Vikublaðið


Vikublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 22.07.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 22.JULI 1994 3 Aukin þörf á aðstoð Félagsmálastofnunar vegna atvinnuleysisins: Áttundi hver boraarbúi þarf fjárhagsaðstoð 12,4 prósent borgarbúa ná ekki að framfleyta sér án aðstoðar Félagsmálastofnunar. Prefalt fleiri þurfa aðstoð en áður og þörf er á þriðjungi hærri íjárhagsaðstoð. Formaður Félagsmála- ráðs: Svokallað venjulegt fólk, sem alltaf hefur getað framfleytt sér og sínum, er farið að leita til sjpfnunarinnar. Utlit er fyrir að í ár veiti Fé- lagsmálastofnun Reykjavík- urborgar (F.R.) um 3.S00 einstaklingum fjárhagsaðstoð og að kostnaður borgarsjóðs vegna þessa Hversu mikið og hversu margir? Hér sést ijöldi þeirra sem fengið hafa fjárhagsaðstoð hjá FR og heildarupphæð aðstoðarinnar í milljónum króna á núvirði. Tölur fyrir 1993 eru nálgun og tölur fyr- ir 1994 eru áætlun. Um er að ræða fjárhagsaðstoð í bæði fjölskyldu- deild og ellimáladeild. Til fjár- hagsaðstoðar flokkast bein aðstoð og svo afskrifuð lán og húsaleigu- skuldir. Sem sjá má er údit fyrir að fjöldi þeirra sem fjárhagsaðstoð þiggja þrefaldist á tímabilinu, og upphæð aðstoðarinnar hefur þre- faldast. Eftir að aðstoðin var skert mikið árið 1983 hefur meðalað- stoðin hækkað úr 10.600 krónum á mann á mánuði í um 14.000 krón- ur, eða um þriðjung að raungildi. Ár Fjöldi Miltj.kr. 1982 1.203 209,0 1983 1.574 200,5 1984 1.613 232,8 1985 1.839 192,6 1986 2.058 233,7 1987 2.109 267,1 1988 2.098 277,9 1989 2.669 354,3 1990 2.656 390,7 1991 2.696 348,5 1992 2.420 322,2 1993 3.000 430,0 1994 3.500 590,0 verði nálægt 600 milljónum króna. Þetta er nærfellt tvöföldun á fjárhags- aðstoðinni ffá því árið 1992, en þre- földun á fjárhagsaðstoðinni eins og hún var fyrir um áratug. Að baki þessum nálægt 3.500 ein- staklingum eru vitaskuld fjölskyldur og miðað við stærð vísitölufjölskyld- unnar þýða þessar tölur að nálægt 12.700 borgarbúar þurfi á fjárhagsað- stoð F.R. að halda, en það er um 12,4 prósent borgarbúa. Því blasir við að áttundi hver borgarbúi er í þeirri að- stöðu að vera undir fátæktarmörkum í framfærslu. . Fleiri þurfa aðstoð og meiri pening en áður Þessar tölur innifela ekki kostnað vegna leiguhúsnæðis Félagsmála- stofhunar, sem borgarstjórn ákvað þó fyrir nokkrum árum að flokka undir liðinn fjárhagsaðstoð. 1992 hljóðaði sá liður upp á 43 milljónir króna. Fyrir 10 til 12 árum samsvaraði sá fjöldi sem fékk fjárhagsaðstoð því að 5 til 7 prósent borgarbúa þyrftu á að- stoð F.R. að halda. Þetta hlutfall fór upp í 10 prósent árið 1989 en lækkaði næstu þrjú árin niður í 8,7 prósent. Síðan hefur ástand mála snöggtum versnað með stórauknu atvinnuleysi og áðurnefnt hlutfall er komið í ná- lægt 12,4 prósent. Auk þess sem fleiri borgarbúar en áður þurfa á fjárhagsaðstoð F.R. að halda þá hefur um leið orðið sú breyt- ing að fólk þarf hærri upphæðir en áður. Miðað við fast verðlag (þróun framfærslukostnaðar) kemur þannig í ljós að hver einstaklingur sem naut fjárhagsaðstoðar fékk árið 1983 um 127 þúsund krónur á núvirði yfir árið (10.600 kr. á mánuði), en eins og údit- ið er nú verður fjárhagsaðstoðin á hvern einstakling í ár um 170 þúsund krónur eða um 14 þúsund á mánuði. Hækkunin nemur því um þriðjung að raungildi. Fólk leiti aðstoðar áður en í óefni er komið Ekki leikur vafi á því að það er mik- ið atvinnuleysi síðustu eitt til tvö árin Guðrún Ögmundsdóttir formaður fó- lagsmálaráðs: „Sú breyting er að eiga sér stað að nú leitar það sem kalla má „venjulegt fólk“ til Félagsmálastofnunar um fjárhagsaðstoð, en ekki bara það sem í óvirðingarskyni er stundum kallað undirmálsfólk." sem hefúr valdið vaxandi peninga- þröng meðal alþýðu manna. Guðrún Ogmundsdóttir formaður félagsmála- ráðs borgarinnar nefndi þennan þátt sem meginástæðu hækkunarinnar. „Sú breyting er að eiga sér stað að nú leitar það sem kalla má „venjulegt fólk“ til Félagsmálastofnunar um fjárhagsaðstoð en ekki bara það sem í óvirðingarskyni er stundum kallað undirmálsfólk. Með venjulegu fólki á ég við fólk sem alltaf hefur getur séð fyrir