Vikublaðið - 22.07.1994, Qupperneq 6
6
Kapítalisminn
VIKUBLAÐIÐ 22.JÚLÍ 1994
Jón Ólafsson er sagður ráða
öllu sem máli skiptir í útgáfu,
upptöku og dreifingu á tónlist
eftir að hann gleypti Steinar
Berg/Spor. Með því eignaðist
hann allar helstu hljómplötu-
verslanir höfuðborgarsvæðis-
ins. Á m.a. Stúdíó Sýrland.
Er mikilvirkur umboðsmaður
„merkja" á borð við Polygram
(Skífan), EMI (Skífan), WEA
(Spor), BMG/RCA/Arista (Skíf-
an), CBS/Sony (Spor). Með
umboð fyrir Columbia, Walt
Disney og fleiri kvikmyndafyrir-
tæki. Keypti húsnæði Regn-
bogans af Framkvæmdasjóði.
Er stærsti einstaki hluthafinn í
Stöð 2/Bylgjunni og gerir sig nú
gildan sem fjölmiðlakóngur.
Með honum á myndinni er eig-
inkonan Helga Hilmarsdóttir,
verslunarstjóri Skífunnar.
í þessum bransa, þar sem við störfum með listamönnum, getur það aldrei verið eðlileg staða fyrir þá að hafa ekkert
val - geta ekki valið um útgefendur. Að auki held ég að það sé ekki hollt fyrir neinn að verða alráður á markaðinum
og ég held raunar að það geti ekki gerst.“
etta sagði Jón Ólafsson for-
stjóri Skífunnar í viðtali við
Pressuna þann 18. mars í fyrra.
Einum og hálfum mánuði síðar eign-
aðist hann minnst 50% hlutafjár í fyr-
irtæki helsta keppinautar síns, Stein-
ars Berg - gleypti hann reyndar með
húð og hári að margra mati. Það gerð-
ist við stofnun Spors hf. þann 6. maí
1993. Steinar Berg er ffamkvæmda-
stjóri þess en Jón Ólafsson stjórnar-
formaður.
Yfirburðarstaða í tónlistinni
- fjölmiðlaveldi í smíðum?
Saman ráða þessi fyrktæki, Spor og
Skífan, yfir hljómplötumarkaðinum.
Þau eiga að minnsta kosti 80% söl-
unnar, eiga útgáfurétt á meirihluta
tónlistar sem gefin er út á íslandi og
hafa öll stærstu umboðin í erlendri
músík. Fyrirtækin eru líka nær a!ls-
ráðandi á myndbandamarkaðinum.
Þau stjórna skemmtanaiðnaðinum og
Jón Ólafsson stjórnar þeim.
Síðustu atburðir í viðskiftalífinu
sem tengjast Jóni Ólafssyni hafa ekki
farið ffamhjá almenningi. Borgara-
styrjöldin innan íslenska útvarpsfé-
lagsins (Stöð 2, Bylgjunnar og Sýn) er
sögð svo hörð að aldrei geti gróið um
heilt. Fyrrum minnihluti náði meiri-
hlutavöldum fyrir atbeina Sigurjóns
Sighvatssonar í Bandaríkjunum og er
hlutur Jóns Ólafssonar í „plottinu“
mjög stór. Fyrrverandi meirihluti
reyndi að svara fyrir sig og kom hlut-
um svo fyrir að hann eignaðist meiri-
hluta í Sýn og nú stefnir allt þráðbeint
til dómstólanna.
Eitt af því sem dregið hefur verið
upp í þessum deilum er hugsanleg
kæra fyrrum meirihlutamanna á
hendur Jóni Ólafssyni, þar sem hon-
um er gefið að sök að hafa brotið lög
með grófum innherjaviðskiptum og
brotið skattalög um leið. Þegar liggur
fyrir niðurstaða sérstakrar „rannsókn-
amefndar" innanhúss frá því í árslok
1992, en sú skýrsla var lögð til hliðar
með samkomulagi manna. Nú er sá
ffiður úti.
