Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Side 2
2
ÞJÓÐVAKI
rödd fólksins
1. árgangur «16. tölublað • 23. ágúst 1995
Sími ritstjórnar 552 81 00 • Aðalstræti 9 • Fax 562 7060
Útgáfustj.: Marías Sveinsson, Jónas Ástráðsson
Umsjón: Einar Örn Stefánsson • Ábm.: Katrín Theódórsdóttir
Hönnun og umbrot: Leturval • Prentun: ísafoldarprentsmiöja.
Rcaðherrann og
blaðlaukurinn
Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra fór mik-
inn í sjónvarpi þegar loksins náðist í hann vegna
stöðugra frétta af klúðri, hækkunum og hæpinni lög-
fræði kringum framkvæmd GATT-samninganna.
Hann sagði að einstakir hnökrar væru vissulega á
frctmkvæmdinni en að öðru leyti væru þetta allt meira
og minna smámál. Auðvitað væri það löglegt að skil-
yrða tollfrían ostainnflutning við hráefni til ostagerðar
og tegundir sem ekki væru hér framleiddar, annars
hefði hann aldrei sett þá reglugerð. Athugasemdum frá
m.a. þingmönnum Þjóðvaka og forráðamönnum Hag-
kaups um lögmæti þeirrar reglugerðar svétrar hann
þannig að á það verði bara að reyna.
Um heildarstefnu landbúnaðarráðuneytisins sagði
Guðmundur Bjarnason það eitt að sér virtist allt vera
að verða vitlaust af því blaðlaukur hefði hækkað í verði.
Það mætti halda að þjóðin lifði á blaðlauk, sagði ráð-
herrann.
Guðmundur Bjarnason hefur hingað til notið virðing-
ar fyrir hófstillta framkomu og áreiðanleik í stjórnmála-
samskiptum. Það sýnir best vondan málstað ráðherr-
ans að hann skuli telja sig þurfa að verja hendur sínar
og ríkisstjórnarinnar með þeim valdhroka sem raun ber
vitni. „Vi alene vide“ sagði íhaldskóngur í Danmörku
eitt sinn um landsins gagn og nauðsynjar. Blaðlauksráð-
herrann telur ljóslega að það sama gildi um Framsókn-
arflokkinn í landbúnaðar- og neytendamálum eftir ára-
tuga forustu við að gera bændur að undirmálsmönnum
um leið og íslenskir neytendur þurfa að borga eitthvert
hæsta verð í heimi fyrir lífsnauðsynjar sínar, - þar sem
blaðlaukurinn hefur líka sína vigt þótt Guðmundur
Bjarnason telji að grænmetisverð skipti heimilin í land-
inu ekki nokkru máli.
Flótti fró
vonleysinu
Nýlegar fréttir um síaukinn brottflutning fólks af land-
inu eru einhver alvarlegustu tíðindi síðustu mánaða.
Það er auðvitað ekki nýtt að fólk reyni fyrir sér erlend-
is þegar erfiðleikar steðja að íslensku efnahagslífi. Þetta
gerðist til dæmis í lok sjöunda áratugarins og um miðj-
an áttunda áratuginn, svo ekki sé farið lengra aftur í tím-
ann. Sumir segja rauncir að það sé einn cif kostum sam-
eiginlegs vinnumarkaðcir á Norðurlöndum og nú á EES-
svæðinu að fólk skuli eiga völ þessa kosts þegar þröngt
er í búi hér heima.
Nú um stundir er hinsvegar engin skyndileg efnahag-
skreppa á ferð, aflabrestur eða hallæri. Efnahagssér-
fræðingar segja í gangi hæga uppsveiflu, og forsætis-
ráðherrann lýsti því yfir á blaðamannafundi í fyrra að
kreppunni væri lokið.
Fólkið sem nú er á förum frá landinu er því ekki að
flýja óvænt áföll. Fólkið er að fara vegna þess að það
hefur misst trúna á að nokkuð batni í atvinnumálum og
aðbúnaði að fjölskyldunum í landinu. Það hefur gefist
upp á samfélagsvandamálum þar sem engin lausn er
sjáanleg, sem landstjórnin hefur engan áhuga á að
leysa.
Það hefur brostið vonirnar um bætta tíma.
í þessu vonleysi felst áfellisdómur um pólitíska for-
ystu í landinu. Það segir allt sem segja þarf um þá trú
sem menn hafa á úrræðum þeirra sem nú eru sestir við
stjórnvölinn.
Þ J 6 Ð V A K I_
Hverjum er
verið að refsa?
Á vorþinginu var flutt tillaga til
þingsálykunar þar sem ríkis-
stjóminni var falið að beita sér á
alþjóðavettvangi fyrir því að við-
skiptabannið á írak yrði tafar-
laust tekið til endurskoðunar og
að mótuð yrði sú stefna að við-
skiptahindrunum verði aldrei
beitt við þær aðstæður eða
þannig að almenningur, ekki síst
böm, líði beinan skort af þeim
sökum. Ásta R. Jóhannesdóttir
var meðflutningsmaður að tillög-
unni.
