Vikublaðið - 22.07.1994, Page 2
2
Viðhorf
VIKUBLAÐIÐ 22. JÚLÍ 1994
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ritstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir
Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik Pór Guðmundsson
og Ólafur Þórðarson
Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461
Ritstjórn og afgreiðsla:
Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599
Útlit og umbrot: Leturval
Prentvinnsla: Frjáls íjölmiðlun hf.
EKKI í LAGI!
Er það í lagi að forsætisráðherra og Alþingi hafi eina skoð-
un í mikilvægu utanríkispólitísku máli en utanríkisráðherra
fylgi fast fram annarri skoðun og hunsi í verki vilja þings og
formlega afstöðu eigin ríkisstjórnar?
Svarið er nei. Vegna hvers? Vegna þess að framganga Jóns
Baldvins Hannibalssonar í viðræðum við ráðamenn erlendis
og fulltrúa fjölmiðla svo og ótímabærar yfirlýsingar um áhuga
Islands á aðildarumsókn að Evrópusambandinu eru hvorki
heiðarleg vinnubrögð gagnvart samstarfsaðila í ríkisstjórn né
kórrétt út frá meginreglum í opinberri stjórnsýslu. Sé utanrík-
isráðherra ósammála stefnu eigin ríkisstjórnar og Alþingis ber
lionum að sjálfsögðu að gera tilraun til þess að breyta stefnu
stjórnarinnar að fengnu samþykki Alþingis. Takist honum það
ekki væri honum sæmst að fara í stjórnarandstöðu og berjast
fyrir þinglegri minnihlutaskoðun á þeim vettvangi. Margir
þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja þegar að yfirlýsingar ráð-
herrans séu trúnaðarbrot sem geti sprengt stjórnina. Ráð-
herra, sem sé formaður stjórnarflokks, hafi ekki umboð til þess
að tala sem óháður einstaklingur og ganga lengra í nafhi ríkis-
stjómar en hann hefur umboð til.
Er það í lagi að utanríkisráðherra kynni ráðainönnum í
Þýskalandi og breskum framkvæmdastjóra ESB áhuga Islend-
inga á aðildarumsókn og grafist fyrir um möguleika á stuðn-
ingi við hana? Er það í lagi að Davíð Oddsson forsætisráð-
herra þurfi að byrja samtal sitt við JacqueS Delors aðalfram-
kvæmdastjóra ESB í næstu viku á því að biðjast afsökunar á
framgöngu Jóns Baldvins Hannibalssonar og skýra það út fyr-
ir Delors að utanríkisráðherrann tali einungis í eigin nafni, en
ekki í nafni ríkisstjórnar eða fyrir hönd Alþingis, ekki einu
sinni í umboði eigin flokksþings, heldur einungis fyrir sinn
hatt?
Svarið við báðum þessum spurningum er nei. Vegna hvers?
Vegna þess að Brusselmógúlarnir eru uppteknir menn og hafa
í mörg horn að líta. Hvernig skyldi þeim lítast á að eiga við-
ræður við smáríkið Island þegar það getur ekki talað einni
röddu í samningum við ríkjasamsteypu 350 milljóna manna?
Ætli þeir nenni lengi að þrasa við Jón Baldvin Hannibalsson
um hans einkaskoðanir.
Er það í lagi að utanríkisráðherra vísi á erlendum vettvangi
til þjóðarvilja í skoðanakönnun og telji sig þar með tala í um-
boði þjóðarinnar?
Svarið er nei. Vegna hvers? Vegna þess að stjórnmálaffæð-
ingar hafa þegar varað við því að leggja ofmat á niðurstöðu
skoðanakönnunar Gallups á afstöðu til aðildarumsóknar Is-
lands að ESB. Akvörðun norsku stjórnarinnar um aðildarum-
sókn kann að hafa valdið skoðanasveiflu á Islandi, en athyglis-
verðast er að málið er mjög neðarlega í mikilvægisröð hjá
fólki. Það hefur til að mynda engin áhrif á afstöðu kjósenda til
stjórnmálaflokka. ESB áhugi Alþýðuflokksins eykur ekki fylgi
hans meðal þjóðarinnar samkvæmt könnununum. Þarna ætti
að vera lágmarksfylgni á milli til þess að Jón Baldvin Hanni-
balsson geti með sannfæringarkrafti borið fyrir sig þjóðarvilja
málflutningi sínum til stuðnings.
