Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 15.12.1966, Side 3

Frjáls þjóð - 15.12.1966, Side 3
Vantar dóms- málaráðherra Mönnum verður nú æ tíð- ræddara um það þjóðfélag „vel skipulagðra bófaflokka“, sem við lifum í einkum eftir síðustu atburði á þeim vett- vangi. ..411ir eru á einu máli um það, að Pétur Benediktsson, bankastjóri hafi hitt naglann á höfuðið í útvarpserdindi sínu, sem oft hefur verið vitn að til. Ljóst er að síðustu tvo ára tugi hafa stjórnarvöld lands ins ekki valdið því hlutverki að stjórna landinu, og gildir þar einu hvaða ríkisstjórn á hlut að máli á þessu tímabili. Engum dettur í hug að ætla það, að allar þær ríkis- stjórnir, sem hér um ræðir, hafi beinlínis viljað, að jafn hörmulega tækist til með stjórn landsins og raun bar vitni, eða verið í sjálfu sér óhæfar til að stjórna land- inu sökum þekkingarskorts og viljaleysis. Hitt sýnist mönnum al- mennt að skýri þessa hörm- ung, að umræddar ríkisstiórn ir hafi hreinlega ekki getað ráðið við neitt vegna þess, að það séu hinir „vel skipu- lögðu bófaflokkar", sem stjórni í raun og veru öllu efnahagskerfinu og þar með þjóðfélaginu í heild. Þeir stunda tollsvik og við skiptasvik í svo óhemjulegum mæli, að sífellt verður að þyngja álögurnar á almenn- ing vegna þess að, eðlilegar tolltekjur og söluskattur af innflutningnum kemur ekki í ríkissjóð. Hinar auknu álögur á al- menning hafa svo í för með sér síauknar kaupkröfur al- mennings til að geta innt af hendi álögur ríkisvaldsins. — „Bófaflokkarnir“ stunda ck- urlánastarfsemi og skattsvik, þeir hrifsa til sín stóran hluta af verði útflutningsafurða og umboðslaun af innflutningi og reka ofboðslegan fjárflótta úr landi, svo að alltaf er halli á verzlunarjöfnuði, þrátt fyrir algjörlega óvenjulegan afla og útflutning. Afleiðingarnar eru kröfur frá atvinnuvegunum um opin- bera aðstoð til að sligast ekki undan þessum ófögnuði, nýir skattar og álögur á almenning, nýjar kaupkröfur frá almenn- ingi til að geta innt af hendi álögurnar, auðvitað með al- þekktum afleiðingum fyrir at- vinnuvegina, og þarmig koll af kolli út í hreina ófæru. Sú staðreynd blasir því við öllum hugsandi mönnum, að það sem okkur vantar fyrst og síðast er DÓMSMÁLARÁÐ- HERRA, sem er eitthvað ann að og meira en nafnið tómt og leikprédikari í Háteigskirkju að auk. Út af fyrir sig þyrftum við svo sem engan annan ráð- herra. Ráðuneytisstjórarnir gætu áreiðanlega annast hin ráðuneytin betur en þessi pólitísku himpigimpi, sem nú skipa þau. En dómsmálaráð- herra vantar. Mann sem hefði dug og þor til að uppræta hina „vel skipulögðu bófa- fIokka“, sem nú tröllríða þjóð félaginu og hreinsa aðstoðar- menn þeirra úr embættiskerf inu. FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: HUGINN H.F. Ritstjóri: Ólafur Hannibalsson Ritnefnd: Bergur Sigurbjörnsson (ábm.), Gils Guðmundsson, Haraldur Henrýsson, Hermann Jónsson, Einar Hannesson, Einar Sigurbjörnsson. Framkvæmdastjóri: Alexander Guðmundsson. Auglýsingar: Alexander Guðmundsson Áskriftargjald kr. 200,00 fyrir hálft ár. í lausasölu kr. 10,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 8. Sími 19985. Pósthólf 1419. Prentsmiðjan Edda h.f. 500 milljónir — Framh. af bls. 1. framhaldsaukafundar telji stjórn SH þess þörf.“ VANTAR A. M. K. 500 MILLJÓNIR! Nú er svo komið að útgerð armenn, sem reka hvort- tveggja frystihús og báta, og mega því gerst um vita telja að fiskverðið til bátanna verði að hækka 35% til að standa undir kostnaði við n.k. vetrarvertíð. Það eitt mundi gera 390 milljónir króna. En auk þess er talið að frystihúsin vanti 20% upp á, að geta staðið undir NÚVER- ANDI verði. M. ö. o. fiskterð- ið verði að hækka um a. m. k. 55% eða um rúmlega helm ing, sem mundi þýða um 770 milljónirkróna. Mun þá láta nærri að 500 milljónir króna þurfi til að- stoðar bolfiskútveginum, bát um og frystihúsum, bara til að fleyta þeim yfir vetrar ver tíðina. VERÐFESTING ÞÝÐIR GJALBÞROT — ÁN ANN- ARRA ÚRRÆÐA — En á meðan S.H. telur að „óbreyííar ástæður muni leiða til gjaldþrots fjölda fyrir- tækj a, “ heldur ríkisstj ó- : n fram lögfestingu núverandi verðlags, sem allsherjar bjarg ráði fyrir atvinnuvegina! Þó varð dr. Bjarni að við- urkenna í umræðum um verð festinguna á Alþingi á mánu- dag, að, „ef mál.ið með útveg- inn verður þannig a. greiða verði fjárframlög, þá verður að skoða málið (verðfesting- una) aftur, til þess að eyði- leggja ekki þann árangur sem ætlunin er að ná með þessu frumvarpi.