Vikublaðið - 22.07.1994, Page 9
VIKUBLAÐIÐ 22. JULI 1994
9
Eiga þjóðir í efnahagslegri
samkeppni?
Hvað rœður afkomu þjóða?
Angst
um den Job
Nokkrir af þekktustu hagífæðingum Bandaríkjanna deila
harkalega um eina helstu kennisetningu nútímahagífæði;
að afkoma þjóða ráðist af stórum hluta af því hversu vel
þeim gengur í innbyrðis sarnkeppni. Þessi kennisetning gerir það
hvorttveggja í senn að útskýra efnahagslægðina í Bandaríkjunum
og róttlæta efhahagsstefnu ríkisstjórnar Clintons. Vettvangur rit-
deilunnar er tímaritið Foreign Affairs.
I mars/apríl hefti Foreign Affairs skrifaði hagfræðingurinn Paul
Krugman grein þar sem hann gagnrýndi leiðandi hagfræðinga fyr-
ir að útskýra bága stöðu bandarísks efnahags með því að vísa til
þess að Bandaríkin hafi tapað eða væru um það bil að tapa efiiahag-
stríðinu við Japan og aðrar iðnvæddar þjóðir.
Það hefur verið vinsælt í Bandaríkjunum undanfarin ár að kenna
innflutningi iðnvarnings um það hvernig koinið er fyrir banda-
rísku efhahagslífi, sem hefur í meira en áratug einkennst af at-
viimuleysi og versnandi lífskjörum almennings. (Velmegun níunda
áratugsins náði aðeins til lítils hluta þjóðarinnar sainanber upp-
nefnið „uppaáratugurinn.") Sérstaklega er það meint samkeppni
við Japani sem Bandaríkjamenn telja sig hafa kornist illa frá. Dæg-
urlagatextar hafa verið saindir urn það hvernig ódýrir japanskir bíl-
ar eyðilögðu bílaborgina Detroit. Fjölmiðlar fluttu fréttir sem báru
saman öflugt japanskt efnahagslíf við lélega fraministöðu þess
handaríska og minnimáttarkomplexinn var staðfestur. A síðasta
áratug keyptu japönsk fyrirtæki áberandi eignir í Bandaríkjunum,
til dæmis Rockefeller Center. Kaupin særðu bandarískt þjóðarstolt
og þóttu vera hin endanlega sönnun þess að þjóðin sem tapaði
seinni heimsstyrjöld væri á góðri leið með að sigra risaveldið í
efnahagsstríðinu.
Hagfiræðingar gæddu hugmyndinni um samkeppni milli þjóða
lífi með því að skrifa bækur og lærðar greinar um það að uppgang-
ur Japana væri á kostnað Bandaríkjamanna. Þótt ekki hafi það ein-
göngu verið hagfræðingar sem útskýrðu þróunina í þessu sam-
hengi, sagnffæðingurinn Paul Kennedy varð til að niynda niold-
ríkur á bókinni The Rise and Fall of the Great Powers, þá báru
hagfræðingar stærstu ábyrgðina á ffæðilegri undirstöðu kennisetn-
ingarinnar um efnahagslega samkeppni þjóða.
Happened to
THE GREAT
AMERICAN JOB?
The new rules of the game
may soon apply around the worlc
Atvinnuleysi í iðnríkjunum
er viðvarandi vandamál
og umræður um ástæður
þess eru núna - loksins
segja sumir - að skila
sér í endurmati á
hagf ræð i ken n i ng u m.
Er þjóðarbú fyrirtæki?
Á fræðimáli er kenningin kölluð Strategic Trade Policy. Upphaf
hennar er relað til greinar sem James Brander og Barbara Spencer
skrifúðu árið 1985 en vitanlega er hún skyld gamalli lummu úr
haglfæðinni, merkantílismanum. I stuttu máli gengur hugmyndin
útá það að þjóðir geti bætt afkomu sína með því að skilgreina stöðu
sína gagnvart öðrum þjóðum á líkan hátt og fyrirtæki gera hvert
gagnvart öðru á frjálsunt markaði. Fyrirtæki keppa um markaðs-
hlutdeild til að auka ágóða sinn sem mest og gróði eins er annars
tap.
Strategic Trade Policy er notuð til að finna ffamleiðslugreinar
sem líklegar eru til að ná árangri í alþjóðlegri samkeppni og efla
þær með opinberum stuðningi. Þessar sérstöku framleiðslugreinar
verða nokkurs konar ffamverðir í efhahagsstríðinu og skapa frekari
sóknarfæri fyrir aðra ffamleiðslu. Samkvæmt kenningunni búa þær
þjóðir við mesta hagsæld sem standast alþjóðlega samkeppni þjóð-
arbúanna. Þetta, segir Paul Krugntan, er rangt og byggir ekki á
neinum haldbærum rökum.
