Frjáls þjóð - 15.12.1962, Blaðsíða 14
Blaðaútgáfa fyrr
Framhald af bls. 6.
THEOPIÍRASTE
RENAUDOT.
í Frakklandi liófst regluleg
blaðaútgáfa árið 1631. Sá mað-
ur, sem þar reið á vaðið, mun
alla tíð vcrða talin einhver
snjallasti garpur, sem saga
blaðamennskunnar kann að
greina frá. Hann hét Theo-
phraste llenaudot og var lækn-
ir og jafnframt kaupmangari.
En árið 1631 hóf hann útgáfu
blaðs, er hann nefndi „Gazette".
Síðar lengdi hann nafnið og
kallaði J)að „Gazette de
France“. — Renaudot var mað-
ur bráðgáfaður og með afburð-
um ráðsnjall og hugmyndaauð-
ugur. Hann sá þegar í hendi
sér, að fólk hafði ekki einungis
áhuga á ýmsum svokölluðum
stórtíðindum, heldur myndi það
sólgið í margvíslega aðra lcsn-
ingu. Hann tók því upp í blað
sitt alls konar fréttapistla og
slúðursögur frá frönsku hirð-
inni, cnda jók sá dálkur eigi lít-
ið útbreiðslu blaðsins. Hann
gerði sér ])að cinnig ljóst, að út-
breitt blað gat vcrið hið sterk-
asta áróðurstœki. Hann kom sér
því í mjúkinn hjá Richelieu
kardinála, sem þá stjórnaði
Frakklandi nálega sem einvald-
ur væri, og bauð honum þjón-
ustu sína. Richelieu var ekki
heldur neinn skynskiptingur,
enda sá hann l)egar, að blaðið
gat orðið þarft málgagn, haft
íhrTTá almenningsálitið. Tókst
brátt góð samvinna mcð honum
og Renaudot, og skrifaði
Richelieu sjálfur margar grein-
ar í blaðið.
Rcnaudot var fjöllærður mað-
ur.hafði eins og J)á var títt,
lagt stund á margar fræðigrein-
ar, þar á meðal guðfræði, lög-
fræði og læknisfræði. Hann tók
upp þann hátt, að gefa lesend-
um ýmis húsráð í blaði sínu,
einkum viðskiptalegs og læknis-
fræðilegs efnis. Þá kom hann
og með þá nýjung, sem enn er
vinsæl og þekkt í blaðaheimin-
um, en ])að var bréjakassinn, þ.
e„ hann birti bréf frá lesendum,
t. d. fyrirspurnir, og svör við
þcim.
„Gazette“ kom út á hverjum
laugardegi, fjórar síður hverju
sinni. Blaðið náði töiuverðri
útbreiðslu, einkum við hirðina
og meðal aðalsins. — „Gazette
de France“ kom út í nálega 300
ár. Var það lengi málgagn
franska aðalsins. Það sálaðist
1914.
BLÖÐUNUM FJÖLGAR
Þegar á Ieið 17. öldina, risu
upp blöð í nálega öllum lönd-
um Mið- og Vestur-Evrópu. —
Þetta voru fyrst og fremst
fréttablöð, sögðu tíðindi. allt
frá styrjaldarfréttnm og hala-
stjörnufyrirburðum niður til
þess að kýr hefði borið tví-
höfða kálfi, eða að X hirðsnáp-
ur væri tíður gestur í .sölum Z
barónessu.
Samgöngur fóru smám sam-
an batnandi og póstmálin kom-
□st i fullkomnara horf. Varð
á tímum
það vatn á myllu blaðanna,
stuðlaði mjög að útbreiðslu
þeirra og cflingu. Fyrsta blað-
ið, sem hóf að koma út sex
sinnum í viku, var „Leipziger
Zeitung", sem stofnað var 1660.
Hinn 29. apríl 1666 tók það að
koma út á hverjum degi, og
þar með var til orðið fyrsta
dagblaðið, í bókstaflegri merk-
ingu þess orðs. Leipziger Zeit-
ung mun koma út enn í dag. —
Bretar urðu nokkru seinni til
um stofnun dagblaðs. Þar hóf
fyrsta dagblaðið göngu sína
1702, en vikublöð voru þar þá
orðin útbreidd. Blað þetta
nefndist „The Daily Courant“
og kom út í London. Allmikið
háði það þróun brezkra blaða
um skeið, að þar var lagður á
af stjórnarvöldunum sérstakur
blaaðskattur. (Samkvæmt lögum
frá 10. júní 1712). Skattur þcssi
var hár, miðað við gildi pen-
inga á þcim tíma, 4 pence á
hvert prentað cintalc. Blaða-
skatturinn í Englandi var ekki
afnuminn fyrr en árið 1855.
