Frjáls þjóð - 30.09.1961, Page 8
Frarrvh aí 7. síðu.
j væri hér oflangt að ræða. en
i sérmenntaðir írar leita rnjög
burt af landinu.
Borgarbúa.r eru 41% lands-
manna eða litlu meira, en við
landbúnað eru önnur full
40% og leggja til mestan út-
fiutningsgjaldeyri íra. Aí-
gangur þjóðar er við ýmis
i .störf í sveitaþorpurn og
j sveitum.
Höfuðborgin Dublin er á
j stærð við Edinborg að Leith
j meðtalinni og er hreinleg,
j falleg borg með næga bað-
staði, næga trjágarða — og
má þannig lengi telja það,
sem augað gleður og hressir
, .menn á tómstundum. Þar eru
framleiddar miklar iðnaðar-
vörur til innanlahdsnota, en
fyrir þess kyns útflutningi
íra fer lítið enn á heims-
markaði, einna mest þykir
kveða að öli, súkkulaði og
.tóbaksvörum. Utanríkis-
verzlun íra er mjög bundin
við England og er miklu
minni á nef þvert en utanrík-
isverzlun íslendinga, en
greiðsluhalli beggja landa
hefur lengi verið eins hár og
við varð komið, sýnist manni
af skýrslum. Ferðamanna-
tekjur og framlög Vestur-
heims-íra til gamla landsins
hafa bætt þarna úr skák. En
I dálítið furðar mann að koma
frá annríki hafnanna í Leith
j og Glasgow og sjá þá sveita-
sælukyrrð, sem ríkt getur
i langtímum saman í höfn svo
l stórrar höfuðborgar, sem
Dublin er. Jafnvel Reykja-
j víkurhöfn hreyfist oft meira.
Þá er varla tiltökumál, þótt
Úr tveimur 50 þúsunda borg-
um íra á vesturströnd: Gal-
\vay og Hlymréki (Limerick),
sjáist sjaldan fara skip hlað-
in útflutningsvöru, nema
þegar seldir eru nautgripir á
fæti í erlend sláturhús.
Kuldalega er komizt að orði,
að merkasti útflutningur íra
siðan 1846 hafi verið fólk á
fæti og aldrei jafnar og þétt-
ar en í góðu árferði, einmitt
síðan þeir urðu óháð lýð-
veldi.
Þarna reynist ágæt höfuð-
borg og fjöldi annarra hent-
ugra hafnarstaða ekki nægja
fyrir „flóttann úr sveitinni'1
að staðnæmast við, nema
Dublin og Cork (80 þús. í-
búa) geyma tugþúsundir
kvenna umfram tölu karla
(sveitir halda, eins og vant
er, miklu fleiri körlum en
konum). Það er ekki nóg, að
ræktunarjörð á írlandi virð-
ist óþrotleg og ekki miklu
lakari en hún er t. d. á Jót--
landi upp og ofan. Menn sjá
ekki von til þess að verða
ríkir né frægir á búskap,
enda ríkir íhaldssemi í jarð-
rækt.
Hvað ættum við, segja
bændur, sem týndu börnum
til útlanda, að gera með
jarðýtur frá yfirvöldunum
til að breyta grjótgirtu smá-
túnunum okkar í samfelld
ræktarlönd við hæfi stór-
yrkju? — Óþarfi að gera það,
fyrr en við erum dauðir, ó-
þarfi að misþyrma náttúru-
fegurðinni okkar með hel-
vízkum skurðgröfum, sem
búfræðingar berjast fyrir,
„en aldrei skulu fá að koma í
mina sveit.“ Og hversu
margþættar sem orsakir
kunna að vera, er ekki nema
lítið brot af ræktuðu landi
íra almennilega véltækt. Bú-
stofn þeirra er mikill að
tölu, en meðalafurðir ekk-i
nógu miklar. Útigöngufé
þrífs't vel á vetrum, ekki sízt:
á túnum eyðibýla og hnign-
andi býla. Synd væri að
segja, að nútímatækni verði
„banabiti sveitamenningar“
á írlandi; dauðinn mun vel
ráða við hana án þess.
Stóriðnaður til útflutnings
jafnt og innanlandsnota
hefst ekki á írlandi í bráð,
og óvirkjuð vatnsorka er
heldur lítil. Skilyrði til létt-
iðnaðar, sem að hálfu geti
treyst á útflutning, virðast
góð og eru mikið rædd í
tengsium við úrræði gegn
landflótta. Örðugt er, þegar
unga fólkið vantar trúna á
viðreisnina.
Frh.
GERIZT
ÁSKRIF-
ENDUR
TRÚLOFUNARHRINGAR
HAIIEOR
' ÍK0Í AN i'Li'Lí- '
HANDRIÐALISTAR
úr plasti fýrirliggjandi.
stærð: 40X8 mm.
Litur: grár, svartur, rauðbrúnn.
Verðið mjög hagstætt.
Vtflitiiheintiifð að Reykjahindi
Aðalskrifstofur Reykjalundi: sími um Brúarland.
