Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 6
3. þing Málm- og skipasmíðasambands islands: Ályktun um atvinnu- og kjaramál Frá því atS 2. þing MSl var haldiS í október 1966 hefur atvinna í málm- og skipasmíði dregizt verulega saman. Hefur atvinna í þess um iðngreinum verið alls ó- fullnægjandi sl. tvö ár og atvinnuástandið ekki jafn slæmt í áratugi. Nú munu liggja fyrir opinber gögn er staðfesta, að atvinna hefur dregizt saman um 20% í málm- og skipasmíði. Meginorsök þessa ástands er stóraukinn innflutningur á hvers konar vélum, tækj- um, verksmiðjum og verk- smiSjuhlutum, sem hægt er að smíða og var áður smíð- að innanlands. Jafnframt hafa viðgerðir og viðhald íslenzkra skipa verið fram- kvæmdar erlendis í ríkara mæli en áður var. íslenzkar stálskipasmíða- stöðvar hefur skort verkefni á sama tíma og keypt hafa verið fiskiskip erlendis frá í stórum stíl. Fleiri atriði koma hér til, með tilliti til samkeppninnar við erlenda framleiðslif s. S. rekstrar- fjárskortur, háir vextir og hráefnistollar. Orsakir þessar eru þess eðlis, að stjórnvöld geta með aðgerðum sínum haft úrslitaáhrif á þróun atvinnu ástands í málm- og skipa- smíðaiðnaði. Fullnægjandi atvinna til tekjuöflunar er frumþörf hvers vinufærs manns. Frum skylda stjórnarvalda er að tryggja fulla atvinnu öllum þjóðfélagsþegnum. Viljayf- irlýsingar án athafna eru gagnslausar - aðeins raun- hæfar og markvissar aðgerð ir geta bætt úr atvinnu- ástandinu. I. 3. þing MSÍ ályktar því eftirfarandi: 1. Stöðvaður verði inn- flutningur iðnaðarfram- leiðslu, sem hægt er að fram leiða innanlands. Sérstak- lega verði settar skorður við innflutningi á framleiðslu, sem íslenzk iðnfyrirtæki hafa áður framleitt og smíð ar. Þessi innflutningur hef- ur leitt til fækkunar starfs- manna hjá fjölmörgum fyrir tækjum. 2. Viðgerðir og viðhald íslenzkra skipa svo og véla og tækja verði framkvæmt innanlands, hamli því ekki sérstakar ástæður. 3. Tryggja þarf að skipa- smíðar verði hér öruggur at vinnuvegur, með því að smíða þau skip er lands- menn þarfnast í íslenzkum skipasmíðastöðvum. Gera þarf ákveðna áætlun um endurnýjunar- og viðbótar- þörf skipastólsins og smíða staðlaðar stærðir skipa. 4. Lánafyrirgreiðsla til reksturs málmiðnaðar- og skipasmíðafyrirtækja verði komið í það horf, að tryggt sé að launþegar í atvinnu- greinum búi við fullkomið öryggi í launagreiðslum. 5. Samkeppnisaðstaða málmiðnaðar- og skipa- smíðafyrirtækja við erlenda framleiðslu verði bætt veru lega m. a. með því að koma upp lánakerfi, er tryggi að innlend iðnfyrirtæki geti boðið kaupendum fram- leiðslu sinnar sömu lánakjör og innlendir aðilar þjóða. 