Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 7

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVAKI 7 XM11111111111 ■ 11111111111 ■ 111111111111111111111111111111111111111 I ORÐSENDING ( | til bænda frá Stofnlándeild i | landbúnaðarins I ~ Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur ákveðið að gefa bændum E Z kost á því að breyta lausaskuldum sem orðið hafa til v/búrekstar z Z í föst lán. z = Lánin verða verðtryggð með 15 ára lánstíma og 5,8% vöxtum. E Z Það er skilyrði fyrir því að skuldbreyting geti farið fram að E jjjj viðkomandi lánadrottnar taki a.m.k.80% skuldar í z Z innlausnarbréfum til 15 ára, verðtryggð með 5% vöxtum. Z Z Þá þurfa að vera fyrir hendi rekstrarlegar forsendur og z Z fullnægjandi veð til þess að af skuldbreytingu geti orðið. Z Z Þeir sem hyggjast sækja um skuldbreytingalán sendi umsókn til z S Stofnlánadeildar landbúnaðarins, Laugavegi 120, 150 Reykjavík Z Z sem fyrst eigi síðar en 31. mars n.k. Zj Með umsókn skal fylgja: Z I .Veðbókarvottorð fyrir viðkomandi jörð. Z Z 2.Afrit af staðfestu skattframtali fyrir rekstrarárið 1994 eða rekstrar- Z Z og efnahagsreikning Z Z 3. Umsækjandi leggi fram 5 ára búrekstraráætlun. Z ■■ Z Umsóknareyðublöð fást hjá Stofnlánadeild landbúnaðarins og Z Z útibúum Búnaðarbanka íslands úti á landi og Z Z Búnaðarsamböndum. — z Nánari upplýsingar veittar hjá Stofnlánadeild z Z landbúnaðarins í síma 91-25444. z \ Húsverndarsjóður í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endurgerðar á húsnæði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varðveislugildi af sögulegum eða byggingasögulegum ástæðum. Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikningar og umsögn Árbæjarsafnsins. Umsóknum stíluðum á umhverfisráð Reykjavíkur, skal komið á skrifstofu garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, á tímabilinu l.til 20 mars 1995. V J 9 Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólastjórar Stöður leikskólastjóra við leikskólana Lækjarborg við Leirulæk og Foldakot við Logafold eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 17. mars nk. Leikskólakennaramenntun áskilin. Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixsson framkvæmdastjóri og MargrétVallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma 27277. Dagvist Barna, Hafnarhúsinu.Tryggvagötu 17, sími 552-7277 RODD FÓLKSINS Danmörk - ísland: Þrefaldur launamunur en þjóðar- tekjur álíka í nóvember síðastliðnum rakst ég á grein í danska blaðinu Berlinske Tidende, um launaþróun síðastlið- inna tíu ára. I greininni eru talin upp laun fimmtíu starfsstétta, og má segja að um sé að ræða þverskurð af launakerfmu danska. Ég býst við að ýmsa reki í rogastans við lesturinn. Mun ég taka hér nokkur dæmi, upphæðir eru í íslenskum krónum og hef ég umreiknað launin yfír á fjörtíu stunda vinnuviku. Dönsk vinnuvika er 37,5 stundir. Mánaðarlaun: Kassadama 144 þús., hjúkrunarkona 220 þús., ræstitæknir (ríkið) 178 þús., skrifstofudama (rlkið) 209 þús., smiðir og hand- verksmenn (ríki) 221 þús., verka- maður (ríki) 188 þús., starfskonur í fiskiðnaði 183 þús., póstburðar- maður 194 þús., ungur læknir 369 þús., yfirlæknir 519 þús., blaðamað- ur 314 þús., bílstjóri 207 þús., kennari 252 þús., bankastarfsmaður 226 þús., forstjóri 529 þús., bakari 238 þús., (þeir vakna snemma). EDB-forritari 291 þús., ráðuneytis- stjóri 717 þús. Það athyglisverða við þessar upplýsingar er það, að þjóðartekjur dana og íslendinga nálgast að vera þær sömu (Danmörk: B.N.P $ 17.813 - ísland: $ 17.081). Væri því ekki ráðlegt á kosningaári, að spyrja ráðamenn hvernig standi á þessum endemum? Ekki slður