Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 22.10.1960, Síða 4

Frjáls þjóð - 22.10.1960, Síða 4
{• 'Útgeia.ndi: ÞjððvariiQrflakkicr lslaipóþt. | Ritstjótár:; Ragnar Arnaíds, . 11 ' : , * Gils GuOmimdssQn', &Óik., lí -J.' -- •- f.'j+i - - • " ' * •' -v i Framkvæmdastjóri: Kristmann Eiðsson. [ AfgreiSsla: Ingólfsstræti 8. — Sími 19985. — Pósthólf 1419. Askriftargj. kr. 12,00 á mán. Argj. kr. 144,00, í lausas. kr. 4,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Vestræn samvinna TT'ámennri þjóð á afskekktu eylandi er mikil nauðsyn á nánum samskiptum við umheiminn, til þess að til- einka sér þá nýja menningarstrauma, sem eru aflgjafi lif- andi menningar. Lítilli þjóð með fábreytta atvinnuhætti er einnig nauðsyn á mikilli utanríkisverzlun til þess að tryggja efnahag sinn. Ljóst er, að íslendingar verða ávallt að hafa mikil sam- skipti við aðrar þjóðir, bæði menningarleg og efnahagsleg. Meginþorri íslenzku þjóðarinnar er eðlilega þeirrar skoð- unar, að okkur beri að beina þessum samskiptum fyrst og fremst til grannþjóða okkar í Vestur-Evrópu. Þær þjóðir eru okkur skyldastar að uppruna og hugsunarhætti og búa í höfuðþáttum við sömu menningararfleifð og við. Undanfarinn áratug hafa hernámssinnar notað þessa sjálfsögðu og rótgrónu skoðun þjóðarinnar í viðleitni sinni við að fá hana til þess að sætta sig við erlenda hersetu í landinu og þann ófögnuð og þá hættu, sem af dvöl fram- andi herliðs stafar. Hernámssinnar hafa á allan hátt leit- azt við að telja þjóðinni trú um, að þátttaka í Atlants- hafsbandalaginu væri lykill að öllum samskiptum við vest- rænar þjóðir og að án hennar værum við einangraðir og útskúfaðir úr féiagsskap nágranna og frænda. Það er full ástæða til þess að athuga, hvað hæft er í þessari kenn- ingu og yfirvega,, hvaða þýðingu aðild okkar að Atlants- hafsbandalaginu hefur fyrir samskipti okkar við aðrar þjóð- ir og þá fyrst og fremst við grannþjóðir okkar. Oamvinnu þjóða má skipta í þrjár höfuðgreinar: sam- vinnu um menningarmál, efnahagssamvinnu og hern- aðarsamvinnu. Við íslendingar eigum að sjálfsögðu margs konar samskipti við fjölda þjóða, en að því er snertir menningarmál er samvinna okkar við Norðurlandaþjóðirn- ar tvímælalaust þýðingarmest, enda stendur sú samvinna á traustum grunni sameiginlegrar sögu og uppruna. Fáir munu þeir íslendingar sem ekki vilja fremur efla en veikja þessa samvinnu. í þessu sambandi mætti gjarna minnast þess að tvö af þessum fjórum vinaríkjum okkar gæta hlutleysis í utanríkismálum og taka ekki þátt í At- lantshafsbandalaginu fremur en öðrum hernaðarbanda- lögum. Að Norðurlöndunum slepptum höfum við mest menningarsamskipti við aðrar þjóðir í Norðvestur-Evrópu eins og jafnan hefur verið, síðan islenzk þjóð varð til. ís- lenzkir námsmenn fara þó víða og okkur .berast nýir straum- ar þekkingar og menningar hvaðanæva að og er það vel. Erfitt mun hins vegar að færa rök að því að þátttaka okk- ar í Atlantshafsbandalaginu hafi fært okkur jákvæða hluti í menningármálum, en auðvelt að sýna- fram á hið gagn- stæða. Oegja má, að við höfum eins