Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 4

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVAKI Jónas... mmm Vinnustabafundir, heimakynn■ ingar, stjórnmálafundir eða kaffispjall - við erum tilbúin Frambjóðendur Þjóðvaka eru óvallt reiðubúnir að mæta til skrafs og róðagerða sé eftir því óskað. Hvort sem um er að ræða vinnustaða- fundi eða pólitískar kynningar, heimsókn í saumaklúbb eða köku- boð, spjall yfir kaffibolla eða mólsverði, uppókomur ó skemmti- stöðum eða hvað annað sem þér kann að hugkvæmast, þó erum við tilbúin. Við viljum hitta þig ef þú vilt hitta okkur! Síminn er 28100. Fíat Punto kjörinn bíll ársins 1995 WVPolo í 2. sœti og Opel Omega í 3. sæti Það er nokkur spenna í lofti hverju sinni þegar kemur að kjöri á bfl ársins. Mikið er í húfi því titillinn skapar aukna sölu á viðkomandi bifreið enda er talið að valið eigi sér traustar fors- endur. Óumdeilanlegur sigurveg- ari í keppninni um bfl ársins 1995 var FIAT Punto, en hann hlaut 370 stig í vali dómenda. Næstur í röðinni var VW Polo, sem hlaut 292 stig. í þriðja sæti var svo Opel Omega með 272 stig. Þá kom Audi A8 með 235 stig, Renault Laguna kom svo í fímmta sæti með 231 stig. Bílarnir sem tilnefndir voru í keppninni voru meðal annars frá Ítalíu, Þýskalandi, Frakklandi, Kóreu, Japan og Bandaríkjunum. Þar sem oft er meiri munur á stigagjöf bíla en réttlætanlegt er tók dómnefnd þá ákvörðun að birta aðeins stig þeirra bfla sem höfnuðu í 5 efstu sætum. Fiat Punto kjörinn bfll ársins Hlaðbakur er fáanlegur 3 dyra og fimm dyra. I honum er fjögurra strokka línu vél og stærðir frá 1,1 lítra 54 hestafla og upp í 133 hestafla turbo vélar. Gírkassi 5 gíra, bfllinn er framhjóladrifinn og fáanlegur sjálfskiptur. Að auki er hægt að sérpanta hann með 6 gíra beinskiptum kassa. Helstu mál eru sem hér segir L/B/H. 376/163/145.cm þyngd frá 825 kg. Verðið er frá 945.000 fyrir 3 dyra bflinn en hækkar með auknum búnaði. Umboð fyrir Fíat Punto á íslandi hefur fyrirtækið ítalskir bflar hf. W Polo varð í 2. sæti. í öðru sæti VW Polo Hlaðbakur fáanlegur bæði 3 dyra og 5 dyra . I honum eru fjögurra strokka línuvélar og stærðir eru 1,0 lítra 45 hestöfll,3 lítra 55 hestöfl 1,6 lítra 75 hestöfl að auki 1.9 lítra dísel sem er 64 hestöfl. Bfllinn er framhjóladrif- Opel Omega varð í 3. sœti. inn, með 5 gíra kassa. Helstu mál eru sem hér segir. L/B/H: 372/166/142. þyngd ca 845 kg. Verðið er frá 898.000 Umboð Hekla hf. í þriðja sæti var Opel Omega. Stallbakur fjögurra dyra, einnig fiitt 4 fietta • ffitt 4 ípctta • ffitt 4 þetta • ffitt 4 þetta • fíitt 4 þetta • fiitt 4 fctta • ffitt 4 fjetta Hún er vel þegin lagasetningin á þingi um diselbíla en með tilkomu hennar eru kaup á diselbílum hagstæðari en áður. Cheroke jeppinn sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi er nú fáanlegur með 2,5 lítra.l 16 hestafla díselvél sem búin er forþjöppu og millikæli.Verðið á bílnum þannig búnum er nálægt 2.6 miljónum . Bíll ársins 1995 í Bandaríkjunum var valinn Dodge Stratus/ Chrysler Cirrus, en hann verður til sölu hjá hjá Jöfur hf. í næsta mánuði. Þar sem dollar er hagstæður um þessar mundir mun verð hans vera mjög samkeppnisfært. Bílheimar munu innan skamms kynna nýjan Isuzu 4x4 pallbíl, en þeir bílar hafa ekki verið fáanlegir hjá umboðinu um nokkurt skeið. Verð á þeim hingað komnum var um tíma ekki talið nægilega hagstætt en nú hefur orðið breyting á. Verðið er orðið samkeppnisfært og þar með er bíllinn fljótlega væntanlegur en hann verður boðinn með 3,1 lítra 125 hestafla dieselvél og búinn millikæli og forþjöppu. Nokkuð vantar á að MAZDA hafi náð sömu markaðshlutdeild og á árum áður. En nú er breytinga að vænta. Ný gerð er væntanleg thingað og má búast við að þeir hjá Ræsi hf. nýti sér það út í æsar. Sá nýi er gullfallegur. Verðið er frá 1370 þús fyrir þann ódýrasta en hækkar að sjálfsögðu með auknum búnaði. fáanlegur sem fimm dyra lang- bakur. Hægt er að fá hann hvort sem er með fjögurra stokka línu vél og sex strokka V vél. Drif er á afturhjólum gírkassi 5 gíra en hann er einnig fáanlegur með 4 gíra sjálfskiptingu. Helstu mál eru sem hér segir: 1/b/h. 479/ 179/146 cm. Þyngd frál350 kg. Opel Omega er bíllinn sem þeir hjá General Motors í Bandaríkj- unum settu 300 hestafla V/8 Northstar vélina í. I Bandaríkj- unum er hann með drif á fram- hjólum og kallast hinu virðulega nafni Cadillac Sevilla. Umboð fyrir báða bílana er Bílheimar. Verð Omega er frá ca 2,425 þúsund fyrir 136 hestafla bílinn og upp úr eftir búnaði. Fíat Punto, bíll ársins 1995. í 4. sæti var Audi A8 Þetta er bíll með ályfirbyggingu fáanlegur með 6 eða 8 strokka vél. 2,8 lítra 174 hestafla eða 4,2 lítra 300 hestafla vél. Það er hægt að fá bflinn hvort sem er með framhjóladrifi eða aldrifi. Hann fæst beinskiptur 5 gíra eða sjálfskiptur 4 gíra. Sá beinskipti er ekki nema 9,1 sek úr kyrr- stöðu í hundrað km hraða. Helstu mál eru sem hér segir L/B/H. 504/188/144 cm.Þyngd frá 1400 kg. Umboð Hekla hf. I 5. sæti hreppti svo Renault Laguna Þetta er 5 dyra bfll fáanlegur með fjögurra strokka línu vél eða 6 strokka V vél, vélastærðir frá 85 hestöflum uppí 167 hestöfl. Viðbragð þess aflmesta úr kyrr- stöðu í 100 km hraða er 8,6 sekúndur. Bíllinn er fáanlegur með 5 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu drif er að framan. Helstu mál eru sem hér segir L/B/H. 451/175/144 cm. Þyngd frá 1175 kg. Verð frá kr. 1838.000 Umboð B&L. Vilt þú ræóa vib þinn • # um p.. FrambjóSendur Þjóbvaka í Reykjavík og Reykjanesi eru meS viðtalstíma í kosningamiSstöSvum hreyfingarinnar og þang- aS eru allir velkomnir. Líttu inn eða hringdu og pantaSu tíma. Síminn er 28100.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.