Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 08.10.1960, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 08.10.1960, Blaðsíða 1
8. október 1960 laugardagur 39. töluplað 9. árgangur Réttarferð Með mútum á aö sætía þjóðina við svikin i landhelgismálinu leiður og framtíö ísl. er í veði Ríkisstjórnin hefur þegar ákveðið, hvernig mútu- fénu, sem hún fær fyrir svikin í landhelgismálinu, skuli ráðstafað. Nú er aðeins beðið eftir, að samningar verði undirritaðir. A opnunni í dag er m.a. frásögn af heimsókn í Rauðsgiisrétt í Borgarfirði. í seinasta blaði var frá því skýrt, að Gunnar Thoroddsen væri kominn til Bandaríkjanna ásamt fleirum að sækja 20 milljón dollara mútufé, sem ríkisstjórnin fær fyrir svikin í laiidhelgismálinu. Nú er vitað,' hvernig ætlunin er að ráðstafa , þessu fé. Sex milljónir dollara Hópganga um mótmæla samningum við Breta Samtök hernámsandstæðmga hafa ákveðið að efna til mótmælagöngu um Reykjavík að ráðherrabústaðn- um við Tjarnargötu til að leggja enn frekari áherzlu á þann vilja flestra íslendinga, að ríkisstjórnin standi við heit sín og ekki verði samið við Breta um íslenzkt ínnan- ríkismál. Ætlar ríkisstjórnin að svíkja' öll fyrri loforð og semja við Breta um landhelgina? Sú spurning glymur í eyru manna, hvar sem komið er. Fjölda margir fást ekki til að trúa því, að ríkisstjórnin leyfi sér slíkt athæfi. Skýringin er sú, að rík- isstjórnin hefur stöðugt neitað að skýra frá því, um hvað hún hyggðist ræða við sendimenn Breta. Þó má vel sjá af ýmsum skrifum íhaldsblaðanna, að valdhafarnir eru enn staðráðn-; ir í að svíkja, og er það í fullu samræmi við þær fréttir, sem borizt hafa af fundahöldum Bjaiina Benediktssonar. I Það er löngu orðið augljóst, að ríkisstjórn íhaldsins ætlar enn að leika sama leikinn og svo oft áður: Lofa öllu fögru þar til skyndilega, að spilin eru lögð á borðið. Þá er of seint að aðhafast nokkuð. Það er búið að semja. Samtök hernámsandstæð- inga ætla sér með hópgöng- unni á föstudagskvöld að vekja athygli á þeirri stað- reynd, að eftir fáeina daga kann bað að vera of seint að mótmæla. Þau hvetja al- menning til að standa í hóp- um framan við ráðherrabú- staðinn nætur og daga, þar til Alþingi kemur saman, til að sýna íslenzkum ráða- mönnum, að þjóðin glúpnar ekki fyrir hótunum um nýja árekstra á miðunum og hræðist ekki löndunarbann í Englandí. Hún neitar að af- henda fiskimið sín fyrir mútufé. Islendingar krefjast þess eins, að ráðamenn lands- ins standi við heit sín. eiga að renna í sjóði landbún- aðarins, sem hafa tæmzt við efnahagsaðgerðir. ríkisstjórnar- innar síðast liðinn vetur. Tvær til fjórar milljónir dpllara eiga að fara í iðnlánasjóð til þess að sætta iðnrekendur og loks eiga tólf milljónir að renna til sjáv- arútvegsins, þannig að heng- ingarvíxlarnir ei?a að breytast á yfirborðinu í föst lán, sem seinna verða gefin alveg eftir. Það hefur hvað eftir arinað verið játað í skrifúm íhalds- blaðanna að undanförnu um sjávarútvegsmál, að útvegs- menn eru sízt betur staddir nú en fyrir ,-,viðreisnina" og enn er þörf á nýjum styrkjum. í leiðara Mbl. á sunnudag er rætt um að fá föst lán til langs tíma, er komi í stað hengingarvíxl- anna svonefndu og bjarga þannig