konar efnahagssamvinnu við allar viðskiptaþjóðir okkar, en þær eru sem kunnugt er dreifðar um allan heim. Það er athyglisvert að síðustu árin hefur þróunin í utanríkisverzlun okkar verið sú, að viðskiptin hafa færst frá þeim ríkjum sem eru þátttakend- ur í Atlantshafsbandalaginu til hlutlausra ríkja og ríkja, sem eru andvíg þeirri stofnun. Aðild okkar að Atlantshafs- bandalaginu virðist því síður en svo hafa haft jákvæð áhrif á utanríkisverzlun okkar. Evrópuþjóðir hafa með sér ýmiss konar samvinnu til eflingar efnahagslíf sínu og atvinnuvegum. Við erura aðilar að sumum þessufn stofnunum en öðrum ekki. Þann- ig erum við þátttakendur í Efnahagssamvinnustofnun Evr- ópu og Evrópuráðinu. Þátttaká í þessum stofnunum er al- gjörlega óháð þátttöku í Atlantshafsbandalaginu og eru t. d. Svíar og írar og fleiri hlutlausar þjóðir fullgildír að- ilar að þeim. Að þessu athuguðu vii'ðist hagur okkar af þátttöku í At- lantshafsbandalaginu mjög vafasamur að því er snertir samvinnu við aðrar þjóðir um efnahags- og menningarmál. /"\kkur íslendingum ber að sjálfsögðu að stunda vin- samleg samskipti við allar þjóðir. Þátttaka okkar, vopnlausrar smáþkióðar, í hvers konar hernaðarbandalög- um er algjörlega út í hött, auk þess hve hún er stórhættu- '3eg sjálfstæði og tilveru þjóðarinnar. Hitt væri í fullu samræmi við alla sögu og fyrri stefnu íslenzku þjóðarinnar, að hún skipaði sér í sveit með frændum sínum Svíum og írum og öðrum þeim þjóðum, sem leitast við að setja nið- ur deilur stórveldanna. Von mánnkynsins er tengd þessum þjóðum en ekki hinum, sem safna nú vítiseldi kjarnork- unnar í birgðaskemmur sínar. Ekki alls fyrir löngu voru tíðindamenn FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR á ferð suður með sjö og hittu þá að máli bónd- ann á Nýlendu í Hvalsnes- hverfi, Magnús Hákonarson. Magnús átti sjötíu ára af- mæli í vor sem leið og hefur alla sína tíð átt heima á Suð- urnesjum. Hann tók okkur afbragðsvel og sagði okkur fúslega frá ýmsu því, sem hann hefur reynt um dag- ana. Tuttugu og eins árs gamall lenti hann í fyrsta lífsháskanum af mörgum um ævina. Fóru átta saman í róður. Við vorum á stóru sex manna fari, sem hét Haf- meyjan, segir Magnús. Þetta var á vetrarvertíð 1911 og hafði fiskazt - fádæma illa lengi framan af. En í apríl brá til hins betra og þennan dag, 25. apríl, fórum við átta af stað snemma morguns og lögðum nokkur lóð djúpt hér út af. Það hv.essti brátt eins og oft, þegar djúpt er farið, og eftir nokkra stund fórum við að draga. Þá var fiskur á hverju járni, og þegar allt var orðið fullt, urðum við að hrista fiskinn af til þess að geta hirt línuna. Skipmu hvolidi á heimleið. Svo var sett upp segl. Það var beitivindur, nokkuð stíf- ur. Við rifuðum klýfa en aft- urmastur gátum við ekki sett upp því að skipið var svo hlaðið. Nú gekk allt vel og við siglum nokkra stund, þar til allt í einu, að skipið tekur sig upp — það var sjóhnút- ur, sem sjómenn kalla, líkt og straumhnútur og fellur yfir skut á skipinu og renn- fyllir að aftan. Við þetta síg- ur skipið niður og leggst síð- an hægt á