Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 4

Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 4
Færi til uppstokkunar í atvinnulífínu Versnandi hagur hefðbundinnarfiskvinnslu knýr á um grundvallarhreytingar. Verkalýðshreyfingin getur komið þeim af stað og um leið skapað leið upp úr láglaununum - en það kostar hugrekki og hreinskilni gegn viðteknum vinnuhrögðum og staðbundnum skammtímahagsmunum Björn Grétar Sveinsson og Arnar Sigurmundsson takast á um kjörin ífiskvinnslunni í haust. Frá fyrsta Islandsmót- inu í handflökun sem fram fór við Reykjavíkurhöfn. Sumri hallar: Svaiir vindar taka við af sólarylnum og nátt- úran býr sig hægt og hóglega undir nýtt vetrarríki. Bændur hafa komið heyforða í hlöður og stýra nú safni sínu af fjöll- um, þéttbýlingar sestir við eftir orlof í íslenskum birkivéum eða suðrænum strandvinjum, og blessuð börnin eru komin aftur í skólana. Snjallir ýtar eru líka að ljúka hinu pólitíska sumarfríi, pólitík- usamir famir að vígbúast fyrir átökin við Austurvöll og forystu- menn í atvinnulífi stinga, saman nefjum um horfur og hagsmuni. Þegar fjallatopparnir hafa sett upp húfur mjallahvítar í haust munu stjómmálin ljóslega mark- ast af efnahagsumræðu og eink- um snúast um tvennt: áætlanir ríkisstjómarinnar um stóraukinn niðurskurð í ríkisútgjöldum ann- arsvegar, hinsvegar um nýja kjarasamninga í byrjun næsta árs. Hallæri í góðærinu I miðjum sífréttum af langþráðu góðæri berast tilkynningar um voða og vá í þeirri atvinnudeild sem löngum hefur stjómað hjart- slættinum í efnahagslífi og lífs- kjaraþróun á íslandi. Bolfisk- vinnslan er rekin með tapi uppá 10-12 prósent, og allt í einu er bjartsýnin horfin úr svipmóti valdsmanna í ríkisstjóm og at- vinnurekstri. Hér með er að þeirra sögn horfið svigrúmið til að bæta lífskjör eftir næstum áratugar- langa kreppu sem landsmenn hafa mætt með því að herða ólina æ fastar, og við verðum í þorsksins nafni og fjörutíu að sætta okkur við framhaldandi láglaun. Nema maður sé háembættismaður eða heilsugæslulæknir. Verkalýðsleiðtogar bregðast við og benda á að þeir kannist við þetta veðurhljóð nokkmm mánuð- um fyrir kjarasamninga. Kjara- kerfið hefur lengi verið byggt á homsteini fiskvinnslunnar, og því séu forystumenn í þeirri grein sí- fellt sendir út af örkinni að rífa klæði sín og gnúa ösku í hár sér þegar launafólk hugsi sér til hreyf- ings í kjaramálum. Nær væri, segja þeir báðir, Bjöm Grétar Sveinsson og Ari Skúlason, að þessir grátkarlar snem sér að því að reka fyrirtækin betur eftir að þeim hefur með þjóðarsátt og þar- afleiðandi þrengingum verið hlað- inn gjörbreyttur rekstrargmnnur. Sami grauturinn? Bimir og Arar hafa vissulega til síns máls. En því miður hljómar þeirra söngur líka kunnuglega. Ef allt fer að venju eykst þetta yfir- lýsingastríð fram eftir hausti þangað til samningaviðræður hefjast. Þær taka nokkra mánuði með tilheyrandi áróðursslag. Rík- isstjóm og atvinnurekendur setja verkalýðsforystunni þann stól fyrir dyr að umtalsverðar al- mennar kjarabætur muni splundra jafnvæginu í efnahags- lífinu með verðbólgu og vaxta- hækkunum. Oddvitar launafólks á landsbyggðinni verða gerðir persónulega ábyrgir fyrir fram- haldi atvinnulífs í hinum dreifðu byggðum þar sem hefðbundin fiskvinnsla er hrygglengjan í af- komu fólksins. Menn sættast að lokum á takmarkaðar launahækk- anir, væntanlega í nafni samstöðu um einhverja hækkun lægstu launa og sérstökum aðgerðum í illa stæðum atvinnugreinum. Þær verða fjármagnaðar af skattfé landsmanna. Obbi opinberra starfsmanna verður bundinn á hinn almenna klafa, en á síðasta snúningi samninga þrýsta nokkrir sérhópar iðnaðarmanna innan ASÍ sér frammúr, og eftir