Frá upphafi S.Þ. hefur viðskipta-
hindrunum verið beitt í u.þ.b. 10
skipti til þess að knýja ríki til að-
gerða eða aðgerðarleysis. Við-
skiptabönnin hafa verið misvíð-
tæk, þannig náði viðskiptabann
gegn fyrrum Júgósalvíu aðeins til
vopnasölu og viðskiptabann gegn
S-Áfríku tók aldrei til nauðsynja-
vara, ferða- eða samgöngumála.
Viðskiptabann gegn írak er hins
vegar mjög almennt, nær bæði til
inn- og útflutnings og til almenn-
ingssamgangna, þannig að í írak er
nú heil þjóð sem situr í fangelsi.
Nauðsynlegt er í alþjóðaviðskipt-
um að leitast við að beita friðsam-
legum aðgerðum, öðrum en
vopnavéildi, við lausn deilumála.
En þegar þess er gætt að bann S.Þ.
á viðskipti við þjóð er svo öflugt
vopn, að beiting þess getur ráðið
úrslitum um afdrif þjóðarinnar, er
Ijóst að gæta verður hófsemis við
beitingu þess, þannig að aldrei
verið gripið til þess nema til þess
að binda endi á refsivert athæfi.
Því verði m.ö.o. aflétt um leið og
því lýkur og beiting þess verði
ávallt í samræmi við viðurkennd
mannúðar sj óneirmið.
Innrásin í Kúvæt
Þegar írakar réðust inn fyrir
landamæri Kúvæt árið 1990 var
það skýlaust brot á þjóðarétti sem
og alþjóðalögum. Með innrásinni,
hernáminu og innlimun Kúvæts
var hrint af stað atburðarás sem
vesturveldin sáu sig tilneydd til að
stöðva. Öryggisráð S.Þ. greip til
þess ráðs að samþykkja algjört
viðskiptabann á írak, sem náði til
allra viðskipta þ.á.m. með matvæli
og lyf. Árásinni var hrundið eins
og alþjóð veit, enda var stríðið háð
í beinni útsendingu stærstu sjón-
varpsstöðva heims. Síðan eru liðin
tæplega 5 ár og enn er verið að
skipuleggja í kyrrþey hægfara hel-
för heillar þjóðar undir merki
þjóðaréttar. Frá því í ágúst 1990
hefur öryggisráðið samþykkt um
30 ályktanir um alls kyns við-
skiptahindranir gagnvart írak.
Með auglýsingu nr. 160 frá 1992
skuldbinda íslendingar sig til þess
að framfylgja ályktun öryggisráðs-
ins. í ályktuninni, sem inniheldur
vítækt viðskiptabann, er gerð und-
anþága þegar kemur að sjúkra-
gögnum og'matvælum sem notuð
eru í mannúðarskyni. Staðreyndin
er hins vegar sú að með aðgerðum
S.Þ. hefur írak verið gert ókleift að
flytja út framleiðslu sína, þ.m.t. olí-
una, nema með slíkum afarkostum
að þjóðin hefur ekki haft bolmagn
til þess að kaupa þær vörur sem
undanþágan nær til. Á meðan
sveltur þjóðin heilu hungri.
Hungursneyð og púkinn á
fjóshaugnum
Nú er svo komið að í landinu er
orðinn tilfinnanlegur skortur á
Katrín
Theódórsdótdr
skrifar
matvælum, lyfjum og öðrum nauð-
synjavörum. Börn og fullorðnir
deyja úr hungri eða hörgulsjúk-
dómum og sjúkrahúsin geta ekki
sinnt hlutverki sínu vegna skorts á
Iyfjum og öðrum aðbúnaði. Hinar
efnahagslegu þrengingar hafa ýtt
þjóðinni aftur til svartra miðalda,
framfarir og bjartsýni sem ein-
kenndu þjóðina fyrir örfáum árum
eru orðin fjarlæg endurminning.
Almenn menntun, sem komin var
á hátt stig, hefur þurft að víkja fyr-
ir baráttunni við hungurvofuna, en
þjóðarleiðtoginn Saddam Hussein
hefur fitnað eins og púkinn á fjós-
haugnum.
Þvingunarúrræði - refsing
- hemd
í ljósi þróunar sem átt hefur sér
stað í Irak frá innrásinni í Kúvæt
vakna vissulega efasemdir um
gagnsemi og réttlætingu viðskipta-
banns yfrleitt. Ef markmiðið með
viðskiptabanni var að knýja stjórn-
völd til að hörfa frá Kúvæt, þá má
segja að aðgerðirnar hafi skilað til-
ætluðum árangri fyrir löngu og
ekkert réttlæti viðhald ástandsins
af hálfu S.Þ. Hafi tilgangurinn hins
vegar verið sá að refsa stjórnvöld-
um fyrir innrásina í Kúvæt bitnaði
refsingin á röngum aðila, þ.e. fólk-
inu í landinu, hópi fólks sem ekki
kom nálægt hinu refsiverða at-
hæfi.
