Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 2

Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 2
2 þJOðVAKABLAðlð 2. árgangur* 15. tölublaö* 18. september 1996 Sími 552 8100 • Austurstræti 6 • Fax: 562 7060 Útgefandi: Þjóðvaki Útgáfustjórar: Marías Sveinsson, Jónas Ástráðsson Umsjón: Einar Örn Stefánsson, s. 896 2416 • Ábm.: Mörður Árnason Umbrot: Þröstur Haraldsson • Prentun: ísafoldarprentsmiðja Sameiningarferli fyrir alla jafnaðarmenn Nú hafa þau tíðindi gerst að stofnaður hefur verið sameiginlegur þingílokkur úr þingflokkum Alþýðuflokks og Þjóðvaka, - Þing- flokkur jafnaðarmanna. Jafnframt hefur verið efnt til sameiginlegs vettvangs jafnaðarmanna sem Einar Karl Haraldsson hefur verið ráðinn til. Sá vettvangur er ætlaður öllum jafnaðarmönnum hvar í flokki sem þeir standa. Það er alveg ljóst að hér er um stórpólitísk tíðindi að ræða sem komu mörgum í opna skjöldu. Fjölmiðlamir hafa flestir hverjir ekki haft þrótt til að fjalla um þessi tíðindi með faglegum hætti, en viðbrögðin almennt hafa gefið til kynna að mörgum er fjarri því að vera sama um þessa viðburði. Forystumenn þingflokks jafn- aðarmanna, Þjóðvaka og Alþýðuflokksins, hafa hins vegar lagt áherslu á að hér væri um að ræða fyrsta skrefið á langri leið. Til að spara sér að hugsa haf^ýmsir orðið til þess að hampa þeirri khsju að ekki sé um arínað að ræða en að Þjóðvaki haldi heim á leið til Alþýðuflokksins. Þetta hljómar hálf hjárænulega þegar horft er til þess fólks sem skipar þingflokk og forystusveit Þjóðvaka, þar sem er t.d. að finna fólk sem var utanflokka, fyrr- verandi Framsóknarfólk og síðast en ekki síst fyrrverandi Alþýðu- bandalagsfólk. Það er til að mynda ekki bara fyrrverandi varafor- maður Alþýðuflokksins sem leiðir þingflokk Þjóðvaka til sam- starfs við Alþýðuflokldnn í Þingfloklci jafnaðarmanna heldur og fyrrverandi varaformaður Alþýðubandalagsins. Og ætli það sé ekki nærtækust skýring á hóflausum viðbrögðum þess hóps sem stundum hefur verið auðkenndur sem „flokkseigendafélagið“ í Alþýðubandalaginu hvað fyrrverandi áberandi Alþýðubandalags- menn eru fjölmennir í því sameiningarferli sem nú er að hefjast. Sjálfsagt hlýtur að vekja sérstaka athygli hversu hraustlega þau Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Baldvin Hannibalsson hafa tekið á í þessu máli. Bæði hafa þau látið persónulegan kryt og fortíðar- drauga víkja fyrir hugsjóninni um sameiningu jafnaðarmanna á Islandi. I viðtali við Alþýðublaðið sagði Jóhanna: „Það er mikil- vægast að líta til framtíðar og persónur mega ekki þvælast fyrir þeirri þróun.“ Þau Jón Baldvin og Jóhanna hafa bæði unnið mik- inn persónupólitískan sigur með þessu skrefi. Auðvitað er það rétt sem svo oft hefur verið haldið fram að póli- tískt er skemmst á milli Þjóðvaka og Alþýðuflokks. Alþýðu- bandalagið eða öllu heldur hluti þess hefur iðulega viljað marka sér sérstakt hom í íslenskum stjómmálum á skjön við þyngdar- punkt jafnaðarstefnunnar. Þetta sjónarhom viðraði Steingrímur J. Sigfússon í fjölmiðlum á dögunum þegar hann kvað flokk sinn hafa fengið meiri sérstöðu til vinstri með sameiningu Þjóðvaka og Alþýðuflokks í þingflokki jafnaðarmanna „þegar hægri miðju- kratafylking sameinast í einum þingflokki“, eins og Steingnmur orðar það. Hér er aftur og enn verið að reyna að marka Alþýðu- bandalaginu bás í pólitískri einangmn. Þeir jafnaðarmenn í Al- þýðubandalaginu sem telja sig frjálslyndari en hinn tilvitnaða verða því að virða öðram til vorkunnar þó efasemdir vakni um að slíkt pólitískt einangrað Alþýðubandalag sé nauðsynlegt til að mynda hinn stóra flokk jafnaðarmanna. Hitt er jafn ljóst að ný hreyfing jafnaðarmanna þarf að spanna pólitíska breidd og sem allra flestir flokkar og fólk úr hinum ýmsu flokkum þarf að