Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.09.1961, Page 9

Frjáls þjóð - 30.09.1961, Page 9
Jomo Kenyatta er kunnari af öðru en að skrifa smásög- ur. Hann er einn af leiðtog- um Afríkumanna í frelsis- baráttu þeirra. Smásaga sú, eða ef til vill öllu heldur dæmisaga, seni hér fer á eftir, birtist nýlega í biaðinu Voice of Africa. TC’ndur fyrir löngu tókst vinátta milli fíls og manns. Þá var það dag nokkurn, að þrumuveður mikið skall á. Fíllinn fór þá til vinar síns, sem bjó í litlum kofa í skóg- arjaðrinum, og sagði: „Kæri, góði maður. Viltu nú ekki leyfa mér að stinga rananum mínum inn í kofann þinn, svo hann þurfi ekki að vera úti í þessu voða veðri?“ Þar sem maðurinn sá, hvernig á- statt var fyrir vini hans, svaraði hann: „Elsku , góði fíll, kofinn minn er mjög lítill, en þar er þó rúm bæði fyrir mig og ranann þinn. Góði stingdu rananum bara inn.“ Fíllinn þakkaði vini sínum og sagði: ,,Þú hefur gert mér góðverk, og sá dagur mun koma, að ég endugeld þér verk þitt.“ Hvað gerðist svo? Strax og fíllinn hafði komið rana sínurn inn í kofann tók hann að mjaka sér öllum inn, og svo fór, að hann ýtti mann- ijjum út. í rigninguna, . en , ■lagðíst ‘ sjálfur mákfndalega níður í kofa vinar síns. Þá sagði fíllinn: . „Kæri, góði vinur, þú ’hefur .hraustari húð en ég, og það er ekkert rúm fyrir okkur báða hérna. Þú verður því að vera úti í rigningunni, svo min fagra húð skaðist ekki af óveðr- inu.“ Þegar maðurinn áttað'i sig á því, hvað vinur hans hafði gert honum, tók hann að kvarta. Skógardýrin í ná- grenninu heyrðu hávaðann og komu á vettvang, til þess að aðgæta hvað á seyði væri. Er þau stóðu álengdar og hlýddu á deiiu mannsins og vinar hans, fílsins, sem sífellt varð liáværari og háværari, heyrðist rödd sem yfirgnæfði deiluna, það var rödd ljóns- ins. „Vitið þið ekki, að ég er konungur skógarins. Hver vogar sér að raska ró kon- ungdæmis míns?“ T^egar fíllinn, sem.var einn af æðstu ráðherrum konungdæmis ljónsins, heyrði þessi orð svaraði hann róandi: „Herra minn og kon- ungur. Það raskar enginn ró rikis yðar. Ég var aðeins að rökræða dálítið við vin minn hérna um eignarréttinn á þessum litla kofa, sem yðar tign sér að ég dvelst í.“ Ljónið, sem vildi hafa frið og ró í ríki sínu, svaraði ró- legri raustu: „Ég legg þá hér með fyrir ráðherra mína að tilnefna opinberan rannsókn- ardó-m, sem rannsaka skal málið frá rótum og skila um það nákvæmri skýrslu.“ Síð- an sneri hann sér að mann- inum og sagði: „Þú gerðir vel, þegar þú batzt vináttu- bönd við þegna mína, sér- staklega þó við fílinn, sem er einn af göfugustu ráðherrum ríkis míns. Nú skalt þú ekki standa í meiri deilum, þú ert alls ekki búinn að tapa kof- anum þínum. Bíddu nú, þar til þú kemur fyrir dómstól veldis míns, þar mun þér gefast tækifæri til þess að skýra mál þitt. Ég er viss um, að þú munt verða full- komlega ánægður með nið- urstöðu dómsins.