Frjáls þjóð - 08.10.1960, Blaðsíða 6
' _ JEkki er ég svo feiminn, að
ég dyljist þess, að ég les
j Morgunblaðið með meiri al-
j úð en önnur blöð. Ég læt
j mér jafnvel ekki nægja að
j lesa línurnar, heldur rýni
ég líka í það, sem lesa má á
j milli línanna, því að margt
j af því er fróðlegra en hitt,
sem í línunum er sagt. En
■ því les ég Mbl. vandlega, að
það er aðalmálgagn ríkis-
stjórnarinnar og sýnir mér
hana í spegli daglega, sýnir
j „stefnu“ hennar, atgervi
hennar, óskir hennar og dag-
drauma. Því miður berst
mér blaðið stundum seint i
hendur, en ofurlítil bót er
það í máli, að sumt skilst
betur, ef það er seint á ferð
og ekki alveg samhljóma ys
líðandi dags.
? Ég var löngu kominn heim
af Þingvallafundinum, er
mér barst Mbl. 13. þ. m. með
frásögninni um fundinn
(„Fundur á Brúsastöðum“)
og athugunum ritstjórans um
hann („Bi’úsastaðahreyfing-
in“). Mér varð fyrst hugsað
til vesalinganna, höfunda
greinanna: Slíkir eru mál-
svarar og menningarfulltrú-
ar ríkisstjórnar og „viðreisn-
ar“ 1960!! Ég kenndi í brjósti
um þjóð mína að þurfa við
þetta að búa. En mér kenndu
faðir og móðir að vera vork-
unnarsamur við vesalinga og
reyna að seí<ia mig í þeirra
i spor. Ég tók því ekki skrif
blaðsins með þykkju, held-
ur las ég vandlega það sem
á eftir fór hugleiðingum rit-
stjórans um fundinn. Þar
var í sömu opnu grein um
væntanlegar forsetakosning-
ar í Bandaríkjunum, sem
hefst með fagnaðarerindi
hins bandarska lýðræðis,
„tveggja flokka kerfisins"!
Tvennt telur Mbl. því mest
til ágætis og þykir nú rétt
að taka upp orðrétt það, er
blaðið segir: „Hið fyrra er,
að flokkurinn getur eigi að-
eins breytt um stefnu og
skoðanir, heldur getur hann
hreinlega verið alger and-
stæða þess, sem hann var,
án þess að breyta um nafn.
(Leturbr. Mbl.). Og hið síð
ara er, að flokkurinn getur
innbyrðis verið klofinn í.
tvær eða fleiri fylkingar,
sem innbyi’ðis berjast svo
biturri baráttu . . . að flokk-
urinn splundrist að lokum
alveg.“
Nú er það alkunnugt, að
aðalflokkarnir í Bandaríkj-
unum hafa ekki um langt
tímaskeið breytt um stefnu,
svo að miklu varði og ekki er
heldur kunnugt, að sú hætta
sé nærri, að þeir „splundrist
alveg“. Það þarf því ekki
glöggt auga til þess að geta
lesið hér á milli línanna í
Mbl.: Höfundur greinarinn-
ar er að lýsa heimilisá-
stæðum í flokki sjálfs sín!
Flokkurinn er fyrir hans
sjónum „hreinlega alger and-
stæða þess, sem hann (eitt
sinn) var án þess að breyta
um nafn.“ Og hann er inn-
byrðis „klofinn í fylkingar,
sem innbyrðis berjast svo
biturri baráttu, að hann get-
ur splundrast alveg“. Eflaust
á greinarhöfundur hér fyrst
og fremst við valdabaráttu
prinsanna Bjarna Benedikts-
sonar og Gunnars Thorodd-
sen, sem líkust er valdabar-
áttu Kasavubu og Lumumba
í Kongó, enda er hér um að
án þess
ræða fulltrúa fyrir svipað-
ar menningarstefnur og
manngerðir. (Hér um daginn
var sögð sú frétt, að Kasa-
vubu hefði nóttina áður
haldið veizlu og étið Lum-
umba. Fréttin var mjög trú-
leg, þó að hún reyndist ekki
sönn í þetta skipti, því að
Lumumba hljóp í felur og
náðist ekki).
Þegar ég hafði lesið þenn-
an inngang að ritgerðinni
um forsetakosningarnar, gat
ég ekki annað en kennt í
brjósti um vesalingana, sem
skrifað höfðu um Þingvalla-
fundinn, því að ég fann og
skildi að það hafði alls ekki
verið eymslalaust, að Sjálf-
stæðisflokkurinn var orðinn
alger andstæða þess, sem
hann var „án þess að breyta
um nafn“. Ég sá það líka
strax, er ég leit á ritstjórn-
argreinina aftur, að hún var
skrifuð í hamslausri kvöl.
Ritstjórinn engist af kvöl,
þegar minnzt er á „lífsins
helgustu skyldu“. Eins og
blindaður af því, að blóð hef-
ur runnið fyrir bæði augu
hans, berst hann um og
sparkar í áttina til þess
manns, sem látið hefur þessi
orð falla, en hittir sjálfan sig
fyrir í hverju höggi og
sparki, því hver limur hans
er svo slyttulegur, að hann
slettist utan í s<jálfan hann.
