Vikublaðið


Vikublaðið - 22.07.1994, Page 8

Vikublaðið - 22.07.1994, Page 8
8 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 22.JÚLI 1994 Hinir árlegu HAFNARDAGAR við Gömlu höfnina í Reykjavík 22 - 24 jÚlí Föstudag - Laugardag og Sunnudag Dagskrárliðir m.a.: > Fisk- og grænmetismarkaður > Útileikhús > Götuleikhús > Skemmtisigling um sundin > Siglingakeppni > Harmonikkuball á hafnarbakkanum > Flugeldasýning REYKJAVÍKURHÖFN Áskriftarsíminn er 17500 Vikublaðið Innlausnarverð húsbréfa í 1. flokki 1991 3. flokki 1991 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 Innlausnardagur 15. júlí 1994. 1. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.386.887 kr. 138.689 kr. 13.869 kr. 3. flokkur 1991: Nafnverð: 1.000.000 kr. 500.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 1.234.062 kr. 617.031 kr. 123.406 kr. 12.341 kr. 1. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 6.077.271 kr. 1.215.454 kr. 121.545 kr. 12.155 kr. 2. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.981.897 kr. 1.196.379 kr. 119.638 kr. 11.964 kr. 1. flokkur 1993: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.509.017 kr. 1.101.803 kr. 110.180 kr. 11.018 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. dáG HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS L,.J HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Húsbréf Sveitasæla Nýverið lagði ég land undir fót ásamt fjölslcyidu minni. Haldið var í átt að sumar- bústað er ættmenni mín hafa komið sér upp vestur í Dölum af miklum dugnaði og eljusemi. Haldið var af stað eftir vinnu á föstudagseftir- miðdegi. Allir voru hæfilega þreyttir og pirraðir eftir amstur vikunnar til að gera ferðalagið eftirminnilegt. Fleiri en við æduðu að sækja Island heim og því var nokkur umferð á vegum þennan dag. Þungt var yfir og spáin slæm svo vægt tíl orða sé tekið. Hér var sem sagt „týpískt" veður fyrir íslenska ferðalanga. Eins og sannir Islendingar ferðumst við innanlands í sumar (það hljómar betur en að eiga ekki fyrir utanlandsferð) og tíl að full- komna slagorðaglauminn fylltum við bílinn af bensíni svo að „Olís getí grætt landið" (eða grætt á landanum). Þegar komið var á áfangastað var komið kvöld og tími til að ganga tíl náða. Veður var ekki upp á það besta og ánægjutílfinning gagntók mig þegar ég hugsaði tíl þess að þurfa ekki að gista í tjaldi. Morguninn eftir var rok og rigning og ekki hundi út sigandi. Þegar allir voru dauðleiðir á því að finna sér eitt- hvað að gera innandyra heyrði ég sjálfan mig muldra: „Hvað er maður eiginlega að vilja hingað upp í sveit?“ Við þessar kringumstæður fann ég ekkert viðunandi svar. Ingi Rúnar Eðvarðsson Til að bjarga deginum var ákveðið að fara í sund. A leiðinni þangað urðu á vegi okkar hestar og úr aftursætinu heyrði ég frumburðinn segja: „Nei, sko köflóttur hestur!" Ekki verður því á móti mælt að eitthvað hafa foreldrar og skóli brugðist í dýrafræðikennsl- unni. Þegar heim var komið eftir sundið var komið hið besta veður og við ákváðum að rækta landið. Við settum niður nokkrar plöntur til að mynda skjólrunna svo annar gróður fái þrifist fyrir eilífum næðingi. Um kvöldið leið okkur bara virkilega vel á sál og lík- ama og við spjölluðum saman og hlustuðum á útvarpið. Sumarbústað- urinn er annars heimur útvarpsins sem berst harðri barátm fyrir tilveru sinni í hinu stressaða hversdagslífi. Næsta morgun var veðrið hreint yndislegt. Drengirnir voru sendir út að leika sér í góða veðrinu og maður fékk loks færi á að drekka morgun- kaffið óáreittur. Utí var fuglasöngur og hestar og kindur í sjónmáli. Hér var komið svarið við spurningu minni frá deginum áður. Það er auðvitað að komast í beina snertíngu við nátt- úruna. Og losna undan ægivaldi klukkunnar. í borgaramstrinu þarf maður að mæta á réttum tíma tíi vinnu, sækja börnin á dagheimili fyrir vissan tíma, fundurinn er klukkan níu og tannlæknirinn klukkan tíu. Við lifum ekki í iðnaðarsamfélagi eða tæknisamfélagi, heldur tímasamfélagi. I sveitasælunni er klukkan sett til hliðar. Það er eins og nokkrar klukkustundir bætist við sólahringinn. Einhverra hluta vegna hefur maður tíma tíl að gera flest það sem maður þarf að gera í sveitinni. Og það merki- lega er að maður borðar og sefur þegar þörfin kallar, en ekki á fastmót- uðum tímum. Þetta er sem sé skýr- ingin á því hvers vegna maður keyrir eins og berserkur um landið þvert og endilangt tíl þess