6. Stærsti hluti launþega í landinu hefur atvinnu við iðnaðarstörf. Efling íslenzks iðnaðar er því áhrifamesta leiðin til atvinnöryggis. Stjórnvöld er vilja bæta nú- verandi atvinnuástand gera það bezt með því að tryggja íslenzkum iðnaði næg verk- efni. Á þennan hátt vinnst þrennt: 1) betri nýting fram- leiðslutækja og fjárfesting- ar, 2) gjaldeyrissparnaður og 3) aukin atvinna. II. 3. þing Málm- og skipa- smíðasambands íslands á- lyktar eftirfarandi: Heildartekjur málm- og skipasmiða hafa skerzt stór lega að undanförnu vegna minnkandi vinnu í iðngrein- unum. Við þetta bætist að engar grunnkaupshækkanir hafa átt sér stað nú í þrjú ár, og í d^ag búa málm- og skipasmiðir við skerta kaup gjaldsvísitölu og fá þannig ekki bætt í kaupi nema hluta verðlagshækkana í hraðvaxandi dýrtíð. I því sambandi vill þingið sér- staklega minna á 20% gjaldeyrisskattinn, sem stór hækkar verðlag allra er- lendra vara og mikla hækk- un landbúnaðarvara. Því verður að krefjast þess að fyrirhugaðar efna- hagsaðgerðir stjórnarvalda skerði ekki kjör þessa launa hóps frekar en orðið er né annarra launþega er líkt er ástatt um, þar sem slíkt myndi m. a. leiða til enn meiri samdráttar atvinnu og viðskipta í þjóðfélaginu. Þvert á móti hlýtur það að vera krafa samtakanna nú sem fyrr, að launþegar geti lifað mannsæmandi lííi af dagvinnu einni saman. Korninnflutningur Framh. at 6. síðu. Kanada, sem er stærsta korn- og hveitiútflytjandi í heimi. Ef íslenzka þjóðin ætlar sér að verða fullkomlega sjálfstæð þá verður hún að stefna að efnahagslegu sjálfstæði, því án þess verðar hið stjórnmála lega sjálfstæði valt. Á þessu sviði ' er skipan elcki aðeins útflutningsverzlun ar mikilsvert atriði, heldur líka innflutningsverzlunarinn- ar. Á sviði kornvöruinnflutn- ingsins höfum við sem þjóð, allt til þessa dags, hagað okk- ur líkt og fátækur smábóndi sem gengi á milli smásala í höfuðborginni og keypti til búsins lítið eitt hjá hverjum. • Framtíðarskipan á korn- vöruinnflutningi. Þar sem heildarinnnflutn- ingur á kornvöru til landsins er ekkert hégómamál, lieldur stórfellt hagsmunamál allra fs- lendinga, þá er kominn tími til að þessi mál séu tekin til gagngerðrar endurskoðunar og síðan hafist handa um að koma þeim í betri og varan legri grundvöll fyrir framtíð- ina. Alla kornvöru, hverju nafni sem hún nefnist er bezt og hagkvæmast að kaupa beint frá viðkomandi framleiðslu- landi í sem stærstum eining- um. Kornið eigum við svo að flytja hingað laust í heilum skipsförmum og dæla því upp í geyma sem leggja þarf niður við hafnirnar, t. d. hér í höf- uðstaðnum og á Akureyri, svo staðir séu nefndir. Síðan þarf að byggja kornmyllur í beinu framhaldi af geymunum, og þá væri hwr\ið að vörudreif- ingunni inÉianlands. Þetta er það fyrirkomulag, sem allar sjálfstæðar þjóðir nota, aðrar en við íslendingar í sínum kornvöruinnflutningi og sem við þurfum og verðum einnig að taka upp hér. Núverandi fyrirkomulag er óhafandi sakir óþarfa dýr- leika auk annarra galla. J.E.K. Fiskeldi Framh. af bls. 2. stangarveiðimönnum víðs'- vega um landið og á fund- um í margs konar félögum og félagasamböndum, í blöðum, tímaritum, í út- varpi og sjónvarpi og síðast en ekki sízt hefur kynning og kerinsla farið fram á Bændaskólanum á Hvann- eyri nú í áratug, enda er nú fiskrækt á kennsluskrá framhaldsdeildarinnar þar. Hefur Guðmundur Jónsson skólastjóri, verið mjög um- hugað um fræðslu í skóla sínum um þessi mál. Illutverk