Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.05.1967, Síða 4

Frjáls þjóð - 12.05.1967, Síða 4
Guðrún Helgadóttir: SKULDASKIL í von um, að þeir yrðu eldd sviknir einu sinni enn. Þessir reykvísku borgar- ar hafa verið sviknir einu sinni enn. Þær vonir, sem bundnar voru við Alþýðu- bandalagið hafa gjörsam- lega brugðizt. Með mér hef- ur lengi leynzt sá ótti, að svo kynni að fara. Um það saimfærðist ég endanlega á Hinn 15. apríl sendi ég Magnúsi Kjartanssyni, rit- stjóra Þjóðviljans, greinar- stúf þennan. Ég hafði þá fyrir fáum dögum sagt mig úr Alþýðubandalaginu og þóttist þurfa að gefa Alþýðu bandalagsfólki skýringu á því. Magnús fór þess á leit við mig í fullri vinsemd, að ég féllist á að bíða með að birta greinina, þar eð hann taldi, að ekki bæri að skara i eld þann, sem þegar log- aði innan bandalagsins. Ég féllst á það, vegna þess að ég vonaði þá líka, að takast mætti að halda hópinn. Sú von er nú að engu orðin, enda hefur harla lítið ver- ið aðhafzt, til þess að svo mætti verða. Ég á enn eftir að gefa skýringu á úrsögn minni úr Alþýðubandalaginu. Ég fæ ekki séð, að það þjóni nokkrum tilgangi að draga það lengur. Birtist því grein in: orðrétt. í fyrravor komu nokkrir menn að máli við mig og sögðu mér frá fyrirhug- aðri stofnun Alþýðubanda- lags, sem skyldi sameinast um framboð til borgar- stjórnarkosninga. Mikil og merk mál voru í fæðingu: hið nýja bandalag skyldi vera bandalag ungra og frjálslyndra vinstri manna, sem saman ætluðu að reisa úr rústum íslenzk stjórnmál í samvinnu við hin róttæku verkalýðsfélög borgarinnar. Ný viðhorf mundu koll- varpa gömlum og úreltum flokkasjónarmiðum og eig- inhagsmunapólitík, upp væri runninn röðull nýs tíma í íslenzkum stjórnmál- um. Alls staðar mátti finna ungt fólk, sem notið hafði góðrar menntunar heima og erlendis, verkafólk, iðnað- armenn, sjómenn, fólk, sem einungis beið eftir vett- vangi til þess að vinna sam- an á að bættum lífskjörum og betra þjóðfélagi á sósíal- ískum grundvelli. Mér leizt þetta að sjálfsögðu glæsi- lega og var fús til að leggja mitt að mörkum til þess, að þessi draumur yrði að veru- leika. Þegar framboð mitt barst í tal, var ég öllu treg ari af tveim ástæðum: ég hafði aldrei haft áhuga á stjórnmálalegum frama, og auk þess átti ég erfitt um vik vegna heimilisástæðna. Fyrir þrábeiðni lét ég þó til leiðast. Hafizt var handa um kosningabaráttu á ell- eftu stundu, baráttu, sem aldrei var skipulögð, heldur töluðu menn og skrifuðu sem þeim sjálfum bjó í brjósti. Eins og menn muna tókst sú barátta framar allra vonum og sigur okkar var óumdeilanlegur. Þús- undum reykvískra borgara fannst það tilraunarinnar vert að styðja þetta ungviði fundi þess s.l. mánudag. Löngun mín til setu í borg- arstjórn eða á öðrum virðu- legum stólum er ekki nógu sterk til þess að ég varpi siðferðiskennd minni fyrir borð, og því sagði ég mig úr Alþýðubandalaginu á umræddum fundi. Þar sem ég hef heyrt menn skýra þá afstöðu mína á ýmsa vegu, vil ég leitast við að láta sannleikann koma í ljós. Vænti ég, aðmálgagn hinna frjálslyndu samtaka, Þjóð- viljinn, birti skýringar mín- ar breytingalaust. Alþýðubandalagið í Reykjavík hefur verið ó- starfhæft í heilt ár vegna innbyrðis flokkadrátta og valdastreitu. Það ætti að vera öllum ljóst, að menn, sem ganga í bandalag, þurfa að sýna lit á samvinnuvilja, þó að þá greini e. t. v. á um ýmis smáatriði. Sá hóp- urinn innan bandalagsins, sem einn hefur ráð á fjár- magni og flokks „apparati“ hefur reynzt ófáanlegur til að vera annað en það, sem hann hefur alltaf verið: Sósíalistafélag Reykjavík- ur. Honum hefur aldrei komið Alþýðubandalagið neitt við nema til þess eins að safna atkvæðum. Þessi vinnubrögð hafa tíðkazt á íslandi