hina al- mennu kjarasamninga fara aðrir skár stæðir hópar á vinnumarkaði í uppáhaldsleikinn: Eitt par fram fyrir ekkjumann. Allt gerist þetta í nafni bolfisk- vinnslunnar sem er rekin með tapi og undir gunnfánum jafn- vægis sem ekki má raskast í byggðaþróun. Breyttar aðstæður Falli kjaraátök haustsins í það far sem að framan var lýst er ferðin til lítils farin, og ef til vill skyn- legast að spara sér fé og fyrir- höfn, gefa forkólfunum frí og láta tölvuspekinga og líkindafræð- inga um útreikninga alla í ljósi hefðar og venju. Reyndar væri ferðalagið betur ófarið, því hin hefðbundna niður- staða er nánast verri en engin, bæði fyrir launafólk og atvinnu- lífið sjálft. Þótt upphafstónamir í kjarasinfóníu haustsins hljómi kunnuglega bendir nefnilega margt til að aðstæðumar séu gjör- breyttar síðan síðast og þaráður. Þar veldur mestu að hefðbundin fiskvinnsla virðist vera í raun- vemlegri kreppu sem í þetta sinn stjómast ekki eingöngu af tíma- bundinni markaðslægð eða óstjóm í rekstri. Þorsteinn gerist vegvísir Vitnisburður um þessa kreppu var um daginn fluttur í sjónvarps- fréttum Stöðvar tvö, og votturinn var óvæntur, sjálfur sjávarútvegs- ráðherrann. Þorsteinn Pálsson var yfirheyrður um stöðuna á skyrt- unni úti í garði hjá sér og hefur kannski þessvegna verið opin- skárri og framsýnni en venja er til á þeim bæ. Þorskurinn er ekki lengur það metfé sem við höfum hingaðtil getað treyst á, sagði ráðherra. Hin hefðbundni frysti- iðnaður er í harðari samkeppni en nokkm sinni fyrr, og afurðir okk- ar standa nú á markaði jafnfætis fisktegundum sem við eitt sinn töldum hálfgerðan skítfisk. Við erum komin hér að vatnaskilum, sagði Þorsteinn nokkumveginn. Og um launamálin bætti Þor- steinn því við að hann teldi eðli- legt að miða laun í fiskvinnslunni eiga að ráðast af stöðu þeirra fyr- irtækja sem best væra stödd. Og raunar heyrast einnig úr verkalýðshreyfingunni aðrir tón- ar en þeir venjulegustu: áður- nefndur formaður Verkamanna- sambandsins sagði í Mogga í síð- ustu viku að í þessari stöðu hlytu menn að horfa til eignarhalds og afnotaréttar á auðlindinni sjálfri. Bjöm Grétar setur þar með kast- Ijós á sjálft sjávarútvegskerfið og spyr spuminga um hæfni og verklag þeirra sem stjóma nýingu gmndvallarauðlindarinnar. Samiiingar um uppstokkun? Á borði hafa forystumenn launa- fólks í undanfama allmarga ára- tugi sætt sig við það að vegna einhvers séreðlis fiskvinnslunnar geti hún ekki staðið undir öðm en láglaunum, sem síðan móti allt kjaramunstrið í landinu. Þó er upplýst að launakostnaður í fisk- vinnslu er varla nema fimmtung- ur heildarkostnaðar. Aðstæðumar nú kynnu þó að gefa verkalýðshreyfingunni færi á að brjótast út úr vítahringnum. Þjóðarsáttarsamningar og fómir undanfarinna ára hafa skapað at- vinnufyrirtækjunum tækifæri til að koma sér úr kreppunni. Þótt þau færi hafi verið misvel nýtt er umhverfi atvinnurekstrarins gjör- breytt frá því sem áður var. Hins- vegar er orðin brýn þörf á gmnd- vallarbreytingum í hefðbundn- ustu greinum þess, einkum frysti- iðnaðnum. Þetta skapar möguleika til að knýja fram uppstokkun í hefð- bundinni fiskvinnslu. Hreyfiafl slíkrar uppstokkunar gæti ein- faldlega verið þokkaleg kaup- hækkun sem miðaðist við stöðu betur staddra fyrirtækja í sjávar- útvegi. Henni þyrftu þó að fylgja ýmsar grunnbreytingar í rekstr- arumhverfi sjávarútvegsfyrir- tækja. Mikilvægur hluti þeirra væri að tryggja eðlilegt og opið verðmyndunarferli sem ekki get- ur byggst á öðru en markaðsvið- skiptum með allan fisk af Islands- Verða samningaviðrœðurnar enn ein ferðin án fyrirheits? Frá útifundi um kjaramálin ífyrravor.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.