Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.12.1962, Page 3

Frjáls þjóð - 15.12.1962, Page 3
Bjarni Benediktsson frá Hofteigi skrifar um nýja Ijóðabók Þorsteins Valdimarssonar LjóSin í HeiSnuvötnum Þor- steins Valdimarssonar eru sízt á eina bókina lærcS. Þau eru einmitt margvísleg ab gerS og fjalla um fjarskyldustu efni. ÞaS er náttúrulýrík, pólitík, út- listun á lífunum sitthvorumeg- in við jarSlífiS, eftirmæli, af- mælisvísur, heimsádeila, mar- íuvers. Og stundum mælir skáldiS röddu barns og stund- um raustu spámanns, hann hvíslar og kallar til skiptis; annað veifið lýtur hann að blómi, í næstu andrá reiSir hann vöndinn. Og gec$ hans er margbreytilegt eins og yrkis- efnin. Einhverjir kynnu acS segja HeiSnuvötn sundurleita bók. Eg kysi þó fremur acS kalla haná fjölbreytta, af því aS höfundur hennar er þvílíkt öndvegisskáld. Þessi fjöl- breytni er þó ekki einber kost- ur — þegar litiS er á þessa einu bók út af fyrir sig. Hún orkar ekki eins sterkt og list einstakra kvæSa verSskuldar; þaS er sem þau dragi einstöku sinnum hvert úr öcSru — á sama hátt og leikari, sem leik- ur til dæmis fjögur fjarskyld hlutverk hvrrt á eftir öðru sama veturinn, fær trauSla máttuga persónulega mynd af sér í hugum áhorfenda. En þessi fjölbreytni er hinsvegar sæl, þegar liticS er á verk skáldsins í heild — alveg eins og það er farsælt leikaranum acS geta brugðið sér í margvís- leg gervi og leikið fjölskrúcSug hlutverk á löngum listferli. Les- andi HeicSnuvatna fær engan Iykil að heiminum; og hann kynni jafnvel að velkjast í vafa um þacS, hver sé undir- staSan f persónu skáldsins — af því acS hann skiptir svo títt um gervi og brag. HvacS fær þá lesandinn í sinn hlut? Safn af ljócSum, ilmandi skáldskap vítt og breitt á röskum hundraS blacSsícSum. Þeim, sem eru handgengnir fyrri ljócSabókum Þorsteins, koma ekki ákaflega mörg efni á óvart í HeicSnuvötnum. Skáld skapur hans flæcSir fram úr sama nægtahorninu og ácSur; kliðmýktin er söm vicS sig, hættirnir fjölkunnugir sem fyrr — þótt Kvöldlokka beri acS sönnu vitni æfðari íþrótt en nokkru sinni; auSur málsins er mikill og fegurð þess alskír í hverju ljóSinu af öSru. Eitt þeirra heitir Tíbrá, og svona yrkir höfundur HeiSnuvatna: LjósmócSan streymir tær frá ósi sólar og lykur hólana og vötnin í fangi sér, og langan, vegbláan sumar- daginn ber hún í titrandi geislafaðmi veröld stjarna og ficSrilda og barna, sem í lynginu krjúpa, aS djúpi nætur og draums. Unaður hrynjandinnar og málgöfgin Iiggur hvorttveggja í augum uppi. Eg vona menn sjái einnig fyrir sér myndina: langan sumardaginn ber Ijós- mócSan veröld stjarna og fiðr- ilda að djúpi nætur. En er les- andanum ljóst, að erindicS glitr- ar einnig af rími? : ljós-ósi, sól- ar-hólana, fangi-langan, ber- veröld. stjarna-barna, krjúpa- djúpi. Betur verður ekki kveS- icS — eSa hefur það kannski vericS gert? Þetta litla ljócS kemur ofan í eitt stórkvæcSi bókarinnar: AS Svefnósum, sem ég vil telja mesta kvæði Þorsteins til þessa. Það er fagurlega byggt kvæði og túlkar af háfleygri andagift það viðfangsefni, sem skáldinu hefur lengi veriS hugarhaldið um önnur efni fram. Og þeir, sem þekkja Þor- stein Valdimarsson aS ein- hverju marki, vita sömuleiSis aS þetta kvæSi sýnir langan veg inn í persónu hans og hjarta. I HeiSnuvötnum er minnsta kosti ein veruleg nýlunda í skáldskap Þorsteins, þrátt fyrir þaS sem áSur sagSi: hiS odd- hvassa skeyti, hiS hlæjandi háS. Eg á viS Myndvarp atóm- sól, flokk sextán sjálfstæSra, (jafn)stuttra ljóSa, sem öll eru undir sama hætti og hefjast á sömu braglínu: Eg kom þar á veg. Þrettánda ljóSiS er þannig: Eg kom þar á veg sem vesöl móSir hlúSi kornbarni viS kaldar hlóSir. — Æ, auSugi herra, sjáiS aumur á mér. Eg er helmingur