Og þegar hann svo heyrir
nefnda fjármálaspillingu,
siðspillingu og málskemmdir
af völdum hersetunnar, ær-
ist hann algerlega og reynir
að öskra því i eyru alþjóðar,
að það eitt séu málskemmdir
að kalla fund, sem haldinn
hefur verið í Valhöll á Þing-
völlum Þingvallafund. Slík-
ur fundur eigi að heita
Brúsastaðafundur og sú alda,
er ber hann uppi, Brúsastaða-
hreyfing (líklega af því að
fundarmenn á Þingvöllum
gerðu það af misskilinni til-
látssemi við dólgsskap Þing-
vallanefndar að hafa útisam-
komu þá, er haldin var eftir
fundarlok á vesturbarmi Al-
mannagjár). Tilburðir vesa-
lings ritstjórans eru því lík-
astir, sem hann haldi, að
uppnefningar hans og önnur
skrílslæti hæfi ein flokki
sjálfs hans. Ef til vill held-
ur hann líka, að fundar-
mönnum sé stríðni í vesal-
mennsku hans og menning-
arleysi. Það mætti meðal
annars ráða af því, að and-
legur samferðamaður hans
og flokksbróðir tók sér fyrir
hendur daginn eftir Þing-
vallafundinn að reyna að
aö breyta
leika þinghéjsbruna nazist-
anna þýzku, laumaðist upp
í Almannagjá og krotaði þar
vesallega Ami go home — og
hélt að hann gæti komið
skömminni á Þingvallafund-
inn. Sami sýnist vera til-
gangurinn, söm er menning-
in og háttprýðin. Um þá and-
legu félagana, krotarann á
gjárvegginn og í Mbl., hvorn
um sig má segja, að hann hef-
ur komizt í hin nánustu
kynni við spillt málfar, en
„ákveðnar grunsemdir vakna
þó um, að þessar tiltektir
stafi ekki eingöngu af mál-
SjkemmdL/n, heldur gægist
þar einnig fram angi hins
spillta siðferðis“ (úr rit-
stjórnargrein Mbl. 13. þ. m.).
En reyndar er það ekki
Þingvallafuhdurinn, og sú
alda, sem bar hann uppi,
sem veldur hamslausri kvöl
Mbl.-manna, heldur raun-
verulega það, að flokkur
þeirra, Sjálfðíæðisflokkur-
inn, er aðeins alger and-
stæða þess, sem hann var, án
þess að breyta um nafn.
Ráðamenn hans hafa kom-
izt upp á það að selja land-
ið okkar og sjálfstæði þjóð-
arinnar fyrir mútu. Landið
hafa þeir verið að selja í
smápörtuin, eins og lélegur
bóndi, sem selur sneiðar af
jörð sinni upp í skuldir, og
hættir slíku sjaldan fyrr en
allt er upp selt. Fyrst seldu
þeir Bandarkjamönnum
Reykjanesið undir flugvöll,
síðan annesin hvert af öðru
undir radarstöðvar. Núna í
ííármálaöngþveitinu eftir
„viðreisnina“ hyggjast þeir
afhenda Bretum hluta af
landhelginni, en Bandaríkja-
mönnum Hvalfjörð fyrir her-
skipalægi og síðan gefa
þeim Ijúflega leyfi til að
grafa eins konar geymslu-
skápa fyrir kjarnorkukaf-
báta inn undir Þyril og síð-
an undir Botnssúlur og hirða
þá ekki um, þó að skáparnir
nái að lokum austur að
Skjaldbreið og undir Þing-
völl. En fyrir þetta ætla
þeir að fá lán og gjafir til
að bjarga „viðreisninni" og
stjórninni, en hvort tveggja
er nú í mjög bráðri hættu.
Sjálfstæði þjóðarinnar,
menningu og sjálfsmetnað
ætla þeir svo að láta í kaup-
bæti með fríðindunum, sem
þeir hyggjast veita „hinum
vestrænu vinum“. Þetta er
beinlínis orðin „stefna“
Sjálfstæðisflokksins, og ber
Mbl. því vitni alla daga
hverrar viku, nema mánu-
dagana. Þegar þetta er bor-
um nafn
i
ið saman við árdaga flokks-
ins, fyrir 1918 — verður það
lýðum ljóst, að „flokkurinn
getur eigi aðeins breytt um
stefnu og skoðanir, heldur
getur hann hreinlega verið
(eins og hann er nú orðinn)
„alger andstaða þess, sem
hann var, án þess að breyta
um nafn“. Nú er það ekki
lengur spásögn, sem Þor-
steinn heitinn Erlingsson
sagði um viðhorf þvílíkra
manna, sem þeirra er nú
fara með æðstu völd á ís-
landi, Sjálfstæðismanna, til
íslenzku þjóðarinnar:
nú þykir þeim sælast að
dreyma
að þú værir asni, sem upp í
er hnýtt
og íslenzkar þrælshendur
teyma.
Og þeir eru farnir að leita
sér lags
og líkast þú kröftunum eyðir
hjá hverjum, sem ok er og
tjara til taks.
og tafarminnst þrælsverði
greiðir.
Þeir halda ekki oss vinnist
þá veglegri jörð
með vitrari mönnum og
sælum.
Nei: voldugir húsbændur,
hundar á vörð
og hópar af mörkuðum
þrælum.
Fulltrúi á Þingvalla-
fundi 1960.
1 siðustu viku andaðist Karl Isfeld rithöfundur, tæpra
54 ára að aldri. Bálför hans fór fram í gær. Hann var löngu
þjóðkunnur maður fyrir bökmenntastörf. Snjallt, þrótt-
mikið og listrænt málfar einkenndi öll hau ritverk, sem
hann Iagði alúð við. Bezta þýðingarnar, sem eftir harin
liggja, munu lengi halda nafni hans á lofti. Ber þar einna
hæst „Góða*dátann Swejk“ og „Kalevala".
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIM DS.
«*
Á mánudag verður dregið í 10. fl. 1156 vinningar að upphæð 1.465.000 kr.
Happdrætti Háskéla íslands.
Frjáls jxjóð — Laugardaginn 8, októher