Annars einkenndi það snemma
blöð í Bretlandi, hve frjálslynd
þau voru og tiltölulega óháð
stjórnarvöldunum. Gátu þau,
fremur en blöð annarra þjóða,
látið til sín taka um þjóðfélags-
mál, fluttu jafnvel ádeilnr á
stjórnarfarið, en slíkt var víð-
ast hvar annars staðar harð-
lega bannað. í nálega öllum
löndum var þá óbundið einveldi,
og undír þeiní stjornarhattúm
þrifust ekki frjáls blöð. Stjórn-
arvöldin þoldu ekki hina
minnstu gagnrýni, gripu fram
fyrir hendur blaðamannanna í
hvert skipti sem bryddi á ein-
hverju af því tæi. Var þá sjald-
an tekið á þeim með neinum
silkihönzkum, — útkoma blað-
anna oftast bönnuð og ritstjór-
ar eða útgefendur settir í tugt-
húsið. — Sumir sluppu jafnvel
ckki svo vel. Þess voru dæmi,
einkum í Frakklandi, að útgef-
endur „óþægra“ blaða voru j
hreinlega líflátnir. Það var ckki
fyrr en mcð stjórnarbyltingunni
miklu í Frakklandi, scm blöð-
in öðluðust frelsi, gátu rætt
þjóðfélagsmál og gagnrýnt
stjórnarfarið. Þá fyrst urðu þau
túlkendur hins „frjálsa orðs“.
En stjórnarbyltingin hafði líka
óhemju áhrif á því sviði sem
öðram. Á byltingarárunum
steyptust blöð eins og flóð-
bylgja yfir frönsku þjóðina.
Hin sigrandi borgarastétt lagði
undir sig prentsmiðjur aðals og
klerka og tók að prenta þar
blöð sín, jafnframt því sem nýj-
ar prentsmiðjur tóku til starfa.
Og í byltingarflóðinu drukknaði
margur blaðamaðurinn, sem áð-
ur hafði unnið fyrir aðalinn.
Nokkrir þeirra voru hengdir í
Ijósastaúrum Parísarborgar.
Eitt hinna nýju blaða var
„Þjóðvinurinn", sem Marat
stjórnaði. Er sagt, að Marat
hafi verið að lesa prófarkir nf
„Þjóðvininum“, þá er Charlotta
Corday myrti hann í baðinu.
svo sem kunnugt er.
í öðrum löndum varð stjórn-
arbyltingin franska í fyrstu til
])ess, að yfirvöldin tóku upp
aukið eftirlit með blöðunum, til
að koma í veg fyrir það, að þau
afvegaleiddu fólkið með bylt-
ingarkenningum. Blöðiu skyldu
efla „fornar dyggðir og góða
siði" og þó einkum sýna ein-
vcldinu fullan- trúnað og holl-
ustu. Að öðrum kosti voru þau
hiklaust bönnuð. Napóleon
hafði einhverju siniii verið að
því spurður, hvort hann vildi
ekki lesa morgunblöðin, áður
en hann gengi til starfa. Svaraði
hann þá snúðugt: :„Ég þarf þess
ekki, blöðin birta ckki annað en
það, sem ég vil að þau birti“.
ELZTU BLÖÐ Á
NORÐURLÖNDUM.
Að lokum þykir rétt að gera
nokkra grein fyrir upphafi
blaðaútgáfu á Norðurlöndum.
Svíþjóð eignaðist fyrsta blað
sitt árið 1645. Nefndist það
„Post Tijdningar“ og var um
langt skeið eina blað Svíþjóðar.
Var það ekki fyrr en fullri öld
síðar, eða um 1750, sem blaða-
útgáfa hófst verulega hjá Sví-
um. Fyrsta sænska dagblaðið,
„Dagligt Allehanda“, byrjaði
að koma út 1769.
Elzta blað Danmerkur hóf
göngu sína árið 1666. Það hét
„Den Danske Mercurius“ og
var að því leyti einkar merki-
legt, að það var allt í ljóðum.