Að lokum: Er það í lagi að utanríkisráðherra skuli opinber-
lega mæra sjávarútvegssamning Norðmanna við ESB og telja
hann svo góðan að Islendingar geti vænst þess að fá viðunandi
úrlausn í samningum við ESB?
Nei, það er ekki í lagi. Vegna hvers? Vegna þess að yfir-
stjórn norskra sjávarútvegsmála færist til Brussel að nokkrum
árum Iiðnum. Norðmenn sömdu um frest en fallast á auð-
lindastjórn ESB á sjávarútvegi sínum. Slíkt hefur ekki verið
talið koma til greina af Islands hálfu. Af yfirlýsingum Jóns
Baldvins Hannibalssonar mætti halda það gæti komið til
greina fyrir hans leyti.
Utanríkisráðherra er ekki í lagi. I lann á að víkja.
Sjónarhorn
Flokkakerfi og stymping-
arnar í Alþýðuflokknum
Uppgjör í formi alþingiskosn-
inga er skammt undan hér-
lendis og skiptir úr þessu ekki
öllu hvort það fer fram hálfu ári íyrr
eða síðar. Stjórnmálaflokkarnir ættu
að öllu eðlilegu áð vera uppteknir við
að skýra stefnu sína gagnvart kjósend-
um og fylla í eyðurnar þar sem á vant-
ar á eigin bæ. Þess utan eru svo þeir
sem ekki finna sér stað innan þeirra
flokka sem fyrir eru, hvort sem það er
af málefnalegum ástæðum eða þeir fá
ekki stuðning við persónulegan metn-
að. Af slíkum rótum hafa sprottið
framboð einstaklinga og nýir „flokk-
ar“ og er margs að minnast í þeim efn-
um ffá síðustu áratugum. Slíkum
hræringum fylgja ætíð umræður um
að nú sé gamla flokkakerfið að syngja
sitt síðasta. Kvennalistinn er hinsveg-
ar eina dæmið um stjórnmálafl sem
náð hefur rótfestu meðal kjósenda og
hann hefur smám saman verið að taka
á sig hefðbundna mynd.
Stjórnmálaflokkar kjöl-
festa fulltrúalýðræðis
Fjölmiðlar sýna deilum, einkum
persónubundnum, vaxandi áhuga
samhliða harðnandi samkeppni um
fféttaefni. Þeir ýta undir ryskingar
innan flokkanna í góðri samvinnu við
þá sem telja sig hafa hag af stymping-
unum. Inn í þetta spilar síðan fjár-
magn og bein ítök í fjölmiðlum í vax-
andi mæli, eins og skýr dæmi eru um
hérlendis.
Ekkert flokkakerfi er löggilt eða
heiiagt ffemur en önnur mannanna
verk. Stjórnmálaflokkar eru hluti af
fulltrúalýðræðinu og eru þar í raun
kjölfestan, hvort sem mönnum líkar
betur eða verr. Lífseigja og þróttur
stjórnmálaflokka er kominn undir því
fólki sem skipar sér innan þeirra og
þeim málstað sem það telur sig sam-
eiginlega hafa að verja. Þetta á sér-
staklega við um vinstri flokka, þar sem
fjárhagslegir hagsmunir koma lítið við
sögu. Því verður ekki haldið frani með
vísun til Evrópulanda að fjöldi flokka
sem hér hafa haff fótfestu á Alþingi sé
mikill. Bretland er viss undantekning
vegna kosningakerfis sem a.m.k.
vinstrimenn hafa ekki talið til eftir-
breytni. Samsteypustjórnir eru al-
gengasta stjórnarformið og sums
staðar er nokkur hefð fyrir minni-
hlutastjórnum í skjóli þingflokka.
