Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 2

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 2
2_____________________________________________ f ÞJÓDVAKI rödd fólksins 1. árgangur • 3.tölublaö • 13. mars 1995. Ritstj. og ábm. Olína ÞorvarSardóttir • Sími ritstjórnar 552 8100 Fax 562 7060 • Utgáfustj.: Marías Sveinsson Undirbúningsvinnsla: K-Prent hf. • Prentað í ísafoldarprentsmiðju í 20 þúsund eintökum. Hugtakið „trúnaður" er nýtt í stjórnmálaumræðu á Islandi. Þetta yfirlætislausa hugtak - sem felur í sér orðheldni, heiðarleika og traust - hefur raunar átt mjög undir högg að sækja í opinberri umræðu. Við höfum undanfarna áratugi lifað á tímum sem hafa haft í hávegum önnur og neikvæðari gildi en þá aldagömlu siðfræði sem felst í þessu eina orði. Islensk „real-pólitík" hefur lengi snúist um frelsi hinna breyttu forsendna: Vantraust, orðabrigð og hálfsannleika. Og það er sú þrenning sem tekur völdin við hverjar kosningar, þegar gömlu flokkarnir ganga til leiks með „óbundnar hendur" á vit „breyttra forsendna". I þeim leik eru kjósendur lokkaðir að kjörborðinu í þeirri trú að verið sé að kjósa um stefnuskrár flokkanna. En ekki eru kosningar fyrr afstaðnar, en flokkarnir troðast hver um annan þveran til þess að komast í ríkisstjórn með þeim stærsta og feitasta - sem jafnframt var útmálaður helsti andstæðngurinn fyrir kosningar. I því kapphlaupi fljúga stefnumálin fyrir lítið. Eftir sitja kjósendur frammi fyrir þeirri staðreynd að stefnumálin sem þeir kusu eru ekki málin sem „flokkurinn þeirra" ætlar að vinna að í nýrri ríkisstjóm. Aftur og aftur, kjörtímabil eftir kjörtímabil er þeim gefið langt nef að kosningum loknum. Þjóðvaki - hreyfing fólksins er nýtt stjórnmálaafl sem krefst nýrra áherslna; nýrrar siðvæðingar í íslenskum stjórnmálum. Lykilhugtakið í þeirri umræðu er „trúnaður". Trúnaður við kjósendur, trúnaður við leikreglur lýðræðisins, trúnaður við almannahagsmuni fremur en einkahagsmuni. Orð og efndir Sú ákvörðun Þjóðvaka að taka afdráttarlausa afstöðu til stjórnarmyndunar fyrir kosningar en ekki eftir þær, markar þáttaskil í íslensku stjórnmálalífi síðustu áratuga. Þar með hafa hliðin verið opnuð fyrir samstarf félags- hyggjuflokkanna; samstarf sem gæti orðið grundvöllur að sameiningu þeirra í framtíðinni. En sú krafa hefur á síðustu árum gerst æ háværari að félagshyggjuöflin í landinu sameini krafta sína. Merkileg tilraun í þá átt var gerð í borgarstjórnarkosningunum í fyrra, og gafst vel. Með samstarfi vinstri flokkanna og Kvennalista var kjósendum í Reykjavík gefinn nýr valkostur sem þeir þáðu. Slíkt val hefur ekki verið til staðar í landsmálunum, þó löngu sé orðið tímabært að skilgreina upp á nýtt afstæður íslenskra stjórnmála; skerpa og jafnvel „leiðrétta" átakalínur sem nú um stundir virðast fremur liggja þvert á flokkana en milli þeirra. Ljóst er að þær flokksgirðingar sem reistar voru fyrr á öldinni liggja víða niðri. Gamla krafan um „Island úr NATO" hefur vikið fyrir áleitnari hugðarefnum á borð við aðild Islands að ESB. I innanlandsmálum eru skoðanir skiptar um fjármögnun velferðarkerfisins, þjónustugjöld, skattkerfisbreytingar, styrkjakerfi landbúnaðarins, fiskveiðistjórnun, aðgerðir í atvinnuleysi ... og svo mætti lengi telja. Allt veldur þetta meiningarmun og jafnvel klofningi innan flokkanna, sem færir okkur heim sanninn um það að flokkakerfið í sinni núverandi mynd þarfnast uppstokkunar. Um leið þarf að treysta leikreglur