Vikublaðið - 22.07.1994, Page 4
Mynd: Sæmundur.
Formenn stjórnmálaflokkanna
eru óneitanlega áberandi í fjöl-
miðlum. En ætli þeir hafi raun-
verulega áhrif á tilveru okkar og hver
skyldi staða þeirra vera innan flokk-
anna? Margrét Sæmundsdóttir stjórn-
málafræðingur athugaði stöðu flokks-
formanna á Islandi í lokaverkefni sínu
í stjórnmálafræði við Iláskóla íslands
nú í vor. Margrét skoðar tímabilið frá
1980-1991 en á þeim tíma urðu for-
mannaskipti í Alþýðuhandalagi, Al-
þýðuflokki og Sjálfstæðisflokki og nýr
formaður tók við Framsóknarflokkn-
um haustið 1979.
,dVIér fannst áhugavert að kanna
hvort stjórnmálaforingjar skipta kjós-
endur raunverulegu máli og hver
staða þeirra sé innan flokkanna," segir
Margrét. Hún segir það hafa spilað
inn í að hún var að taka ákvörðun um
efnið þegar borgastjórnarkosningarn-
ar nálguðust og það hafi verið hvetj-
^ndi.
„Eg geng úr frá þreinur tilgátum og
skoða allar skoðanankannanir frá
1980-1991, þá fyrstu frá því í febrúar
1980.“ Tilgáturnar eru hvort flokks-
foringjar skipti verulegu máli fýrir það
hvaða flokk fólk kýs að styðja, hvort
flokksforingjar skipti máli, ekki vegna
persónulegra vinsælda, heldur þeirrar
forystu sem þeir veita flokknum og
hvort vinsældamælingar á stjórn-
málaforingjum séu marklausar.
Flokkshollusta skiptir
höfuðmáli
Niðurstaðan varð sú að tilgáturnar
standast ekki. Það virðist ekki skipta
kjósendur máli hver er formaður
flokksins sem viðkomandi kýs heldur
kemur hollusta við flokkinn ofar.
Kjósendur eru ekki tilbúnir að „svíkja
sinn flokk“ þó sterkur og hæfur leið-
togi komi ffarn. Ef litið er á skoðana-
kannanir þá breytist fylgi flokkanna
lítið við forinannaskipti þrátt fyrir að
sumir þeirra haldi því fram að fylgið
vaxi með nýjum formanni. Eina und-
antekningin frá þessu er fyrst eftir að
Jón Baldvin Hannibalsson tók við for-
mennsku í Alþýðuflokknum en Mar-
grét segir hugsanlega skýringu á fylg-
isaukningunni vera að flokkurinn hafi
verið að endurheimta fylgi Bandalags
jafnaðarmanna eftir að hafa verið á
niðurleið um nokkurt skeið.
Einnig hafi Jón Baldvin haft allt
aðrar áherslur en fyrri formaður
hafði. „Kvennalistinn hefur algjöra
sérstöðu þar sem að Kvennalistakonur
velja sér ekki forinann. Ég lít svo á að
þær konur sem hafa farið á þing fyrir
flokkinn eða þær sem eru aðaltals-
menn hans í fjölmiðlum séu meira
ráðandi en aðrar í flokknum og þess
vegna lít ég á þær sem ígildi formanna
í rannsókninni. Það væri reyndar at-
hyglisvert að skoða Kvennalistann
eingöngu og hugleiða hvers vegna
Kvennalistinn hefur náð þessum góða
árangri sem raun ber vitni án þess að
velja formann og þá hvort það bendi
til að flokksformaður hafi ekkert
vægi.“
Formenn hafa lítil vöíd við
stjórnarmyndun
Ef staða flokksformanna innan
flokkanna er skoðuð í samhengi við
ríkisstjórnarmyndanir er hún almennt
veik og þeir hafa ekki mikil áhrif á
gang mála.
„Ákvörðun um ríkisstjórnannynd-
un er mikilvægasta ákvörðun flokks
og á tfrnabilinu sem ég skoða hafa for-
mennirnir raunverulega mjög lítil
völd við stjórnarmyndun. Þegar Sjálf-
stæðisflokkurinn og Framsóknar-
flokkurinn mynduðu ríldsstjórn árið
1983, svo dæmi sé tekið, hafði Geir
Efstaða flokks-
formanna innan
flokkanna er
skoðuð í samhen-
gi við ríkisstjórn-
armyndanir þá
er hún almennt
veik og þeir hafa
ekki mikil áhrif á
gang mála, segir
Margrét Sœm-
undsdóttir m.a.
vera eina helstu
niðurstöðu könn-
unar sinnar á
stöðu flokksfor-
manna.
