Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.05.1967, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 12.05.1967, Blaðsíða 5
Hannibal Valdimarsson: I HVERS VEGNA? £ Mig rak í rogastanz yfir | geðvonzku og geðofsa Þjóð | viljans í fyrradag. öll þau I ósköp, sem við lesandanum 1 blöstu þann dag á forsíðu | blaðsins, sannfærðu hvern 1 einasta mann um vanmátt- 1 uga bræði og ofsahræðslu 1 ritstjórans, en engan veg- | inn og síður en svo um mál- I stað hans. Hótanirnar voru 1 ekki sannfærandi. Það er | ekki í hans verkahring skv. | skipulagi Alþýðubandalags- 1 ins, að innrita menn í það, 1 eða reka menn þaðan. | Öll stóryrði hins reiða rit i stjóra um það efni, eru því I áróðurshjal. | Nú vil ég sem mest kom- | ast hjá því að munnhöggv- 1 ast við blaðstjóra þennan — | það væru ekki stjórnmál. En samkvæmt reglum i um, að skylt sé að hafa I heldur það, er sannara | reynist, tel ég rétt að leið- | , • rétta helztu rangfærslurnar | og ósannindin, sem fram 1 kófríu í reiðilestri ritstjór- | ans, þennan umrædda maí | dag. — Skal þá gengið á | röðina: 1. Það er alrangt, að ég 1 hafi sagt skilið við Alþýðu- | bandalagið. Og tilefnislaust 1 er það með öllu hjá Þjóð- | viljanum að ráðast gegn | mér með slíkum uppspuna | að fyrrabragði. Þegar þetta er ritað, er | ekki komið fram framboð I af minni hálfu í Reykjavík. | En þó að það komi fram, 1 er það einnig ALRANGT, ! að því sé stefnt „gegn Al- | þýðubandalaginu um land | allt“ — gegn framboðum A1 | þýðubandalagsins í hverju | einasta kjördæmi, gegn öll i um þeim, sem valdir hafa 1 verið til framboðs á vegum | Alþýðubandalagsins“, eins 1 og Þjóðviljinn leyfir sér að | segja. Ég legg áherzlu á, að | framboð Alþýðubandalags- 1 manna 1 Reykjavík, verður | í nafni Alþýðubandalagsins i skv. skýrri heimild í kosn- I ingalögunum, sem gera | beinlínis ráð fyrir, að um | geti verið að ræða fleiri en ! eitt framboð í nafni sama I flokks í sama kjördæmi. Ég hefi skilið þessi á- 1 kvæði kosningalaganna á nákvæmlega sama hátt og Einar Olgeirsson lýsti yfir á Alþingi 1959, að þau væru „heimild fyrir þá,“ eins og hann sagði, sem væru „ó- ánægðir með t. d. 1., 2., eða 3„ frambjóðanda, eða einhvern þeirra, að bjóða fram annan lista, þó að þeir tilheyri sama flokki.“ öll atkvæði greidd slík- um lista, hvort sem fleiri eru eða færri, koma flokkn- um í heild til góða við á- kvörðun á tölu uppbótar- þingsæta hans. Slíku framboði er því ekki stefnt gegn framboð- um Alþýðubandalagsins í kjördæmum landsins, held- ur hlýtur það, hvort sem það fær fleiri eða færri at- kvæðí, að styrkja mögu- leika frambjóðenda flokks- ins úti í kjördæmum lands- ins, til þess að hljóta upp- bótarsæti, ef þeir ná ekki kosningu. — Þetta vildi ég gera fyllilega ljóst. II. Þá segir Þjóðvilj- inn, að ég sé að gera fjöl- skylduvandamál mín að op- inberu máli, og að verkefni mitt í íslenzkum þjóðmál- um sé „ekki lengur stjórn- mál, heldur fjölskyldumál“. „Tilefnið er það eitt,“ seg ir Þjóðviljinn, „að sonur Hannibals, Jóns Baldvin, reyndist ekki hafa fylgi til þess á almennum fundi Al- þýðubandalagsins í Reykja- vík að fá sæti á framboðs- listanum.“ Til eru óræk vitni um, að þetta er fjarri því að vera sannleikanum sam- kvæmt, heldur áróður, sem gripið er til í vandræðum. Ég hef aldrei — hvorki fyrr né síðar — gert neina kröfu um, að Jón Baldvin væri á listanum í Reykja- vík, hvað þá heldur um, að hann væri í einhverju af efstu sætum listans. Sú krafa hefur ekki verið borin fram af neinum af minni hálfu eða að mínu undirlagi, og ég veit ekki til þess, að hún hafi nokk- urn tíma komið fram. í uppstillingarnefnd Al- þýðubandalagsins í Reykja- vík voru 9 menn. Þrír þeirra skáru sig úr og báru fram tillögu um þann lista, sem samþykkt- ur var, eftir að flokksvél Sósíalistaflokksins í Reykja vík hafði verið sett í