Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 05.11.1960, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 05.11.1960, Blaðsíða 3
i:: r.:: i; ÍÞRÚTTASPJALL Handknattleikur Þqnn, 13. okt. s.l. hófst Reykjavíkurmót í hand- knattleik. Leikið er um helg- ar, á laugardags- og sunnu- dagskvöldum. Nú er mótið því sem næst hálfnað í meist- j araflokkum karla og kvenna og verður gert hlé á keppn- inni meðan handknattleikslið frá Tékkóslóvakíu er hér í j heimsókn á vegum knatt- spyrnufél. Víkings. Það er því ekki úr vegi, að spjalla lítilsháttar um það, er fram hefur komið í keppni meist- araflokka karla og kvenna. Meistaraflokkur kvenna: Staðan í flokknum er nú þessi: L Mörk st. 1. K.R. 2 20:1 4 2. Valur 2 11:9 3 3. Víkingur 3 10:16 3 4. Ármann 2 16:10 2 5. Þróttur 3 6:27 0 Lið K.R. hefur tvímæla- laust sýnt sterkastan leik í þessum flokki. Eru stúlkurn- ar mjög samstilltar bæði í sókn og vörn. Aðalstoðir liðsins eru Gerða og Erla markvörður. Sigurlíkur K. R. eru miklar, því að vinni þær Val er sigurinn svo til tryggðarj og mega þær þá jafnvel tapa fyrir Ármanni, vegna þess hversu marka- hlutfall þeirra er gott. Lið K. R. er að mestu óbreytt frá því sem var á s.l. vetri. Lið Vals byrjaði vel, tókst að sigra Ármann í hörðum leik en síðan gerðu þær jafntefli við Víking. Valsstúlkurnar eru mjög baráttufúsar, en hins vegar virðist þjálfun Þeirra og allt leikskipulag mun lakara, en var á s.l. vetri og er. þó liðið að mestu ó- breytt. Sigurlíkur þeirra eru taisverðar, en þó má liðið mjög breytast til hins betra, ef þær eiga að ná sigri yfir hinum leikvönu og sam- stilltu KR-stúlkum. Lið Vík- ings byrjaði fremur illa, tap- aði með miklum mun fyrir K. R., síðan hafa þær sótt í sig veðrið, sigrað Þrótt og nóð' jaíntefli við Val. Verður sannarlega skemmtilegt að fylgjast með viðureign þeirra við Ármann. Þær Rannveig, Guðrún og Bryn- hildur eru uppistaðan í þessu unga og efnilega liði Vík- ings. Lið Ármanns er nú mjög breytt frá því sem var á s.l. vetri, ungar stúlkur eru nú að taka við af þeim eldri og leikvönu og er vandséo, hvernig þeim um- brotum lyktar. Þær byrjuðu vel en töpuðu siðan fyrir Val. Sigurmöguleikar þeirra eru mjög litlir. Enn sem fyrr eru þær Sigríður og Rut að- ! alúppistaðan í liðinu. Þrótt- ara-liðið er mjög sundur- laust, leikskipulag bágborið og þjálfun að því er virðist lítil. Helga Emilsd, er að vísu með aftur, en megnar ekki að ná liðinu saman til átaka. Liðið vantar nú Katr- ínu Gústafsdóttur, sem dvel- ur erlendis, en hún var stoð þess og stytta á s.l. vetri. í heild má segja, að kvenna- liðin séu nú í íremur lélegri þjálfun að undanskildu KR- liðinu og gætir þar vafa- laust áhrifa frá utanför þeirra í september. Meistaraflokkur karla: Eftir s.l. helgi er staðan þessi: L Mörk st. 1. K.R. 3 40:26 6 2. Fram 2 27:13 4 3. Í.R. 2 32:22 4 4. Valur 3 21:25 2 5. Þróttur 3 23:32 2 6. Víkingur 3 23:34 0 7. Ármann 2 18:32 0 KR-liðið er efst, hefur sigrað alla andstæðinga sína hingað til, Víking að vísu mjög naumlega. Lið þeirra er nú talsvert breytt frá þvl sem var á s.l. vetri, þeir Guð- jón markvörður og Hörður Felixson hafa ekki leikið með það sem af er mótinu. Leikur liðsins er nú mun hraðari en áður, en aftur á móti oft ekki eins „taktisk- ur“. Þeir Reynir og Karl bera uppi „spilið“ og tekst oft dável að nýta línumenn- ina. Lið Fram hefur sigrað andstæðinga