Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 5

Þjóðvakablaðið - 13.03.1995, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVAKI 5 VAKI - HREYFING FOLKSINS TRÚNAÐUR - VELFERÐ - VELMEGUN Þjóðvaki - hreyfing fólksins stefnir að því að verða forystuafl nýrrar ríkisstjómar félagshyggju- afla sem hafi að leiðarljósi hugsjónir jafnaðar og mannúðar. Þjóðvaki stefnir að samfylkingu félagshyggjufólks og jafnaðarmanna í öflug stjórnmálasamtök sem njóti meirihlutafylgis. Þjóðvaki vill aðþvíástandi linni að gömlu flokk- arnir til vinstri fari fyrir hverjar kosningar í kapp- hlaup um valdastóla undir leiðsögn Sjálfstæðis- flokksins. Þjóðvaki vill uppstokkun í stjórnmálum, stjóm- kerfl og atvinnulífi. Valið í kosningunum stendur um Þjóðvaka eða gamlaflokkakerfið; um breytingar eða óbreytt ástand. þess vegna setur Þjóðvaki nú þegarfram áherslur hreyfmgarinnar við stjómarmyndun eftir kosningar. I inngangi stefnuskrár Þjóðvaka segir: „Með þessari hreyfingu er leystur úr læðingi kraftur fólksins sjálfs sem sameina mun félagshyggjufólk í öfluga hreyfingu til að tryggja jöfnuð, réttlæti og af- komuöryggi fyrir alla. Gamla flokkakerfið hefur í raun gefist upp andspænis þessum brýnu verkefnum í íslenskum stjórnmálum. Þess vegna hefur hreyfing fólksins um Þjóðvaka orðið til og krefst uppstokk- unar flokkakerfisins.“ Þjóðvaki er trúr stefnumálum þínum um uppstokkun flokkakerfisins og samfylkingu félagshyggjuaflanna og mun þessvegna ekki taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum að afloknum kosningum. Þjóðvaki skorar á önnur framboð félagshyggju- og jafnaðarmanna að gefa samskonar yfirlýsingu og taka þar með þátt í nýsköpun flokkakerfisins. Stefna Þjóðvaka snýst um þrjú lykilhugtök: trúnað - velferð - velmegun. Trúnaður í samfélaginu byggist á traustri velferðarþjónustu sem tryggir jafnræði og öryggi borgaranna. Samfélag velferðar verður að byggja á öflugu atvinnulífi og skilvirkri efnahagsskipan. Forsendur velmegunar í efnahagsmálum eru almenn velferð og trúnaður milli aðila í samfélaginu. Hér á eftir 10 áhersluatriði Þjóðvaka við stjórnarmyndun félagshyggjuaflanna eftir kosningar: Trúnaður: Við œtlum að: • koma á siðareglum í stjórnmála- og viðskiptalífi, meðal annars með löggjöf um starfsemi stjórnmálasamtaka, • tryggja faglega ráðningu embættismanna, • skilja á milli pólitískra ákvarðana og faglegrar þjónustu í stjórnkerfinu, • draga úr afskiptum stjómmálamanna í sjóða- og bankakerfi, • vinna gegn óeðlilegri sam þjöppun fjármálalegs valds með dreifðri eignaraðild og þátttöku starfsmanna í stjórnun stærri fyrirtækja, • afnema bílahlunnindi og dagpeningabruðl æðstu embættismanna, • skera ferða- og risnukostnað niður um minnst fjórðung. Jafnrétti: Við œtlum að: • auka rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu með stjórnar- skrárbreytingum á sérstöku stjómlagaþingi sem einnig endurbæti mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar, • jafna atkvæðisrétt landsmanna, • fækka þingmönnum, • auka vægi persónukosninga, • auka áhrif kvenna í stjórnmálum, atvinnulífi og stjórnsýslu. Við ætlum að: • stokka upp launakerfið, • endurmeta láglaunastörfin með áherslu á umönnunar- og uppeldisþáttinn, • fella heildarlaunagreiðslur inn í launataxta, • bæta kjör láglaunastéttanna, - við lýsum vonbrigðum með niðurstöðu nýgerðra kjarasamninga sem hvorki stuðla að bættum kjörum launafólks né stefna að meira launajafnrétti, • stuðla að vinnustaðasamningum, • koma á kerfisbundnu starfsmati til að ná fram launa- jafnrétti