gang til að smala á fundinn. Eftir að framsögumaður minnihlutans, Guðmundur J. Guðmundsson, hafði mælt fyrir tillögu hans (þriggja manna af níu), tók til máls formaður uppstill- ingarnefndar, Sigurður Guð geirsson (Sósíalistaflokks- maður). Hann kvaðst harma mjög ræðu Guðmundar J. Guð- mundssonar, sem hefði ein- kennzt af persónulegum svívirðingum. Hann sagðist vilja upplýsa, að skrifstof- um Sósíalistaflokksins hefði nú í annað sinn verið óspart beitt til framdráttar ákveðn um klíkum, og ákvörðun- um, sem teknar hefðu verið UTAN samtakanna, og far- ið að hringja út ákveðna uppstillingu og reka áróð- ur fyrir lienni, löngu áður en nefndin hefði lokið störf um . . . Annar maður í uppstill- ingarnefndinni, Hörður Bergmann, hefur leyít að hafa þetta eftir sér á prenti: „Hér er miklu stærra mál á ferðinni, en persónuleg- ar tilfinningar, þótt reynt sé að láta líta svoleiðis út.“ Ennfremur sagði hann: „Þær vonir, sem bundnar voru við Sósialistaflokkinn í þessum efnum, hafa brugð izt, og eftir að framboð Al- þýðubandalagsins í Reykja vík kom fram, hafa brostið margar vonir, er við það voru tengdar . . .“ En ein orsök til þess, að hægt var að koma hér á framboði með þeim hætti, sem Sigurður Guðgeirsson lýsti á fund- inum í Tónabíó, var, að flokksskrifstofum Sósíalista flokksins hafði verið beitt til að reka áróður fyrir uppstillingunni löngu áður en uppstiJ.lingarnefnd hafði lokið sínu starfi.“ Sigríður Hannesdóttir, sem einnig var í uppstill- ingarnefndinni og í 6 manna meirihlutanum, sagði eftir fundinn m. a.: „Ekkert af okkar tillög- um var tekið til greina. Lái okkur hver sem vill, að við beygðum okkur ekki undir minnihlutann, (3 menn af 9).“ Það hefur frá upphafi Al- þýðubandalagsins verið grundvallaratriði um fram- boð þess, að sámkomulag væri um aðalframbjóðend- ur þess —ekki sízt í R-vik. Þannig var ég í fyrstu í 2. sæti listans hér, og síðan A1 freð Gíslason læknir. Nú var augljóslega svo komið, að samráðs, eða samstarfs- manna var ekki lengur ósk- að. Það eru þá einnig vinnu- brögðin, sem beitt var af minnihluta uppstillingar- nefndar (3 af 9), og að flokksvél Sósíalistaflokks- ins var nú beitt af alefli til að kúga aðra meðlimi Alþýðubandalagsins undir ákvörðun þröngrar klíku í Sósíalistaflokknum, sem Al- þýðubandalagsmenn gátu ekki þolað. Ég endurtek: Flokksvél Sósíalistaflokks ins var beitt til að sýna fram á, að hún réði lög- um og lofum í Alþýðubanda laginu. Þessu gerræði og þessum ódrengilegu vinnubrögðum eru Alþýðubandalagsmenn í Reykjavík nú að mótmæla á þann áhrifarika hátt, sem lög landsins heimila þeim og með þeim skýlausa rétti, sem enginn getur af þeim tekið. Og að lokum þetta: Alþýðubandalagsmenn um land allt! Þið leystuð ykkar fram- boðsmál fljótt og vel. Þið hélduð leikreglur samstarfs og samkomulags. Þið skul- uð láta ykkur engu skipta ósamkomulagið í Reykja- vík, en berjist hlið við hlið fyrir góðum málstað Al- þýðubandalagsins. Ég á enga ósk heitari, en þá, að það fólk í landinu, sem nokkurs metur mín orð, skipi sér nú undir mérki Alþýðubandalagsins og gefi því glæstan sigur. — Bar- áttan, sem nú er hafin, er svo sannarlega stjórnmála- barátta, en ekki fjölskyldu- mál. Hér í Reykjavík gerum við tilraun til að bjarga þús undum atkvæða fyrir Al- þýðubandalagið. — Það er undir reykvískum kjósend- um komið, hvort ég sit á A1 þingi eftir kjördag — eða Framh. á bls. 7. Frjáls bióð — föstudaginn 12. maí 1967 5 WmMMMMMWMMWWWWWWMMWMMWWWWHmMMWMMWWMMWmMMMmmMMWWWMmWMWWWWmMMMMWMMMMMmMMMMWWMWWMMMMmHWMMMmmMMMWIWmMIWMMMMMUWIUMMHWMMWWMWWWmmiMIMWMWIMIWMIWWMMIIMIIIIIIIIIIMimilllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIIIW«HIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIWIIWIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII=

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.