um langan aldur, en Alþýðubandalagið byggðist aldrei á þess háttar sam- vinnu. Sorgarsaga Sósíalista félags Reykjavíkur er sú, að það hefur orðið nátttröll í íslenzku þjóðlífi. Þar er margt gott fólk, sem ég ber mikla virðingu fyrir, fólk, sem hefur orðið að horfa á helgustu hugsjónir sínar troðnar niður í svaðið og þarafleiðandi gripið til þeirra mannlegu viðbragða að hjúfra sig lwer-t að öðru og einangra sig frá því þjóð félagi, sem það lifir í, mátt- vana, aðgerðarlaust. Það var því viturlegt að leita til yngra fólks með nýtízku- legri viðhorf til samtímans, þetta fólk gat kennt okkur Framh. á bls. 6. Svavar Sigmundsson: ORD AF ORÐI Hörmulegur málstaður Sj ónvarpsgagnrýnandi stærsta blaðs landsins sagði um daginn um þáttinn „Á öndverðum meiði“, þar sem þeir rökræddu um Viet nam málið Thor Vilhjálms son og Jón E. Ragnarsson, að málflutningur rithöfund arins hefði verið hörmuleg- ur. Hann sagði í framhaldi af því: „Gott var þó að fá það fram í dagsljósið í eitt skipti fyrir öll, að þessi framámaður og spekingur hinnar svonefndu Vietnam- nefndar skuli segja og trúa því, að Viet Cong hreyfing- in eigi ekkeít skylt við kommúnisma.“ Það er nú svo. Þéssi fram ámaður er ekki einn um það að halda því fram, að Viet Cong hreyfingin sé þjóðfrelsishreyfing en ekki kommúnistar. í sama blaði og sjónvarpsdómur þessi birtist, voru tilfærð um- mæli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, U Thants, er hann flutti á fundi með stú- dentum í New York kvöld- ið áður. Hann sagði: „ . . . að það væri þjóðernis- hyggja, sem væri driffjöð- urin að baki andstöðuhreyf- ingunni í Vietnam og ætti hún rót sína að rekja til ára tuga baráttu gegn erlend- um stórveldum. Lýsti U Thant styrjöldinni sem um- fangsmikilli og markvissri baráttu fyrir þjóðerni og sjálfstæði, sem ekki væri heilög styrjöld fyrir ein- hverri hugmyndafræði.“ Það kann að vera erfitt fyrir okkur að gera okkur fulla grein fyrir því, sem er að gerast í Vietnam, af því að fréttunum er ekki treystandi ■ út í yztu æsar. En við vitum þó það mikið, að við getum ekki stungið höfði 1 sand um atburði þar. Við höfum tæplega efni á að lýsa yfir vanþóknun á ummælum aðalritara, sem sjálfur er Asíumaður og skilur betur en flestir Vest- urlandamenn, hver hugur Vietnambúa gagnvart er- lendri íhlutun er. Þjóðin hefur barizt gegn henni um aldaraðir með þeim ár- angri, að hún er enn þjóð með vakandi sjálfstæðis- kennd, en ekki kommúna 1 Kínaveldi. Ég tel fyrir mitt leyti vænlegra að taka afstöðu í þessu máli eftir því sem Burmabúinn U Thant lítur á það fremur en Texasbú- inn L. B. Johnson, og ég tel, að í þessu máli beri að taka afstöðu. „Það er glæp- ur að þegja“, eins og Mart- in Luther King sagði um Vietnam-styrjöldina. Þeir sem dylja fyrir sér, að Þjóðfrelsishreyfingin sé annað en kommúnismi,' ganga á snið við mikilsverð ar staðreyndir, og það er einmitt það, sem heldur styrjöldinni gangandi. — Bandaríkin telja sér trú um, að þau séu að berjast hinni helgu baráttu fyrir lýðræði. Jón E. Ragnarsson minnt ist á Grikkland í rökræðu sinni við Thor. Það hefði hann tæplega gert, ef þeir atburðir hefðu þar orðið, sem síðar gerðust. Valdarán hersins varpar skýru ljósi á hugmyndir þær, sem þróast með hernaðarþjóðum Nato, hugmyndir um lýðræði, tryggt með vopnavaldi, ekki eftir vilja meirihluta þjóð- anna. Það er ekki víst, að lög- lærðum mönnum hafi þótt Thor nógu snjall í málflutn- ingi sínum gegn stríðinu, og hann hefði getað notað sterkari röksemdir stund- um. En um Vietnamstríðið skiptir ekki máli, hvort mál flutningur er slæmur eða góður. Heiðarlegur málstað ur skiptir öllu. 4 Frjáls þjóð — föstudaginn 12. maí 1967

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.