taka þátt í þróunar- og mótunarstarfi sem fram- undan er. Viljinn stendur til háleitra markmiða eins og Jóhanna Sigurðar- dóttir sagði í viðtali við Þjóðvakablaðið: „Ég er sannfærð um að meirihluti þjóðarinnar aðhyllist stefnu og hugsjónir jafnaðar- manna en hefur bara ekki fundið sér farveg í því flokkakerfi sem hingað til hefur staðið til boða. Hér emm við að fara inn í stjóm- málaþróun sem skapað getur slíkan farveg og vettvang fyrir jafn- aðarmenn. Þannig vona ég að við séum að fara í ferð sem skilað getur okkur sterku pólitísku afli, sem í framtíðinni hafi styrkleika á við jafnaðarmannaflokkana á Norðurlöndum." Einhverjir em þegar famir að velta fyrir sér væntanlegum fram- boðslistum jafnaðarmanna í næstu kosningum. Um sameiginlegt framboð sagði Jón Baldvin: „Það er fólkið sjálft sem er í þessum flokkum og samtökum sem mun taka ákvörðun um það í ljósi reynslunnar. Flokksforingjar era ekki, og eiga ekki, að taka hina endanlegu ákvörðun í nafni annarra.“ Þjóðvakablaðið tekur undir þetta sjónarmið en áréttar að það telur affarasælast að halda sig við þá grandvallarreglu og aðferð þegar því er við komið að fólkið raði sjálft á framboðslista í próf- kjöri. Á því þarf Reykjavíkurlistinn að halda, það hefur Alþýðu- flokkurinn tíðkað, og það er vænlegasta aðferðin fyrir breiða hreyfingu jafnaðarmanna. Fyrsta skrofid Forystumenn Þjóðvaka og Al- þýðuflokks lögðu áherslu á að líta mætti á stofnun hins nýja þing- flokks jafnaðarmanna sem fyrsta skref í áttina að sameiningu jafn- aðarmanna. Og með þeim sam- starfsvettvangi og -ferli sem komið er af stað með leiðsögn Einars Karls Haraldssonar má segja að skrefið sé nokkuð stórt. Annars vekur athygli hversu hógværir talsmenn jafnaðar- manna era í þessu sambandi, það verður ekki sagt að þessir við- burðir einkennist af stórkarlaleg- um yfirlýsingum eins og svo oft gerist af minna tilefni í pólitík. Fýluleg viðbrögö Viðbrögð forystu Alþýðubanda- lagsins við þessum tíðindum vora í einu orði sagt fýluleg. Ein- ar Karl Haraldsson biður fólk um það í viðtali hér í Þjóðvakablað- inu að fyrirgefa þessi hastarlegu viðbrögð. En óneitanlega vekja þessi viðbrögð ákveðnar spum- ingar. Til dæmis hvemig standi á því að forystu Alþýðubandalags- ins virðist fyrirmunað að fylgja meginstraumum meðal stuðn- ingsmanna sinna. Einn sérfræð- ingur í Alþýðubandalaginu af svo ótal mörgum sem við eram í kynni við heldur því fram að flokkseigendafélagið gamla hafí orðið viðskila við „sál“ flokksins og hafi ekki minnstu hugmynd um hvað bærist með hinum al- menna stuðningsmanni. Hins vegar geta forystumenn vitað bet- ur. Nokkuð sæmilega sameinaðir jafnaðarmenn buðu forðum tíð fram undir merkjum Nýs vett- vangs og þrátt fyrir örvæntingar- þrangna baráttu og stuðning úr andskotaherbúðum tókst „flokks- eigendunum“ í Alþýðubandalag- inu ekki að heyja nema ríflega 8% hér í höfuðborginni. Hluthafar \ hræöslunni Margir aðrir en forystumenn í Al- þýðubandalagi reyndu að gera sem minnst úr þessum fféttum af sameiningarferlinu. Það væra nú ekki mikil tíðindi að Þjóðvaka- menn snera heim á leið. Bæði stjómmálamenn og fjölmiðlar reyndu að klappa þennan steininn. Ástæða þessara viðbragða er tvenns konar. Annars vegar komu tíðindin íjölmiðlum í opna skjöldu, - þau vora með öðram orðum til vitnis um að þeir hefðu ekki stað- ið sig við að hafa uppi á fréttun- um. Hins vegar bregðast stjóm- málamenn á öðram bæjum við með ótta og tortryggni af þeirri einföldu ástæðu að umbreytingar í pólitík kalla á óvissu. Miðrikuilttftar 11. mpti’mðfr ~ S D M Á 1. Útúi'snúningar krata og trúnaður við kjósendur Steingrímur %J. SSgfússon skrífar bimnn. Á kgiK- t'itdur vax <Aki Itiiinist i'itiii nröi i Jxissu samhAiidl. Meira að segja hugumdjarfur Alþýðubandalagsmaður eins