Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.05.1967, Side 6

Frjáls þjóð - 12.05.1967, Side 6
HÆTTIR STÖRFUM Frá og meS 1. maí sl. hætti Alexander Gu'ðmunds son, framkvæmdastj., störf- um hjá blaðinu, en hann hef ur unniS mikið og óeigin- gjamt starf sem framkv.- stjóri þess sl. IV2 ár. Hefur samvinna milli hans og ann- arra starfsmanna blaðsins jafnan verið góð í hvívetna. Útgáfustjóm Hugins hf., ritstjóri og aðrir aðstandend ur blaðsins harma brottför hans úr starfi, sem m. a. er af heiisufarslegum ástæðum og því ekki vonlaust, a‘S hann, eftir hæfileganyhvíld- artíma, taki viS fram- kvæmdastjóm blaSsins á ný. Inntökupróf Framh. af bls. 3. ugt er þaS jafnrétti og sú aSstaSa, er þaS skapar nem- endum, er hyggja á nám í kennara- og menntaskóla og væri þess vegna réttlæt- Ferða- happdrætti Fjárhagur Frjálsrar þjóS- ar hefur jafnan veriS þröng- ur. Ætlunin var aS mæta sí- vaxandi útgáfukostnaSi síS ustu ára meS því aS hækka verS blaSsins um síSustu áramót, en viS þaS var hætt og horfiS í staSinn aS því ráSi aS Ieita enn til velunn- ara blaSsins um stuSning meS því aS efna til ferSa- happdrættis. Vinningar eru nánar aug Istir á öSrum staS í blaSinu. Er nú þessa dagana veriS aS senda út happdrættis- miSa til áskrifenda blaSsins og vonumst viS aS þeir bregSist vel viS og geri skil svo fljótt sem auSiS er. anlegt -aS marka kennslu þeirra fastákveSinn ramma í einn vetur. Gallar lands- prófs eru alkunnir og verSa ekki ræddir hér. Þess ber aS gæta, aS þegar nýjar menntaleiSir opnast gagn- fræSingum, hlýtur aukin sér haéfing aS koma til álita, ekki síSur en samræming. Þó ætti aS vera unnt aS taka upp landspróf í vissum grundvallaratriSum. Nú í vor var t. d. í fyrsta sinn landspróf í stíl á gagnfræSa prófi, og verSur þaS aS telj ast til bóta. Ljóst er af bréfi LýSs Björnssonar viS hvaSa vanda er aS etja fyrir V.í. En úr því aS kennurum skól ans virSast ljósir annmark- ar núverandi gagnfræSa- prófa og inntökupró'fa, hlýt ur sú spurning aS vakna, hvort ekki séu aSrar leiSir færar til aS velja þessa 25 nemendur í 3. bekk skólans. Hlýtur þá m. a. aS koma til álita aS kanna þekkingu og hæfileika umsækjendanna á undirbúningsnámskeiSi á vegum skólans. Ekki er aS sinni rúm til aS ræSa þessi mál frekar. Umræddri grein var ætlaS aS vekja athygli á vanda- máli, og hafi einhver móSg- ast vegna þeirra ábendinga, er þar komu fram, er óvíst aS viS höfundinn sé aS sak ast. Þróun fræSslumálanna kemur almenningi viS og á- vinningur aS málefnalegum umræSum um þau. HörSur Bergmann. Skuldaskil Framhald af bls. 4. margt og við því. Það sam- starf hefur brugðizt enn einu sinni. Þess geldur nú verkalýðshreyfingin öll, sjó menn, verkamenn og aðrir launþegar eru forystulaus- ir. Eftir kosningarnar í fyrravor voru okkur tvö mál í huga: 1) að ganga frá lögum samtakanna, 2) að setja saman víðtæka og ný- tízkulega stefnuskrá, sem veita skyldi almenningi inn sýn í hugmyndir okkar um það þjóðfélag, sem við ætl- uðum að vinna að. Þá hefð- um við eitthvað til að standa á. Hvorugt héfur verið gert. Sósíalistafélagið hefur pexað aftur og fram um félagsaðild þó jafnvel eftir að einstaklingsaðild hafði verið samþykkt á landsfundi Alþýðubanda- lagsfélaganna. — Það er gamla sagan, Sósíalistafé- lagið getur ekki hætt að tala um það, sem það hefur einu sinni hafið máls á. — Allir fundir samtakanna ein kennast af yfirgnæfandi meirihluta þessa litla en fé- lagsholla hóps, sem einhuga flykkist á fundi með Hugs- anir Brynjólfs upp á vas- ann og neitar að virða rétt annarra bandalagsmanna. Það er von mín, að Lög Al- þýðubandalagsins verði endanlega afgreidd með til- liti til einstaklingsaðildar á 1967 Vcrð kr. 50.00 Ferðahappdrætti Frjálsrar þjóðar Vlnningar: 1. FlugferS fyrir tvo til New York og heim aftur .... Kr. 24.274.00 2. Flugferð til Kaupmannahafnar og heim ........ — 8.620.00 3. Flugferð til London og heim........................... — 7.821.00 4. Ferð með Gullfossi (1. farr.) til Kaupm.h. og heim .. — 9.130.00 5. Hringferð um ísland með Ríkisskip .................... — 4.465.00 6. Vikudvöl í Skíðaskólanum í Kerlingfjöllum (í ágúst) — 4.300.00 7. Helgardvöl fyrir tvo á Búðum (ferðir með H.P innif.) — 3.870.00 Verðmæti vinninga alls Kr. 62.430.00 Dregið 6. júií 1967. Drætti verður ekki frestað. — Ötdregnir 6000 miðar. UPPLÝSINGAR: Ingólfsstræti 8 - Símar 19985 og 18350 framhaldsaðalfundi, annars getur bandalagið sungið sína eigin sálumessu að mínu viti. Stjórnmálasamtök, sem engin lög hafa, eiga ekki auðvelt með að semja stefnuskrá. Tveir menn hafa þó sýnt vilja til að koma henni saman samkv. nútímakröfum: Magnús Kjartansson og sá vondi sjálfur, Jón Baldvin Hanni- balsson. Höfðu þeir fengið kunnáttumenn á ýmsum sviðum til að semja stefnu- skrárdrög. Ekki þóttist Lúð vík Jósepsson þurfa á því að halda, svo að öllu var stung ið undir stól. Afrek okkar borgarfulltrúa og varaborg arfulltrúa eru því fólgin í smásmugulegu pexi við borgarstjórnaríhaldið, sem ekkert á skylt við pólitík, enda árangur nákvæmlega enginn. Um afstöðu mína til Jóns Baldvins Hannibalssonar er , þetta að segja: Fyrrgreind- ar ástæður fyrir brottför minni úr Alþýðubandalag- inu voru þyngri á vogarskál unum en áhugi minn á stjórnmálalegum frama Jóns Baldvins. Hann er enn þá kornungur maður og að mestu óskrifað blað í ís- lenzkum stjórnmálum. En með því að beita sanngirni og skynsemi hlýtur hverj- um manni að ofbjóða slík herferð rógs og níðs, sem hafin hefur verið að Jóni þessum Baldvini og gekk úr öllu hófi á margumræddum fundi s.l. mánudag. Veit ég þess engin dæmi. að ungur maður, sem ráðizt hefur til starfa í stjórnmálasamtök- um hafi setið undir jafnó- maklegum og viðurstyggi- legum áróðri og Jón Bald- vin. Herferð Jóhanns Haf- stein gegn Ólafi Ragnari Grímssyni (það er maður- inn, sem fann upp jákvæðu leiðina) er hreinasti bama- leikur á móti því, þó að svipaðar forsendur séu fyr- ir hvoru tveggja: nefnilega ótti við, að sannleikskorn kunni að leynast 1 málflutn ingi þeirra. Hafi Jóni Bald- vin gengið það eitt til að verða toppfígúra í Alþýðu- bandalaginu, hefur hann farið undarlega að og heimskulegar en ætlast mætti til af honum, enda aðrir hlotið skjótari frama með því að gera ekki neitt. Ég held, að Jón Baldvin gjaldi þess fremur en njóti að vera sonur föður sjns. Á fundinum s.l. mánudag hlotnaðist Jóni Baldvin ein um sá heiður að vera sál- greindur. Mér sýndist eftir því, sem leið á fundinn, að aðrir fundarmenn hefðu fremur þurft á analýsu að halda. MALA DOMESTICA, MAJORA SUNT LACRIM- IS, stundi Brynjólfur bisk- up forðum, heimilissorgir eru þyngri en tárum taki. Dr. JÓN DÚASON látinn Einn mesti fræði- og vís- indamacSur, er við íslending ar höfum átt, dr. Jón Dúa- son, lézt að VífilsstöSum sl. föstudag. Hér er þess ekki kostur að minnast þessa mæta manns sem skyldi, en víst er, að nafn hans mun geymast á síSum íslands- sögunnar enda þótt þaS á okkar dögum hafi ekki hlot- ið þá viðurkenningu, sem því bar. Jón varði ævi sinni til rannsókna á landafund- um og siglingum íslendinga í Vesturheimi og doktorsrit gerS hans, sem hann varcSi í Osló viS mjög erficSar aS- stæður, fjallaSi um réttar- stöSu Grænlands. Kollvarp acSi hann þar algerlega þeim fjarstæcSu og ósvífnu kenn- ingum, sem Danir höfSu sett fram til stucSnings yfir- ráðum sínum á Grænlandi. Hafa margir frægir erlendir lögvísindamenn lokiS lofs- yrSi á vísindastörf Jóns og kynnt kenningar hans er- Iendis. Rannsóknir hans munu og í framtícSínni hafa mjög hagnýta þýSingu . acS því er varSar fiskveiSar í norSurhöfum og er þaS álit manna, sem tíl þekkja um þau efni, aS fuTIyrSingar hans um þau e£ni hafl tím- inn sannaS raekflega. ÞaS var ætíS hofnSáhuga mál Jóns Dúasonar aS vimia íslandi gagn meS því aS sanna söguleg réttindi þess og afla þeim viSurkenning- ar. MeS ritum sínum heffrr hann upprætt mjög víSa misskilning og vankunnáttu um sögu íslendinga. Margir fræSimenn byggja rannsókn ir sínar á þeim grundvelli er hann lagSi og svo mun verSa enn frekar í framtíS- inni. Minning þessa mikla skörungs hlýtur aS lifa meS þjóSinni á meSan saga henn ar er skráS og þykir ein- hvers virSi. Haraldur Henrysson. 6 l Frjáls þjóS — föstudaginn 12. maí 1967

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.