útgerðamönnum úr hörmungum „viðreisnarinnar". Slik úrræði tákna að sjálfsögðu, að stjórnarflokkarnir hafa gef- izt upp á áformum sínum um styrkjalausa atvinnuvegi, því að engum dettur í hug, að út- gerðamenn verði látnir greiða þessi lán síðar. Höfnin Arnarhóll Stríð heildsalanna Mikil átök eiga sér nú stað meðal heildsalanna í bænum. Þeir heildsalar, sem mest græddu- á kvóta fyrii-komulagi innílutningarins . hafa, undir forystu Eggerts Kristjánssonar, hugsað sér. að ná á ný völdum í .Verzlunai-ráði, og tryggja sér á þann hátt áframhaldandi. gróðaaðstöðu- innan- samtak- anna. Unnu þeir í vor allmikil- vægan sigur, þegar þeim tókst að fella núverandi formann Verzlunarráðs, Gunnar Guð- jónsson við fulltrúakjör til að- alfundar ráðsins í stórkaup- mannafélaginu. . En minni spámennirnir inn- an þessara samtaka hafa ekki - Frh. á 8. síðu. Ráðgert er, að mótmælagangan leggi af stað frá Arnarhóli kl. 6 og verður haidið upp Hverfisgötu, Klapparstíg, niður Skóla- vörðustíg, Bankastræti, Kalkofnsveg, Tryggvagötu, með frarn höfninni, upp Gróf, Vesturgötu, Garðastræti, niður Túngötu, iim Suðurgötu, Vonarstræti, suður Tjarnargötu og staðnæmst yið ráðherrabústaðinn. Forsætisráðherra, Ólafi Thors os fprmanni fslenzku samninganefndarinnar, Hans G. Andérseiu ámbássador hefur verið tilkyrint um gönguna pg er þess værizt,'að þeir • táki þar.við ályktun. Samtaka hernámsandstæðinga. Þegar Mbl. lofar útgerða- mönnum, að þeim verði hjálp- að er blaðið að ræða um mál, sem það þekkir mjög vel til. Gunnar Thoroddsen. Gylfi og Benjamín hafa þegar útvegað féð og bíða nú eftir því einu, að tilkynnt verði að samningar hafi tekizt um landhelgismál- ið. Á sama hátt og íhaldsblöðin munu hami'a á því eftir nokkra daga, að íslendingar hafi unnið stórsigur, þegar Bretum verð- ur hleypt inn í landhelgina, þá munu þau einnig halda því fram, eins og frá hefur verið skýrt í síðasta blaði, að mútu- féð sé gefið íslendingum vegna rýrnandi tekna af framkvæmd- um varnarliðsins eftir gengis- lækkun. Það er ekki aðeins. að heiður og sæmd bióðarinnar sé í veði, ef hún þyggur mútur fyrir að selja landhelgina. Gjafafé hef- ur sömu áhrif á efnahagskerfi Framh. á 8. síðu. Lundgren- málið Frásögn sú, er birtist í síð- asta blaði eftir danska manninn Carl Lundgren, vakti mikla og verðskuldaða athygli. Nokkur skriður hefur komizt á málið og er það í athugun bæði hjá islenzkum og dönskum stjórn- arvöldum. Lundgren var ekki borinn út á götuna 1. október eins og honum hafði verið hót- að. Hins vegar vofir það yfir á hverri stundu, en Lundgren. hefur viljað fá lögregluna til að semja skýrslu um ástand í- búðarinnar, svo að ha'nn geti fært sönnur á, að árásin hafi verið ?erð að yfirlö?ðu rái^i. Um leið og eigandi húsnæðis- ins tekur hana í sínar hendur er honum í lófa lagið að fjar- lægja verksummerki. Útlendingaeftirlitið hefur tjáð blaðinu, að maður sa, er Lundgren telur hafa staðið fyiir árásinni á sig, B. B., starfi ekki hjá beirri stofnun heldur hjá skattheimtu bæjarins. . Ynisar . athyglisverðar • stað- reyridir hafa kpmið í ljós síSaiv greiniri var prentuð,en sökum rúmleysis í blaðihu verða þær að biða næsta blaðs.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.