hliðina og hvolfir. Við komumst þó allir á kjöl og höngum þar, en þá verð- ur yfirvigtin svo mikil, að skipið lyftist aftur upp, fer heila veltu og hvolfir. Þetta er vonlaust, Maggi. I þetta sinn náðum við að- eins nokkrir tökum á kilin- um, Jaá reið ólag yfir bátinn ‘ og eftir það héngum við tveir eftir, Ásgeir Daníelsson og ég. Hinir hurfu fljótt í sjó- inn, einn af öðrum, lengst sáum við til félaga okkar, Guðbrands, sem ættaður var úr Elóanum. Hann fálmaði eftir kjölnum en hafði ekki krafta til að grípa sig fastan. Loft var undir stakknum og hélt það honum uppi, en hann var þá að dauða kom- inn og augnaráðið starandi. Svo hvarf hann við skut báts- ins. Við sáum, að einn þeirra reyndi að halda sér uppi á lóðabelg. Jæja, svo erum við þarna lengi á kjölnum og bátinn rekur í suður. Höfuð og hendur stóðu upp úr og lög- in komu yfir okkur, ýmist stór eða smá, eins og þið kannizt við. Og þegar smærri lögin komu vorum við að klóra okkur fram eftir kjöln- Magnús Hákonarson. Rætt við Magnús Hákonarson á Nýiendu í Hvalsneshvei um til þess að vera reiðubún- ir að halda nógu fast í hann og húrra þó til baka, þegar stærri lögin komu. Þannig gekk það á að gizka fjóra klukkutíma, þangað til Ás- geir segir við mig: Þetta er vonlaust, Maggi. Við skulum taka höndum saman og hætta þessum barningi. Það er ekk- ert annað að gera. (Ég er ekki að segja þetta Ásgeiri mínum til lasts. Honum leizt ekki betur á það en þetta.) Þá segi ég: Við erum ekki of góðir, Geiri minn, að haldá okkur á meðan við getum. — Því að við vorum ungir menn, með fullri rænu og sterka lífsþrá. — Eigurn við ekki að heita á heilsu- hælið á Vífilsstöðum að gefa því nokkrar krónur, ef það verður okkur til bfjargar, segi ég. Stund, sem við gleymum al.drei. Jú, það vil ég gera, segir Ásgeir, og við erum varla búnir að sleppa þessu tali, þegar við sjáum skipsreyk langt fyrir sunnan Reykja- nes. Og þarna fáum við nýj- an þrótt og nýjan kjark. Við sáum brátt, að þetta var togari og stefndi beint framhjá okkur en miklu dýpra. Við reyndum þá eins og við gátum að rísa upp á annað hnéð og veifa hend- inni, en 'ekki beygði skipið. Loks þegar togarinn er akk- úrat beint framundan, — það get ég svarið, að hann var akkúrat vinkilrétt framund- án, þá snýr hann við. Það er sú stund, sem við gleymum aldrei. Þetta var amerískur togari og hét Boston. Skipstjórinn var fjarska góður maður. Hann var svo hamingjusam- ur að haía bjargað okkur, að hann ætlaði aldrei að hætta að klappa okkur. -Þegar hann ætlaði að snúa og halda á- fram, sjáum við lóðabelg í fjarska á sjónum og fórum að benda á hann. Eina vonin að reka á Reykjanes. All right, sagði skipstjór- inn og sigldi að lóðabelgnum. Og þar hékk einn af félögum okkar, Magnús Guðmunds- son, enn á lífi. Það urraði í honum, þegar hann.var bor- inn niður. Hann gat ekki tal- að orð, hann var búinn að drekka svona mikið. En þeg- ar hann var kominn ihn að bauju við Hafnarfjörð, fór hann að tala við bkkur. Það var nú karlmenni. | ; Laugarda#nn22. olrtóbct JSfiO • ’ .1

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.