnst mér sem þjóðin yrði að ki’efjast þess af sjálfri sér að hún væri fær um að hýsá hið eiienda heiiið, án þess. að bíða . stórvægilegt tjón af — jafnvel að hún ætti að geta þroskast af því meira en tjóninu næmi — EF ekki væri svo máli háttað, að forsendur hersetunnar hefðu breytzt stórkostlega —■ frá því er hún hófst. Það var rétt áður en eld- flaugarnar komu fram á ípónai’sviðið, að ég lagði mik- ið verk í að kynná mér öll þessi viðhorf. Og niðurstaða mín var sú, að það væri í senn þegnskaparskylda og jafnframt áhættuminna fyr- ir ísland að vera í Atlants- hafsbandalaginu og hafa bandaríska setuliðið. Að einu leyti fannst mér samt fram- kvæmd stjói’na íslands og Bandaríkjanna á samstarfinu óþolandi — m. a. s. í þeim mæli, að gera ætti Bandaríkj- unum úrslitakosti, ef þau yrðu ekki við einföldum til- mælum að því lútandi. Það var eiginlega enginn viðbún- aður hafður til að verja þjóð- ina sjálfa, EF til styrjaldar kæmi. Allt var við það mið- að, að gera Atlantshafsbanda- lagið svo óárennilegt, að Rússar þyrðu ekki að leggja út í styrjöld. Þetta var til- tölulega einfalt og öruggt allra fyrst — á meðan Banda- ríkin voru langt á undan Rússum í kjarnoi’kusprengju- búnaðinum. En þau hlutföll breyttust miklu fljótar, At- lantshafsbandalaginu í ólxag en nokkurn varði. Rannsókn mína endaði ég með því, að skrifa allýtarlega álitsgerð. Og niðurstaða hennar var, sem sagt sú, að Nytsamur sakl gerir grein fyrir atkvæöi sín Börnin verða alltaf að hafa nóg að riunda eitthvað að gera. Þau verða að fá að vinna og dunda og alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. — Var ekki dýrt að byggja þennan leikvöll? — Jú, hann hefur kostað á annað hundrað þúsund krónur. Ríkið boi’gaði helminginn, hreppurinn gaf töluvert og hús- mæðui'nar hafa safnað miklu Rætt viö Aöalstein Hallsson, skólastjóra á Fáskrúösfiröi Tíðindamaður blaðsins kom nýlega í heimsókn að Búðum austur í Fáskrúðsfirði. Þorpið stendur norðan megin í firðin- um eins og flest önnur pláss þar um slóðir,. það er ekki stórt en myndax-legt. Eitt hið fyrsta, sem aðkomu- maður rekur augun í á Fá- skrúðsfirði er mjög glæsilegur barnaleikvöllur, sem byggður er í nokkrum hjöllum inn .í brekkuna ofan við aðalgott þorpsins. Þegar fréttafpanninn bar að garði, var þar mikil ys og þys, tugir barna voru að leik, sum að aka bílum, önnur í íþróttaleikjum eða boltaleik. En í miðjum bai'nahópnum sprangaði miðaldra maður, breiður á velli og undi sér vel. Við tókum manninn tali og reyndist hann vera Aðalsteinn Hallsson, skólastjóri þar á Fá- skrúðsfirði; — Það er hægt að /eða niður alla óknytti og tirktarskap í börnum, sagði alsteinn, ef maður fær Frjáls þjóð — Laugardaginn 24. sept .ISW)

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.