Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 04.04.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 04.04.1968, Blaðsíða 2
0 FRÁ LIÐNUM DÖGUM Frá Jónatan Sigurðssyni Jónatan prestur Sigurðsson að StaíS í Hrútafirði var son- ur Sigurðar silfursmiðs á Ljósavatni og Maríu Sörens- dóttur. Systkini Jónatans prests voru síra Bóas í Gríms- ey, Rut og Júdit. Öll voru þau gervileg, vitur og skáldmælt, en æSi níðská, þótt Bóas færi hægast með. Þeim bræcSrum var komiS í Hólaskóla seint á dögum Gísla biskups Magnús sonar, og var sagt, að engir hefðu veriS þeim fremri aS námi og vitsmunum, og var Jónatan nokkrum vetrum yngri. Jónatan er svo lýst, að hann var með hærri mönnum, grannvaxinn, sléttur á kinn og heldur toginleitur, snareygur og augun fögur, en jafnan nokkuS hviklegur svipurinn. Hfenn var mjög fljótlegur í bragði, fimur og leikinn, og mátti kalla hann að öllu vel & sig kominn, manna fóthvat- astur, skáld liðugt, orti stund- um svo hratt, sem aðrir töl- uSu í lausu máli, skrifari á- gætur og smiSur með afburS- um; voru gleraugnahús ein orðlögS, er hann smíSaði handa Oddi notaríusi á Þing- eyrum. þurfti kunnáttu til að Ijúka þeim upp. Voru gylltir bókstafir, S O, á þeim, gjörfir af hinni mestu snilld. Hann hafði og grafiS fálka tvo með miklum hagleik á innsigli, er ísleifur etazráð átti. í æsku þótti Jónatan mjög ófyrirleitinn. Hann útskrifað- ist úr Hólaskóla 1784, varð svo skrifari hjá Magnúsi sýslumanni Gíslasyni. Gat hann barn meS stúlku einni, er ÞuríSur hét. Var barnið nefnt Elín og fór iiúh^ntarf meS Vilhjálmi Krog sýslu- manni Húnvetninga, og er mælt að hún giftisf erlendis. Jónatan fékk uppreisn og leyfi til aS kvongast ÞuríSi, en hún andaðist áður en hann fengi hennar. En svo unni hann henni dátt, að þaS er til dæmis tekið, að þá er þau hjöluðu saman eitt kvöld, brann Ijós á skrifborði, og er þau gættu aS, var gat brunn- ið á borSiS. Átti hann það síSan alla ævi og vildi aldrei gera við. Kallaði hann galla þann á borSinu verða skyldi til minningar þess, að hann unni Þuríði af öllum hug. Eftir það varð Jónatan verælunarmáSur í Spákonu- fellshöfða. Átti þar þá verzl- un Sören Stiesen kaupmaSur, og var Hannibal nokkur Bolt settur fyrir hana. StundaSi hann mjög bókvísi, en miður gagn húsbónda síns. Kom þá svo, aS Stiesen setti hann frá, og skipaSi Jónatan fyrir verzl unina. Jónatan var um hríð fyrir verzluninni, og tók að rita sig Sivertsen að hætti Dana, er þá var mjög tekiS að tíðkast. Það var eitt sinn, að Jóna- tan var staddur í brúSkaupi á Þingeyrum. Þar var og Páll Bjarnason, síðar prestur aS undirfelli, og Jón Oddsson Þingeyradjákn. Þar var og Gísli -stúdent Magnússon sýslumanns Gíslasonar bisk- ups, síSar prestur að Tjörn á Vatnsnesi. Átti hann tönn hag legk gjörva, silfurbúna. SagSi hann viS þá, að þeir skyldu kveða um tönnina, er þeir allir væru skáld. Jónatan kvað þá fyrstur: Þinn viS munn ég mynnist greitt mitt í nunnusafni, þér ég unni af þeli heitt, þú ert sunnujafni. Þá kvað