1 grein sinni í Foreign Affairs raðar Krugman upp tölum sem
sýna að innflutningur hefur aðeins haft óveruleg áhrif á afkomu
bandarískra framleiðslufyrirtækja. Jafhffamt hafnar Krugman sam-
líkingu hagfræðinga á þjóðarbúskap og fyrirtækjuin. Efnahagskerfi
þjóða er allt annað og flóknara fyrirbrigði en fyrirtæki. Fyrirtæki
verða gjaldþrota þegar jiau hafa tapað höfuðstólnum en þjóðfélög
fara ekki í gjaldþrot í sarna skilningi.
Sérfræðingar teknir á beinið
Krugman fékk jiá einkunn í vikuritinu The Economist í vor að
vera afburðahagfræðingur sem væri búinn að fá nóbelsverðlaunin
ef hann bara væri jirjátíu árum eldri. Það er ekki með neinni gleði
sem The Economist hleður Krugman lofi. Vikuritið telur hann
vinstrisinnaðan og það eitt og sér er oftast nóg til að valda The
Economist vanþóknun. En ffamlag Kruginans til hagffæðinnar er
þegar orðið mikið að vöxtum og hann verður ekki afgreiddur með
athugasemdum um að pólitísk afstaða byrgi honum sýn.
Með grein sinni í Foreign Affairs leggur Krugman til hagfræð-
inga sem margir hverjir eru nánir samstarfsmenn Clintons Banda-
ríkjaforseta: Robert Reich, Laura D'Andrea Tyson, Mickey
Kantor, Ira Magazincr og Lester Thurow. Kruginan fer háðuleg-
urn orðum uin þetta fólk sem gefur sig út fyrir að vera sérffæðing-
ar um alþjóðaviðskipti en hyggur ekki að augljósustu mótrökuin
gegn málflutningi sínum. Talnagögnin sem sérffæðingarmr nota
cru valin til að sty'ðja kenninguna og þeir líta framhjá upplýsingum
sem styðja ekki niðurstöðu þeirra.
Krugman getur heldur ekki stillt sig um að snoppunga sjálfan
forsetann fyrir að líkja þjóðfélaginu við stórfyrirtæki sem keppi á
alþjóðamarkaði.
I stað jiess að setja sig í samkeppnisstellingar gagnvart öðrum
þjóðum ættu Bandaríkjamenn að skoða frammistöðu sína á heima-
markaði og mæla stöðu sína á grundvelli ffamleiðniaukningar,
segir hann og heldur áffam: Samkeppni við aðrar þjóðir skilar
Bandaríkjamönnum ekki betri lífskjörum, það geri aukin ffam-
leiðni aftur á móti.
Samlíkingin við stórfyrirtæki er byggð á missldlningi, segir
Krugman, og getur leitt til rangrar stefnumótunar. Hann segir
ekki berum orðum að efnahagspólitík Clintons sé á villigötum en
það megi ekki miklu muna.
Menn forsetans svara fyrir sig
I júlí/ágúst hefti Foreign Affairs svara þeir fyrir sig sem Krug-
man deildi á í vetur. Aðallega er vörnin tvíþætt. Annarsvegar draga
sérffæðingarnir heldur í land og segja að þótt efnahagsleg sam-
keppni jijóða skipti máli þá megi ekki gera of mikið úr henni, inn-
anlandsaðstæður séu vitanlega höfuðatriði þegar efnahagsumbæt-
ur eru á dagskrá. Hinsvegar svara |>eir Krugman með gagnásökun-
iim um að hann eigi sjálfur hágt með að lesa rétt úr hagtöluin.
Clyde V. Prestowitz gagnrýnir Krugman fyrir að útskýra ekki
hvers vegna efnahagslægðin í Bandaríkjunum hófst einmitt um það
leyti sem innflutningur gróf undan innlendum framleiðslufyrir-
tækjum á áttunda áratugnum. Þá segir hann Krugman ekki sjá
samhengið milli vcllaunaðra starfa, til að mynda í tölvuiðnaðinum,
og almennrar velmegunar. Prestowitz segir bandaríska rakara ekki
skila meiri framleiðni en kollegar þeirra í Bangladesh en banda-
rísku rakararnir séu á hærra kaupi vegna þess að viðsldptavinir
þeirra eru tekjuhærri en kúnnar rakaranna í Bangladesh.
