Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Side 8

Þjóðvakablaðið - 23.08.1995, Side 8
ÞJÓÐVAKI FÓLKSINS • 1. ÁRG. ló. TBL. MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 1995 * * XWREVF/Í// 4 - 8 farþega og hjólastóiabílar 5 88 55 22 Alþýðubandalagið Harka í formannsslagiim Málefnin hverfa í skuggann um leið og átökin um forystu Allaballa verða persónulegri og illskeyttari Rúmlega fiinm vikur eru til stefnu í fonnannskosningum í Alþýðubandalaginu og fara á- tökin miili stuðningsmanna Margrétar Frímannsdóttur og Steingrims J. Sigfússonar harðnandi. Um leið hefur for- mannsslagurinn tekið á sig per- sónulegri blæ, en umræða um málefni og helstu kosti Alþýðu- bandalagsmanna og annarra fé- lagshyggjuafla í nánustu fram- tið hverfur í skuggann. Stuðningsmenn Steingríms eru heldur brattari nú en fyrr í sumar og telja sigurlíkur síns manns hafa aukist síðustu vikur. Ekki fari eins mikið fyrir kosn- ingabaráttu Margrétar og menn bjuggust við eftir laglega takta í upphafi. Þar sem hún hafi ekki greint sig svo neinu nemi frá Steingrími hvað málefni varðar eða framtíðarstefnu flokksins megi ætla að reynsla Steingríms í flokksforystu og ríkisstjórn vegi þungt þegar á hólminn kemur. Margrétarmenn telja hinsveg- ar að hún hafi betri byr sem for- ystumaður flokksins gagnvart meginfylgi hans á suðvestur- horninu og að flokksmenn muni taka sterklega með í reikninginn þá möguleika sem Allaböllum opnist með því að kjósa konu til forystu fyrstir gömlu flokkana. Þeir benda á að talsvert hik sé á stuðningsmönnum Svavars Gestssonar í Reykjavík, sem þrátt fyrir sífellt bandalag Svav- ars og Steingríms telja að Mar- grét sé vænlegri til að gefa flokknum fersklegt yfirbragð og höfða til yngri kynslóða, einkum í þéttbýli. Málefnamenúett Það vekur athygli að frambjóð- endurnir keppast við að sverja af sér alla málefnalega sérstöðu og vísa hvort um annað þvert til flokksstefnu í öllum meginmál- um, jafnvel þar sem hún er óskýr eða engin. Frambjóðendurnir vita sem er að þeir eiga alltraust fylgi hvort sinnar fylkingarinnar i flokknum, þar sem „Ólafsmenn“ styðja nánast allir Margréti og flestir „flokkseigenda“ Steingrím. Þeir keppa því einkum um miðju- fylgi þeirra sem ekki standa fast í þessum fylkingum og varast að taka harða afstöðu um málefni eða starfsstíl af ótta við að slíkt gæti fælt frá. Þessa verður mjög vart í um- ræðum um samfylkingarmál fé- lagshyggjumanna. I upphafi hafði Margrét uppi mjög jákvæð viðhorf til samvinnu og samein- ingar, en Steingrímur hlóð upp skilyrðum og fyrirvörum. Upp á síðkastið hefur Steingrímur forð- ast að hafa hátt um þessi efni, meðal annars vegna neikvæðra viðbragða hjá yngra fólki í Reykjavík og nágrenni, og Mar- grét hefur jafnframt dregið í land þar sem samfylkingarpólitíkin hefur minni byr hjá Allaböllum á landsbyggðinni. í nýlegum svörum við spum- ingu um sameiningu vinstri- flokka í Helgarpóstinum virðist munurinn nánast enginn á fram- bjóðendunum. Annar segir: „Það á að vinna að aukinni samstöðu vinstri manna, og forða því að kraftarnir dreifist of víða... Fyrst og síðast hlýtur sú sameining að snúast um að finna málefnalega samnefnara." Hinn segir: „Ég tel að fyrst þurfi að auka samvinnu vinstri flokkanna, finna hvar leið- ir liggja saman og hvað skilur að. Það er fyrsta skref í þá átt að hér verði öflug hreyfing vinstri manna." Þess má geta að við sama tæki- færi spáðu báðir frambjóðend- urnir því að íslendingar ynnu landsleikinn við Sviss 2-1. Skiptír kosningin máli? Stuðningsmönnum beggja frambjóðenda hefur hitnað í hamsi síðustu vikur og telja úr- slit kosninganna geta ráðið úr- slitum um gengi flokks síns á næstu árum. Utan flokksins hef- ur áhugi á formannskjörinu aftur á móti minnkað. Steingrímur J. Sigfússon er ekki líklegur til að breyta áherslum í stefnumálum og flokksstarfi að neinu ráði, og hefur í áranna rás verið afar tor- trygginn á tilraunir til að brjóta upp smáflokkaveldið á vinstri- kantinum, hvað sem síðar kann að verða. Margrét virðist fyrir- fram vænlegri til að skapa Al- þýðubandalaginu svigrúm til