Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 21.12.1961, Qupperneq 10

Frjáls þjóð - 21.12.1961, Qupperneq 10
Útgerö Axels - Framh. af 12. síftu. Mismunur á löndun 27. júíí 1959 er kr. 4.165.G0. Tveir síðustu liðir eru sam- 4als kr. 16.270.00. Reikningur frá Gerexim skv. meðf. 1 DM 18.363.65 er kr. 71.618.24. Greiðslur til Jóns Eiríksson- ar fyrir umsjón og viðhald veið- arfæra er kr. 12.054.31. (A. K. reiknar sér kr. 36.- 000.00 fyrir vörzlu á veiðarfær- um og viðhald.) Greiðslur til A. K. fyrir eft- irtalið: 1. Framkvæmdastjórn, skrif- stofukostnað, Ijós og hita o. fi. kr. 214.000.00. 2. Leigu fyrir geymslu í 12 mánuði kr. 24.000.00. 3. Akstur vegna b/v Brimness kr. 18.000.00 4. Vörzlu á veiðarfærum í 12 mánuði og viðhald kr. 36.000.00. Þessir fjórir liðir gera kr. 292.000.00. Umfangsmikil rannsókn endurskoðenda. Augljóst er af athugasemd- um endurskoðenda ríkisreikn- ingsins, að endurskoðendur rík- isins hafa lagt mikla vinnu í að reyna að fá einhvérn botn í útgerðarævintýri Axels Kristj- ánssonar, segir þar um m. a. á þessa leið: Axel Kristjánsson hafði með bréfi, dags. 25. maí 1960, til- kynnt fjármálaráðuneytinu, að útgerð hans á skrpinu væri lok- ið, fól ráðuneytisstjóri, Sig- tryggur Klemenzson, Sigurði Ólasyni og Jóni Sigurðssyni að ganga eftir uppgjöri af hálfu Axels Kristjánssonar vegna út- gerðarinnar. Þrátt fyrir mikla eftirgangsmuni var ekki fyrr en í ágústbyrjun, að Axei Kristjánsson skiiaði efnahags- og rekstrarreikningum. Jón Sigurðsson, sem tók við reikn- ingum þessum, tjáði Axel Kristjánssyni þá þegar, að ráðu- neytið þyrfti að fá bókhald út- gerðarinnar allt til endurskoð- unar, og tók Axel Kristjánsson því vel og sagði til um hvar það væri niður koniið. Næstu daga fékk Jón Sigurðsson bók- haldið allt í sínar hendur. Skömmu síðar skipaði fjár- málaráðuneytið skilanefnd til að sjá um endurskoðunina og jafnframt sjá um greiðslur skuida- og innheimtu útistand- andi krafna. í skilanefnd eiga sæti Sigurður Ólason, Jón Sig- urðsson Og Jónas Jónsson, fram- kvæmdastjóri. Guðmundur Magnússon, end- urskoðandi. og Jón Ólafsson, fulltrúi, báðir úr ríkisendur- skoðuninni, voru fengnir til að framkvæma endurskoðunina og luku þeir aðallega því verki síðari hluta septembermánaðar og skiluðu ýtarlegum athuga- semdum. Strax og unnt var, eflir að endurskoðendur höfðu skilað athugasemdum sínum, . hélt skilanefndin fund mcð Axel Kristjánssyni og kynnti honum athugasemdirnar. A fundi þess- um fékk Axel Kristjánsson ein- tak af athugasemdum endur- skoðenda, og var honum gefið tækifæri til að skila skrifleg- um svörum og leiðrétta það, sem aflaga hafði farið. Axel Kristjánsson skilaði svöi um í lok októbcr, en án þess að nokkuð upplýslist um þau TILKYNNING Athygli innflytjenda skal, hér með vakin á því, að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðuneytisins, sem birt var í 127. tölublaði Lögbirtingablaðsins þann 16. des. s.l. fer fyrsta úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa árið 1962 fyrir þeim inn- flutningskvótum, sem þar eru taldir fram í janúar- mánuði næstkomandi. Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt Landsbanka íslands eða Útvegs- banka íslands fyrir 1. janúar næstkomándi. LANDSBANKl ISLANDS. ÚTVEGSBANKI ÍSLANÐS. r o: í braggaefni (bárujárn og boga), er verður til sýnis hjá bárgðavörzlu Landssímans. Tilboðin verðá cpnuð á skrifstpfu birgðavörzlunnar kl. i 14, fimmtudaginn 28. þ.m. að bjóðendum viðstöddum. PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÖRNíN 1G. descmbcr 1961. atriði, sem mestu máli skipta í athugasemdunum. v - Þessu næst tók skilanefndin til meðferðar athugasemdirnar og úrskurðaði hún minni háttar atriði, þótt þau einatt bæru vott um harla litla reglu á útgerð- inni og bókhaldinu. Að því loknu tók skilanefndin saman bréf til fjármálaráðuneytisins, dags. 3. des. 1960, þar sem skýrt er frá nokkrum þeirra atriða, sem nefndin taidi sér ekki fært að úrskurða og taldi sérstaka þörf fyrirmæla um frá ráðu- neytinu. Opinber rannsókn. Hér í blaðinu hefur þess margsinnis verið krafizt, að saksóknari rikisins fyrirskip- aði rannsókn á viðskiptum Axels Kristjánssonar. Sú krafa hefur algjörlega verið hundsuð, og verður ekki hjá því komizt nú, eftir að nið- urstöður endurskoðenda rík- isreikningins Iiggja fyrir, að átelja Valdimar Stefánsson, saksóknara ríkisins, harð- lega fyrir þá framkomu. Honum ber til þess skylda, ekki sízt fyrir þá sök, að rannsaka þarf feril fleiri manna í þessu máli en Axels Kristjánssonar eins, þar á meðal Guðmundar I. Guð- mundssonar, núverandi ut- anríkisráðherra, seni var f jármálaráðherra um það leyti sem Axel Kristjáns- syni, þáverandi formanni fjármálastjórnar Alþýðu- biaðsins, var afhentur togar- inn til útgerðar AUK HÁLFRAR ÞRIÐJU MILLJ- ÓNAR króna „meðgjafar“, án þess að nokkur SKRIF- LEGUR SAMNINGUR VÆRI um málið gerður, samkvæmt upplýsingum end- urskoðenda ríkisreiknings- ins!! Ef Valdimar Stefánsson metur embættisheiður sinn nokkurs, hlýtur hann að fyr- irskipa þegar í stað opin- bera rannsókn í þessu máli, þar sem ekkert verði dregið undan og ábyrgð ráðherra ÖIl tekin til dómsmeðferð- ar. Þess er því enn á ný krafizt hér í blaðinu, og verður ekki öðru trúað að óreyndu en liann telji nú vera kominn grundvöll fyrir slíkri rannsókn, þar sem um annað og meira er nú að ræða en áburð blaða. Rannsóknarnefndl. Á Alþingi hafa tveir þing- menn Alþýðubandalagsins, þeir Geir Gunnarsson og Karl Guðjónsson, borið fram tillögu um, að AJþingi kjósi nefnd til þess að rannsaka þetta mál. Sams konar til- lögu báru þeir einnig fram sl. vetur, en hún var svæfð og Aiþýðublaðið kveinaði I um pólitíska ofsókn. Varla j verður svæfingin rökstudd j með þeim þvættingi lengur, j en það er fyrst og fremst opinber dómsrannsókn, sern fara á fram í þessu máli, þar sem ekkevt verður undan dregið og ekki einungis fjár-' reiður Axels Kristjánssohar j rannsakaðar, heldur ogf ?AI- þýðublaðsins og e. t. v. fleiri blaða. ■ IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIKIIIIIIIIIIIIIIfi f!IIIIIIIIIimillIlilll!llii«lliIIIIIIIIIIIIIIII3IgllIIÍEKIfllIIIKIIfllllfIIIS GLEÐILEG JÓL! Farsælt komandi ár! Óli blaðasali. Til útsvarsgjaldenda í Reykjavík Brýnt er enn fyrir útsvarsgjaldendum í Reykjavík og atvinnurekendum að greiða nú þegar útsvarsskuldir sínar og skila bæjargjaldkera útsvörum, sem þeir hafa haldið eftir að kaupi starfsmanna sinna. Athygli er vakin á þvi, að útsvör ársins 1961 verða að vera greidd að fu.llu fyrir áramót til þess að þau verði frádráttarbær við álagningu tekjuútsvars á næsta ári. BORGARRITARI. 10 Frjáls þjóð — Fimmtudaginn 21- des. 1961

x

Frjáls þjóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.