Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.11.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 26.11.1960, Blaðsíða 2
Hitabylgja. Smásögur eft- ir Baldur Óskarsson. —. Fróði 1960. Sögurnar eru 12, síðurnar j| 155, letrið stórt, Skífnisbrot. Hitabylgja. — Það gengur illa með þurrkinn. Ungi bónd- inn bíður óþreyjufullur, Iiús- freyjan komin af blómaskeiði í sárum eftir barnsburð, stjúp- 'sonurinn kann á farmalinn, gömul móðir er á bænum og Kollan rétt sköpuð stelpa með I brjóst og annað sem heyrir. — Svo kemur' þurrkurinn, | hitabylgja, góðar starfslýsing- ar, tækniorð •— en allt stefnir þó að einum punkti, miklu drama mannlegrar náttúru. ,,— Æi, hvað gengur á hérna í Mið- |f koti'? sagði gamalmennið.“ Sólarhringur í iandi. — „Það var dökkhærður unglingur, oftast þögull og lítið mann- blendinn. Hann hafði komið af heimilinu í Breiðuvík og skips- höfnin vissi það en það hafði aldrei togazt upþ úr honum, hvers vegna hann fór þangað." Það koma fleiri menn og kon- ur við sögu. Við sjáum brot af heimi þessa fólks. Við landamærin. — Sagan gerist í Finnlandi á friðar- tímum, en á vígstöðvum síð- asta striðs. Ógróin sár lands og sagna. Maður fellur. Maðkurinn. — 17 ára strák- ur í sveit virðir fyrir sér hús- móður sina. Sýnishorn: „Þjó- hnapparnir minntu liann á illa gerðar sátur, sem stóðu hlið við hlið,“ en líklega hefur þetta verið kaupstaðarpiltur fi-á sjó, því svo kemur: „Mag- inn breiður, þungur og ával- ur og ofaná honum svömluðu brjóstin líkt og tveir lóðabelg- ir ‘ o. s. frv. Svo kemur til sögunnar jafnaldra stráksins. ísraelsblóminn grætur á Efraímsfjöllum. •— Söguefnið cr sótt i Dómarabækurnar. — Dóttur höfðingjans verður að fórna drottni sem brennifórn til þakklætis fyrir unninn sig- Hitabylgja ur. Þetta er ung stúlka, sem ekki hefur notið lystisemda ástarinnar, og liún fer ásamt stallsystrum sinum upp i fjall- ið lil að gráta. Skrið. — Það er verið að smala afréttirnar, ineð i för- inni er drengur. Það er lians fyrsta ferð og mannraun. Spurt til vegár. — Saga um kjötbúð holdsins. „Þau kysst- ust á götunni og við útidyrnar ($> í stiganum og við dyr i- búðarinnar. Ög þau opnuðu og læddust inn“ .. . „Og þau ferðuðust mikið um nóttina.“ Hangikjöt !il jólanna. — „Hann var ættaður að vestan, rauðbirkinn, lágur vexti, flat- nefjaður og bólugrafinn og hefði á skútuöld Fransmanna þótt álitlegur í beitu.“ Svona byrjar þessi saga. Maðurinn kemur ekki bilgarminum i gang. Hann ætlaði að skreppa á aðfangadagskvöldi lil skvísu, "sem var góð við liann. Hann verður að fara labbandi, byrj- ar á innilialdi . jólapelans og verður fyrir óvæntri freist- ingu á leiðinni. Vaya cón Ilios. — Sögumað- ur er tekinn til fanga á Spáni. Hressileg frásögn um það. Þjóðhátið. — Þetta er saga frá Vestmannaeyjum. Hvala- vaða kemur þegar verst gegn- ir. Ungur piltur er með hugann við Góu í kaupfélaginu. Svo er skurðinum lýst. Munnsopi af vatni. — Sög- una segir vatnssali á mark- aðstorginu í Tanger. Hann hefur orðið að kaupa vatn dýru verði einu sinni á æv- inni. Vertíðarlok. — Vinir og lier- bergisfélagar fara í hár sam- an út af kvenmanni. Þar eru livorki atviks- né sagnorðin valin af smásmygli, þegar efn- ið krefst þess. Þessi upptalning gefur nátt- úrlega ekki nema takmarkað- ar upplýsingar um efni og stíl þessarar bókar, en við þetta verður að sitja. Efnisvalið er hblzti einhæft, en hér er glaður sögumaður. Þetta er ein þeirra bóka, sem ánægjulegt er um að fjalla, gaman að nálgast ungan nýj- an liöfund, sem sýnir þegar i fyrstu sporum rithöfundarfer- ils sins ótvíræðar gáfur. — Jú, jú, það er hér kominn nýr prósamaður, um það er ekki að villast. Augljóst er að