Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.10.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 22.10.1960, Blaðsíða 2
m ■ Hiiiii SbIIIu LISTIR BOKMENNTIR msmm m i ftr -i tWM Mennirnir á jörðinni eru alltaf að deila. Siðan þeir fengu raálið, liafa þeir verið ósammála, og meðan lieimur stendur, mun aldrei verða liörgull á ágreiningsefnum. Þessi staðreynd er meira að segja hafin yfir allar deilur. En það er ekki sama hvern- ig menn deila. Tvenns konar hugarfar ræður afstöðu mnnna til deiluefnisins. Annars vcg- ar geta rnenn kappkostað að leita sannleikans, hrjóta mál- ið til mergjar og aðstoðað hver annan að finna kjarna þess. Hins vegar geta menn lagt mesta áherzlu á að sann- færa andstæðinginn og þá sem á hlýða um eigið ágæti, gáfur sínar og greind. Þá er þeim mest um vert að sýna fram á, að þeir hafi rétt fyrir sér. Ef báðir aðiljar tileinka sér fyrra sjónarmiðið, hlýtur um- ræðan að bera nokkurn árang- ur. Siðarnefnda afstaðan stjórnast af eigingirni, lileyp- ir mönnum kapp i kinn og er góður drifkraftur í umræð- um. Að sjálfsögðu hafa menn yfirleitt bæði sjónarmiðin í lmga að einhverju leyti, en ræðir jafnmikið veikar og sterkar liliðar á skoðun sinni á sér enga framtíð í pólitík. Hann dæmir sjálfan sig úr leik. Stjórnmálamaðurinn hik- ar ekki við að beita öllum ó- Sigurður Nordal. Skiptar skoðanir oft sorglega lítið liið fyrra. - Það dylst varla mörgum, sem fylgzt hafa með orða- 'skiptum á opinberum vett- vangi hin seinni ár, að eigin- legar rökræður eiga sér sjald- an stað á fslandi. Hver er á- stæðan? Fyrst og fremst sú, að menn deila til þcss að sanna eigið ágæti, ágæti sins flokks eða trúbræðra. Menn deila ekki til þess að komast að hinu rétta. Vinsælasta deiluefni manna hefur löngum verið um stjórn- mál. Stjórnmálabaráttan er hagsmunabarátta stéíia, flokka og einstaklinga. Aðalatriði fyr- ir stjórnmálamenn er að sýna ágæti sins flokks, sanna, að hann hafi rétt fyrir sér. Hann reynir því að hasla sér þar völl i umræðunni, ;em iiann stendur vel að vígi, 1 hliðrar sér hjá að ræða aðr ir liliðar málsins — reynir alltaf að vera í sókn. Sá sem fer liina leiðina og reynir að brjóta deiluefnin til mergiar án þess að liugsa um, hv >rt hann lendir i mótsögn vi , liað, sem hann hefur áður sagt, eða svifnustu rökklækjuin, sem völ er á. Hann reynir að sannfæra fólk um, að smá- atriðin i máli andstæðingsins, sem virðast öfgakennd slitin úr samhengi, séu aðalatriði. Hann ýkir fullyrðingar lians til að gera þær fráleitar og hlægilegar og þykist sjá ann- arlegar livatir að baki gerð- um hans. Af þessuin sökum eru stjórnmálaumræður fyrst og fremst gagnkvæmar árás- ir — sjaldan rökræður. Eins liefur farið um flestar ritdeilur, sem háðar hafa ver- ið i seinni tið, enda þótt þær fjölluðu um ólikustu efni. Mað- ur ritar grein og annar svarar lienni. Sá tínir nokkrar setn- ingar úr greininni, samhengis- laust og gerir þær fráleitar og hlægilegar. Sá fyrsti svarar og kvartar yfir ósvífni hins og ósanrigirni, eltist við gömlu setningarnar úr fyrstu grein- ■ inni og pundar einhverju á andstæðinginn. Hann svarar enn á svipaðan liátt. Eesendur eru þá löngu hættir að botna upp né niður i þessum hártog- unum og útúrsnúningum, og loks tilkynnir blaðið að um- ræðum sé lokið um málið. Þvi er svo mörgum orðum eytt að þessu efni, að i vor kom út hjá Menningarsjóði litil bók, er hefur að geyma frægustu ritdeilu, sem iiáð hefur vcrið á íslandi. Bókin lieitir Skiptar skoðanir, og er efni liennar sex ritgerðir frá þriðja tug aldarinnar, þrjár ritaðar af Sigurði Nordal, pró- fessor og jafnmargar eftir Einar II. Kvaran, rithöfund. ,í formála að bókinni, sem skáldið Hannes Pétursson hef- ur samið, er á það bent, að í þessari ritdeilu tókust á áhrifamesti bókmenntafræð- ingur landsins annars vegar og hins vegar dáðasti skáld- sagnahöfundur íslendinga í þá daga, sem jafnframt var einn helzti atkvæðamaður i and- legu lífi þjóðarinnar. Iif til vill má segja, að eng- an þyrfti að undra, þótt rit- deila þessi væri liátt hafin yfir aðrar svipaðar rökræður, þar sem slíkir úrvalsmenn áttu hlut að máli. Og þó er sann- leikurinn sá, að fæstir snjall- ir rithöfundar hafa getað lyft sér upp úr jarðnesku þrasi ef þeir