Samkvæmt íslenskum refsirétti
er það meginregla að mönnum
verði ekki refsað nema þeir hafi
brotið af sér og að aðeins þeim
brotlega verði refsað. Þáverður að
vera samræmi á milli refsingar og
hins refsiverða verknaðar. Við-
skiptabannið gegn írak hefur leitt
til þess að fjölskyldum, ættbálkum
og íbúum heilla bæjarfélaga hefur
verið refsað fyrir brot eins af þegn-
um samfélagisns. Þetta er í and-
stöðu við réttarvitund og réttar-
venju siðaðara þjóða og er í hróp-
andi andstöðu við þau mannúðar-
sjónarmið sem Genfarsáttmálinn
og niðurstöður Núrnberg-réttar-
haldanna byggðust á.
Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna
gegn írösku þjóðinni eru brot á
mannréttindasáttmála S.Þ. enda er
beint samband milli viðskipta-
bannsins og brota á grundvallar-
mcinnréttindum þegnanna í írak,
s.s. réttinum til lífsins, frelsis,
reisnar og skoðana.
Vegna þeirra grunnsjónarmiða
sem nútímaréttarríki byggir á, á al-
mennt viðskiptabcinn gegn fátæk-
um þjóðum aldrei rétt á sér. Hafi
öryggisráðið hins vegar ekki önn-
ur þvingunarúrræði ber því að
hlíta þeirri meginreglu að beita
ekki refsiaðgerðum lengur en þörf
krefur og þá aðeins í þeim tilgangi
að binda endi á refsivert athæfi.
Þegar búið var að hrekja herlið
íraka frá Kúvæt og landið búið að
endurheimta fullveldi og sjálf-
stæði, var ekki lengur um refsivert
framferði að ræða og því átti að
aflétta refsiaðgerðunum tafar-
laust. Það var ekki gert, heldur
setti öryggisráðið fram ný skilyrði.
Skilyrði um stríðsskaðabætur og
kröfur um eyðingu allra tortíming-
arvopna i írak. Eðlilega deila menn
úti um allan heim um þessi viðbót-
arskilyrði.
íslendingar beiti sér á
alþjóðavettvangi
Island er auðvitað aðili að S.Þ.
og samþykkti á sínum tíma við-
skiptabannið, auk þess sem við
höfum gert ráðstafanir til þess að
framfylgja ályktun öryggisráðs S.Þ.
um viðskiptabann með birtingu
auglýsingar nr. 160 frá 1992 um
fullgildingu þess. Með hliðsjón af
þróun í Irak og almennum mann-
úðarsjónarmiðum eru brostnar
forsendur fyrir svo víðtæku við-
skiptabanni og er nú mál að Iinni.
íslendingar hafa með starfi sínu
hjá S.Þ. sýnt að tekið er mark á
þeim. Þannig átti ísland drjúgan
þátt í því að samstaða tókst um á-
lyktun allsherjarþingsins, sem síð-
ar leiddi til stofnunar Ísraelsríkis,
auk þess sem íslendingar hafa lát-
ið til sín taka á sviði hafréttarmála.
Nú ættu íslendingar að ganga á
undan og berjast gegn viðskipta-
banninu og stuðla þannig að því
að harmleiknum í írak ljúki. Rétti
vettvangurinn til að hafa áhrif er
auðvitað öryggisráðið sjálft, en ef
sú barátta strandar á annarlegum
sjónarmiðum einstakra ríkja í ör-
yggisráðinu eins og Bandaríkja-
manna, þá tel ég að ísland eigi að
aflétta einhliða viðskiptabanni
gegn írak án nokkurra skilyrða og
láta reyna á afleiðingar þess að
þjóðarétti. Líkur eru til þess að Bill
Clinton muni beita sér fyrir því að
enn verði hert tökin á Irak vegna
þess að hann hafi séð tækifæri til
að koma forsetanum frá og nota
þannig ástandið í írak sér til fram-
dráttar í komandi kosningum.
Hann leggur nú hart að Jórdaníu-
mönnum að draga úr viðskiptum
við þjóðina, m.a. með því að kaupa
olíuna frekar af Saudi-Aröbum.
Það er niðurlægjandi fyrir íslend-
inga að taka þátt í þessum hildar-
leik. Við erum í mjög sterkri stöðu
til þess að brjóta ísinn, þar sem
þjóðin hefur engra efnahagslega
hagsmuna að gæta, eins og þær
þjóðir sem hafa lýst vanþókun á
viðskiptabanninu, en hafa sjálfar
hagsmuni af því að banninu verði
aflétt. Það er kominn tími til að
íraskur almúgi fái uppreisn æru.
Höfundur er framkvæmda-
stjóri þingflokks Þjóðvaka