lýðræðisins þannig að þær virki: Að það sé í valdi fólksins en ekki pólitískra hrossakaupmanna hvernig stjórnað er eftir hverjar kosningar. Eitt skynsamlegt spor í lýðræðisátt gæti verið sú hugarfarsbreyting að ekki sé endilega „sjálfsagt" að ganga með óbundnar hendur til kosninga. Þvert á móti sé það sjálfsagt í lýðræðisríki að kjósendur hafi raunveruleg áhrif á stjórnarhætti. Það geta þeir því aðeins - við íslenskar aðstæður - að kosið sé um stjórnarmynstur og málefnasamning. Því væri óskandi að forystumenn hinna félagshyggjuflokkanna sýndu nú sóma sinn í því að kasta grímunni fyrir kosningarnar og láta kjósa um raunverulegar fyrirætlanir sínar. Boltinn hefur verið gefinn upp - spurningin er bara: Bera þeir gæfu til þess að grípa hann. óþ. ÞJÓÐVAKI Ágúst Einarsson: Abyrgð í atvinnumálum Meginatriði stefnu Þjóðvaka er að byggja upp atvinnulífið á markvissan hátt. Bætt lífskjör og meiri atvinna byggist á aukinni verðmætasköpun í þjóðfélaginu og tþað eru ýmsar leiðir til þess. Þjóðvaki bendir ein allra stjórnmálahreyfinga á að fram- leiðni íslenskra fyrirtækja er með því lægsta sem gerist í Evrópu. Framleiðni lýsir því hvaða verðmæti koma út úr atvinnu- rekstrinum, t.d. á hverja unna klst. Lág framleiðni endurspegl- ast í lágum launum og löngum vinnudegi og slakri stöðu á heimsmarkaði; allt einkenni sem eiga við íslenskt efnahagslíf. Stöðugleikinn sem var tryggður með framlagi launafólks verður að nýtast til að auka framleiðnina og skapa þannig störf til lengri tíma. Til að auka framleiðni þarf stjómun að batna í fyrirtækjum; öflugri markaðssetningu, meiri tæknivæðingu og mun meiri áherslu á rannsóknir og þróun- arvinnu. Þetta eru allt þættir sem ekki er nægjanlega gefinn gaumur hérlendis. Hér eru aðalsmerki fyrirtækjanna jeppar framkvæmdastjóranna en erlendis eru það sterk staða fyrirtækja og velmegun starfs- manna sem einkenna góðan rekstur. Allt verðmæti þorskaflans til útlendinga Hlutverk ríkisins í efnahags- stjóm er að skapa almenn góð skilyrði fyrir rekstur til að dafna og leysa úr læðingi nýja mögu- leika og auka þátttöku kvenna í atvinnulífi og stjórnsýslu. Við greiðum í afborganir og vexti til útlendinga um 40 milljarða á ári en það svarar til tæps helmings af öllum okkar vöruútflutningi. Allur þorskafli okkar íslendinga fer þannig í vexti og afborganir til útlend- inga. Við eigum ekkert eftir. Þetta er niðurstaða síðustu ára undir stjórn gamla flokkakerfis- ins. Ef kjósendur vilja að þetta haldi áfram þá er um að gera að velja einhvern af gömlu flokkunum áfram. Það skiptir engu hvort valinn er Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Alýðuflokk- ur eða Alþýðubandalag. Fulltrúar þessara afla snúa þessari þróun ekki við. Við leggjum til róttækar hug- myndir í sjávarútvegsmálum, þ.e. veiðileyfagjald; að allur afli fari um innlenda fiskmarkaði; eflingu smábátaútgerðar og að útlendingum verði heimilt að fjárfesta að takmörkuðu leiti í sjávarútvegi. Þetta eru róttækar hugmyndir og enginn stjórn- inálahreyfing hefur jafn skýra stefnu í þessum málaflokki og Þjóðvaki. Breytt tekjuskipting og bætt menntun Við ætlum hins vegar ekki að efla atvinnulífið svo að fram- kvæmdastjórarnir geti keypt sér flottari jeppa. Við viljum breyta tekjuskiptingunni því við erum Sjálfsvirðing einstaklingsins er æðsta boðorð jafnréttis og hún skal tryggð með öllum ráðum. Við verðum að stokka upp vinnumarkaðinn, m.a. með því að fjölga vinnustaðasamningum. Vinnustaðasamningar