og Helgi Hjörvar gerist hluthafi í þessari hræðslu og segir í grein: „... auðvitað verður fylgst með því hvort orð þingflokks jafn- aðarmanna um samvinnu séu einlæg, eða hvort ætlunin er að- eins að plokka rúsínur úr Alþýðu- bandalaginu." Maður hélt raunar að Helgi Hjörvar hefði fengið . betra pólitískt uppeldi heldur en svo að líkja flokksfélögum sínum við vínber á hrömunarstigi. Stórpólftísk tíðindi - til sóma fyrir forystuna Nei, staðreyndin er auðvitað sú að sameiningarferlið sem kynnt var með þessum hætti era stór- pólitísk tíðindi og opna öllum sem vilja leið til að taka þátt í mótuninni. Það er og til sann- indamerkis um mikilvægi þessara tíðinda hversu mikið hefur verið um þau skrifað og fjallað í fjöl- miðlunum. Menn hafa verið að reyna að gera lítið úr forystumönnum flokk- anna, þeim Jóni Baldvini og Jó- hönnu Sigurðardóttur, segjandi sem svo að nú séu þau bara á ný gengin í eina sæng. Staðreyndin er hins vegar sú að allir ærlega þenkjandi menn hljóta að viður- kenna að þetta skref er til vitnis um pólitískan þroska þeirra beggja. Og sættir og samstarf fólks hlýtur í sjálfu sé að vera af hinu góða. Þess utan mætti það vera mönnum til umhugsunar í ljósi sögunnar hversu mikið var lagt á forystumennina að þetta mætti takast. Alþýðubandalagiö í þröngri stöðu Sameining jafnaðarmanna snýst ekki um flokka, hún snýst fyrst og fremst um að fólk sem aðhyll- ist hugjónir jafnaðarstefnunnar nái saman. í þessu blaði hefur oft- sinnis verið á það minnt að jafn- aðarmenn eru í mörgum flokkum. Og flokkar og flokksbrot sem heyra til hreyfingu jafnaðar- manna era margir. Meðal margs undarlegs og hjá- róma í málflutningi Alþýðu- bandalagsforystunnar á dögunum var sú yrðing að Þjóðvaki væri að bregðast trúnaði kjósenda sinna með sameiningarferlinu. Nú er það svo að það var granntóninn í öllum málflutningi Þjóðvaka fyr- ir kosningar og reyndar hefur það einkennt málflutning Þjóðvaka alla líftíð hans að vinna að sam- einingu jafnaðarmanna. Það hefði því með öðram orðum frekar mátt saka Þjóðvaka um að bregð- ast trúnaði kjósenda ef ekki hefði verið efnt til þessa ferlis. Sjálft er Alþýðubandalagið sem flokkur í þröngri stöðu. Fjöldi fólks sem tekið hefur virkan þ.átt í stjómmálum á undanfömum ár- um hefur reynt að gera það innan vébanda Alþýðubandalagsins - en gefist upp. Ævinlega virðist flokkurinn vera tvískiptur með frjálslyndum jafnaðaráherslum annarsvegar en hinsvegar ein- angrunarsjónarmiðum afturhalds og þjóðrembu. Og honum virðist sem flokki vera fyrirmunað að taka skýlaust fijálslynda pólinn í hæðina. Meira að segja þegar forystan hefur ver- ið frjálslynd hefur flokkskjaminn þumbast við. Það er hans póli- tíska karma, sú þrönga staða sem verður að hjálpa honum úr. Og þá þarf að gera það sem til þarf - gefa pólitískar fíkjur og plokka vínþrúgur og rúsínur. Mynda svo hina stóra hreyfingu jafnaðar- manna og taka undir með skáld- inu: Ef þig dreymir ástin mín,/ Oslóborg og Róma /eg skal gefa þér upp á grín / - allt með sykri og rjóma! Ummæli vikunnar Umhverfissjóður neytenda 9 ?Okkur finnst lágmark ... að þau (samkeppnisyfirvöld) skikki verslanir til að bjóða upp á sambærilega poka en ódýrari og án framlags í Umhverfis- sjóð verslunarinnar. Auk þess er þetta rangnefni á sjóðnum. Það er ekki verslunin sem er að fjármagna eitt né neitt. Þetta er í raun umhverfissjóður neytenda. Verslunin borgar ekki krónu í þennan sjóð en notar hann sem skrautfjöður í sinn hatt þegar úthlutað er.í 6 Jóhannes Gunnarsson framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna í Degi-Tímanum 11. september.

x

Þjóðvakablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðvakablaðið
https://timarit.is/publication/312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.