Lester C. Thurow segir að leiðin til að auka atvinnu í Bandaríkj-
unum sé ekki sú að banna innflutning á japönskum bílum og véla-
verkfærum heldur að setja á laggirnar ríkisstyrkt fyrirtæki sem þrói
næstu kynslóð rafknúinna bifreiða.
Stephcn S. Cohen grípur til varnar fyrir kenninguna um sam-
keppni þjóða og segir hana þjóna pólitískutn tilgangi sem helgi
meðalið. Gamla leiðin, að mæla jjjóðarframleiðslu, gefi ekki leng-
ur glögga mynd af dýnamísku efnahagskerfi samtímans eli hugtak
eins og samkeppnishæfhi sé til þess fallið.
Krugman fær tækifæri til að svara gagnrýnendum sínum og
hann gefur ekki tommu eftir. Hann vitnar í hækur Thurows og
Cohens jiar sem þeir hafa uppi allt aðrar skoðanir en þeir jiykjast
hafá núna. Krugman bendir á að Cohen fari með tvær rangar stað-
hæfingar í bók sinni frá 1987, Manufacturing Matters. I fyrsta lagi
að skýringin á langvinnri efhahagslægð í Bandaríkjunum sé sú að
innlend fi'amleiðslufyrirtæki töpuðu mörkuðum vegna auldns inn-
flutnings og í öðru lagi að minni markaðshlutdeild bandarískra fyr-
irtækja sé alvarlegt efhahagslegt vandamál. Núna vilji Cohen telja
fólki trú um að málið snúist um pólitík en ekki hagfræði en reyni
samt að færa pólitíkina í klæðispjötlur hagvísindanna.
Um samanburð Prestowitz á amerískum og bangladeshískum
rökurum segir Krugman að hlutirnir séu ekki alveg svo einfaldir.
Eiinitt vegna þess að bandarískir rakarar taka meira fyrir starf sitt
en hinir bangladesísku er kaupmáttur bandarískra iðnverkamanna
lægri en hann væri ef rakarastofurnar sldluðu meiri framleiðni.
„Með gaumgæfhi sést að kaupmáttur ræðst af heildarframleiðni
í jjjóðfélaginu en ekkert sérstaklega af því hvernig framleiðslufyrir-
tæki og útflutningsiðnaðurinn stendur sig,“ skrifar Krugman og ít-
rekar að breytingar í þeim hluta framleiðslugeirans sem er í sam-
keppni við innflutning hafi óveruleg áhrif á bandarískt atvinnulíf.
Þýskur sósíaldemókratismi
Einn utanaðkomandi aðili tók þátt í þrætuin bandarísku hag-
fræðinganna og lagði ýmislegt nýstárlegt til málanna. Það var Rud-
olf Scharping, kanslaraefni þýskra sósíaldemókrata.
Scharping kallar eftir stýrðri samkeppni (Rule-Based Competit-
ion). Hann tekur undir með Krugman að velmegun þjóðhagkerfa
ráðist meira af fi-amleiðni en af sainkeppnisstöðu einstakra fyrir-
tækja á aljijóðlegum markaði. Hann varar aftur sterklega við þeirri
þróun sem hófst í Bandaríkjunum í forsetatíð Reagans og felst í því
að ríkisstjórnir eru í sainkeppni um að veita alþjóðafyrirtækjum
skattaafslátt og aðrar ívilnanir. Þessi samkeppni og afiiám reglna í
bankaviðskiptum hefiir að hans mati leitt til þess að peningahag-
kerfið hefur öðlast sjálfstætt líf. Scharping segir að til sé orðin al-
þjóðlegur markaður fyrir skattaundanskot og þeim fjármagnseig-
endum fjölgi stöðugt sem ávaxti fjármuni sína í peningahagkerfinu
fremur cn að láta þá skila hagnaði í ffamleiðslugreinum. Breyting-
ar í þessa veru hafi auldð enn á atvinnuleysið í iðnríkjunum jafit-
framt því sem umhverfisvernd og lágmarkslífskjörum standi ógn af
þróuninni.
Samkeppni án reglna mun á endanum eyðileggja sjálfa sig og
lærdómurinn sem iná draga at grein Krugmans er sá að samfélag
þjóðanna þurfi að marka sameiginlega stefnu til að hamla gegn
þeirri sóun sem óheft samkeppni hefur í för með sér.
Páll Vilhjálmsson