Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Síða 1
r
RODD FOLKSINS
1. ARG. 16. TBL. MIÐVIKUDAGUR 23. AGUST 1995
1400 flytja burt umfram
aðflutta á 18 mánuðum
- fleiri en á krepputímanum fyrir 1970
Á erfiðleikaánmum 1966 til
1970 var meðaltal brottfluttra
umfram aðflutta til landsins
650 manns. Á árunum 1986 til
1993 var fjöldi aðfluttra og
brottfluttra í jafnvægi, en nú
bregður svo við, á síðasta einu
og hálfu ári, þ.e. 1994 og fyrstu
6 mánuðum 1995, að fjöldi
brottfluttra nmfram aðflutta er
tæplega 1400 manns. Það er
svipaður pdi eða heldur
fleiri en árin 1966 tíl 1970,
þegar mikil lægð var í íslensku
efnahagslífi.
Áfellisdómur
I fyrra flutti 861 maður af
landi brott umfram þá sem
fluttu til landsins og fyrstu sex
mánuði þessa árs fluttu 522
fleiri burt en þeir sem hingað
komu. „Þessar tölur eru alvar-
leg aðvörun fyrir íslensk stjórn-
völd og áfellisdómur um lífs-
kjörin í landinu,” segir Jóhanna
Sigurðardóttir, formaður Þjóð-
vaka. „Einhæfni atvinnulífsins
kemur okkur í koll og að því
kemur að fólk sem vinnur lang-
an vinnudag án þess að ná end-
um saman gefst upp og leitar til
annarra landa, sem geta boðið
mannsæmandi laun fyrir dag-
vinnu.”
Margir hafa flutt búferlum til
Danmerkur að undanfömu, þar
sem fólki bjóðast tvisvar til
þrisvar sinnum hærri laun fyrir
dagvinnu en hér á landi. Þor-
bjöm Guðmundsson, starfs-
maður Samiðnar, segist ekki
muna eftir annarri eins fyrir-
spurnahrinu iðnaðarmanna
sem vilja komast til starfa er-
lendis og verið hefði undan-
farnar vikur. Hann segir að ekki
sé um atvinnulaust fólk að
ræða, heldur fólk sem hafi gef-
ist upp á baslinu hér og sjái ekki
fram á neinar breyingar til batn-
aðar á næstunni.
Sjá bls. 4
Hættuástand í heilbrigðis-
þjónustunni
Heilbrigðisnefnd Alþingis heimsótti geð-
deildir Landspítalans í síðustu viku og
kynnti sér ástandið af eigin raun. Starfs-
menn kynntu þingmönnum starfsemi
geðdeildanna og svöruðu fyrirspumum.
Þar kom fram að aðsókn að geðdeildum
hefur aukist um 20-30% á árunum 1991-
94, meðan dregið hefur verið úr kostn-
aði og starfsmannahaldi. Tómas Helga-
son segir ástæðuna vera m.a. fólksfjölg-
un og ekki síst ástandið í þjóðfélaginu.
Fólk sé undir meira álagi en áður vegna
atvinnuleysis og efnahagsörðugleika.
„Það er ekki boðlegt hvernig langvar-
andi niðurskurður og sumarlokanir komu
niður á sjúklingunum, aðstandendum,
starfsfólki spítalans og allri þjónustunni,“
segir Ásta R. Jóhannesdóttir, fulltrúi Þjóð-
vaka í nefndinni.
Að sögn starfsmanna hafa lokanirnar
haft þær afleiðingar að þurft hefur að vísa
frá sjúklingum sem komið hafa að nætur-
lagi. Vaktir eru undirmannaðar og starfs-
fólk iðulega í slysahættu og undir ómann-
legu álagi. Það er líka hættulegt fyrir um-
hverfið þegar bráðveiku fólki er vísað á
guð og gaddinn eða það tekið inn á deildir
þar sem ekki er starfsfólk til að veita þvi
viðunandi aðhlynningu.
Á Qórða tug geðsjúkra barna bíður
fyrsta viötaís
Barna- og unglingageðdeild Landspítal-
ans hefur ekki farið varhluta af niður-
skurðinum undanfarin ár. Nú er svo kom-
ið að milli 30 og 40 börn bíða fyrsta viðtals
á barnageðdeildinni og getur biðin varað
allt að 8 mánuðum. Mörg þessara barna
búa við óviðunandi aðstæður og er sjúk-
dómurinn oft kominn á alvarlegt stig þeg-
ar röðin er loksins komin að þeim.