hjá stærri fyrirtækjum geta orðið annað hvort með samfloti margra verkalýðsfélaga vinnustaðarins eða með því að allt starfsfólk á sama vinnustað sé í einu verka- lýðsfélagi. Einnig þarf að brjóta upp hina miðstýrðu launaákvörðun ríkis- starfsmanna og hagræðing hjá opinberum stol'nunum á að koma fram í bættum launakjörum starfsmanna þeirra stofnana. Starfsfólk stærri fyrirtækja á að fá fulltrúa í stjórn þeirra. Vitaskuld á að hvetja erlend fyrirtæki til að starfa hérlendis samhliða sókn íslenskra ' fyrirtækja erlendis, Heimurinn er allur að verða eitt markaðssvæði og við verðum að taka fullan þátt í þeirri þróun til að auka hér velferð og velmegun. Trúnaður við kjósendur Þjóðvaki setur trúnað í öndvegi stefnu sinna. Þess vegna eru kosningamál Þjóðvaka ekki lof- orð. Þau eru samningur milli Þjóðvaka og fólksins í landinu sem Þjóðvaki ætlar að standa við. Við vitum að okkar draum- sýn um betra og réttlátara þjóðfélag verður einungis að veruleika ef við komumst til valda og brjótum upp flokka- kerfið. Sameining félagshyggjuaflanna er okkar draumur, draumur sem hefur ræst í öllum nágranna- löndunum. Þessi draumur rætist ekki nema Þjóðvaki nái árangri. Þess vegna segjum við skýrt fyrir kosningar með hverjum við ætlum að starfa eftir kosningar. Þeir sem kjósa okkur eiga að vita hvernig við förum með þeirra stuðning. Hversu oft hefur fólk verið dregið á asnaeyrunum og ríkis- stjórnir myndaðar sem kjósendur einstakra flokka vildu ekki. Forystumenn gamla flokkakerfis- ins vilja hafa frjálsar hendur til að fara með atkvæði kjósenda eins og þeim sýnist eftir kosningar. Þjóðvaki tekur ekki þátt í þessum blekkingarleik. Uppstokkun flokkakerfis er m.a. fólgin í því að kjósendur viti afdráttarlaust hvaða samstarf kemur til greina eftir kosningar. Trúnaður við almenning er alvöruinál hjá Þjóðvaka. Dr. Agúst Einarsson. búin að fá nóg af því að launa- fólk þarf að vinna langan vinnudag til að hafa rétt í sig og á. Við höfnum einnig því efna- hagskerfi þar sem þúsundir landsmanna ganga um atvinnu- lausir. Með meiri kröfum til fyrirtækj- anna í stöðugu umhverfi skapast svigrúm til kjarabóta sem eiga að koma til láglaunafólksins. Aukin áhersla á útflutning á sviðum sem við þekkjum vel, svo sem í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, há- tækniiðnaði, heilsuþjónustu og upplýsingatækni eru ótal tæki- færi ef betur er að gáð. Hið opinbera á að beita ívilnandi skattalegum aðgerðum og áhættufjármagni til sóknar á er- lendum mörkuðum. Opinberar aðilar geta stutt við þessa þróun með aðstoð við markaðssetningu en ekki hvað síst í bættu menntakerfi. Þjóð- vaki leggur til að framlög til menntamála verði aukin um 8 milljarða á næstu 8 árum. Það er engin stjórnmálahreyfing hér- lendis með jafn skýra stefnu í menntamálum. Uppstokkun skattamála og vinnumarkaðar Þjóðvaki er einnig með tillögur um hvemig á að fjármagna þetta. Við viljum að tekjur af eignum verði skattlagðar með fjármagns- tekjuskatti; hátekjuskattur lagður á fjölskyldutekjur á bilinu 4-500 þús. á mánuði og miklar skuld- lausar eignir verði skattlagðar sérstaklega. Við viljum einnig leggja til atlögu við skattsvikin en árlega tapast 11 milljarðar vegna skattsvika. Það er vitan- lega óbærilegt ástand. Það er mjög brýnt að atvinnu- lausir séu í félagslegum tengsl- um við atvinnulífið, t.d. með endurmenntun og vinnu að sér- hæfðum nýsköpunarverkefnum.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.