Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.10.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 22.10.1960, Blaðsíða 3
ÍÞRÚTTASPJALL 11 Arið 1958 voru hafin þol- próf á íþróttafólki hér í höf- uðstaðnum. Benedikt Jakobs- son, íþróttakennari hefur séð um þessa starfsemi, sem er rekin á vegum Í.B.R. Til þess að kynnast þessu starfi nokkru nánar fór ég í heim- sókn til Benedikts í íþrótta- hús háskólans, en þar fara þessi próf fram. Benedikt býður mér inn á skrifstofu sína. Ég spyr hann fyrst hvernig þessi þolpróf séu framkvæmd. í stuttu máli svara ég því þannig, segir Benedikt: Fyrst er sá, sem prófa á látinn hvíla sig á legubekk í 5—10 mín., síðan hlusta ég hann og tel hjartaslögin, það sem ég kalla að taka hvíldarpúls og hvíldarpúlsinn er tekinn vegna þess, að reynsla er fengin fyrir því, að af hon- um má nokkuð ráða í hvaða þjálfunarásigkomulagi við- komandi er, því lægri hvíld- arpúls, því betri þjálfun. Or- sök þess e.r, að því lægri sem* hvíldarpúlsinn er því betri er bjjartastarfsemin þ. e. hjartað dælir þá meira blóði með hverju slagi. Þá athuga ég einnig öndunarstarfsem- ina í hvíld og gildir þar sama lögmál og um. hvíldarpúls- inn þ. e. því hægari og dýpri sem öndun er því betra. Að þessu loknu e.r hæð og þyngd mæld. Síðan hefst sá hluti prófsins er fram fer á hjól- inu, en það er að öllu leyti eins og reiðhjól nema að á það vantar framhjólið og á þyí er sérstakur útbúnaður, sem gerir kleift að stilla hjólið á mismunandi mót- stöðu, þannig að því hærra sem stillt er því þyngra er að hjóla. Venjulega er prófað á hjólinu í 6—7 mín., fyrst við litla mótstöðu, en hún síðan aukin. í lok hverrar mínútu er púlsinn tekinn, nema púlsinn fari yfir 170 á mínútu, þá er prófinu venjulega hætt. Út frá þessu er siðan hægt að reikna súr- efnisupptöku mannsins, en af henni má ráða hvaða þol hann hefur í íþróttum. Sú lágmarkssúrefnisupptaka, sem almennt er viðurkennd, er um 58 ml. á hvert kg. lík- amsþyngdar fyrir karlmenn, en um 48 ml. á hvert kg. lík- amsþyngdar fyrir kvenfólk. Hvernig hafa þessar mæl- ingar gengið hérlendis? Ég hef ekki haft tölu á f jölda þeirra, sem hafa geng- ið undir prófið, líkast til eru þeir nokkur hundruð, en því mlður alltof fáir. Mér finnst, að það sé einhver ótti við þessar mælingar. Hafa einstök félög notfært sér þessa starfsemi, t. d. sent sína keppnismenn til þín til þolrannsóknar? Nei, einstök félög hafa ekki notað þetta að neinu ráði. SérsámbÖndin hafa fært sér þetta í nyt, landslið karla og _" kvenna í handknattleik og || landslið í knattspyrnu hafa |1 gengið undir prófið. Þá hafa 5) nokkrir sundmenn komið hér li! og svo hafa nokkrir frjáls- H íþróttamenn notað þetta að :; staðaldri, aðallega þolhlaup- 8 ararnir. Hvað vilt þú svo segja um 1 niðurstöður mælinganna? Sé miðað við athuganir, S sem gerðar hafa verið er- p lendis innan hinna ýmsu í- þróttagreina, þá er mikill 1 munur á þoli okkar og þeirra 11 erlendu. Ef við t. d. tökum frjálsiþróttamenn fyrst, en 1 þeir hafa verið rannsakaðir Ig hér lítilsháttar, þá er munur- i inn minnstur þar. Þannig er I súrefnisupptaka beztu þol- || hlaupara erlendis milli 70 og j| 80 ml. á hvert kg. líkams- r.: þyngdar, en þeir beztu hér || frá 65 upp í 72—73 ml. Ef við 1 snúum okkur svo að knatt- j spyrnunm sem er mikið æfð ffi bæði hér og erlendis, þá er ¦ kannski ekki úr vegi að geta | þess, að fyrir nokkrum árum ._ síðan, þegar þetta var fyrst tekið upp í Svíþjóð meðal r_ knattspyrnumanna, þá 1 reyndust þeir