livernig skiptingin er á „þjóðarkök- unni“. Danskur þingmaður, sem býr í innan við 45 km. fjarlægð frá Kristjáns- borg hefur 354 þús. krónur á mánuði (nálægt því að vera laun tveggja danskra ræstitækna). Sá íslenski hefur 178 þús. krónur (ríflega laun þriggja íslenskra ræstitækna) og er víst ekki of ánægður með það. Danskur ráðherra hefur 807 þús. krónur og laun 4,5 ræstitækna. Ekki lít ég niður á ræstitækna, nema síður sé. Sá starfshópur hefur hinsvegar oft verið nefndur þegar rætt er urn lág laun. Nú segja einhverjir að skattar séu miklu hærri í Danmörku en á íslandi. Staðreyndin er sú, að miðað við 200 þús. kr. mánaðarlaun og skuld í íbúð sem er jafngildi húsbréfaláns, þá borga rnenn lægri skatt í Danmörku en hér (vextir, líeypssjóðsgreiðslur, stéttarfélagsgjöld ofl. er frádráttar- bært til skatts). Það er hálf öld síðan við losnuðum undan yfirráðum Dana og fengum frelsið. Værum við enn undir Dönum, býst ég við að ís- lendingar töluðu hátt um arðrán, kúgun og þriðjungslaun á við „herra þjóðina". Sigurbjörn E. Guðmundsson. Ný staða á skrifstofu IHI Dagvistar barna í Reykjavík Starf Þjónustustjóra er laust til umsóknar. Þjónustustjóri verður yfirmaður þjónustusviðs, þar sem meðal annars fer fram innritun í leikskóla, almenn afgreiðsla, umsjón með daggæslu á einka- heimilum og gæsluvöllum. Viðkomandi þarf að hafa: • Góða almenna menntun eða sérmenntun, sem nýtist ístarfi. • þekkingu og reynslu í stjórnun og samskiptum. • færni í tölvu- og upplýsingartækni. • áhuga og kunnáttu til að leiða og skipuleggja þjónustustarf stofnunarinnar. Umsóknum skal skilað á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstofu Dagvistar barna,Tryggvagötu 17, sími 27277. Nánari upplýsingar um starfið veita Bergur Felixson framkvæmdastjóri eða Garðar Jóhannsson skrifstofustjóri, klukkan 10 til 12 daglega. Umsóknarfrestur um starfið er til 24. mars. Dagvist barna. I ÚTBOÐ F.h. Borgarverkfræðingsins í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í eftirfarandi verk, Eggertsgata, gatnagerð og lagnir, 2. áfangi. Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 9.000 m3 Fylling 9.000 m3 Sprengingar 800 m3 Stofnlagnir 400 m Verkinu skal lokið fyrir l.júlí 1995. Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuveg 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 14. mars, gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 22. mars 995, kl. 15,00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 5800 1 ÚTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í lögn Suðuræðar - áfanga B. Verkið felst í að leggja O 700 mm stálpípu, einangraða og í plastkápu, frá lokahúsi Hitaveitu Reykjavíkur við Suðurfell að lokahúsi við Vífilstaðaveg, alls 5,0 km leið. Einnig skal byggja steypt lokahús.um 44m2 að grunnfleti Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst1996 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuveg 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 14. mars, gegn 25.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn30. mars 1995, kl. 11,00 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 5800 |p ÚTBOÐ F.h Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í byggingu 10 dreifistöðvahúsa úr forsteyptum einingum. Stærð húsanna : 2,70 x 5,10 m, hæð 2,50 m. Rafmagnsveitan leggur til einingarnar en verktaki sér um jarðvinnu, uppsetningu og frágang. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík gegn kr. 10.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 30. mars 1995, kl l4,oo INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 5800

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.