Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 3

Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 3
þJOðVAKABLAðlð 3 Þingflokkur jafnaðarmanna Spennandi nýsköpun framundan Það er köstur að koma á óvart í stjórnmálum, segir Einar Karl Haraldsson um hinn nýja þingflokk. Það er kostur en ekki löstur að koma á óvart í stjórnmálum - það hvernig Þjóðvaki og Al- þýðuflokkurinn stóðu að þessu sameiningarskrefi kom náttúr- lega öllum í opna skjöldu, bæði fjölmiðlaheiminum og stjórn- málamönnum á öðrum bæjum, segir Einar Karl Haraldsson sem ráðinn hefur verið til að vinna að sameiningarferli hreyfingar jafnaðarmanna á næstu misserum. - Það er til sannindamerkis um að menn vilji í raun nýsköpun hvemig staðið er að sameiningu þingflokka og þróun hugmyndar- innar um sameiningu jafnaðar- manna. Formið á ráðningu minni er í sjálfu sér einnig nýsköpun. Ekki verið að koma á fót skrif- stofuhaldi og yfirbyggingu held- ur er kyrrstöðu sagt stríð á hendur og ráðist í að skapa hreyfmgu í kringum hugmynd. Engir fordómar meóal AB-félaga —r Hvorki Þjóðvaki né Alþýðu- flokkurinn er yfir mér heldur er samningur minn við hinn nýja þingflokk. Verkefnið verður þró- að áfram, meðal annars með vikulegum fundum með þing- mönnum og helstu ráðgjöfum þeirra. Þessir vikulegu fundir verða eins konar hugmyndapott- ur.sem fleiri verða kallaðir til að hæra í, en ég mun auðvitað einn- ig koma á fundi hjá Alþýðu- flokknum, Þjóðvaka og öðrum hópum eftir því sem verkast vill. - Að sjálfsögðu mun ég með ánægju sækja með sama hætti fundi hjá Alþýðubandalaginu, segir Einar Karl. - Eg hef þegar fengið ágætis viðbrögð frá Al- þýðubandalagsfólki við verkefni mínu. Og það verður ekki nóg- samlega undirstrikað að meðal almennra félaga eru engir for- dómar gagnvart samfylkingar- og sameiningarhugmyndum jafnað- armanna. Þessi vilji hefur marg- sinnis verið undirstrikaður í könnunum og sannað sig við myndun Reykjavíkurlista. Menn verða að fyrirgefa flokks- forystu Alþýðubandalagsins hastarleg viðbrögð, því þetta kom henni á óvart. Hins vegar liggur vilji kjósenda ljós fyrir. Kjósend- ur eru meiri vitsmunaverur en margur stjómmálamaður hyggur og ég sannfærist æ betur um það eftir því sem ég starfa lengur í stjómmálum að kjósendur vita hvað þeir vilja. Breiö lireyfing - Vandamál hreyfingar jafnaðar- manna em skipulagslegs eðlis. Meirihluti kjósenda aðhyllist sjón- armið jafnaðarmanna, en honum hefur ekki verið boðið upp á nægi- lega traustan valkost. Reyndar held ég að lykillinn að árangri Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks í síðustu kosningum sé ein- mitt sá að kjósendur töldu þar meira traust að fá en hjá marg- klofxnni hreyfingu jafnaðarmanna. - Já, ég lít svo á að hreyfing jafnaðarmanna standi saman af fólki úr flokkunum Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi, Þjóð- vaka, Kvennalista og reyndar mun fleira óflokksbundnu fólki, einnig úr kjósendahópi ríkis- stjómarflokkanna. Sú megin- skoðun sem bindur þetta fólk saman er hugsjón jafnaðar. Þessi góða lífsskoðun hefur ekki náð samsvarandi fylgi til landstjórnar og hún nýtur í samfélaginu. - Bakvið skoðun verður að vera pólitískt fylgi. Verkefni okkar er að búa þann styrk til. Menn verða að átta sig á því að breiddin innan jafnaðarmannaflokka til dæmis á Norðurlöndum er gífurleg. Þar er hið breiða litróf, róttæklingar og íhaldsmenn, verkalýðsforysta og andstæðingar verkalýðsforystu, örgustu tæknikratar með frjáls- hyggjutónum til harðvítugra and- stæðinga tæknihyggju og neyslu- þjóðfélags. Og þannig mætti telja áfram. Slíkir flokkar spanna yfir- leitt meiri pólitíska breidd en hægri vængurinn sem er and- spænis þeim. VHjum mynda póli- tískan meirihluta - Hjá okkur er um það að ræða að við höfum hreyfingu jafnaðar- manna sem spannar nokkra flokka. Hún gæti sýnt meiri styrk með því