mann- kynsins, hinn eruS þér. Eg gegndi og hvataSi göngunni um stíginn: — Eg er önnum kafinn aS kortleggja skýin. Flest önnur ljóSin í flokkn- um hafa eingöngu íslenzka skírskotun. Hér er til dæmis ljóS út af grein vinar míns Helga Sæm gegn skógrækt í Vikunni í fyrra og annaS um löngun forsætisráSherrans til aS deyja fyrir thorsara-hug- sjónirnar á VarSbergsfundi í vor. Þetta er fjarska ánægju- legur tónn, og ég vildi ráS- leggja skáldinu aS leggja viS hann mikla rækt. ÞaS þykir ákaflega fínt aS vita ekki sitt rjúkandi ráS í skáldskap, þaS er ólistrænt aS túlka skoSanir, ruddalegt aS segja hlutina fullum fetum. Þótt Þorsteini Valdimarssyni láti manna bezt hin smágerva og hárfína lýrík, þar sem eng- inn stendur honum raunar á sporSi um þessar mundir, þá er hann eigi aS síSur óhrædd- ur aS tala fullum hálsi þegar honum býSur svo viS aS horfa; og fjölmörg kvæSi hans eru lituS hugsýnum hans um betri heim, fegurra líf. í Sólskríkj- unni, því ljóSi HeiSnuvatna, sem syngur mér oftast í hug um sinn, notar hann meS á- gætum árangri leiSinleg hug- tök eins og „mannleg tign“ og „stríSandi lýSir". Hitt er jafn- rétt aS þau kvæSi hans, sem spunnin eru af þessum toga, lánast ekki ævinlega fullvel. Honum hættir þar stundum til aS beita mælskulist, sem ekki gerir viSfangsefninu gild skil; og sérstaklega vilja ýms hugtök hans verSa bokukennd. I hinu háleita kvæSi: í Innstadal er til dæmis orSasambandiS „undur lífsins" í þriSja erindi grundvöllur alls næsta erindis. t>aS er ákaflega faguryrt er- ’ndi, og meS góSri íhugun er hægt aS skilja hvaS fvrir skáld- inu vakir. En erin diS lifir ekki. Lesandinn getur gizkaS á — meS réttu — aS maSurinn, sem er tilefni kvæSisins hafi beSiS persónulegan harm og leitaS sér huggunar í skauti lif- andi og gróandi náttúru. En hví þá ekki aS segja þaS beint? Hví aS segja heldur, aS hann hafi kropiS undri lífsins viS altari röSuls og fjalls? Hér brestur orSfæri skáldsins hlut- lægni, objektívítet, hlutstæS- ari myndsköpun. ESa tökum lok Aladíns. Hugsjón skálds- ins er sú aS viS, kynslóS Ala- díns, „eignumst þegnrétt í ver- öld ljóssins / og stjarnanna. .." En þessi orS eru of efnisrýr; þau eru loftkennd, óhlutstæS, safalaus. Á þessu mikla kvæSi eru reyndar ýmsir gallar: þaS fer of vítt yfir og hvikar raun- ar býsna langt frá því efni sem heiti þess lofar, hlutverk hundsins nálgast víst aS verSa kátlegt meS köflum; SjöstirniS og HvalfjarSarklerkurinn laumast inn í kvæSiS um bak- dyr. Mætti ég svo láta þá skoS- un í ljós, aS pappír HeiSnu- vatna sé of dýýr til aS sóa honum undir þann langa dikt Sprunginn gítar. Lýríkin er eftirlæti Þorsteins Valdimarssonar, og tærust verSur hún í náttúruljóSunum. I HeiSnuvötnum eru mörg dæmi þessa: alger ljóS frá öll- um sjónarmiSum, flekklaus list, ljóS sem eru í efsta flokki íslenzkra bragamála hvar sem boriS væri niSur í Islands þús- und árum. Eg tel þau ekki upp, erida entust mér ekki fingurnir til. En ég birti hér seinast eitt þeirra, til aS færa rök aS máli mínu. ÞaS heitir Senn koma laufvindar: Senn koma laufvindar svalir af heiSum, knýja daldyra, dansa á gólf innar, svipta úr salhring sumarleikja blómfléttum, blaSveifum, og bjarta slökkva sviSgeisla sólar, söngva þaggandi, ljóS og hlátra, og aS lokum týna vegum og kveSjum út í kvöld og húm. Senn slíta stökka strengi haustlaufa ýlfrandi vindar undir viSar rótum. Mér kemur í hug forn dóm- ur um annaS íslenzkt skáld: ÞaS ætla ég, aS þú kveSir bet- ur en páfinn. Bjami Benediktsson MEÍÐNUVÖTN ÞORSTEINS BLAÐAPAPPÍR PAPPI TII IÐNAÐAR BÓKA- OG SKRIFPAPPÍR PAPPÍRSPOKAR UMBÚÐAPAPPÍR SMJÖRPAPP/R SALERNISPAPPÍR ÁRNASON & CO. HAFNARSTRÆTI 5, W 3 Frjáls þjóS — laugardaginn 15. desember 1962.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.