Þjóðvakablaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 8
Au^lÝsinga-
síiiiiiin or
552 «100
Ágúst Einarsson (f. 1952) er
sonur Einars ríka sem var bæjar-
fulltrúi í Vestmannaeyjum og
varaþingmaður fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn en afar sjálfstæður í við-
horfum. Einar setti sterkan svip á
atvinnulífssögu íslendinga á
þessari öld. Ágúst sonur hans
hefur fjallað mjög um atvinnu-
og efnahagsmál í stjómmálaaf-
skiptum sínum. Áður en hann
settist á þing fyrir Þjóðvaka starf-
aði hann sem prófessor í við-
skiptafræði við Háskóla íslands
auk ótal annarra starfa í stjómum
fyrirtækja, ráða og stofnana.
Ágúst hafði áður setið á þingi
fyrir Alþýðuflokkinn 1978-79.
Sem jafnaðarmaður úr umhverfi
atvinnurekstrar hefur Ágúst
stundum verið umdeildur, en
hefur hvarvetna notið mikils
trúnaðar í stjórnmálasamtökum
jafnaðarmanna. Hann var t.d.
gjaldkeri Alþýðuflokksins, í
stjóm Bandalags jafnaðarmanna
og er ritari Þjóðvaka.
Ásta R. Jóhannesdóttir (f.
1949). Afi hennar var sá skáld-
mælti alþingismaður og ráðherra
Bjami Ásgeirsson, þingmaður
Vestlendinga. Ásta Ragnheiður
var deildarstjóri í Trygginga-
stofnun ríkisins og vann að mál-
efnum skjólstæðinga stofnunar-
innar þannig að aðdáun og eftir-
tekt vakti. Ásta Ragnheiður var í
mörg ár í forystu framsóknar-
manna í Reykjavík og skipaði sér
jafnan í sveit frjálslyndra og sam-
einingarsinna á þeim bæ. Hún
vann mjög að sameiginlegu fram-
boði vinstri manna í borgarstjóm-
arkosningum og er í stjóm Regn-
bogans, félags um Reykjavíkur-
lista. Ásta Ragnheiður var kjörin
á þing fyrir Þjóðvaka 1995 og
hefur vakið sérstaka athygli fyrir
góðan málatilbúnað, t.d. í heil-
brigðis og tryggingamálum, og
glaðbeitta og sterka málafylgju
svo á þingi sem í fjölmiðlum.
Gísli S. Einarsson (f. 1945) á
eins og svo margir þingmenn
jafnaðarmanna ættir að rekja
vestur á firði, en hann er fæddur í
Súðavík. Gísli er vélvirki og
starfaði ámm saman sem slíkur
hjá Sementsverksmiðjum ríkisins
sem og sem yfirverkstjóri. Gísli
hefur tekið virkan þátt í félags-
málum, hann var kosinn bæjar-
fulltrúi á Akranesi 1986, var þar
forseti bæjarstjómar 1991-92.
Gísli hefur verið alþingismaður
síðan árið 1993. Hann er traustur
liðsmaður og ósérhlífinn í barátt-
unni fyrir betri kjömm launa-
fólks. Málatilbúnaður hans um
launamun á þinginu í fyrra vakti
t.d. veralega athygli.
Guðmundur Árni Stefánsson
(f. 1955) er úr mikilli þing-
mannafjölskyldu. Faðir hans,
Stefán Gunnlaugsson, og bræður
hans, Finnur Torfi og séra Gunn-
laugur, hafa allir setið á þingi.
Fyrr á ámm starfaði Guðmundur
Ámi við blaðamennsku en var
ungur kjörinn til mikils trúnaðar í
Hafnarfirði. Hann leiddi Alþýðu-
flokkinn til glæstra sigra þar í bæ
og var bæjarstjóri þar frá 1986 til
1993. Guðmundur Ámi var heil-
brigðisráðherra frá 1993-94 og
félagsmálaráðherra frá júní til
nóvember 1994 þegar hann sagði
af sér eftir mikinn hamagang í
fjölmiðlum. Guðmundur Ámi var
í traustum sessi sem leiðtogi jafn-
aðarmanna í Hafnarfirði, en stóð
um hríð veikt sem ráðherra þar til
hann sagði af sér. Hann nýtur
mikils trúnaðar áfram, hefur ver-
ið þingmaður Reyknesinga frá
1993 og varaformaður Alþýðu-
flokksins hefur hann verið frá
árinu 1994.