að stokka upp og sam- eina nokkra þeirra, - en pólitískt gæti hún einnig alveg eins skipst upp í fleiri flokka. Það eru uppi alveg nógu margar pólitískar sér- viskur til þess að stofna ennþá fleiri flokka ef mönnum sýnist svo. I þeirri skipulagsheild sem við viljum sjá verður að vera rúm fyrir marga skoðanahópa. Með því að skilgreina hvað er mikil- vægast fyrir hugsjón jafnaðar- mennskunnar eigum við mögu- leika á að geta breytt þessu sam- félagi til hins betra. Við þurfum að mynda pólitískan meirihluta til þess að koma þessum megin- atriðum fram. - Viðbrögð forustu Alþýðu- bandalagsins voru að sumu leyti eðlileg. Eg tel að það sé kostur en ekki löstur í stjómmálum að geta komið á óvart. Það hvemig Þjóð- vaki og Alþýðuflokkurinn stóðu að þessu sameiningarskrefi kom náttúrulega öllum í opna skjöldu, bæði fjölmiðlaheiminum og stjóm- málamönnum á öðmm bæjum. - Ég stóð frammi fyrir því að þurfa að taka skjóta ákvörðun. Stundum þurfa menn að eiga við sjálfa sig að taka ákvarðanir og sæta afleiðingum af þeim. í sjálfu sér hefði verið heppilegra að geta talað við fleiri um ákvörðun mína en til þess vannst ekki tóm. * Oyfirveguö viðbrögd - Mér finnst viðbrögðin hafa ver- ið óþarflega mikið á persónulegu nótunum og of lítið gert úr hinum pólitísku tíðindum sem í þessum skrefum felast. Auðvitað em það stórpólitísk tíðindi að þingflokk- Einar Karl: Menn verða að fyrir- gefa forystu Alþýðubandalagsins hin hastarlegu viðbrögð. ar Þjóðvaka og Alþýðuflokksins skuli sameinast í einn þingflokk jafnaðarmanna. Það era líka mik- il tíðindi er formaður Alþýðu- flokksins lýsir því yfir með afger- andi hætti að hann vilji án skil- yrða hefja samræður við Alþýðu- bandalag og Kvennalista um frekara samstarf. - Viðbrögð forystu Alþýðu- bandalagsins vora óyfirveguð og ekki mjög skynsamleg. Það er ekki klókt hjá neinum að mikla fyrir sér örðugleikana á því að hreyfing jafnaðarmanna sýni meiri pólitískan styrk, segir Einar Karl, og segist persónulega afar sáttur við þær breytingar sem umskiptin hafi í för. - Ég var auð- vitað búinn að vinna áram saman með fyrrverandi formanni í mínum ágæta flokki, en þegar hið nýja tvíveldi Svavars Gestssonar og Margrétar Frímaimsdóttur kom tií sögunnar í valdastólum Al- þýðubandalagsins urðu starfsað- stæður mínar óviðunandi. Nú er því starfi lokið og nýtt tekur við. Ég treysti mér og þeim vel til þess að vinna saman á öðram for- sendum, og ég hlakka mjög til þeirra spennandi verkefna sem framundan era. Pað held ég,nú... Jóhanna Sígurðardóttír Breytt kjördæmaskipan forsenda framfara Eitt brýnasta verkefnið í íslenskum stjómmálum er að breyta núverandi kjördæmaskipa og jafna atkvæðavægi landsmanna. Það er eitt lykilatriðið og forsenda fram- fara í þjóðfélaginu. Þó það eigi sér mikinn hljómgrann að breyta þurfi kjördæmaskipaninni, þá hafa þingmenn ekki mannað sig enn uppí að taka á því máli. Þær breytingar sem gerðar hafa verið hingað til hafa flestar misheppnast. Einfald- lega vegna þess að þær era því marki brenndar að marg- ir þingmenn tóku afstöðu til tillagna eftir því hvort lík- legt væri að þeir væra inni eða útaf þingi. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra, og af og frá að þau vinnubrögð hafi hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. St j ór nlagaþing Mikilvægt er að höggva á þennan hnút. Það er ekki lengur hægt að búa við það að löggjafarsamkoman geti ekki tekið á mikilvægustu grandvallarþáttum í stjórn- skipan landsins, sem er endurskoðun stjómarskrárinnar og að jafna atkvæðavægi landsmanna A Alþingi hef ég lagt til breytingu á stjómarskránni þess efnis að efnt skuli til sérstaks stjómlagaþings, sem skipað verði þjóðkjömum fulltrúum. Kjörgengi þeirra fari eftir sérstökum kosningalögum og kosnir persónu- kjöri. Stjómlagaþing hefur það verkefni að leggja fram breytingar á kosningalögum