Skrifstofan í Reykjavík, Bræðraborgarstíg 9,
sími 22150.
jnutMatviki yaaa
F ornbókaverzlunin
Laugavegi 28 (2. hæð) er ílutt á Klapparstíg 37, milli
Skólavöiðustígs og Grettisgötu. Sími 10314.
Kaupi bækur, þó ekki aí börnum innan 16 ára eða ölvuð-
urn mönnum.
Reyni að hafa á boðstólum íágætar bækur.
FORNBÓKAVERZLUNIN,
Klapparstíg 27. — Sírni 10314.
Nr. 24/1961.
1 if My iiiiimg
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks-
verð á steinolíu, og gildir veiðið hvar sem er á land-
inu:
Selt í tunnum, pr. líter .......... Kr. 2,33
Mælt í smáíiát, pr. líter ......... — 2,8D
Söluskattúr er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 22. september 1961.
VERÐLAGSSTJÓRINN.
Vinstrimen
Frh. af 7. s.
Verði ekki umsvifalaust brugðið hart við til varnar, mun afturlialdið
ekki iáta staðar numið við þá skerðingu þingræðis og iýðræðis, sem orðin
er, ekki láta sitja við afnám þeirra félagsréttinda fólksins sem það hefur
þegar að engu gerl með lagarefjum. Þegar er farið að tæpa á lagasetningu til
að slæva eggjar verkfallsvqpnsins og annarri, sem á að tryggja þjónuin yf-
irstéttarinnar tök á stéttafélögum launþega. Háværar raddir eru uppi um
að gera ísland að ófullveðja léni í stórriki evrópskra peningafursta með
inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Og vel væri hinni nýríku óprúttnu
peningastétt íslands til þess trúandi að fresta með bráðabirgðalögum kosn-
ingum til Alþingis, ef henni byði svo við að horfa, afnema þær síðan með
öllu einn góðan veðurdag, svo að hún ætti ekkert á hættu með áfellisdóm
þess fólks, sem aðalmálgagn hennar kallar „samsafn fífla einna“.
Hér er aðeins eilt til ráða: Andspænis þeim þjóðarvoða, sem vofir yfir
vegna uppivöðslu peningavaldsins íslenzka, geta íhaldsandstæðingar ekki
leyft sér að standa margtvístraðir, heldur verða þeir að snúast sem einn
maður gegn liinum sameiginlega óvini. Þeir verða að gera sér ljóst livað i
liúfi er og sameinast um stóru málin:
að varðveita stjórnarfarslegt og efnaliagslegt sjálfstæði ísJands,
að losa þjóðina úr helfjötrum hernáms og liernaðarbandalags,-
að slá skjaldborg um islenzkt þingræði og Jýðræði,
að standa trúan vörð um auðlindir landsins og landgrunnsins,
að vernda félagsleg réttindi fólksins,
að linekkja veldi Jiinnar ofmetiiaðarfullu afturhaldsstjórnar og liefja
nýja sókn til síbatnandi Jífskjara,
að láta rætast réttmæta von liins vinnandi manns, sem sækir á mið eða
moldina erjar, um öryggi og farsæld að erfiðislaunum:
lslenzkir vinstrimenn, þokið ykkur saman undir kjörorðunum:
Island frjálst! j J
Völdin í liendur vinnustéttunum!
6 tonna vömbifreið
og tvö re.iðhjól með hjálparvél til sölu. Til sýnis við
skrifstofur vorar að Borgartúni 7, þriðjudaginn 3.
október kl. 10—19 og verður þar tekið á móti kaup-
tilboðum.
Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins.
Frímerkin -
Framh at I siðu.
bæri . að sjá frímerkjakaup-
mönnum í umdæmi sínu fyrir
frímerkjum, en það væri ekki
í verkahiúng írímerkjasölu
póststjórnarinnar í Pósthúsinu
í Reykjavík.
Blaðið hefur ekki ennþá haft
aðstöðu til þess að fá úr þessu
skorið hjá yfirmönnum Póst-
meistara, þar eð þeir hafa verið
erlendis, en sér ekki ástæðu
til þess að rengja fullyrðingar
Póstmeistara, sein hlýtur að
vita um þcssi niál. Samt mun
álits yfirmanna hans leitað, og
það birt hér í blaðinu.
Samkvæmt frásögn Póst-
meistarans í Rcykjavík er því
öllum póstmeisturum, (þeir
hljóta að vera jafn réttháir)
heimilt að taka við ótakmörk-
uðum fyrirframpöntunum ú
nýjum frímerkjum, hverjum í
sínu umdæmi. Samkvæmt því
gætu því ÖLL frímerki verið
LÖGLEGA uppseld, áður en aS
I útgáfudegi kemur. Reglugerð-
I in um sölu frímerkja virðist því
vera í meira Iagi gloppótt og
ekki vanþörf f. að hún sé tekin
til endurskoðunar, cnda kvaðst
Póstmeistari í viðtali við blað-
ið hafa tekið það upp hjá sjálf-
uin sér að skammta frímerkin
til frímerkjakaupmanna í Rvík,
þegar í óefni var komið.
AugSýsið
r
I
Frjálsri þjóð
8
Frjáls þjóð — Laugardaginn 30. sept, 1961