VIKUBLAÐIÐ 22. JÚLI 1994
Hallgrímsson nær engin áhrif á gang
mála.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins
kýs ráðherra úr hópi þingmanna, Geir
hafði dottið út af þingi og þingflokk-
urinn vildi frekar fleiri ráðherrastóla
en gera formanninn að forsætisráð-
herra. I raun var það þingflokkur
Sjálfstæðisflokksins sem ákvað að gefa
eftir forsætisráðherrastól sem aftur
olli þvf að Steingrímur varð forsætis-
ráðherra. Steingrímur skipti að vísu
um ráðherra frá fyrri ríkisstjórn og má
segja að hann hafi haft áhrif á val á
ráðherrum. Skýringin á ráðherra-
skiptunum er þó líklega sú að ráðherr-
ar Framsóknarflokksins voru orðnir
aldraðir."
Þingflokkarnir valdamesta
stofnun stjórnmálaflokk-
anna
Margrét segir að við stjórnarmynd-
un 1987 og 1988 hafi formenn ekki
valið ráðherra heldur þingflokkarnir.
Hún segir þingflokkinn vera valda-
mestu stofnun stjórnmálaflokkanna
og það hafi verið þannig allt frá því að
tímabili sjálfstæðisstjórnmála hafi lok-
ið og tímabil stéttastjórnmála hafi
tekið við en þá var flokkakerfið í mót-
un. Stjórnmálaflokkar á íslandi vísa
meira til kjarnaflokka en fjöldaflokka,
þar sem að fjöldinn hefur mikil áhrif á
ákvarðanatöku líkt og er algengara í
Evrópu.
Margrét telur stjórnmálaleiðtogana
sem voru áberandi á fyrri hluta aldar-
innar ekki hafa haft mikið sterkari
stöðu en leiðtogar nútímans. „Fólk
man eftir Bjarna Benediktssyni, Ein-
ari Olgeirssyni, Hermanni Jónassyni
og fleirum og finnst eins og að þeir
hafi verið miklu meiri leiðtogar en nú
eru á vettvangi stjórnmálanna. Þeir
fengu tækifæri til þess að hafa meiri á-
hrif þar sem að flokkakerfið var í mót-
un á þessum tíma, en að öðru leyti var
staða þeirra svipuð og stjórnmálaleið-
toga nútímans."
Ekkert samræmi milli
vinsælda stjórnmála-
manna og fylgis flokkanna
Þótt kjósendur séu tilbúnir að velja
vinsælasta stjórnmálamanninn í könn-
un eru þeir ekki tilbúnir að skipta um
flokk og kjósa þann sem þeir velja.
„Fólk segir „já, ég skal taka þátt í vin-
sældakönnun“ og velur kannski Stein-
grím Hermannsson en er ekki tilbúið
til að kjósa Framsóknarflokkinn.
Steingrímur var oft vinsælasti
stjórnmálamaðurinn og fékk t.d. 40
prósent fylgi í könnun 1991 en Fram-
sóknarflokkurinn fékk þá 2 5 prósent í
skoðanakönnun. Davíð Oddsson fékk
30 prósent í könnun rétt fyrir þing-
kosningarnar 1991 en flokkurinn fékk
þá 43-47 prósent fylgi í könnunum.
Það er ekkert samræmi milli vinsælda
stjórnmálamanna og fylgis flokka
þeirra.“
Eru niðurstöðurnar marktækar?
,Já, ég tel það. Eg nota kannanir
bæði frá Félagsvísindastofnun Há-
skólans og Dagblaðinu Vísi. Ég legg
ekki mat á hvort þessar kannanir eru
marktækar en ég tel svo vera. Al-
menningur og stjórnmálaleiðtogarnir
sjálfir virðast taka mark á þeim og það
gefur þeim gildi í sjálfu sér. Það er lít-
ill munur á könnunum DV og Félags-
vísindastofnunar en ég nota þær alltaf
sitt í hvoru lagi og blanda þeim aldrei
saman sem er mjög mikilvægt.
Gaman væri að kanna hvort al-
menningur telji stöðu leiðtoganna
vera sterka eða hvort almenningur
geri sér grein fyrir veikri stöðu þeirra.
Það væri þá hugsanleg skýring á því að
vinsældir stjórnmálaforingja og fylgi
flokka þeirra fer ekki saman. Auðvitað
mætti segja að hægt væri að skoða
aðra þætti og fylgi og komast að
annarri niðurstöðu. A tímabilinu sem
ég skoða, 1980-1991, eru ekki sjáan-
legar neinar breytingar á stöðu for-
mannanna."
Bergþór Bjamason
Utboð
F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í
gerð bílastæða við Holtaveg í Reykjavík og frágang umhverf-
is þau.
Verkið skal vinnast í sumar og vera lokið 1
Helstu magntölur eru:
Jarðvegsskipti 1.400 m2
Malbikslag 1.100 m2
Kantsteinn 230 m
Steypt gangstétt 300 m2
Grasþökur 860 m2
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Fríkirkjuvegi 3, Reykja-
vík, frá og með þriðjudeginum 19. júlf n.k., gegn kr. 10.000 -
skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. júlí 1994, kl.
11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800