Ritstjóri blaðs þessa og útgef-
andi var skáldið Anders Bord-
ing. Iíann gaf blað sitt út mán-
aðarlcga í 11 ár, eða þar til
haiih lézt 1677. Sfærfa og veiga-
mcira var blað það, „Dansk Ád-
vijs“, sem bóksalinn Daníel
Paulli tók að gefa út 1675. Það
var fréttablað með myndum og
kom út vikulega. í byrjun 18.
aldar fór blaðaútgáfa mjög vax-
andi í Danmörku. — Þá kom
fram á sjónarsviðið „blaðakóng-
urinn“ J. Wielandt, sem gaf út
livorki meira né minna en sex
blöð samtímis, þar af tvö á
frönsku. Ilann byrjaði á því
fyrstur blaðaútgefanda í Dan-
mörku að flytja auglýsingar í
blöðum sínum. Árið 1749 hóf
göngu sína blaðið „Kjöben-
havnske Danske Post Tidend-
er“, gcfið út af E. II. Berling.
Það blað skipti síðar um nafn
og nefndist „Berlingske Tid-
ende“. Náði það brátt mikilli
útbreiðslu, kemur út enn í dag
og er stærsta blað Danmerkur.
Blaðaútgáfa hófst eigi í Nor-
egi fyrr en árið 1763. Hét það
„Norske Intelligenssedlcr“. Blað
þetta kom út fram yfir síðustu
aldamót, en var þá sameinað
dagblaðinu „V.erdens Gang“. f
byrjun 19. aldar fjölgaði norsk
um blöðum mjög. Árið 1819 hóf
„Morgenbladet" göngu sína, en
])að var heila öld eða lengur
stærsta og áhrifamesta blað
Noregs.
Rétt er að minnast aðcins á
fsland í þessu sambandi. Þar
hófst blaðaútágáfa tveim öldum
síðar en í Svíþjóð og nálega öld
síðar en í Noregi. Eins og flest-
um mun kunnugt, er „Þjóðólf-
ur“ fyrsta fréttablaðið hér á
landi, en hann var stofnaður
síðla árs 1848.
Frjáls þjóð
Frh. af bls. 9.
Frjáls þjóS hefur eðlilega
breytzt mikið, frá því blaðiS
hóf göngu sína. Því veldur
margt; breyttar aðstæður á
þeim stöðum sem blacSiS er
unnið, misjafn smekkui þeirra,
er mótaS hafa blaSiS og breytt-
ar kröfur blaSalesenda Upplag
blaSsins hefur og veriS breyt-
ingum háS. Þar hafa komiS
öldudalii og einnig góSir tím-
ar. Þeir menn, er stýrt hafa
blaSinu, hafa sumir veriS lítt
undir þaS búnir; þeim hafa
vafalaust orSiS einhver mistök
á, en allir hafa viljaS gera sitt
bezta. Fjárskortur hefur einnig
oft hamlaS því, aS þeir gætu
komiS þeim breytingum til
fulls í framkvæmd, sem þeir
vildu gera.
Brýnasta framtíSarverkefniS
er nú aS treysta fjárhagslegan
grundvöll blaSsins. Til þess er
nú hafiS mikiS átak. BlaSiS
hefur löngum átt tilveru sína
undir skilvísi fastra áskrifenda
sinna, og er svo enn. Skal þeim
hér þökkuS tryggS þeirra viS
blaSiS í þessi ár og vonaS, aS
hún vari áfram. BlaSiS okkar
á vonandi eftir aS vaxa og
aukast aS fjölbreytni, en bezta
afmælisóskin til þess er samt
sú, aS þaS megi ávallt reynast
trútt þeim hugsjónum, sem því
í upphafi var ætlaS aS verja og
stySja: AS á Islandi verSi
ávallt FRJÁLS ÞJÓÐ í
FRJÁLSU LANDI,
Lfósboginn
H uejtis^otu H).
'S,mi
V'iðgetðii t\ híladlnamóum
08 uötiurum V/iridmg á rat
mötorum Kigum tvrirligg)
mdi dtnamónnkei t flestai
gerðu hifreiða
Vönduð viuria. lágt verð.
Ljósboginn
H vertiss.ötu 50.
LETUR S/F
Ollset-f jölritun
LETUR S/F
Hverfisgötu 50
Slmi 23857
Auglýsið
A
1
Frjálsri þióð
r
Frjáls þjóð
óskar
lesendum
sínum
GLEÐILEGRA JÓLA
v-.
J
14
Frjáls þjóS — laugardaginn 15. desember 1962.