sína örugglega, vörn þeirra er sterk, en sókn- arleikur nókkuð einhæfur. Liðið er skipað jöfnum ein- staklingum,; þó ber einna mest á Karli og Guðjóni. Lið Í.R. leikur skemmtilegan sóknarleik og ná þeir oft dá- góðum árangri. Vörn þeirra er hins vegar léleg. Matthías og Pétur, sem voru liðinu mikill styrkur á s.l. vetri eru nú ekki með. Þeir Hermann og Gunnlaugur bera nú uppi leik liðsins. Gengi Vals er fremur lítið það sem af er mótinu, hafa þeir tapað fyr- ir Þrótti og Í.R., en unnið Víking. Þróttur brjaði vel, en síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Þeir unnu Val, en hafa síðan tapað fyr- ir Fram og K.R. Jón Ás- geirsson lék með fyrsta leik- inn og var það liðinu mikil stoð, virtist hann eiga auð- velt með að sameina liðs- menn til ‘átaka. Víkingar töpuðu fyrsta leik sínum gegn Fram með talsverðum mun, en síðan hafa þeir stað- ið sig mun betur, tapað fyrir Val og K.R. báðum leikjun- um með 1 marks mun. Er lið Viking sannarlega mjög vaxandi og má mikils af því vænta í framtíðinni, er hin- ir yngri leikmenn félagsins hafa aldur til að taka upp merkið ásamt þeim, sem nú skipa liðið. Ármenningar hafa átt mjög lélega leiki h í'; I m Rétt við Hafnarkauptún í Hornafii-ði liggja nokkrar eyjar. Sunnan við og austar kauptúninu eru Álaugarey, Krossey og Óslandsey. Fyrir 30 árum voru byggðar ver- búðir og bryggjja í Álaugar- ey. Með vaxandi útgerð, auknum kröfum og breyttu viðhorfi var ekki komizt hjá því að olíubirgðageymar yrðu reistir á Hornafirði og með samningum við Olíuverzlun íslands h.f. í Reykjavik voru birgðageymar reistir á Hornafirði árið 1943. Þótt útgerð væri þá þegar farin að færast úr eyjunum og inn benzíni gegnum flotleiðslur upp í birgðageymana. Við þessa aðstöðu vilja skipstjór- ar skipanna ekki una, sem skiljanlegt er. Þarna er mik- ill straumur og á vetrum oft lagísrek, svo skip eru í stór- hættu og er nú svo komið, eftir áralangt taugastríð, að skipstjórar neita að flytja olíu og benzín til Hornafjarð- ar, nema eitthvað raunhæft verði gert til úrlausnar, en beinast lá þá við að endur- byggja bryggjuna í Álaugar- ey. Þegar „varnarliðið“ hóf hér undirbúning að bygging- Fréttabréf frá Hornafirði á Höfn, þótti ekki æskilegt eldhættunnar vegna að reisa þá á Höfn og voru þeim valdir staðir í Áláugarey. Síðar, þegar benzínnotkun fór að færast i vöxt voru einnig reistir benzíngeymar í eyjunni og enn síðar reisir „SÍS-ESSO“ þarna birgða- geyma og nú síðast „vax-nar- liðið“, þannig ei'u nú 10 smæi'ri og stærri olíu- og benzínbirgðageymar í Álaug- arey. Frá þessum geymum liggja dælingarrör fram á bryggjuna sunnanverðu á eynni. í Hornafirði liggja sterkir straumar um sundin milli eyja og er engin kyrrstaða þar á, en er hafnargerð hófst á Hornafirði voru byggðir garðar milli Hafnar og Ós- lands og Hafnar og Álaugar- eyjar og vegir lagðir milli þessai-a eyja og Hafnar. Við þetta myndaðist lygn straum- laus smáhöfn á Hornafirði og var hafskipabryggja byggð innst við þessa höfn. Þá komu tankbílar til flutnings á olíu og voru bátar afgreiddir frá þeim við hafnai'bi’yggjuna, en olíuflutningaskip lágu við bi'yggjuna í Álaugarey og dældu olíu- og benzíni gegn- um dælingarrörin upp í birgðageymana. Við hafnarframkvæmdir á Höfn fluttist öll útgerð úr eyjunum og inná Höfn og fór þá svo, að vegna viðhalds- skorts á bi'yggjunni í Álaug- arey, grotnaði hún