Jón: Sú ber Ijóma geddu geims, gleður fróma drengi, fríar dróma angurs eims, eg það róma lengi. Þá kvað Páll: Ó, hvaS þú ert yndislig, orma- búin -dýnu, líkt og frúin faSmi mig fati rúin sínu. Þykir sú vísan bezt kveðin. Eftir þetta reið Jónatan í bónorSsför norSur til Skaga- fjarðar aS biðja Ingigerðar dóttur Halldórs Hjálmarsson- ar, fyrrum héyrara aS Hól- um; Halldór bjó þá í Hofs- staðaseli. Dvaldi Jónatan þar viku, áður en hann bar upp bónorðið, en synjaS var hon- um þess ráSahags. Þótti hann fátækur og staðfestulítill í háttum, en mærin vildi taka honum, að því er kunnugir menn sögSu. Nú reiS Jðnatan vestur í allþungu skapi, og sagt var, að hann léti sér þau orð um munn fara, aS eigi kæmi sér það á óvart, aS Ingi gerður yrði svo gefin, aS lítið yndi hefði hún af, og þótti þaS rætast. Hún var síðan gefin Gísla presti Jónssyni Teitssonar á IJólum. Var hann auðmaSur nokkur. En er Tónatan reiS vestur Vatns- skarð, tók han ærsl mikil, svo aS þá er hann kom að AuS- ólfsstöðum í Langadal, til Bjöms bónda Guðmundsson- ar kunningja síns, laust hann hann kinnhest og lét sem ær- legast. UrSu þaðan fjórir menn að flytja hann út í Höfðakaupstað. Var mælt, aS ærsl þau kæmu á hann sök- um þess, aS honum var synj- að gjaforSsins, en hann var bráðsinna og vanstilltur, er honum var á móti gert, en aS því skapi var hann ástúðlegur viS vini slna. Eigi leið á löngu, að ærsl þessi rættust af honum. Nokkru eftir þetta fékk Jónatan Margrétar, laundótt- ur Jóns Árnasonar í Bólstað- arhlíS, hálfsystur Björns prests þar. Jánatan lét nú af verzlun, og bió hann eigi all- skamman tíma að HöfSahól- um. Áttu þau Margrét dóttur eina, er Þuríður hét, eftir unn ustu þeirri, er hann hafði misst. ÞaS var eitt vor, allhart, er Jónatan var meS öllu bjargar laus,-að hann skauis, selj er.iá voru 20 fjórðungr spiks. SagSi hann og sjálfur, að jafn an er hann ætti þrengst í búi, sendi guð honum óvænta hjálp til bjargar. Þótti þaS sannmæli. Stundum drakk Jónatan, þótt eigi væri það jafnaðarlega svo, aS orS væri á gerandi. Vildi þá svo til eitt sinn, er hann var við öl, að hann skaðaSist á kjötkrók. Rak hann sig á hann og reif upp úr hægra augnalokinu og þaS af. Hafði hann jafnan leðurreim sútaða um höfuSið og spennta saman á hnakkan- um. Hékk þar úr silkiræma fyrir augaS. Bagaði þaS ekki svo mjög sjón, en eigi þoldi hann frá aS taka, svo augað væri hlífðarlaust. Jónatan sótti um. Stað í HrútafirSi, og kom það mörg um óvart, er hann hafði tvo um fertugt; var honum veitt brauSið. Fór hann suSur og tók vígslu af Geir biskupi Vídalín árið 1806. Flutti hann síðan til StaSar. Jónatan þótti góður klerkur, því hvorki skorti hann viturleik né mælsku. Var hann þá all- snauSur, en þá varð honum sem fyrr aS trú sinni, og bar hval á Staðarícirkjureka, þeg- ar hið fyrsta árið, er hann hélt StaS. Varð honum þ,iS hið bezta búsílag. Þegar Jónatan nreshir kom tvl StaS- ar, bjó Sigurður hreppstjóri SigurSsson að Melum með Katrínu konu sirfni Þorvalds- dóttur. Voru