Jóhanna Sigurðardóttir (f.
1942) er af eðalkrataættum. Faðir
hennar var þingmaður Alþýðu-
flokksins og forstjóri Trygginga-
stofnunar ríkisins. Amma hennar,
Jóhanna Egilsdóttir, var áratug-
um saman verkalýðsleiðtogi í
Reykjavík. Sjálf var Jóhanna í
forystu fyrir flugfreyjum á sínum
tíma sem og Verslunarmannafé-
lag Reykjavíkur.
Jóhanna er með einna mesta
þingreynslu í þingflokki jafnað-
armanna, hefur setið á þingi frá
árinu 1978. Hún var félagsmála-
ráðherra samfellt frá árinu 1987
til 1994. Þá var hún varaformað-
ur Alþýðuflokksins frá 1984-93.
Jóhanna hefur löngum verið
nefnd einn helsti fulltrúi sígildrar
jafnaðarstefnu. Hún er afar stað-
föst og fylgin sér. Ágreiningur
um útfærslu hinnar sósíaldemó-
kratisku stefnu í samstjóm Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks
átti ríkan þátt í að leiðir skildi
með Jóhönnu og félögum hennar
í Alþýðuflokki og leiddi einnig
að nokkm til stofnunar Þjóðvaka
á sínum tíma.
Jón Baldvin Hannibalsson (f.
1939) á rætur í verkalýðshreyf-
ingu og vinstri armi jafnaðar-
mannahreyfingarinnar fyrr á öld-
inni. Hannibal faðir hans og
Finnbogi Rútur föðurbróðir
heyrðu til vinstri armi Alþýðu-
flokksins og urðu viðskila við
flokkinn svo sem eins og Jóhanna
síðar og margir fleiri. Jón Bald-
vin hóf stjórnmálaferill sinn sem
róttækur sösíalisti, var formaður
Félags róttækra stúdenta, for-
maður Félags alþýðubandalags-
manna en fylgdi föður sínum og
frændum úr Alþýðubandalagi til
stofnunar Samtaka frjálslyndra
vinstri manna. Og síðar lá leiðin í
Alþýðuflokkinn.
Jón Baldvin hefur í rúman ald-
arfjórðung starfað í stjómmála-
lífi, var t.d. bæjarfulltrúi á ísa-
firði 1971-78, varaþingmaður
Vestfirðinga 1975 og 1978, rit-
stjóri Alþýðublaðsins 1979-82,
og alþingismaður Reykvíkinga
samfellt frá árinu 1982. Ráðherra
frá 1987-91. Jón Baldvin hefur
verið formaður Alþýðuflokksins
frá árinu 1984 og hefur enginn
verið lengur formaður Alþýðu-
flokksins í áttatíu ára sögu hans
frá því Jón Baldvinsson frændi
hans hélt um stjómvölinn frá
1916 til 1940.
Lúðvík Bergvinsson (f. 1964) er
af eðalkrataættum. Guðmundur
Oddsson bæjarfulltrúi og for-
maður framkvæmdastjórmar Al-
þýðuflokksins er föðurbróðir
hans. Afi Lúðvíks, Oddur Sigur-
jónsson skólastjóri var sömuleið-
is til framboðs í sveitarstjómar-
og þingkosningum. Oddur var
ritfær vel og skrifaði m.a. í Al-
þýðublaðið.
Lúðvík kom nokkuð snaggara-
lega inn á svið stjómmálanna
með framboði sínu til Alþingis í
síðustu kosningum, og er þannig
séð nýliði í stjómmálum. Lúðvík
er lögfræðingur og starfaði sem
slíkur hjá fógeta í Vestmannaeyj-
um. Þá var hann deildarstjóri hjá
Rannsóknarlögreglunni og síðast
en ekki síst yfirlögfræðingur í
umhverfisráðuneytinu í ráðherra-
tíð Össurar Skarphéðinssonar
1994-95.
Rannveig Guðmundsdóttir (f.
1940) er líka fædd á ísafirði eins
og svo margir í trúnaðarstörfum
fyrir krata og hún hefur lengi ver-
ið í forystu Alþýðuflokksmanna í
sveitarstjómarmálum. Hún var í
bæjarstjórn Kópavogs frá 1978-
88 og í stjómum ráða og nefnda á
vegum bæjarins.