niður og brotnaði, svo að nú vei'ða olíuflutningaskipin að liggja úti á sundi og dæla olíu og um áStokksnesi, fór það þess á leit við hreppsnefndina hér, að fá að byggja bryggju í Á- laugarey og lét jafnframt verkfræðing sinn mæla upp og gera teikningu af slíkri bryggju. Hafnamefnd og hreppsnefnd höfnuðu þessu boði algjörlega. Þannig stóð málið óleyst í nokkur ár, eða þar til „Esso“ fer á stúfana og fer fram á að fá að leggja dælingarleiðslur frá hafnar- bryggjunni, gegnum þorpið og út í Álaugarey. Þessari úrlausn gleypti hreppsnefnd- in og hafnarnefndin við og samþykkti gegn einu mótat- kvæði. Gísli Björnsson, raf- veitustjóri, er eini maðurinn í þessum nefiidum, sem sér í hvern voða öllu þorpinu er stefnt með þessari sam- þykkt. Hann sýnir hrepps- nefnd fram á hverjar afleið- ingar þessi samþykkt geti haft í för með sér fyrir þorpið, ef rör, sem oliu og benzíni sé dælt í gegnum út í Álaugarey verði lögð frá hafnarbryggjunni og olíu- flutningaskipin eigi að liggja þar og athafna sig, þá verði óhóákvæmilega að losa úr þessum rörur eftir dæling- una, beint í kyrrstæða höf- ina, því að eftir dælingu á olíu og benzíni, sé dælt sjó í rörin og hann síðan látinn renna úr rörunum aftur, en í þeim sjó sé alltaf meiri og minni blanda olíu og benzíns, sem þá lendi í hina lygnu, kyrrstæðu höfn, setjist á bryggjustólpa og báta, en þá þurfi ekki nema smáneista úr útblástursröi'i báts, neista elds frá óvarkárum reyking- armanni, eða annað þess háttar til að kveikja í þess- ai'i brá og valda stórbruna á hafnai'mannvirkjum, bát- um og máski víðar í þorp- inu, en við höfnina sjálfa. Þetta er rétt athugun á mál- inu hjá Gísla, en ekki snerist hafnarnefnd eða hrepsnefnd hugur og er nú verkið hafið. Þorpsbúar eru uggandi um sinn hag, því ekki er einung- is útþorpið í voða, heldur einnig innþorpið því ef svo slysalega vildi til, meðan á dælingu á benzíni stendur, að rör noi'ðan við þorpið bil- aði, þá mundi benzínið flæða inn yfir og að innþorpinu og þannig stofna því í voða. Nú vakna einnig mai'gar spui'ningar: Hvað gerir Brunabótafélagið? Hækkar það brunabótagjöld í þorp- inu? Fást bátar Hafnarbúa vátryggðir? Hafa einhverjir þegið eitthvað fyrir að leyfa þetta? Svörin hljóta að koma. Kristján Imsland. ! , Séð yfir Hornafjörð. |H« 1 ysí' . '•f'i.iWn:: 1 '•,' “:^*’|EiKsSi i„í, „sj'í?'!■■ u_‘,”''■L’á.LníT-íj.4-.* ^-■ *>ft_í,‘,s,■ ■iS..■■ ■ i CíJAis þjöð • Laugardagimt 5, nórember M60 v ' það sem af er og má það gamla og gróna handknatt- leiksfélag muna sinn fífil fegri. Er vonandi að yngri mennirnir taki sig á og hefji félag sitt til vegs og vii'ðing- ar að nýju. Erfitt er að spá um hver hxeppir meistaratit- ilinn í þessum flokki, en vafalítið verða úrslitin milli í...‘ 0 ..1 K.R. og Fram. Að lokum er vei't að minnast lítilsháttar á það fyrirkomulag, sem upp var tekið á þessu hausti, að færa Rvíkui'mótið fram, vegna heimsóknar, sem fyr- irhugað er að verði á hverju hausti framvegis. Þetta hef- ur haft það í för með sér, að félögin sem að venju hófu æfingar 1. október, koma lítt æfð til keppni um miðjan október. Er þess að vænta, að forystumenn láti sér þetta að kenningu vei'ða og stuðli að því, að æfingar hefjist fyrr, t. d. Í5. september, en það er nauðsynlegt ef þess- ari áætlun um haustheim-. sóknir verður fram haldið. :í.í;.V • ^

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.