hann h'efur gengið á hinn mikla skóla þeirra Hemingways og Caldwells — en þar hafa nú fleiri en hann stungið inn kolli, enda verða ungir höf- undar að velja 'sér lærimeist- ará við sitt hæfi. hans við höfund þessarar bók- Næstu verkefni jiessa unga manns er að kynnast sjálfum sér dálítið betur en cnn er orðið. — Eg gæti trúað því að það gæti bara orðið tölu- vert interesant. Myndskreýtingin ■ er eins og allir vita eftir Jón Engilberts, ómótmælánlegpn liatamann, en dálitið vafasamur er greiði hans við höfund þessarar bók- ar, nema frá auglýsingasjónar- miði séð. Hér þurfti ekki að undirstrika það sem Jón legg- ur mesta áherzlu á. í sjálfu sér eru myndirnar skemmtilegar og hafa sjálfsagj notið sín vel á myndlistarsýningu erlendis, en hér eiga þær ekki allar lieima. Jón úr Vör. •VÍ j:Hj Danskar kven og herrainnitöflur. ASalstræti 8 — caugavegi 20 — Snorrabraut 38 Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÓÐ zhjsm Sjávarútvegurinn Framh. á 5. síðu. skipta eða vegna vangreiddra útgerðarlána, sem síSan hef- ur verið samið um að gera að föstu lánL Sama er að segja um fisk- vinnslustöðvarnar, verðbólg- an hefur hjálpað til, þannig að matsverð mannvirkjanna hefur hækkað að krónutölu. svo að vanskilum hefur ver- ið hægt að bæta á skulda- listann, eftir að nýtt fast- eignamat hefur farið fram. Enda er auðvelt að kaupa frystihús eða fiskiskip í dag, það er aðeins að skrifa nafn- ið sitt nógu oft, því að öll at- vinnutækin eru meira eða minna í skuld, með örfáum undantekningum. Það er því yfirleitt um yfirtöku skulda að ræða. Það er hroðalegt, að við skulum ekki hafa getað fund- ið fótum okkar forráð, þann- ig að þessi tæki séu rekin, eins og gert er ráð fyrir að reka eigi fyrirtæki í menn- ingarþjóðfélagi. Afskriftir og afborganir á lánum vegna stofnkostnaðar þarf að vera hægt að inna af höndum. Það er meðal annars ástæðan fyr- ir þvi að Norðmenn geta gef- ið hærra verð fyrir síld í bræðslu, heldur en þekkist hér, að flestar verksmiðjur þeirra hafa þegar verið af- skrifaðar að mestu. Þannig Þetta stónnerka ættfræðirit er komið út Bókin er í úniar 600 hlaðsíðui L jörn Magnússon ÆTTIR SlÐU- PRESTA Askrifendur vinsamlegast vitji bóka yðai Iijá bókaútgáí'unni Norðra, Sambandshúsinu — Sími: 13987. Askriftarverð kr. 290.00. eru Nörðmenn betur undir það búnir að mæta erfiðleik- um heldur en við. Það er til marks um ástand sjávarútvegsmála okkar í dag, að ávísanir og víxlar, sem útvegsmenn hafa innt af höndum greiðslur með, eru ekki talin gjaldgeng vara. Hefur myndast sérstakt and- rúmsloft varðandi slíka út- gerðarmanna-pappíra í við- skiptalífi okkar. Hér verður því ítrekað það, sem rætt hefur verið í fyrri greinum, að það verður að komast á jafnvægi og útveg- urinn verður að geta starfað á heilbrigðum grundvelli, án þess að þurfa að standa í verkfallastríði eða skulda- basli. En hvað á þá til bragðs að taka? Við verðum að tileinka okkur frjálsari viðskipta- hætti varðandi útflutnings- verzlunina. Útgerðarkostnað- urinn þarf að lækka, án þess að skerða hlut hinna vinn- andi manna, sem síður en svo bera of stóran hlut frá borði. Það þai'f að lækka tryggingar, veiðarfærakostn- að og ýmsan fastakostnað útgerðarinnar. Og síðast en ekki sízt, útflutningurinn verðui' að fara í gegnum hendur þeirra sem mest fyr- ir afurðirnar gefa, og tryggja verður að allt af- urðaverðið renni til þjóðar- búsins. Það er því einskoruð krafa allra, að fram fari allsherjar athugun á afurðasölumálum okkar með tilliii til, hvort þar er ekki að finna þá lausn, sem útveguririri þarfn- ast. Frjáls þjóð - Laugardaginn 26. nóvember 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.