Fram kom í máli Valgerðar Baldursdótt-
ur, barna- og unglingageðlæknis, að oft
verður að útskrifa börn sem varla eru hæf
ug v.'tu , , au
V
til að útskrifast, vegna þess að um bráða-
deild er að ræða og ekki er hægt að fylgja
meðferðinni eftir vegna skorts á fagfólki. I
heimsókn þingmanna á geðdeildirnar
kom fram að sárlega vantar sérhæft starfs-
fólk á göngudeild barna- og unglingageð-
deildarinnar.
Þar sem barna- og unglingageðdeildin
getur aðeins sinnt takmörkuðum fjölda
þeirra sem þarfnast þjónustu hennar, er
foreldrum og aðstandendum vísað á önn-
ur úrræði. Þau eru mjög kostnaðarsöm og
ekki á færi nema þeirra efnameiri að nýta
þau. Þau felast í að leita sálfræðiþjónustu
eða sérfræðilæknisþjónustu á stofu.
Tími hjá sálfræðingi kostar um 3000
krónur og sérfræðiþjónusta hjá geðlækn-
um er einnig kostnaðarsöm. Ásta sagði að
með þessu værum við komin út á þá var-
hugaverðu braut að þeir sem hafi fjár-
magn geti fengið Iæknisþjónustu, hinir
verði að gjöra svo vel og bíða eða vera án
þjónustunnar.
„Þetta gengur ekki,
því allir verða að hafa
aðgang að læknisþjón-
ustunni, óháð efnahag,11
sagði Ásta að lokum og
benti á að enginn sparn-
aður væri í því að skera
niður þjónustu við geð-
sjúk börn.
Mörg þeirra sem ekki
fá læknishjálp leiðast út
í vímuefnaneyslu og af-
brot. Það á sérstaklega
við um ofvirk börn.
Þessir einstaklingar
geta því orðið mjög dýr-
ir samfélaginu síðar, að
ógleymdri óhamingju
og vanlíðan sem þeir
valda sjálfum sér og
öðrum.
Þingmenn á fundi með starfsfólki geðdeildar Landspítalans, fremstt.v. Össur Skarphéðins-
son, Asta R. Jóhannesdóttir og Ögmundur Jónasson.
í löndum sem viljum bera okkur saman
við, s.s. Bandaríkjunum og Norðurlönd-
um, er miðað við að heilbrigðisyfirvöld
nái að veita 1-2% barna þessa þjónustu, en
hér á landi náum við til um 0,01% barna.
Vestnorrænir þingmenn styðja
kröfii um aðild að Thule-málinu
Grœnlendingar fái allar upplýsingar um vígbúnað í landinu
Vestnorræna þingmannaráð-
ið, sem er samstarfsvettvangur
þjóðþinga Færeyja, Græn-
lands og íslands, samþykkti
einróma stuðning við kröfu
Grænlendinga um aðild að
Thule-málinu svokallaða og að
þeir fái allar upplýsingar um
vígbúnað í landinu.
Vestnorræna þingmannaráð-
ið ræddi þróuna í Thulemálinu
á fundi sínum í Qaqortoq á
Grænlandi 11. og 12. ágúst sl.
„Það er móðgun við Græn-
lendinga að fá ekki aðild að
rannsókn á vígbúnaði og kjarn-
orkuvorpnabúnaði í landi
sínu“, sagði Ásta R. Jóhannes-
dóttir alþingismaður, sem sat
fundinn á Grænlandi. Danska
ríkisstjórnin hefur vísað á bug
kröfu grænlensku landsstjórn-
arinnar og utanríkis- og öryggis-
nefndarinnar um umfang og
beina aðild að rannsókn Thule-
málsins.
Sú skoðun kom mjög ákveðið
fram hjá þingmönnum á fundin-
um að þjóðþing vestnorrænu
landanna, Færeyja, íslands og
Grænlands, og ríkisstjórnir
þeirra eigi að fá aðgang að öll-
um upplýsingum um hernaðar-
lega notkun landanna, bæði
fyrr og síðar.