kynjanna, • styrkja þjónustu- og öryggiskerfi atvinnulausra. Uppstokkun skattakerfís: Við œtlum að: • tekjutengja persónuafslátt þannig að hann hækki í 67 þúsund krónur hjá launalægri hópum. Það sam- svarar 4% launahækkun hjá fólki með tekjur undir 80 þúsund krónum, • tryggja að ónýttur persónuafsláttur barna verði milli- færanlegur l.já einstæðum foreldrum og tekjulágum heimilum, • koma á fjármagnstekjuskatti, stóreigna- og hátekju- skatti sem skila 2 milljörðum árlega á kjörtímabilinu, • fara í herferð gegn skattsvikum og ná þannig inn 2 milljörðum árlega á kjörtímabilinu, annars vegar með því að stuðla að breyttum viðhorfum hjá skatt- greiðendum og hins vegar með hertri löggjöf, • endurskipuleggja skattakerfið með hliðsjón af nýjum viðhorfum í umhverfismálum. Fj ölskyldustefna: Við œtlum að: • koma á opinberri fjölskyldustefnu sem taki mið af þörfum karla jafnt sem kvenna, bama og aldraðra og sérstaklega þeirra sem eru fatlaðir eða sjúkir, • endurskipuleggja heilbrigðiskerfið með sérstakri áherslu á forvarnir, • stokka upp lífeyriskerfið, fækka lífeyrissjóðum og afnerna það kerfi sem færir hálaunahópum margfaldan lífeyri á við aðra, • koma á greiðsluaðlögun og skuldbreytingu á lánum einstaklinga, • heimila frestun á greiðslum vegna húsnæðislána vegna atvinnuleysis og erfiðra félagslegra aðstæðna, • hækka lánshlutfall til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð í 75%. Menntun, velferð, velmegun: Við œtlum að: • auka framlög til mennta- og menningarmála um milljarð á ári næstu átta ár og standa þannig jafnfætis grannlöndunum, • leggja áherslu á starfs- og verkmenntun, fullorðinsfræðslu og endurmenntun og laga menntakerfið að hröðum framförum í upplýsingatækni, • endurbæta námsaðstoðarkerfið, m.a. með því að hætta eftirágreiðslum námslána og auka námsstyrki í tengsl- um við atvinnulífið. Stöðugleiki: Við œtlum að: • halda verðbólgunni lágri, hafa stöðugt gengi og lágt vaxtastig, • draga úr erlendum skuldum, • beita aðhaldi í ríkisfjármálunum, • gera áætlun um rammafjárlög til fjögurra ára og skilgreina forgangsröðun útgjalda með menntamál, forvamaraðgerðir og bætta skuldastöðu heimilanna í fyrirrúmi. Sókn í atvinnumálum: Við œtlum að: • skapa a.m.k. tíu þúsund ný störf á kjörtímabilinu með áherslu á aukna framleiðni í fyrirtækjunum, • styðja við markaðssókn, þróunarstarf, tækniframfarir, ferðaþjónustu og fjárfestingu sem leiðir til nýsköpunar og nýrra útflutningstækifæra, • gera landbúnaðinn samkeppnisfæran m.a. með því að ráðast að ofhlöðnu milliliðakerfi, • gera auðlindir sjávar að ótvíræðri þjóðareign með því að taka upp veiðileyfagjald, • láta selja allan afla um fiskmarkaði, • efla smábátaútgerðina, • heimila takmarkaða erlenda fjárfestingu í sjávarútvegi í stað þess að auka skuldir sjávarútvegsins með erlendum lántökum. Valddreifíng og jöfnuður: Við œtlum að: • efla sveitarfélögin og flytja til þeirra aukin verkefni, svo sem á sviði menntamála, húsnæðismála, öldrunarþjónustu og málefna fatlaðra, • sameina sveitarfélög og stækka atvinnusvæðin, • tengja betur saman félagslega þjónustu sveitarfélaga, • jafna húshitunarkostnað landsmanna. Aukum velmegun - opnum dyr: Við œtlum að: • tryggja þátttöku okkar í alþjóðlegu samstarfi, sem leiðir til fleiri atvinnufæra, • kanna ítarlega á kjörtímabilinu kosti og galla hugsan- legrar aðildar að Evrópusambandinu eftir tíkjaráð- stefnu ESB 1996. Orð og efndir verða að fara saman ----------------------------- V A K I HREYFING FOLKSINS

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.