Sá hagur sem Jón Ólafsson hefur af
því að vera í lykilaðstöðu hjá Stöð 2 og
Bylgjunni er augljós. Hann þarf að
selja afurðir eigin fyrirtækja, tónlistar-
afurðir, myndbönd og fleira. Og svo
kann að vera að þetta verði ekki einu
fjölmiðlarnir þar sem Jón er potturinn
og pannan. Nýlega voru staðfestar
ffegnir þess efnis að Jóni hafi staðið til
boða að kaupa meirihlutann í viku-
blaðinu Eintak. Ekki sakar fyrir Jón að
bæta tidinum fjölmiðlakóngur í safn
sitt, en skoðum nánar ítök hans á öðr-
um sviðum.
Aðalatriðið gleymdist
Fyrir síðustu jól urðu miklar hrær-
ingar á hljómplötumarkaðinum.
Óháðum útgefendum fjölgaði og þeir
áttu í deilum við Skífuna/Spor, þenn-
an tvíeina risa í hljómplötusölunni. í
fjölmiðlum birtist þetta helst í deilum
Steinars Berg og KK, sem ákvað að
taka plötur sínar úr sölu í búðum Skíf-
unnar og Steinars. Astæðu þess sagði
hann þá að geisladiskurinn Hotel
Foroyar væri falinn bak við af-
greiðsluborð í verslununum en ekki
stillt upp eins og diskum Skífunnar og
Spors. Aðrir sjálfstæðir útgefendur,
þar á meðal Sigríður Beinteinsdóttir,
tóku í sama streng þó að þau gengju
ekki eins langt og KK. Líklega varð
þessi deila að einhverju leyti til þess að
koma sjálfstæðu útgefendunum betur
á framfæri og Japis, dreifingaraðili
þeirra, notaði tækifærið og auglýsti sig
sem „bakhjarl sjálfstæðu útgefenH-
anna“.
Þó var eins og aðalatriðið gleymd-
ist. í öllu fárinu og allri umræðtmni
kom nafn Jóns Ólafssonar nær aldrei
ffam. Manninum sem réði mestu í
raun tókst að halda sér alveg fyrir utan
umræðuna. I staðinn mætti Steinar
Berg í útvarp og í sjónvarp og skrifaði
greinar í dagblöð. Staða Jóns er þó svo
sterk að í flestum siðuðum löndum
væri hún talin brjóta í bága við sam-
keppnislög og reglur um eðlilega við-
skiptahætti. Skífan/Spor getur drepið
niður útgáfu ef þessum tvíeina risa
sýnist svo. Það virtist gleymast í allri
umræðunni, þó að það væri orsök
allra látanna.
Þeir eiga nær allar hljóm-
plötuverslanirnar
Mikill meirihluti allra hljómplötu-
verslana á höfuðborgarsvæðinu er í
eigu Spors og Skffunnar. Atta hljórn-
plötuverslanir á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu tilheyra þessu eina fyrirtæki.
Eftir eru sex búðir, þar af tvær í eigu
Japis, eina aðilans sem kemst eitthvað
nálægt því að vera keppinautur. Hinar
búðirnar eru litlar og Iangt ffá því að
geta veitt Spors-Skífusamsteypunni
nokkra sámkeppni.
Yfirburðir fyrirtækisins á sviði sölu
tónlistar eru þó litlir ef litið er til
þeirrar yfirburðaaðstöðu sem fyrir-
tækið hefur á sviði útgáfu og innflutn-
ings tónlistar og myndbanda.
Skífan á bæði hljóðfæraverslun og
upptökuver ogjón Ólafsson á stærsta
einstaka hlutinn í Stöð 2/Bylgjunni.
Þeir sem vilja senda frá sér tónlist hér
á landi eiga ekki margra kosta völ.