“ Og bæði Gylfi og Magnús frá Mel hafa lýst því yfir ann ars staðar, að ef greiðslur hins opinbera til útvegsins fari á næsta ári fram úr því sem var í ár, þá verði að auka álögurnar, hækka skattana. K J JARASKERÐING Það virðist liggja nokkuð ljóst fyrir, þrátt fyrir nýlega hækkun síldarafurðanna að greiðslurnar muni óhjákvæmi lega nær tvöfaldast, og skatta hækkanir þá verða í hlutfalli við það. Þar með eru trygg ingar ríkisstjórnarinnar um óbreyttan skattstiga fallnar um sjálfar sig og verðfestmg- in því einungis leiða til stór- felldarar kjaraskerðingar. Hvernig ríkisstjórnin getur ætlast til stuðnings við verð- festingu sína áður en úrræði hennar í málum fiskiðnaðarins og útvegsins hafa séð dagsins ljós mun flestum ofraun að skilja. Þetta tvennt er í órof- samhengi. Hver vill kaupa köttinn í seknum af þessari ríkisstjórn? Afbrot — Framh. af bls. 1. og heiðarlega yfirvalds, að láta ekkert um komu sína og erindi vita á íslandi fyrr en þeir höfðu satt að segja sak- sóknara ríkisins í höndum sér, svo að hann átti engra kosta völ, nema að fara að vilja hinna dönsku í einu og öllu. Fullvíst má telja'að Dan- ir hefðu ekki beitt þessari fruntalegu aðferð, þegar um mál er að ræða, sem snertir tvö ríki, ef þeir hefðu ekki talið sig hafa mjög ríka á- stæðu til og verður því mið- ui að viðurkenna, að þar hafa þeir á réttu að standa. NAFNBIRTING SÖKU- DÓLGA En það vekur óneitanlega grunsemdir almennings um að ekki muni þessu dansk-ís- lenzka afbrotamáli rösklega fylgt eftir hér á landi, að þagað skuli sem fastast um nöfn jafnt þeirra sökudólga sem viðurkennt hafa brot sitt og hinna sem eru undir grun. Er margt, sem styður þess- ar grunsemdir. Fyrst það, að skv. áreiðanlegum heimildum er eitt hinna seku fyrirtækja, Melhús hf. og maður með ætt- arnafnið Thors þannig viðrið inn málið. Ef þessar sögu- sagnir væru rangar, er þá ekki líklegt, að þær væru kveðnar niður með því að birta nöfn hinna seku og hreinsa á þann hátt nafn hinn ar göfugu ættar. En einnig hitt, að nafn Davíðs Sigurðssonar bílasala, var hiklaust birt í Morgunblað inu í sambandi við dóm í ok- urmáli, sem hann hlaut «ý- lega. Er slíkt óvenjulegt, bæði að maður hljóti fyrir okurlána starfsemi og dóm eins hitt, að nafn hans sé birt í blöðunum. Að vísu kann það rétt að vera, sem einhver stakk upp á, að Davíð Sigurðsson, bíla- sali hafi hlotið þá aukarefs- ingu að fá nafn sitt birt í blöð um, vegna þess eins að leyfa sér að stunda okur án þess að vera löglærður, að stjórn- völd og dómsvöld ætluðu nokkrum lögfræðingum EINKARÉTT á okurlánastarf seminni. Þá má á það benda, að margir kaupsýslumenn kvarta sáran undan því, að í raun og veru liggi þeir allir undir grun í augum almennings, meðan engin nöfn eru birt. Einnig benda þeir á að yfir- völdin mundu varla þora að varpa þannig beinlínis óorði á heila stétt 1 þjóðfélaginu með því að þegja um nöfn hinna seku, ef ekki væri ætl- unin að svæfa þessi mál alveg, af einhverjum annarlegum á- stæðum, og það enda þótt ís- lenzkt réttarfar liggi undir smásjá erlendrar þjóðar í þessu máli og þar verði vand- lega fylgzt með því, hvað hér gerist. M. a. af þeirri ástæðu á þjóðin sem slík skýlausa kröfu til þess að nöfn sökudólganna verði birt án tafar. NÝTT OKURMÁL Þegar dómurinn yfir Davíð Sigurðssyni var birtur í blöð- um, var Frjálsri þjóð tjáð, að þetta væri hvorki fyrsta né eina okurlán Davíðs Sigurðs- sonar. Nýlega hafi komizt upp, að hann hafi lánað fyrirtæki, sem varð gjaldþrota eina millj ón króna með 60% ársvöxt- um. Slíkur drápsbaggi hafi að sjálfsögðu rið^ð fyrirtækinu að fullu á skömmum tíma og það því orðið að gefa sig upp til gjaldþrotaskipta. Frjálsri þjóð hefur ekki tek izt að afla sér sundurliðaðra upplýsinga um þetta mál enn þá, en mun reyna að fylgjast með því, hvað saksóknari ger ir í málinu. Dómaradaris sérstæðasta jólagjöfin ötölusett eintök fást í bókabúðum og afgreiðslu blaðsins í Ingólfsstræti 8. Verð kr. 250,00. 03 ' Upplag er mjög lítið af þessari sérstæðu bók, sem 43 listamenn hafa ritað til að leggja áherzlu á sam- stöðu sína meö starfsbróð- ur sem dæmdur hefur verið til fjárutláta fyrir að beita penna sínum fyrir málstað litilmagna — gegn hróp- legum rangindum og botn- lausri spillingu. Má búast við að bókin gangi fljótlega til þurrðar. Tryggið yður þvi eintak af góðri og sérstæðri bók i tíma. MálsvarnaisjóSm Frjáls þjóð — Fimmtudagur 15. desember 1966. 3

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.