Rannveig varð alþingismaður
árið 1989 og félagsmálaráðherra
1994-95. Á flokksvettvangi hef-
ur hún notið hins mesta trúnaðar.
Hún var varaformaður Alþýðu-
flokksins 1993-94 og formaður
þingflokks Alþýðuflokksins frá
1992 með hléi. Hún var einróma
kjörin formaður hins nýja þing-
flokks jafnaðarmanna.
Sighvatur Björgvinsson (f.
1942) er enn einn úr þeim hópi
sem á bakgrann sinn í hreyfingu
jafnaðarmanna á Isafirði. Þar var
faðir hans skólastjóri og bæjar-
fulltrúi (eins og t.d. Hannibal fað-
ir Jóns Baldvins og Grímur faðir
forseta lýðveldisins). Sighvatur
hefur frá unglingsaldri starfað að
stjómmálum í hreyfingu jafnað-
armanna og ljóst að hann stefndi
langt. Ferill hans er í samræmi
við þessi viðmið. Hann var t.d.
formaður FUJ, starfmaður Al-
þýðuflokksins, og ritstjóri Al-
þýðublaðsins 1969-74.
Sighvatur var fyrst kjörinn á
þing 1974 og sat þá til 1983. Og
aftur var hann kosinn 1987 og
hefur setið samfellt frá þeim
tíma. Meðan hann sat eldd á
þingi var hann framkvæmdastjóri
Norræna félagsins á íslandi. Sig-
hvatur varð fyrst ráðherra fjár-
mála 1979-80, heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra 1991-1995.
Sighvatur var formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins 1978-83,
en hefur fram að þessu ekki verið
í stjóm Alþýðuflokksins sjálfs.
Svanfríður Inga Jónasdóttir (f.
1951) var framan af stjómmála-
þátttöku sinni í hreyfingu jafnað-
armanna í þeim anga sem nefnist
Alþýðubandalag og gegndi for-
ystustörfum frá upphafi. Hún var
fyrst kjörin í bæjarstjóm Dalvík-
ur 1982 og var í bæjarstjórn fyrst
til 1992 og síðan frá 1994 fyrir
sameinaða jafnaðarmenn þar í bæ.
Svanfríður tók þátt í stjóm-
málaandófi svonefndrar lýðræð-
iskynslóðar innan Alþýðubanda-
lagsins með baráttu fyrir upp-
stokkun og sameiningu jafnaðar-
manna og var kjörin varaformað-
ur Alþýðubandalagsins 1987.
Þeim starfa gegndi hún í tvö ár.
Hún var aðstoðarmaður Ólafs
Ragnars Grímssonar fjármálaráð-
herra 1988-91.
Svanfríður Inga tók þátt í
myndun Þjóðvaka, var kosin
varaformaður á stofnfundi 1995,
kjörin á þing í síðustu kosning-
um, formaður þingflokks Þjóð-
vaka og var einróma kjörin vara-
formaður hins nýja þingflokks
jafnaðarmanna.
Össur Skarphéðinsson (f. 1953)
er að vísu sonur hægri sinnaðs
valinkunns sjálfstæðismanns, en
hneigðist sjálfur til uppreisnar í
föðurgarði og gerðist liðsmaður í
hreyfingu róttæklinga á unga
aldri. Össur var í forystu stúd-
entahreyfingarinnar meðan hún
lét mjög að sér kveða. Hann var í
forystu lýðræðiskynslóðarinnar í
Alþýðubandalaginu á sínum tíma
sem hefur haft forystu um að
sameina hina ýmsu krafta úr
hreyfingu jafnaðarmanna á síð-
asta áratug. Hann var ritstjóri
Þjóðviljans 1984-87 á því tíma-
bili sem reynt var að auka
blaðinu sjálfstæði frá flokksfor-
ystu og hann tók síðar þátt í því
að stofna félagið Birtingu til að
auka veg frjálslyndis og búa í
haginn fyrir frekari uppstokkun
og sameiningu jafnaðarmanna.
Hann tók einnig þátt í því að
mynda Nýjan vettvang, undan-
fara Reykjavíkurlistans. Össur
hefur verið í miðstjóm Alþýðu-
bandalagsins og flokksstjóm Al-
þýðuflokksins og hann var um
hríð þingflokksformaður Al-
þýðuflokks (1991-93). Alþingis-
maður var hann kjörinn 1991 og
var umhverfisráðherra á ámnum
1993-95.