Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 3

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVAKI 3 Böm og unglingar verða að geta trevst ráðamönnum þjóðarinnar Lilja Á Guðmundsdóttir skipar 2. sæti á framboðslista Þjóðvaka í Reykjaneskjördœmi Lilja er kennari og blaðamaður að mennt, gift og tveggja barna móðir. Hún hefur ekki komið að stjórnmálastarfi áður og því liggur beinast við að spgrja: Lilja A. Guðmundsdóttir. Hvað dró þig að Þjóðvaka? Ég hef alltaf borið virðingu fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún hefur flest það til að bera sem einkenna þarf góoan stjórnmála- mann, hún er heiðarleg, kemur fram af trúnaði við kjósendur og berst af einlægni fyrir þá. Hún metur trúnað við fólkið meira en ráðherrastól. Sama máli gegnir um Ágúst Einarsson, ég hafði tekið eftir honum, sérstaklega þegar hann sagði sig úr banka- ráði Seðlabankans. Ég tel brýnt að taka ernbætt- isveitingar ríkisins til endurskoð- unar og láta fagleg sjónarmið ráða. Að framvísa flokksskírteini til þess að fá veitta stöðu finnst mér óheilbrigt. Það er óþægilegt að vita til þess að klíkuskapur og pólitxsk sambönd ráði úrslitum. Mér hefur alltaf fundist fyrir- greisðlupólitík vera smánarblett- ur á samfélaginu. Þannig að mér leist vel á Þjóð- vaka þegar hann var stofnaður, og þegar mér var boðið að taka sæti á lista í Reykjaneskjördæmi, kitlaði það strax, en um leið varð ég svolítið hrædd, vissi í raun ekki út í hvað ég var að hætta mér. Hvernig er þá reynslan hingað til af starfinu? Góð, ég hef kynnst frábæru fólki, sem hefur trú á því sem það er að gera. Það mikill kraftur í hreyf- ingunni og stefnuskráin er góð. Fyrir hverju myndir þú helst beita þér ef þú yrðir kjörin á þing? Fjölskyldumálum, uppeldis- og skólamálum - menntamálum al- mennt. Það þarf að setja meiri fjármuni í menntamálin. Eitt af því sem dró mig að Þjóðvaka var einmitt að hann vill setja auknar fjárveitingar í menntamálin. Nú er veitt um 4% af landstfam- leiðslu til menntamála, Þjóðvaki hefur á stefnuskrá sinni áætlun um að auka þetta framlag um milljarð á ári næstu átta árin, eða að koma hlutfallinu upp í 6-7%. Ennfremur að lögð verði áhersla á starfs- og verkmenntun, full- orðinsfræðslu og endurmenntun. Ég tel að þurfi að endurbæta námsaðstoðarkerfið og námslána- kerfið, með því að hætta eftir- ágreiðslum lána og auka náms- styrki. Lilja er Islenskukennari við Öidutúnsskóla í Hafnarfirði, reyndar fagstjóri í greininni, svo eðlilegt er að hún hafi innsýn í og áhuga á menntamálum. En menntun hennar sjálfrar? Ég er stúdent frá MR og fór svo í kennaraháskólann. Ég lauk prófi í ensku og bókmenntum við háskóla í Stokkhólmi og svo lauk ég blaðamannaháskólanum í Osló. Ég hef starfað hjá Ríkis- útvarpinu, var dagskrárfulltrúi og vann við þáttagerð. Fjölskylduhagir? Við hjónin eigum tvö börn, 13 og 15 ára. Fjölskyldan hefur dvalið nokkuð erlendis, síðast í Noregi í fjögur ár. Við komum heim fyrir tveimur árum og - bóndinn er að vísu með annan fótinn erlendis, en við sjáum nú fram á að fjölskyldan sameinist aftur innan tíðar. Og þú hefur áhuga á fjölskyldu- málum, hvað viltu gera? Það þarf að marka fjölskyldu- stefnu. Ég tel að við þurfum að leggja áherslu á að foreldrar beri ábyrgð á uppeldi barnanna en samfélagið þurfi að styðja við bakið á foreldrunum. Skólinn er fyrst og fremst menntastofnun en hann er líka uppeldisstofnun. Börn eyða stórum hluta ævi sinnar innan veggja skólans. Það er því mikilvægt að skólinn og fjölskyldan tengist sem best m.a. með skipulegri samvinnu um skólastarf. Samhljómur í gildis- mati heimilis og skóla er sá grunnur sem farsælt uppeldi byggist á. Hvað fínnst þér um verkfall kennara? Ástandið er hrikalegt. Ríkis- valdið hefur sofið á verðinum. Ég tel að því beri að leysa þann hnút sem samningaviðræðurnar eru komnar í. Það er gengið á rétt barna okkar. Við foreldrar finnum á þreifanlega það rótleysi og þá uppgjöf sem gagntekur börn og unglinga við þessar aðstæður. Börn verða að geta treyst ráðmönnum ^þjóðarinnar. Ef ríkisvaldið ætlar að bæta skólana, verður að gera áætlun um að fyrirfram í fjárlögum. Ef á að auka kennslu þá hlýtur sú aukning að kosta peninga. Ég tel að ríkisvaldið verði að gera það upp við sig hvort það vilji skipulagsbreytingar og hvort það hafi ráð á að kaupa þær breytingar núna. Ef ekki, þá á ríkisvaldið að einbeita sér að því að bæta kennurum upp á kjaraskerðingu sem þeir hafa orðið fyrir, nota þá fjármuni sem til ráðstöfunar eru. Ríkisvald verður að hafa stefnu, það á ekki að hlaupa upp á miðju fjárlagaári