nýjunga i áherslum og sam- starfskostum. Ljóst er þó að þar yrði við ramman reip að draga, og til slíkra hluta þyrfti hún skýrt umboð, þannig að hún væri ekki einungis kjörin til að vera sjón- varpsandlit flokksins heldur til að stýra honum í ákveðnar áttir. Kosningabarátta síðustu vikna bendir ekki til þess að hún hygg- ist sækja sér slíkt umboð í for- mannskjörinu. Formannskosningarnar í Al- þýðubandalaginu hafa hinsveg- ar tafið félagshyggjumenn við það verk að finna sameiginlega fleti á samvinnu og samfylkingu, þar sem Allaballar beina sjónum sínum eðlilega inn á við í sumar. Hver sem úrslitin verða hafa þau áhrif á sameiningarþróunina. Þar er ekki eingöngu beðið eftir viðhorfum hins nýja formanns heldur einnig stefnu fylkinga, hópa og einstaklinga í Alþýðu- bandalaginu. Þannig hefur vakið athygli að Ólafur Ragnar Gríms- son vék sér undan því í sjón- varpi fyrir nokkru að tilgreina af- stöðu sína til formannskosning- anna, en sagðist í staðinn mundu gera sitt í haust og vetur til að koma af stað raunhæfum við- ræðum um samvinnumál milli fulltrúa félagshyggjuaflanna á þingi. V Stuðnmgsmenn úr öðrum flokkum? Dæmi um hörkuna sem hlaup- in er í formannskjörið eru ásak- anir stuðningsmanna Steingríms í garð framkvæmdastjóra flokks- ins, Einars Karls Haraldssonar, þar sem hann var talinn hafa unnið með Margréti í vinnutím- anum. Gagnásakanir komu strax fram um að Steingrímur hefði snemma vors hótað fjöldaupp- sögnum á flokksskrifstofunni þegar hann næði kjöri. Þá hafa lesendur Vikublaðsins undanfarið fylgst með sérkenni- legum orðaskiptum Einars Gunnarssonar, stuðningsmanns Steingríms, við Margrétarfólk, þar sem Einar telur Margréti það til lasts að hún eigi sér fylgis- menn utan flokksins, og bendir sérstaklega á skrif Alþýðublaðs- ins og Þjóðvaka um formanns- kjörið. Velvild utanflokksmanna í garð Margrétar hljóti að stafa af illgirni og þýða að hún sé verri kosturinn fyrir Alþýðubandalag- ið. Hvað sem Alþýðublaðinu líður hefur Þjóðvaki auðvitað ekki tek- ið neinskonar afstöðu í þessu kjöri, þótt Jóhanna Sigurðardótt- ir og fleiri forystumenn flokksins hafi ef til vill talað nokkrum sinn- um heldur hlýlegar um Margrétf en Steingrím. Verður því að kafa nokkuð djúpt í flokkssál Alla- balla til að setja ummæli Einars Gunnarssonar í rétt samhengi. Fyrir utan Kross Málflutningur af þessu tagi mótast fyrst og fremst af þeirri lífseigu goðsögn í Alþýðubanda- laginu að utan landamæra flokksins sé einbert óvinaland þar sem ekkert gott getur þrifist. Sú pólitíska sýn er í raun arfleifð frá kommúnískum frumherjum og magnaðist mjög á einangrun- artímabili kalda stríðsins. Öllum er ljóst að á síðustu áratugum skipta einstök flokksbönd sífellt minna máli á vinstrivængnum, en flokksaðild er ýmsum ennþá dýrmætur hluti af sýn þeirra á sjálfan sig og stöðu sína í sífellt flóknari umheimi, á svipaðan hátt og stuðningsmenn íþrótta- félaga fylgja sínu liði hvað sem á gengur. Við núverandi krossgötur á vinstrivæng virðist staða Einars Gunnarssonar og skoðana- bræðra hans í iðuköstum sam- tímans harla álík og í þjóðsög- unni um kerlinguna sem var nið- ursetningur á Skarðsströnd og varð frá sér af örvilnan þegar til stóð að flytja hana á nýjan stað fyrir utan bæinn Kross. Vegna þess að í Passíusálmunum segði á einum stað: sálin má ei fyrir utan kross öðlast á himnum dýrðar- hnoss. Æuintýri á norðurslóðum uerði hluti námsefnis bama Læra þau um menningu nágrannaþjóðanna? Fyrsti skóladagur bams á Grænlandi er mikill há- tíðisdagur í hverri fjölskyldu. Ættingjar koma langt að og fagna áfanganum með baminu og klæðast þjóðbúningi. íslensku þingmennirinir á fundi Vestnorræna þingmannaráðsins lögðu til að barnasjónvarps- myndirnar þrjár „Ævintýri á norðurslóðum“, sem gerðar voru um börn á Grænlandi, Færeyjum og fs- landi og þarlendir kvikmyndagerðarmenn unnu í sameiningu, yrðu keyptar til sýninga í skólum. Einnig var samþykkt að beina því til Norðurlandanna að taka myndirnar inn í námsefni barna og vinna með því ýtarefni.

x

Þjóðvakablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.