Þeir geta farið til litlu útgáfufyrirtækj-
anna sem eru hvorki mörg né öflug og
þeir geta gefið út sjálfir. Þá er algeng-
ast að Japis dreifi. Tónlistarmenn sem
hafa farið þá leið hafa náð metsölu.
Það er undantekningin og á fym og
fremst við um þá sem hafa þegar náð
að vinna sér athygli. Vilji tónlistar-
flytjendur ná til margra og vera spil-
aðir á útvarpsstöðvunum þá er væn-
legast til árangurs að ná samningi við
Skífuna/Spor.
Hættur og afleiðingar fá-
keppni
Tónlistarmennirnir eru ekki hrifnir
af þessari þróun. Að vísu er marktæk-
ur munur á ummælum þeirra sem eru
búnir að vera mjög lengi í bransanum
og/eða eru meðal hinna söluhæstu og
hafa þar af leiðandi nokkuð góðan
samning og hinna, sem eru nýir í
bransanum eða hafa ekki verið með
eins mikla sölutónlist. Kannski eru
hinir fyrrnefhdu bara varkárari - þetta
eru menn sem hafa tónlistina að aðal-
starfi. Ef þeir eru á samning hjá
Spor/Skífunni þá hafa þeir ekki um
aðra kosti að velja. Kannski endur-
speglar þetta líka muninn á þeim sem
eru búnir að „meika'ða", komnir á ör-
uggan samning og er sama um alla
hina. Hvað sem því líður sögðust
margir viðmælenda Vikublaðsins hafa
farið illa út úr viðskiptum við fyrirtæki
Jóns Ólafssonar eða vita um mörg
„fórnarlömbin". Þeim og raunar
miklu fleirum líst illa á þau völd sem
hann er að ná á tónlistarmarkaðinum.
„Menn þurfa ekki að hafa farið illa út
úr samningum við Jón Ólafsson til
þess að óttast afleiðingar einokunar-
innar sem er að verða til,“ sagði einn
viðmælenda okkar.
Margir reyndu um síðustu jól að
bregðast við þessari einokun, þó ekki
væri nema að takmörkuðu leyti, þ.e.
með því að standa sjálfir að útgáfunni.
34 flytjendur gáfu út sjálfir, Spor og
Skífan gáfu aðeins út fjóra íslenska
titla hvort fyrirtæki. Ein ástæða þess
að fleiri gefa nú út sjálfir er að það er
auðveldara en áður. Það er tiltölulega
ódýrt að framieiða geisladiska, en hins
vegar er dreifingin meira mál. Þar
hefur Japis komið inn í, en flestir
þeirra sem gefa út sjálfir gera dreif-
ingarsamninga við það fyrirtæki. Hins
vegar á Spor/Skífan meirihluta hljóm-
plötuverslana og getur ráðið því hvaða
plötur eru seldar í þeim.
„Víst er samkeppni“
Svo mikla einokunarstöðu hefur
Skífan/Spor á markaðnum að jafnvel
fólk sem er inni í tónlistarbransanum
man ekki eftir öðrum aðilum. Á þessu
má vera Ijóst að ekkert fyrirtæki getur
veitt hinni nýju samsteypu sam-
keppni.
Steinar Berg sagði í blaðaviðtali
skömmu eftir stofnun Spors hf. að á-
ffam yrði um samkeppni að ræða og
að það mundi ekki tálma samkeppni
fyrirtækjanna að sami maður væri
stjórnarformaður í báðum hlutafélög-
um. Þorvaldur K. Þorsteinsson fram-
í þá góðu gömlu daga. Jón Ólafsson árið 1979, þá gjarnan kallaður Jón Bæó í
Keflavík; þenur rokkinn og teygir lopann. Um þetta leytið var Jón með hljóm-
plötuútgáfu og tvær plötuverslanir, envar annars kunnur fyrir að hafa verið um-
boðsmaður Júdasar. Þremur árum eftir að myndin var tekin hófst viðskiftasam-
starf hans og Sigurjóns Sighvatssonar fyrir alvöru.