“ Maðurinn varð harðánægður yfir þess- um fögru orðum konungs frumskógarins og beið í sak- leysi sínu eftir tækifærinu, í þeirri trú, að honum yrði að sjálfsögðu skilað aftur kof- anum sínum. ■ Fíllinn og aðrir ráðherrar tóku nú til óspilltra mál- Jmo Mehijatta: anna við að ákveða skipan dómsins, samkvæmt skiþun konungsins. Eftirtaldir frumbyggjar skógarins voru tilnefndir .i dóminn: Herra Nashyrning- ur, Herra Vísundur, Herra Krókódíll, Hans Hágöfgi Refurinn, sem vera skyldi dómsforseti, og svo Herra Iilébarði, sem vera skyldi ritari dómsins. ,egar maðurinn frétti um dómskipan mótmælti hann og spurði, hvort ekki væri rétt að einhver honum hliðhollur ætti sæti i dóm- inum. En honum var sagt, að það væri ekki hægt, vegna þess að enginn úr hans hópi væri nægílega menntaður til þess að skilja lagakróka frumskógarins. Honum var einnig sagt, að það væri hreinasti óþarfi, þar eð með- limir dómsins væru allir mikilsmetnir f-yrir óhlut- drægni, og þar sem þeir væru af Guði kjörnir til þess að gæta hagsmuna hinna ýmsu kynflokka, sem hvorki heíðu eins sterkan kjaft né klær, þá mætti hann treysta því, að þeir myndu gera allt, sem í þeirra valdi stæði til þess að komast að .• hinu sanna í málinu og .kveða upp algjörlega hlutlausan dóm. Rannsóknardómurinn tók nú til starfa, og vitnaleiðslur hófust. Fyrst var Hans'Göfgi Fíllinn kallaður fyrir rétt- inn. Hann var með yfirlætis- svip, og tönn hans var skreytt með litlu tré, sem Frú Fíls hafði komið þar fyrir. Hann sagði með virðulegri röddu: „Virðulegu íbúar frumskóg- arins! Ég sé ekki ástæðu til þess að eyða hinum dýrmæta tíma ykkar í það að segja sögu, sem ég veit að þið þekkið fyrir. Ég hef ávallt áhtið það skyldu mína að gæta hagsmuna vina minna, og það virðist hafa orsakað örlítinn misskilning milli mín og vinar míns hérna. Hann bauð mér til sín til þess að koma í veg fyrir að fellibylur tæki kofann hans. Þegar fellibylurinn var genginn hjá áleit ég, með til- liti til hins mikla ónotaða rúms í kofa hans, nauðsyn- legt í þágu hans eigin hags- muna, að meiri hagnýt not yrðu höíð af hinu vanþróaða píássi, og settist því sjálfur þar að. Ég áleit þetta skyldu mína og ég ef viss upi, að þið hefðuð allir brugðist svo fljótt og vel við, undir sömu kringumstæðum. kegar dóniurinn hafði hlýtt. á vitnisburð Hans Göfgi Fílsins, voru herra Hýena og fleiri frumbýggjar skógarins kallaðir fyrir, og framburður allra þeirra studdi það, sem Herra Fíll- inn hafði sagt. Þá var maður- inn kallaður fyrir, og hann tók þegar að slcýra málið fré sínum sjónarhóli. En dómur- inn tók fram í fyrir honurn, og sagði: „Kæri maður, vin- samlega haltu þig við þau málsatriði, sem máli skipta. Við höfum þegar heyrt um alla málavexti frá mörgum hlutlausum aðilum. Allt sem þú þarft að segja okkur er hvort hið vanþróaða rúm í kofa þínum var upptekið af nokkrum öðrum, áður en Herra Fíllinn settist þar að.“ Maðurinn hóf mál sitt: „Nei, en .. ..