hafa mjög lítið j þol eða um 51 ml. að meðal- tali og sænska knattspyrnu- hreyfingin ætlaði alveg á annan endann, þegar þeir || urðu varir við þetta. Þá fóru þeir að herða á þolæfingun- j| um og síðustu rannsóknir I n syna að meðaltal i sumar sem | leið var frá 63 upp í 66 ml. hjá bezty hópunum. Ef mað- | ur ber svo þetta saman við | landshðið i knattspyrnu hér- 'f lendis þá var geta þess fyrir | landsleikinn við Noreg í I sumar 53 ml. að meðaltali | eða svipað og Svíar töldu al- | veg óviðunandi, þegar þeir | hófu þessar mælingar fyrir | nokkrum árum. Um hand- | knattleiksfólkið er það að | segja, að útkoman hjá því I var í upphafi mjög léleg, en | það sýndi sig líka, að þegar 1 það fór að æfa markvisst, þá | batnaði þolið geysimikið, 1 einkum hjá stúlkunum. Má | geta þess í því sambandi, að | í sumar hitti ég í Stokkhólmi | skólastgóra sænska íþrótta- | háskólans, sem starfar mikið | við þessar þolrannsóknir og | hann lét þess getið við mig, i að það hefði verið ánægju- | legt að sjá, hve íslenzku | stúlkurnar hefðu verið þoln- ar. Þessar stúlkur hafa verið í sérstökum þolæfingum í nær 2 ár og hafa oft verið þolprófaðar, þannig að það lá alveg ljóst fyrir, hvar þær stóðu á hverjum tíma. Þegar þær fóru utan í sumar voru þó nokkrar sem voru með yfir 60 ml. súrefnisupptöku, sem er ágætt og fáar fóru niður fyrir 40 ml. Meðaltal hópsins var þá um 51 ml., sem er talið gott. felur þú, að þjálfun í Brennu-Njáls sögu er þess getið, að Hallur af Síðu bauð Þangbrandi kristniboða heim til sín að Þvottá í Áftafirði með öllum hans mönnum. Þangbrandur fór þangað. Síðan segir, orðrétt: „Um haustið var það, að Þangbrandur var úti snemma um morgun og lét skjóta tjaldi og söng messu í tjaldinu og hafði mikið við, því að hátíð var mikil. Hall- ur mælti til Þangbrands: „í hverja minning heldur þú þenna dag?" „Mikaels eng- gömul og lifir þó enn, og er fögur og huggunarrík mörgu fólki. Trúin á hervernd stór- velda smáþjóðunum til handa, með ægilegustu vopn allra tíma í fórum sínum, er ný, en felur engan veginn í sér fegurð og öryggi hinnar fornu trúar, enda munu stór- veldin yfirleitt hafa lagt meiri stund á að drottna yfir smáþjóðunum en vernda þær. Gamla englatrúin var a. m. k. hættulaus. Öðru máli gegnir um hina nýju her- verndartrú. Samkvæmt Þóroddur Guðmundsson frá Sandi: Förum að dæmi Halls af Síöu Nokkrir kafiar úr ræðu, sem fiutt var á fundum hernámsandstæðinga í sumar Þoroddur Guömvmdsson. ils," segir hann. „Hver rök 1 fylgja engli þeim?" segir 1 Hallur. „Mörg," segir Þang- brandur; „hann skal meta | allt það, sem þú gerir, bæði || gott og illt, og er svo misk- unnsamur, að hann metur § allt það meira, sem vel er gert." Hallur mælti: „Eiga ji 'vildi ég hann mér að vin." „Það munt þú mega," segir Þangbrandur; og gefst þú ;- honum þá í dag með guði." I „Það vil ég þá til skilja," f, segir Hallur, „að þú heitir því fyrir hann, að hann sé : þá fylgiuengill minn." „Því ,r mun ég heita," segir Þang- brandur. Tók Hallur þá skírn og oll hjú hans." 1 Trúin á verndarengla er lliiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiyiiiiiiiii M íiiii flokka íþróttamanna hér- | lendis sé nægilega skipulögð | frá vísindalegu sjónarmiði? Nei, ég tel að frá vísinda- I legu sjónarmiði sé hún í | meginatuiðum óskipulögð. Það mætti áreiðanlega fá || mun meira út úr þessu, ef g allir legðust á eitt um að g taka þetta skynsamlega. Ég þakka Benedikt fyrir 1 viðtalið og kveð. Váls. 1 henni hefur Bandaríkjaher dvalizt