synir þeirra Ól- afur, Þorvaldur og Matthías. Kom Sigurður Ólafí að StaS um veturinn tíl prests, og nam hann þar af honum rit- hönd, talnafræði og nokkuð í dönsku. Kallaði hann pilt- inn litla Sívertsen nafna sinn og baS hann halda því nafni sér til eftirlætis og minnast sín með þeim hætti. KvaS hann Ólaf gæfumann verða mundi og þótti þaS rætast. Hafði hann að Oddi notariusi látnum tekið aftur viS fyrr- greindum gleraugnahúsum, og ánafnaSi Ólafi þau, en aldrei fékk hann þau, og mun prestur meS einhverjum hætti hafa glatað þeim í æði sínu síðar. í júlímánuði 1808 reiS Jónatan prestur út í HöfSa- kaupstað og þaðan til Þing- eyra. Átti hann þar í þjarki nokkru. ReiS hann þaðan til Víðidals og MiSfjarðar. Tók hann ærsl mikil á þeirri leiS, svo aS margir menn fylgdu honum vestur Hrútafjarðar- háls. Riðu þeir við báSar hliðar og höfSu taugar á hon um. En er svo hafði farið um stund, bað hann þá eigi svo gera, og er því var hætt, var aS sjá að hann væri meS fullu ' ráða vestur nS StaS. En er hann var heim komin, heimt- aði hann kirkjulykilinn og fór í kirkju. Þar ærSist hann að nýju, vildi brjóta bæði prédik unarstól og altari, kallaSi það handaskömm, er þyrfti upp aftur að smíða. Var það þá aS ráSum konu hans aS hann var voSum vafinn. BaS hann þá fyrir guðs sakir að gera það eigi, sagSi það gilda líf sítt, en bað fylgja sér yfir að Melum til Sigurðar hrepp- stjóra og Ólafs sonar hans. En er þaS fékkst eigi, brauzt hann um í voðunum og vildi losa sig ,en fékk eigi orkaS. Hafði honum, slíkvím fjör- manni aS eSli, veriS þetta of raun mikil og tók af honum áð draga, en þó virtist ræna hans óskert. Tilnefndi hann nýjatestamenti á grísku og rit nokkurt annað, er hann bað Magnús hreppstjóra HrútfirS inga, er yfir honum sat, að fá litla Sívertsen, en aldrei fékk Ólafur þær bækur. Dró svo meir og meir af presti, og andaSist hann. Hafði hann oft beðið þess, að hann væri jarSaður hjá einhverjum ráS- vöndum manni, er minnst hefSi veriS virtur af heimin- um, og var honum valinn leg- staður vestan fram í Staðar- kirkjugarði, hjá vesælli konu einni, er þó hafSi jafnan vandað ráð sitt. Andlát Jónatans bar aS hinn 29. júlí, og var hann eigi nema 44 ára er hann lézt. Þótt ljóð Jóna,tans prests þættu stundum klúr og níð- fengin, kvað hann og marga fagra vísu, og er honum eign- uS þessi: Tímann líður óSum á, æSsta ráSi bundinn, dauðinn bíður dyrum hjá, dýr er náðarstundin. ÞEIR GÖMLU KVEÐA ORT YFIR KJÖTFATI Löngum á ég þátt í því að þykja góður bitinn, kjöti getinn er ég í, út af kjöti slitinn, kjötlaus fell þó frá; þegar ég rís aftur upp ei mun kjöt að fá, geymið þér mér heitan kupp, hólpinn er ég þá. Jón Þorláksson. HEIMSLYSTARVÍSA Þrír eru hlutir, það ég veit, sem þýða gleðja rekka: Konan feit og kakan heit og kaldar áir að drekka. HÁKARLINN Allar gjafir eru frá æðstum himna drottni, en hákarlinn, sem Hólmsmenn fá. hann er neðan frá botni. 2 Friáls bióð — Fimmtudasíur 4. anríí 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.