Sviptingarnar í Alþýðu-
flokknum
Innan Alþýðuflokksins hafa orðið
talsverðar sviptingar sem eiga sér
nokkurn aðdraganda. Þær hafa birst
mönnum sem injög persónubundið
uppgjör mili Jóns Hannibalssonar og
Jóhönnu Sigurðardóttur. Enginn skýr
málefhaágreiningur hefur komið fram
í þessum átökum sem best sést á því að
ályktanir á nýafstöðnu flokksþingi
gengu ffam samhljóða. Svo er að sjá
sem Jóhanna hafi talið þær fullgóðan
grundvöll til að starfa eftir, bara ef
hún hefði náð kjöri sem formaður. I
umræðum eftir þingið hefur það held-
ur ekki komið fram hvað það er sem
Jóhanna gerir ágreining um við ráð-
andi forystu og hefur hún þó haft auð-
veldan aðgang að fjölmiðlum til að
túlka sitt mál. Almcnnt tal um stuðn-
ing við félagshyggju segir harla lítið.
Oljós málatilbúnaður af hendi Jó-
hönnu er þeim mun sérkennilegri sem
hún er enginn nýgræðingur í pólitík.
Hún hefur verið ráðherra í þremur
ríkisstjórnum og setið í sama ráðu-
neyti samfleytt í sjö ár. Slíkt hefði átt
að auðvelda henni málefnalegt upp-
gjör og sýna fram á í hverju sérstaða
hennar sé fólgin. Það er ekkert nýtt
eða óvenjulegt að ráðherra í fjárkræfu
ráðuneyti telji sig fá ónóg fjárinagn til
sinna málaflokka frá ári til árs. En Jó-
hanna hefur ekki verið óánægðari
með sinn hlut þar á bæ en svo að hún
hefur setið sem fastast. Ekki hefur
heldur borið á sérstökum ágreiningi
hennar innan ríkisstjórna eða þings á
öðrum málefhasviðum, t.d. í stærsta á-
greiningsmáli síðustu ára sem er aðild
íslands að Evrópsku efnahagssvæði.
Sjálf hefur hún sem ráðherra keyrt á
fullu með lagabreytingar til samræmis
við löggjöf Evrópusambandsins og er
margt af því tóbaki þó félagshyggju til
lítils framdráttar.
Umdeild málafylgja
Jóhönnu
Málafylgja Jóhönnu á sviði félags-
mála hefur verið umdeild. Það á t.d.
við um húsnæðismál og sveitarstjórn-
armál, ekki síst í tengslum við samein-
ingu sveitarfélaga og nú síðast út-
færslu á reynslusveitarfélögum. Þar
hefur víða meira gætt kapps en forsjár.
I húsnæðismálum hefur hún nánast
verið á stöðugum flótta undan eigin
verkum og samskipti hennar við
stjórn Húsnæðismálastofnunar eru
kapítuli út af fyrir sig.
Þetta er ekki rifjað upp af neinni ó-
vild í garð Jóhönnu Sigurðardóttur.
Hún hefur átt sína góðu spretti í póli-
tík og hefur eflaust gildar ástæður til
gagnrýni á starfsstíl Jóns Hannibals-
sonar. Ferill hennar er hins vegar
engin sérstök ávísun á nýjar áherslur
til vinstri í stjórnmálum. Það er erfitt
að sjá hvaða tilgangi það þjónar af
hálfu Vikublaðsins sem málgagns Al-
þýðubandalagsins að ætla Jóhönnu
meira en hún á eða gylla hana sem
æskilegan „samnefnara félagshyggju-
framboðs út fyrir núverandi flokkalín-
ur“. Jóhönnu er þessa stundina líkt
farið og halastjörnu að braut hennar
er óráðin. Það er líka hygginna háttur
að skoða innihaldið áður en farið er að
auglýsa umbúðirnar.
Höfúndur er þingtnaður
Alþýðubandalagsins fyrir
Austurland.