og gera skipulagsbreytingar sem ekki er gert ráð fyrir í fjárlögum. Núna vilja þeir kaupa þessar breytingar á lágu verði. Ef kennarar samþykkja það sem samninganefnd ríkisins býður, hljóta þeir að dæmast vanhæfir til að vera kennarar. Þeir geta einfaldlega ekki samið af sér á þennan hátt. Sú röksemd að ef kennarar fái launahækkanir nú, hljóti aðrar stéttir að koma í kjölfarið, á engan veginn rétt á sér. Formað- ur samninganefndar ríkisins, Þorsteinn Geirsson, hefur sjálfur viðurkennt í útvarpsviðtali að síðastliðin fjögur ár hafi kennarar dregist aftur úr í launum. En það er eins og ríkisvaldið vilji ekki horfast í augu við að ánægðir kennarar eru góðir kennarar. Það er brýnt að hlúa að virðingu og sjálfsvirðingu kennarastéttar- innar. Hún ber mikla ábyrgð. I hennar höndum hvílir fjöregg þjóðarinnar. Hvað fínnst þér um kjaramál annarra launamanna í landinu? Það þarf bæta kjör láglaunafólks og fólks með miðlungs tekjur. Greinilegt er að nýafstaðnir kjarasamningar hafa enn og aftur fært kjarabætur til þeirra sem betur mega sín. Ég er sammála stefnu Þjóðvaka um að hækka skattleysismörk hjá fólki með lægri tekjur en 80.000 kr. á mánuði. Ég tel brýnt að launa- kerfið verði stokkað upp og heildarlaunagreiðslur verði felld- ar inn í launataxta. Við viljum vinna markvisst að jafnrétti kynjanna í launamálum sem og á vinnumarkaði og teljum brýnt að störf láglauna- hópa verði endurmetin. Heildar- laun þurfa að koma skýrt fram. Það tvöfalda launakerfi sem hefur þróast hér á landi undanfama áratugi hefur stuðlað að auknu misrétti í tekju- og eignaskiptingu í þjóðfélaginu. Með tvöföldu launakerfi á ég að sjálfsögðu við láglaunahópana annarsvegar, sem vinna samkvæmt töxtum og hinsvegar á ég við neðanjarðarkerfið, þar sem laun eru falin í yfirborg- unum, óunninni yfirvinnu og ýmiskonar hlunnindum. Hið opinbera tekur þátt í þessu tvöfalda launakerfi í samkeppni við almenna vinnumarkaðinn. Hvaða mál telur þú að brenni heitast í þínu kjördæmi? Atvinnumál eru brýn mál á Reykjanesi. Ég tel að stefna Þjóðvaka komi til móts við þarfir fólks í kjördæminu. Við leggjum áherslu á að auka framleiðni í fyrirtækjum, styðja við markaðs- sókn, þróunarstarf, tækniframfar- ir, ferðaþjónustu og fjárfestingu sem leiðir til nýsköpunar og nýrra útflutningstækifæra. Það þarf að viðhalda stöðugleikanum með því að beita aðhaldi í ríkisfjármálum. Við höfum skíra stefnu í sjáv- arútvegsmálum, auðlindir sjávar eiga að vera útvíræð þjóðareign og leggjum áherslu á það með því að opna fyrir hóflegt veiði- leyfagjald. Ég tel rétt að láta allan afla fara um fiskmarkaði og að efla smábátaútgerðina. En ef við förum út fyrir kjördæmið? Ég vil leggja sérstaka áherslu á jafnréttismál. Jafnréttismál eiga stöðugt að vera í brennidepli að mínu mati. Ein leiðin er að gera konur sýnilegar á sem flestum sviðum. Hér tökum við skýlausa afstöðu. í lögum Þjóðvaka hefur verið fest að hlutfall annars kynsins verði aldrei undir 40% í trúnaðarstörfum hreyfingarinnar. Alþingi á að vera spegill þjóð- arinnar og ég tel sjálfsagt að þessi regla verði tekin upp við alþingiskosningar. Hvað fínnst þér um hugmyndir Svía um jákvæða mismunun við stöðuveitingar (þ.e. að konan skuli hljóta stöðu sem hún sækir um teljist hún hæf, (þrátt fyrir að karlinn teljist hæfari)? Við eigum auðvitað að hugleiða slíkt. Tal um jafnrétti á ekki að vera innantóm orð. Þegar kemur til framkvæmdanna er oft annað uppi á teningnum. Við hér á Islandi erum ekki komin nógu langt. Þegar ég bjó í Noregi fyrir nokkrum árum voru forystumenn þriggja stærstu stjómmálaflokk- anna konur. Það l'annst mér merkilegt að horfa upp á. Mér fannst merkilegt að fylgjast með þeim, þetta voru ósköp venjulegar og kvenlegar konur. Anna Enger Lahnstein, sem kölluð hefur verið Nei-drottning- in, er dæmigerð kona og með venjulegt kvenlegt útlit og eiginleika. Hún kemst við, klökknar, röddin brestur. Samt var það mikið til fyrir hennar tilstuðlan sem þjóðin sagði nei við inngöngu í ESB. - Konur geta orðið leiðtogar, eins og þær eru sjálfar, á eigin forsendum. Hvernig leggst kosningabarátt- an í þig? Mér líst vel á baráttuna framundan. Þetta er skemmtileg vinna, við emm með sigurstrang- legan lista, gott fólk. Við höfum góða stefnuskrá og ég er viss um að við munum ná góðum árangri í kosningunum. Við hjá Þjóðvaka viljum endurvekja hin gömlu, góðu gildi samfélagsins þar sem réttlæti, mannúð og samhjálp eru höfð að leiðarljósi. Tími þeirra breytinga er kominn. Svanhildur Jóhannesdóttir

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.