hafa lent í illdeilum. Per- sónulegt þjark og skitkast lief- ur yfirleitt verið allsráðandi. Nú er ekki svo að skilja, að þeir Einar og Sigurður Nor- dal liafi verið með öllu lausir við persónulegar ýfingar. Hvorugur telur sér fært að sitja þegjandi undir meiðandi ásökunum hins. En þar skilur mál al' lægsta plani tekin fyr- ir og afgreidd. Siðan snúa þeir sér að kjarna málsins og rökræða aðalatriðin i þeirri ritgerð, sem þeir svara. Þeir rifa niður mál andstæðingsins að vissu marki, snúa siðan vörn í sókn og byggja upp rrýtt virki rökréttra hugsana. Ritdeila þessi átti sér all- langaii aðdraganda. I Svíþjóð og Danmörku voru uppi radd- ir um að veita bæri Einari H. Kvaran nóbelsverðlaun. Sig- tirður Nordal', prófessor dró ekki dul á þá skoðun sína, að IJinar væri ómaklegur verð- launa. Hann liélt því einnig fram, að i síðustu skáldsögum hans kæmi berlega í ljós skort- ur á stílþrótti og karlmann- legri hugsun. Þessu andmæltu fjölmargir islenzkir mennta- menn og sökuðu prófessorinn um að hafa komið í veg fyrir, að nóbelsverðlaunin færu til íslands. Nordal taldi það skyldu sína að gera grein fyr- ir afstöðu sinni, og birti þvi í Skírni ritgerð, er hann nefndi Undir straumhvörf. Hann gerir fyrst nánari grein fyrir þeim veilum í síð- ari skáldskap Einars H. Kvar- an, sem hann hefur áður haft orð á. Sigurði Nordal finnst að hugsjón Kvarans, spíritism- inn, sé farinn að íþyngja verk- tim hans, svo að persónur lifi ekki eðlilegu lífi en séu leik- brúður og til þess eins fallnar að boða ákveðinn málstað. Nordal dvelur þó ekki lengi við bókmenntirnar, heldur Einar H. Kvaran á unga aldri. á milli, að báðir hafa einsett sér að ræða aðalatriði, ekki ómerkileg smáatriði. Hver rit- gerð verður sjálfstæð lieild. í upphafi greinanna eru deilu- snýr sér að lifsskoðun skálds- ins og deilir hart á fyrirgefn- ingarboðskapinn. Hann setur fram eigin liugmyndir um guð, „unga hctju, sem berst blóðúgur og vigmóður, en ljómandi af von og þrótti, við dreka liins illa“, og boðar straumhvörf. Fyrirgefniiigar- skyldan samrýmist ekki kröf- um liins nýja tíma. Hún er ókarhnannleg og hættuleg þjóðfélaginu. Eiiiar H. Ivvaran svaraði Nordal með rilgerðinni, Krist- ur eða Þór, sem birtisl í Ið- unni. Hann eyðir fáum orð- tim að gagnrýni Nordals á skáldskap sínum. en ræðir þeim niun meira um skrif hans ttm synd og fyrirgefn- ingu. Loks ber hann sanian guðshugmynd Nordals og kristna trú og seg'ir: „Þessi kenning er ekki kristin. Hún er heiðin. Þessi guð S. N. er Þór, ofurlítið fægður og litað- ur Þór.“ Um leið og Sigurður Nordal setur fram guðshugmynd sína og skýrir þá lífsskoðun, sem hann hefur tilcinkað sér, hefur hann geíið Einari höggstað á sér. Og Einar nýtii’ sér tæki- færið til fulls. Því miður er ckki unnt að rekja hér nákvæmlega cfni rit- deilunnar. Mörg deilumál blandast inn í, smá og stór, en þeim er það flcstum sameigin- legt, með fyrrgreindri undan- tekningu, að snerta lífsskoðun Einars H. Kvaran náið eða persónulegar athafnir lians. Sá sem á í vök að verjast með gerðir sínar og athafnir, lief- ur minna olnbogarými, og af því leiðir að aðstaða Nordals til sóknar var mun betri en Einars. Sigurður ritar fyrstu grein- ina og Einar þá siðustu. Það er hæpið að tala um, livor hafi borið sigur úr býtum i þess- ari löngu og þungu viðureign. Still Not'dals er glæsilegur og hugsun lians skýr, en þó lilýt- ur vopnfimi Kvarans að vekja enn meiri aðdáun, enda um þaulæfðan rithöfund að ræða. Það kernur berlega i ljós, að lífsskoðun Einars Kvaran er lionum meira lijartans mál. Hann talar af meiri þunga og ábyrgðarkennd en Sigurður. Lífsviðhorf hans eru auk þess heilsteyptarii, betur grunduð og eiga sér dýpri rætur. Skiptar skoðanir er þriðja kverið í bókaflokknum Smá- bækur Menningarsjóðs. Bókin er gefin út i aðeins 1500 ein- tökum, Þetta er góð bók og eiguleg, — og gæti auk þess kennt mönnum þá list, sem virðist löngu gleymd, að lieyja ritdeilu. RA 1 : a!ÍÍ=llí^,1@k jj* u ii ,= jiji J1'1 ji1 f Jbnj jjSgigaj “i". ir ■ KtijPí f -XH gg Hver vill ekki Volkswagen? Dregið 25. okt. AÐEINS 3700 miðar fíappúrmtti JFrpílsrnt' þgóður mssmmmsmmmmmrn ■ 2 —- Laugairdagínn 22. •któhe* Í96|

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.