að komast í snert- ingu við náttúruna. Sveitín er eins konar öryggisventíll tíl að varna því að maður farir yfirum af stressi. Margt er skrýtíð í kýrhausnum. Þegar kyrrlífi sveitarinnar er virkilega farið að segja til sín eftir nokkuð langa dvöl fer margan að þyrsta í ys og þys borgarlífsins. Maður fer að sjá bari, bíó og sjónvarp í hillingum. Þetta er víst díalektík náttúrunnar. Lesendur skrifa Lúxusdrossíur og launamisrétti Fyrir skömmu hóf ég akstur strætisvagna og keyri oftsinnis fullan vagn af farþegum. Eftir yfirmönnum SVR að dæma er slíkt ábyrgðarstaða og aldrei of oft brýnd fyrir vagnstjóruin sú ábyrgð sem hvílir á þeim í farþegaflutningum á fjölförnum akbrautum borgarinnar. Allt þar til ég fékk launaumslagið var ég ánægður með starf mitt. Sú gleði snerist þá upp í sára biturð. Ég hafði fengið 84.000 krónur í laun, en ávísun mín hljóðaði upp á 46.000 krónur. A þeim átti ég að lifa út mánuðinn, borga húsaleigu, reikn- inga, kaupa mat og aðrar brýnar lífs- nauðsynjar. Á ekki fyrir fargjaldinu Á leið minni um Vesturgötuna ek ég framhjá íveruhúsi ráðherra í borginni sem kennir sig við jafnaðar- stefnuna og fyllir þann flokk sem ber nafn alþýðu. Rauð útidyrahurðin hjá kratanum æpir á vegfarendur og minnir sá rauði litur ekki lengur á blóðbönd og bræðralag, heldur'blóð, svita og tár. Allavega hjá alþýðu- manninum mér. Þarna fyrir utan eru iðulega fínustu lúxusdrossíur sem flytja ráðherra annað hvort í dýr matarboð eða til flugvallar utan- landsflugs, þaðan sem flogið er um veröld víða og fé sólundað á allar hliðar. Á meðan kemur alþýðufólk í vagninn minn sem á ekki fyrir far- gjaldinu vegna launamisréttisins í þjóðfélaginu. Sokkarnir verða að duga Utborgunardaginn fór ég í Hag- kaup og hugðist gera hagkvæm kaup, enda ekki á færi manns með mínar tekjur að líta í aðrar verslanir. Skór 4.995. Eg varð ffá að hverfa með sokkaplagg á 299 krónur í annarri hendinni. Eg skyldi áfram mæta í vinnuna á gömlu spariskónum mín- um sem ég keypti fyrir fimm árum og hún móðir mín blessunin haföi látið sóla að minnsta kosti þrisvar sinnum. Mér gramdist stjórnarfarið hér á landi eftir að hafa kynnst kjörum al- þýðunnar sem notar strætísvagnana í Reykjavíkurborg, meðan menn sem þykjast vinna fyrir alþýðuna og al- múgann í landinu ausa fé á allar hliðar til að lifa sínu aristókratíska lífi. Þjóðhöfðingjar og ráðherrar í öfl- ugri lögreglufylgd runnu um götur borgarinnar og víðar um landið og ég hugsaði með mér að það væri ekki skrítið þó fólk þetta væri hrætt urn líf sitt eftír allt það sem það hefur gert alþýðu þessa blesssaða lands. Eg get ekki sagt að það hafi eitthvað á samviskunni, því ég efa stórlega að þetta fólk hafi lengur nokkra sam- visku. Lítið fer fyrir kristninni Það er slík hörmung að varla fá orð lýst þessu gegndarlausa bruðli ráðherra og annarra yfirstéttar- manna á meðan alþýðan líður skort og dregur fram lífið á lágmarksvið- haldskostnaði fyrir líkami sína. Svona stjórnarfar vekur ekki síður upp þá spurningu hvort raunin sé sú að við búum í kristnu landi. Þeirri spurningu er fljótsvarað. Svona stjórnarfar er ekki kristíndómur. Það er ekki kærleikur við náungann þeg- ar stríðalin yfirstétt og hefðarfólk skammtar sér fé og fæðu eftir þörf- um en kúgar almúgann. Það er mis- kunnarlaus glæpur, helför gegn lág- stéttinni. Orð Krists sem hann beindi til yfirstéttarinnar á sínum tíma eiga enn vel við í dag: „Lýður þessi heiðrar mig með vörunum, en hjarta þeirra er langt í burtu ffá mér.“ (Matt. 15:7) Kommúnisminn ógurlegi Hið forna vígi kommúnismans í austri er fallið. Því er nú aldrei sem fyrr þörf fyrir öfluga verkalýðsbar- áttu. Hægri öflin berjast ötullega við útrýmingu alls þess sem kenna má við sósíalisma og hafa fengið til liðs við sig dekurbörn úr fyrrverandi austantjaldsríkjum. Allt sem aflaga fer er kommúnismanum að kenna, er sagt. Áróðurinn er slíkur að jafhvel hér talar fólk um þennan ógurlega kommúnisma á íslandi. Þó finnast gamlir menn fyrir austan sem eru ennþá trúir málstaðnum. Þeir vita hvað varð hinu kommúníska skipu- lagi að falli. Ef það heföi fengið tíma og ffið fyrir auðvaldsöflunum fyrir vestan væri það enn við lýði. Það fer að verða erfitt um bjarg- ráð hjá alþýðu manna þessa dagana og því er það von mín að Alþýðu- bandalagsmenn efli verkalýðsbaráttu sína og tali hátt um misréttíð í land- inu. Einar Ingvi Magnússon

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.