sér og sínum, en gemr það ekki lengur og þá fyrst og ffemst vegna at- vinnuleysisins," segir Guðrún. Hún segir að vitaskuld bendi þessi þróun til þess að fátækt aukist í borg- inni og segi tölur þó ekki alla söguna því fólk hafi yfirleitt forðast í lengstu lög að leita til Félagsmálastofnunar. „En þessi hugsunarháttur er sem bet- ur fer að breytast, því mikilvægur lið- ur í starfseminni felst í auknu forvarn- arstarfi. Það blasir við að koma því rækilega til skila að það er engin skömm að því að leita til stofnunar- innar og þá einkum í því augnamiði að bregðast við vandamálum áður en í Hversu stór hluti borgarbúa? 14% j 12%-- 10%-- 8%-- 6%-- 4% 2%-- 0%-- Á bak við hvern einstakling sem fær fjárhagsaðstoð hjá Félagsmálastofnun er yfirleitt fjölskylda. Vísitölufjölskyldan telur 3,63 manns, sem þýðir að þegar 3.500 einstaklingar fá aðstoð er það aðstoð sem að líkindum snertir um 12.700 rnanns. Ut ffá þessum forsendum og að teknu tilliti til íbúaþróunar er hægt að reikna út það hlutfall borgarbúa sem notið hefúr 1993 óefúi er komið. Stofúunin þarf að hafa á sér þá ímynd að til hennar sé hægt að leita til að fá góð ráð og góða þjón- usm. Þetta er ekki stofúun sem fólk þarf að skammast sín fyrir að leita til,“ segir Guðrún. Guðrún segir að auk þess sem þörf- in fyrir beina fjárhagsaðstoð hafi auk- ist þá fari húsnæðisvandinn versnandi. „Það fylgir atvinnuleysi að fólk missir húsnæði sitt. Húsnæðisvandinn hrjáir mjög stóran hóp borgarbúa og þau mál munu fara í nákvæma skoðun hjá Félagsmálastofúun. Á þessu sviði er brýn þörf fyrir aðstoð og munum við hafa samráð við Húsnæðisstofnun um úrræði," segir Guðrún. 320 milljónir í heimilis- hjálp og heimilisþjónustu aldraðra Starfsemi F.R. snýst um fleira en fjárhagsaðstoð, enda heildarútgjöld stofúunarinnar um einn og hálfur milljarður króna. Þegar tölur úr árs- skýrslu 1992 eru skoðaðar kemur í ljós að 260 milljónir fóru í félagslega heimilisþjónusm við aldraða, 60 millj- ónir í aðra heimilishjálp, 114 milljón- ir fóru í fjögur vistheimili aldraðra, 103 milljónir í reksmr ýmissa heimila (gistiskýli, gistiheimili, vistheimili barna, fjölskylduheimili, mæðraheim- ili og unglingaheimili) og 110 millj- ónir fóru í svonefúda aðkeypta vist. Reksmrinn á skrifstofum F.R. hljóð- aði upp á 191 milljónir. Erfitt er áð meta þróun ýmissa þátta í starfsemi F.R. í gegnum árin vegna sífelldra breytinga á framsem- ingu gjaldaliða. Nefna má rokkandi þátttöku ríkisins í heimilishjálp og í starfsemi í þágu aldraðra, dagvismn barna heyrir ekki lengur undir F.R. og fyrr á árum var hluti almannatrygg- inga hjá F.R. Friðrik Þór Guðmundsson + Bálför Guðmundar Bjarnasonar frá Klúku í Bjamarfirði, síðast til heimilis á vistheimilinu Seljahlíð í Reykjavík, fer fram frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 22. þ.m. kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Blindrafélagið í Reykjavík. Ingunn Gunnlaugsdóttir Ómar Þór Guðmundsson Björt Óskarsdóttir c: FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugum- ferðarstjórn Námskeið í flugumferðarstjórn verður haldið næsta vetur. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og stendur grunnnámskeiðið frá því í október 1994 fram í maí 1995. Umsóknarfrestur er til 1. sept. n.k., en stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eólisfræói veróa haldin í september. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, hafa lokið stúdentsprófi, tala skýrt mál, hafa gott vald á enskri tungu og stand- ast tilskildar heilbrigóiskröfur. Umsóknareyóublöó liggja frammi hjá Flugmála- stjórn á annarri hæð flugturnsbyggingarinnar á Reykjavíkurflugvelli og á skrifstofu flugvallar- stjóra, Leifsstöð, Keflavíkurflugvelli, einnig á um- dæmisskrifstofum Flugmálastjórnar á Akureyri, ísafirói, Egilsstöóum og í flugturninum í Vest- mannaeyjum. Umsóknum ber að skila fyrir 1. september 1994, ásamt staófestu afriti af stúd- entsprófi og sakavottorði. Kynningarfundur fyrir umsækjendur veróur hald- inn í skóla Flugmálastjórnar þriójudaginn 26. júlí kl. 20.00.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.