“ Lengra komst hann ekki, því nú úrskurðaði dóm- urinn, að hann hefði fengið nægan vitnisburð frá báðum aðilum, og tók sér réttarhlé, til þess að komast að niður- stöðu. Eftir að hafa setið hina ágætustu veizlu á kostnað Ilans Göfgi Fílsins komust dómendur að niðurstöðu, kölluðu manninn á sinn fund og tilkynntu honurn: ,,Að okkar áliti hefur þessi deila rísið vegna leiðinlegs mis- skilnings, sem á rætur sínar að rekja til gamaldags skoð- ana þinna. Við álítum, áð Herra Fíllinn hafi gegnt heil- agri skyldu sinnj, til þess að tryggja hagsmuni þína. Þetta byggjum við á því, að það sé augljóslega þinn hagur, að hagnýt not skyldu fást af hinu ónotaða rúmi, og þar sem þú hefur ekki ennþá öðlast næga stærð til þess að fylla það, teljum við nauð- synlegt að leysa þessa deilu með málamiðlun, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Herra Fíllinn skal áfram búa í kofa þínum, en við gef- um þér leyfi til þess að leita þér að stað, þar sem þú getur byggt þér annan kofa, sem betur hæfir þörfum þínum, og við munum sjá þér þar fyrir nægilegri vernd.“ [aðurinn átti engra kostá völ og hann óttaðist, að ef hann ekki hlýðnaðist, myndu kjaftar og klær dóm- aranna reynast honum hættuleg. Hann sætti sig því við orðinn hlut. En strax og hann hafði byggt sér nýjan kofa kom Herra Nashymur- inn með hornið í árásar- stöðu og skipaði honum að fara út. Konunglegum dómi var aftur falið að kynna sér málið, og hann komst að sömu niðurstöðu og í fyrra skiptið. Þetta endurtók sig svo, þangað til Herra Vísund- ur, Herra Hlébarði, Herra Hýena og allir hinir voru búnir að koma sér fyrir í nýjum húsakynnum. Þá á- kvað maðurinn að taka upp róttækari verndunaraðferðir, því Rannscknardómurinn virtist ekki vera honum til mikils gagns. Hann settist niður og sagði: Ng’enda thi ndeagaga motegi, sem þýðir: Allt, sem á foldu hrærist, er hægt að gabba eða með öðr- um orðum: Það er hægt að draga fólk á asnaeyrunum dálítinn tíma, en ekki enda- laust. Svo tók hann sig til, morg- un nokkurn, þegar kofarnir, sem dýr skógarins bjuggu í, voru þegar farnir að fúna og hrynja, og byggði nýjan kofa. Undir eins og Herra Nashyrningur sá hann kom hann þjótandi, en það fyrsta, sem hann sá, þegar hann kom inn, var, að Fíllinn var þegar sofnaður þar. Næst kom Herra Hlébarði inn um gluggann, Herra Ljón, Herra Refur og Herra Vísundur komu inn um dyrnar, Herra Hýena kom sér fyrir í skugg- anum og Herra Krókódíll sleikti sólskinið hppi á þaki. Fljótlega hófust deilur um rétt þeirra til véfu, og deil- an leiddi skjótle^a til átaka. Þegar þeir voru allir komn- ir i hár saman bar maðurinn eld að kofanum og brenndi hann til grunna, konung skógarins og þegna hans með. Síðan fór hann heim til sín og sagði: Friðurinn kost- ar mikið, en hann er kostn- aðarins virði, og upp frá því lifði hann hamingjusömu lífi. ýsing um sveinspróf Sveinspróf í þeim iðngreinum sem löggiltar eru, fara fram í október/nóvember 1951. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að senda forrnanni viðkomandi prófnefndar umsóknir um próftöku nem- enda sinna, fyrir 5. október n. k. Umsóknum skulu fylgja venjuleg gögn og próf- gjald. Skrifstofa iðnfræðsluráðs veitir upplýsingar um for- menn prófnefnda. Reykjavik, 21. september 1961. j I IÐNFRÆÐSLURÁÐ. ] Hitari Ritari óskast að Náttúrugripasafni íslands frá næst- komandi áramótum eða nú þegar. Vélritunar- og málakunnátta nauðsynleg. Umsóknir sendist Náttúrugripasafninu fyrir 10. októ- ■ ber næstkomandi. ■-»ut- Frjáls þjóð — Laug-ardaginn 30. sept. 1961 9

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.