Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.12.1968, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 12.12.1968, Blaðsíða 2
JÖN HELGASON VÉR ÍSLANDS • • BORN JÓN HELGASON hefur nú á nýjan leik tek- ið upp þráðinn, þar sem fyrr var frá horfiS, er lauk útgáfu á ritinu Islenzkt mannlít fyrir sex árum. Birtist hér fyrsta bindi nýs rit- verks, sem höfundur hefur gefið nafnið Vér íslands börn og flytur efni af sama toga og íslenzkt mannlíf: listrænar frásagnir af ísienzkum örlögum og eftirminnilegum at- burðum, sem reistar eru á traustum, sögu- legum grunni og ítarlegri könnun margvís- Ipgra heimilda. Jón Helgason sameinar á fágætan hátt listræn tök á viðfangsefni sínu og vísindaleg vinnubrögð í öflun og með- ferð heimilda. Hann „fer listamannshöndum um efhi sitt, byggir eins og listamaður af þeim efnivið, sem hann dregur saman sem vísindamaður," eins og dr. Krístján Eldjárn komst að orði í ritdómi um íslenzkt mannlíf. IÐUNN Skeggjagötu 1 Sjímar 12923, 19156 220 milljónir vegna Karaknlfjárins Sauðfjársjúkdómar hafa verið okkur kostnaðarsam- ir á síðustu áratugum. Ekki síst hefur mæðiveikin ver- ið landsmönnum þung í skauti, í efnalegu tilliti fyr ir bændurna og í fjárhags- legu fyrir þjóðina í heild. Á árunum 1937 til 1968 hef ur ríkissjóður greitt um 220 milljónir kr. vegna sjúkdóma í fé. Tæplega helmingur þessarar fjár- hæðar eru beinar greiðsl- ur til fjáreigenda vegna fjárskipta og tjóns af sjúk- dómum. Eins og fyrr segir, hafa bændur orðið fyrir þungum búsifjum, einkum á fyrri hluta þessa tíma- bxis. @ Dýr mistök Það var árið 1933 sem að Karakúlféð var flutt til landsins, en kindurnar komu frá Þýzkalandi. Ætl- un manna með innflutningi fjárins var að framleiða verðmæt lambskinn m'éð einblöndu innfluttu kind- anna og við íslenzkt fé. — Karakúlféð var haft í ein- angrun um tíma í eyjunni Þerney á Kollafirði, en síð- ar sent áfram til aðila í hvorki meira né minna en í 9 sýslum landsins, enda töldu menn víst, að um sjúkdómshættu væri ekki að ræða, enda hafði dýra- ræktunarstofnun háskólans í Halle í Þýzkalandi, þaðan sem féð kom, ábyrgst að kindurnar væru hraustar og heilbrigðar. En þetta fór öðru vísi en ætlað var, alv arlegir og afdrifaríkir hlut- ir gerðust. Féð bar með sér þrjár tegundir suðfjársjúk dóma, mæðiveiki, þurra- mæði og garnaveiki. Skæð- ust reyndist mæðiveikin. Hún kom fyrst upp í Borg- arfirði, en þurramæcSin í S-Þingeyjarsýslu og garna- veikin hóf feril sinn í Skaga firði, á Austurlandi og í Árnessýslu. • 2 þús. km. girðingar Og baráttan við sjúkdóm- ana hófst á vegum hins op- inbera fljótlega eftir að þeir fóru að láta að sér kveða og valda verulegu tjóni. — Mæðiveikivarnir tóku til starfa 1937, en stofnun þessari var síðar breytt í Sauðfjárveikivarn- ir. Fyrst var hafizt handa um að girða af ósýkt svæði og verja þau þar með gegn sýkingarhættu. Lengd þess ara girðinga á vegum Sauð- fjárveikivarnanna mun nema 2 þúsund kílómetr- um. Eftirlitsmenn með girð- ingunum hafa verið mjög margir, flestir samtals um 80 talsins, en nú eru 20— 30 varðmenn, sem gæta girðinganna á sumrin. Miklar rannsóknir og til- raunir hafa verið fram- kvæmdar á þessu tímabili hjá Tilraunastöðinni á Keldum og hefur unnizt merkur árangur í barátt- unni gegn sjúkdómunum. Er þar átt við bóluefni við garnaveiki í sauðfé, sem dr. Björn heitinn Sigurðs- son, læknir fann upp. Bólu- efni þetta kemur nær alveg í veg fyrir tjón af veikinni. • Á varðbergi. Nú er talið, að tekizt hafi í meginatriðum að ráða niðurlögum sauðfjár- sjúkdómanna, sem Karakúl féð bar með sér hingað til lands fyrir 35 árum. Eigi að síður hefur ekki þótt vog- andi að leggja niður girð- ingarnar, heldur halda •> Friáls þjóð — Fimmtudagur 12. desember 1968

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.