og reglum, með það að markmiði að jafna atkvæðavægi landsmanna. Stjórnlagaþing á eiimig að skoða sérstaklega æskileg- ar breytingar á stjómkerfinu, eins og aukinn rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu og skýrari skil milli fram- kvæmdar- og löggjafarvalds. Er þar átt við atriði eins og hvort ráðherrar eigi jafnframt að vera þingmenn og hvort afnema skuli aukafjárveitingar. Jafnframt á þingið að skoða hvort rétt sé að breyta og setja skýrari ákvæði um þingrofsréttinn, t.d. hvort tekin verði upp sú skipan sem er í gildi í Noregi, þar sem þingrofsheimild er ekki fyrir hendi. Ennfremur er rétt að huga að ákvæðum Stjórnlagaþing hefur þaðverk- efni að leggja fram breytingar á kosn- ingalögum og reglum, með það að markmiði að jafna atkvæðavægi landsmanna. stjómarskrárinnar um setningu bráðabirgðalaga í ljósi þess að nú situr Alþingi allt árið. Að auki hefði stjómlagaþing það verkefni að fjalla um ákvæði stjómarskrárinnar um ráðherraábyrgð. Til um- fjöllunar ætti að taka þær skráðu og óskráðu reglur sem í reynd ríkja um embættisfærslur í opinberri stjórnsýslu, einkum varðandi embættisveitingar í æðstu störf og breytt fyrirkomulag þess. Svo og fjallar þingið um hvort rétt sé að setja reglur um ráðstöfun opinberra fjár- muna og þá hvort rétt sé að draga úr stjómmálalegum afskiptum í sjóða- og bankakerfinu. Að sjálfsögðu mun stjómlagaþingið, auk áðurnefndra atriða, taka stjómarskrána til endurskoðunar í heild. Skipan stjóriilagaþings Um skipan stjórnlagaþings og starfshætti þarf að setja sérstök lög. í framvarpi því sem ég lagði fram á Alþingi er m.a. lagt til að þingið verði skipað þjóðkjörnum full- trúum sem verði kjörgengir samkvæmt lögum um kosn- ingar til Alþingis, öðram en alþingismönnum. Með slíku þingi væri komið í veg fyrir að alþingismenn fjöll- uðu um mál sem vörðuðu þá sjálfa, t.d. ákvæði stjómar- skrárinnar um kosningaskipan og ráðherraábyrgð. Lagt er til að stjómlagaþing verði skipað 41 kjörnum fulltrúa. Þeir skulu kosnir persónukosningum, en slíkt fyrirkomulag gefur kjósendum tækifæri til að velja menn á þingið án tillits til þess hvaða flokki eða samtökum þeir tilheyra. Þá er gerð krafa til þess að frambjóðendur hafi tilskilinn fjölda meðmælenda, enda mikilvægt að til þingsins veljist einstaklingar sem njóta góðs trausts sam- borgara sinna. Slík krafa er einnig í samræmi við lög um kosningar til Alþingis, en þar er kveðið á um tiltekinn fjölda meðmælenda með hverjum framboðslista. Gert er ráð fyrir að fulltrúar á stjómlagaþingið verði kjömir í núverandi kjördæmum landsins. Við skiptingu fulltrúa á kjördæmin hefur verulega verið tekið mið af fjölda íbúa í kjördæmum og þannig reynt að jafna vægi atkvæða mun meira en nú er. Þó er gert ráð fyrir að hvert kjördæmi kjósi eigi færri en þrjá fulltrúa á þingið. I heild hefði Reykjavík og Reykjaneskjördæmi samtals 21 fulltrúa en samanlagðir fulltrúar annarra kjördæma yrðu 20. I framvarpinu er kveðið á um að stjómlagaþing starfi í einni málstofu og því settur tímafrestur hvenær starfí þess lýkur. Þá þegar færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjómlagaþings. Bindandi þjóöaratkvæðagreiðsla Lagt er til að tillögur stjórnlagaþings verði bomar undir þjóðaratkvæði. Niðurstaða af þeirri atkvæðagreiðslu yrði bindandi. Nái tillaga stjómlagaþingsins fram að ganga í þjóðaratkvæðagreiðslu verður hún lögð fyrir forseta Islands til staðfestingar og tekur þá ný stjómar- skrá gildi. Eðlilegt er að stjómlagaþing setji ákvæði í hina nýju stjómarskrá um að eftir að hún hefur verið staðfest af forseta lýðveldisins skuli Alþingi rofíð og efnt til kosn- inga samkvæmt þeirri kosningaskipan sem hin nýja stjómarskrá kveður á um. Höfundur er formaður Þjóðvaka, og þingmað- ur Þingflokks jafnaðarmanna í Reykjavík.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.