Laxeldisstöðvar- innar. Laxeldisstöðin í Kolla- firði hefur haft tilætluð á- hrif á uppbyggingu fiskeld- ismála og-fiskræktar í land- inu og mun hafa það í vax- andi mæli í framtíðinni. Hafa margir sótt þangað fróðleik og margs konar fy^irgreiðslu. Þróun í eldis- málum undanfarin ár hef- ur sýnt, að rétt stefna var tekin, þegar ríkisstjórnin á- kvað að láta reisa eigin til- raunaeldisstöð til eflingar fiskeldis og fiskræktar í landi, enda er nauðsynlegt að leita hæfra leiða í fisk- eldi á kerfisbundinn hátt, þegar það er tekið upp í nýju landi. Jónas reiknar Framh. af 1. síðu sícSan réttilega, aS á meðan beðið sé eftir niðurstöðum stöSvist frystihúsin eitt af öSru og atvinnuleysið ha'di innreio sína í viSkomandi byggðarlög. Og blaSiS klykkir út meS þess- um orðum: „Æskilegt væri, aS sjávar- útvegsmálaráðherra, sem þessi mál heyra undir, upplýsi, hvers megi vænta í þessum efnum. ÞjóSin hefur sízt af öllu efni á því, aS sá þáttur útflutnings- framleiSslunnar, sem mestan grundvöll skapar, stöðvist hrein lega og gefist upp.“ Undir þessa kröfu Morgun- blaðsins á hendur sjávarútvegs málaráðherra taka þúsundir manna um land allt. En það er ekki Eggert G. Þorsteinsson einn, sem á eftir að gera hreint fyrir sínum dyrum. Ríkisstjórn- in í heild hefur sýnt dæmafátt tómleéti og slóðaskap að því er tekur til alls þess efnahags- vanda, sem hrannazt hefur upp síSustu missirin. Einstakt aðgerSarleysi í málum atvinnu veganna hefur veriS afsakaS með því að beSiS sé eftir skýrslum og álitsgerðum frá stofnunum og nefndum. Á meðan vex fjárhagsvandinn meS ógnarhraSa, hjól atvinnu lífsins stöSvast eitt af öðru og geigvænlegt atvinnuleysi blas- ir viS. En ráSherrarnir láta fara vel um sig í stólunum og bíða rólegir eftir því aS Jónas Haralz reikni út hve gjaldþrot viðreisnarinnar er stórfellt. Síð an á aS leita úrræða til aS velta því yfir á almenning í landinu. Sérkennileg sýning Framhald af bls. 8. mönnum í Lyngási og Skála- túni. Hún þjónar þeim tilgangi vel. Flestjr munirnir sýna á- gætt handbragS, margir eru gerSir af verulegum smekk, sumir frábærum. Sýningin er auk þess prýðilega sett upp, hæfilega fyrirferðarlítil og hvergi ofhlaSin. Tilgangurinn er rækilega undirstrikaSur meS því, aS aðgangur er ókeypis á- samt sýningarskrá og bæklingi um vangefin börn, þýddan af Kristni Björnssyni sálfræSingi. Ættu sem flestir, sem tækifæri hafa til, aS sjá þessa ágætu sýningu. Um það bil þrjátíu börn af hverju þúsundi munu fæSast svo lítiS gefin, a<S þau hafi ekki not af kennslu í skólum með venjulegum börnum. Þar af hafa um 23 nægilega greind til að geta lært aS lesa og skrifa. Af þessu er Ijóst, aS fjöldi vangefinna barna er tals vert mikill hverju sinni. Hins vegar er fyrirhöfn þjóSfélags- ins við áS veita þessu fólki FULLTRÚASTARF Staða löglærðs fulltrúa við bæjarfógetaembættið í Kópavogi er laus til umsóknar. v Umsóknarfrestur til 11. nóvember 1968. Bæjarfógetinn. Auglýsiö í Frjálsri þjóð 6 Frjáls þjóð — Fimmtudagur 31. október 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.