Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 31.10.1968, Blaðsíða 1
JÁTNING MORGUNBLAÐSINS: Jónas reiknar, ráðherrarnir bíða, f ramleiðslan stöðvast Flestum er nú aS verSa ljóst aS hin svokallaSa „frelsis- stefna" núverandi ríkisstjórnar hefur leitt til mikils ófarnaSar og er ein meginorsök þeirrar stórfelldu efnahagskreppu sem fer vaxandi með hverjum mán uSi. Hömlulaus innflutningur, skipulagslaus fjárfesting og tak markalítil eyðsla á flestum sviS um, meS tilheyrandi verS- bólgu og spennu í efnahagslífi, hefur leitt af sér gífurlega skuldasöfnun erlendis og öng- þveiti hjá innlendum atvinnu- vegum. Enda þótt rikisstjórnin og stuðningslið hennar sé enn ófáanlegt til aS viSurkenna gjaldþrot þessarar óhappa- stefnu í heild, hafa stjórnarliS- ar ekki komizt hjá aS játa ó- farirnar af völdum skipulags- leysisins á tilteknum ísviSum. Þess eru dæmi, að gefnar hafa veriS út hátíSlegar yfirlýsingar um bætta skipan tiltekinna þátta fjárfestingarmála. En efndir slíkra fyrirheita hafa lát ið á sér standa. Þau fáu ár sem síldarafli var mikill, átti sér staS gífurleg fjárfesting í sambandi viS hann, reistur fjöldi síldarverk- smiðja og síldarskip smíðuS fyrir hundruS milljóna króna. Allt var þetta reist á þeim veika grunni aS hægt yrSi aS moka upp gífurlegu magni af síld og bræða hana í verksmiSj um. Ekkert var skeytt um aS- varanir þeirra manna, sem töldu nauðsynlegt aS auka afla verSmætiS með því að vinna úr síldinni sem dýrmætasta vöru. AfleiSingin er sú, aS nú Stöndum viS uppi meS óarS- bærar verksmiðjur og önnur framleiSslutæki, sem kostaS hafa óhemju fé. Eins konar minnismerki um þetla ráðslag allt er tugmilljóna síldarverk- smiðja Friðriks Jörgensens og félaaa hans á SeySisfirSi, sem par stendur fuilbúin fyrir löngu. ÞangaS hefur engjn síldar- branda komiS. MeSan síldarævintýriS stóS sem hæst átti hraðfrystiiSnaS- ur landsmanna í vök að verj- ast. Þar var þó um að ræða til- tölulega örugga atvinnugrein og ákaflega mikilvæga fyrir þjóSarbúiS, bæSi hvaS snerti atvinnu og gjaldeyrisöflun. Skipaflotinn, sem átti aS sjá fiskvinnslustöSvunum fyrir hrá efni, fór stöSugt minnkandi. Togurum stórfækkaSi, stóru vélbátarnir tóku nær allir aS elta síldina og hinir smærri gengu úr sér án þess að telj- andi endurnýjun ætti sér stað. En jafnhliða þessu var haldið áfram aS- fjölga fískvinnslu- stöSvum og auka afköst þeirra sem fyrir voru. Endurbætur á hraSfrystihúsum og öSrum fisk verkunarstöðvum áttu fullan rétt á sér. En sú fjárfesting gat ekki veriS handahófskennd og skipulagslaus án þess þjóSar- búiS biSi tjón af. En sú varð raunin I einni verstöð á fætur ánnarri gerðist sama sagan: Fiskverkunarstöð fékk verulegt fjármagn til endurnýjunar og framleiSsluaukningar Á sama tíma er reist önnur fiskverkun- arstöS viS hliS þeirrar sem fyrir var og hafSi nýlokiS dýr- um endurbótum. BáSar hafa stöðvarnar fengiS fjárfestingar- fé aS láni úr opinberum sjóð- um. I stað þess að hráefnisöfl- un gömlu stöSvarinnar þurfti aS aukast, ættu endurbæturnar aS skila tilætluSum árangri, fer hún hraSminnkandi, og nýja stöSin tekur til vinnslu hluta þess minnkandi afla, sem á land kemur í verstöSinni. Af- leiSingin verður sú, að báSar fiskverkunarstöðvarnar, hin gamla og hin nýja, skortir all- an rekstrargrundvöll. Þjóðfé- lagiS situr uppi meS fjárfest- ingu, sem kemur aS engum not um. Reksturinn stöSvast, íbúar sjávarþorpsinssjá fram á geig- vænlegt atvinnuleysi. 