hér nálega tvo ára- tugi, sbr. orðin varnarlið, herverndarsamningur o. fl. Að dómi málsvara herset- unnar hefur hann verið verndari og fylgjuengill vor, er treysta mætti sem vini í raun. Er ekki kominn tími til að staldra við og spyrja, líkt og Hallur af Síðu spurði um Mikael: „Hver rök fylgja engli þeim?" Metur þessi verndarengill nútím- ans, bandaríski herinn, allt það meira, sem vel er gert, en hið illa? Getur þú af heilum huga óskað sem Hall- ur: „Eiga vildi ég hann mér að vin?" Samkvæmt þeirri ósk hafa allar ríkisstjórnir íslands síðan 1941 hagað sér. En hvað hefur þjóðin þegið að laun- um fyrir veitta landsvist og léðan greiða, í öryggislegu tilliti? Því að til þess var leikurinn gerður, eða svo var það túlkað. Verndari vor, bandaríski herinn, hefur lát- ið það afskiptalaust að önnur sambandsþjóð vor í Atlants- hafsbandalaginu bryti á oss lög með hervaldi og ruplaði fiski af miðunum líkt og sjó- ræningjar. En verndararnir hafa þó borgað greiðann, munu ýms- ir hugsa. Má vera, að ís- lenzkar konur hafi þegið af þeim gjald fyrir veitta blíðu. Ég veit það ekki. En sumar hafa þær veitt þeim ævi- langa tryggð, og er þá vel, úr því sem komið var oft og einatt, þó að mikil blóðtaka sé að missa svo marga góða kvenkosti, sem horfið hafa til Vesturheims síðustu tvo áratugi. Hitt er þó miklu verra: allt það fjölskylduböl og siðgæðistjón, sem leitt hefur af dvöl Bandaríkjahers á íslandi. Eða mætti e. t. v. allur sá fjöldi íslenzkra stúlkna, og reyndar karlmenn líka, sem orðið hefur eiturlyfjanautn að bráð, fyrir milligöngu hersins, vera honum þakk- látur fyrir að hafa lagt líf þeirra í rústir? Vér græðum á hernum, segja menn, en gæta þess ekki, að tapið er miklu meira. Víst hafa margir þeg- ið gull fyrir unnin störf og eins hin, sem aldrei voru leyst af höndum. Ýmsir hafa grætt á viðskiptum, sem ekki hafa alltaf verið lögleg. En vinnusvik og ólögleg við- skipti eru meðal skaðvæn- ustu áhrifa hersetunnar. í 20 ár hafa herbúðir, flugvöllur og radarstöðvar varnarliðsins svonefnda verið gróðrarstí- ur lasta og spillingar í þjóð- lífinu. Meðal afleiðinga her- setunnar er enn fremur stór- kostleg rýrnun krónunnar og síaukin skuldasöfnun erlend- is, einkum í U.S.A., bráð- hættuleg fjárhagssjálfstæði þjóðarinnar. Gestirnir borga fyrir sig. . Rétt er það, og svo ríflega, að á 20 árum hafa fleiri sveitabæir farið á auðn en nokkru sinni áður á jafnstutt- um tíma, nema ef vera skyldi í Svarta dauða og Móðuharð- indunum. En eftir þau hall- æri byggðust jarðirnar fljót- lega aftur. Nú sjást þess eng- in merki, að eyddar góð- sveitir af völdum hersetunn- ar, auk mikils fjölda áf kostabýlum um land allt, byggist á nýjan leik. Og þeg- ar ég nefni góðsveitir og kostabýli, á ég ekki aðeins við góðar bújarðir, heldur líka og ekki síður staði, sem veitt hafa þroskaskilyrði vel gerðu fólki á sál og líkama, því að ið bezta, sem á grundu hverri grær, er göfug þjóð með and- ans fjársjóð nógan, eins og Klettafjallaskáldið kvað. Og þá haukskyggnu ajón ala fjöll vor og firðir, sem Einar orti, Benediktsson. Þess vegna er mestur skaði að eyðingu landsbyggðarinn- ar, að þar þróast fjölbreyti- legast og kjarnmest þjöðlíf. Eða leggja ekki kaupstáðar- búar kapp á að koma börn- um sínum í sveit á sunirin, þeim til aukins þroska? Setuliðið borgar fyrir sig, er oft sagt og hugsað. Vissu- lega, og það svo vel, aðP Frh. á 6. síðu. fijáteþjóð — Laugardagúnn 22. október 1960 a

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.