1 fyrra var loks svo komiS, aS jafnvel ríkisstjórnin og efna hagsráSunautar hennar virtust hafa gert sér Ijóst, að á þessu sviði var umbóta þörf. MeS lög gjöf, sem ríkisstjórnin beitti sér fyrir, var ákveðið aS fram skyldi fara rannsókn á rekstr- araSstæSum og fjárhagslegri uppbyggingu frystiiSnaSarins. Jónas Haralz — reiknimeistari víÖreisnarmnar. Á grundvelli þeirrar rannsókn- ar átti síSan aS gera tillögur Um aukna hagkvæmni og bætt an rekstrargrundvöll þessa mik ilvæga þáttar útflutningsfram- leiðslunnar. Þegar þetta er ritaS liggur ekkert £yrir um rannsókn þessa né árangur hennar. Stöðugt hefur sigio á ógæfuhlið hjá hraðfrystiiðnaöinum og fjöldi fiskvinnslustöova hefur beinlín is gefizt upp. Þrátt fyrir ítrek aöar fyrirspurnír hefur sjávar- útvegsmálaráSherra þagaS þunnu hljóði og ekki sagt aukat eki o' orð um framkvæmd fyrrgreindra Iagafyrirmæla. Svo undarlega hljótt hefur verið um þetta mál, aS jafnvel MorgunblaSiS, aðalmálgagn ríkisstjórnarinnar, gat ekki lengur orSa bundizt. Fyrir skömmu minnti þaS á lögin frá síSasta Alþingi um skipu- lagsmál hraSfrystiiðnaðarins. MorgunblaSiS segist vita að nefndir hafi starfað viS athug- un þessara mála. BlaSiS segir Framhald a Dis 6 MEÐAL Leiðari fjallar ura ÆSKULÝÐSMÁL Vanræktir fiskistofnar: GRÁLÚÐAN SAMVINNAN OG ÁFENGISMÁLIN ÚRTÖKULIST ATVINNUMÁL B a k s í ð a : STORMASAMT ÞING EFNIS „Hagræðing" í Súgandafirði \ Á Suðureyri viS Súganda- fjörS hafa löngum veriS dug- legir sjómenn og útgerS all- blómleg. Árum saman var verS mæti aflans sem Súgfirðingar drógu á land eitthvað hiS mesta á Vestfjörðum miSaS viS íbúatölu. Nú rfkir þar al- gert öngþveiti, og þeir fáu bát- ar sem róa verða aS leggja afl- ann upp í öSrum byggSarlög um. Tvö fryslihús eru á staSn- um, en bæSi hafa verið lokuS um langan tíma. Þarna átti að koma viS nútíma „hagræS- ingu'' og sameina rekstur frysti húsanna. Svo báglega hefur tekizt til, að reksturinn er al- veg stöSvaSur og frystihúsa- samsteypan skuldar sjómönn- um og verkafólki háar fjár- hæðir. Forstjórarnir, sem eru tveir, sitja suSur í Reykjavík og tala viS ráSherra, banka- stjóra og þingmenn, en verSur lítið ágengt. En á sama tíma er röskur og bjartsýnn maSur að hefja bygg ingu þriSja fiskiSjuversins á staðnum! I býsna fróSlegum viStölum sem eitt dagblaðanna átti ný- lega viS þrjá SúgfirSinga kem- ur margt athyglisvert fram um „hagræSinguna" á Súganda- fÍrSi. Eyjólfur Bjarnason, formað- ur verkalýðsfélagsins á SuSur- eyri, segir: „MiSaS við þau kynni sem ég hef haft af þessari hagræS- ingu, get ég ekki sagt aS hún sé beint góð. Okkur þorpsbú- um finnst aS í beinu framhaldi af henni hafi skapast þetta ó- fremdarástand sem nú ríkir hér . . Má eiginlega segja, aS búiS sé aS ganga á milli bols og höfuðs á því gamla frysti- húsi, sem var hér, og gera þaS að nokkurs konar geymsluhúsi. Þetta þykir okkur mjög miður fariS, því aS þetta var mikiS og gott hús og í alla staSi betra en það sem reis upp seinna." Kristján B. Magnússon skip- stjóri segir: „MeS „hagraeSirigu" verS ég aS segja eins og er, að mér leizt aldrei á hvernig byrjaS var á henni — mér fannst vera byrjað á öfugum enda. Þau húsakynni, sem voru að allra dómi talin betri, voru aSeins nýtt undir rusl! Og fariS var meS vélarnar út í skúra sem ekki eru af neinum manni tald ir hæfir til aS hýsa stóran véla kost." / Og nú eru bæði trystíhúsin lokuS, bátar stöSvaSir, fðlk atvinnulaus—- en tveir forstjór- ar sitja suður í Reykjavik á biSstofum ráSherra og banka stjóra.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.