Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Blaðsíða 6
6 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 L ærdómsrit Bókmenntafélagsins eru orðin meira en 60 talsins. Í þessum glæsilega bókaflokki eru íslenskar þýðingar á mörg- um þeirra rita sem mestu skipta í hugmyndasögu Vesturlanda allt frá Ríki Platons og Siðfræði Aristótelesar til rita eftir helstu frumkvöðla í heimspeki seinni alda. Á síðasta ári bættust nokkur rit við bóka- flokkinn þar á meðal þýðing Björns Þorsteins- sonar og Más Jónssonar á Samfélagssáttmál- anum (Du Contrat social) eftir Jean-Jacques Rousseau (1712–1778). Í heild er útgáfan vel heppnuð og þýðendur eiga hrós skilið. Þó má finna að fáeinum smáatriðum. Ég kann til að mynda heldur illa við að hafa orðið „almannaheill“ í karlkyni eins og Már og Björn gera (m.a. á bls. 199). Einnig þykir mér hæpin sú fullyrðing Más í inngangi að þýðing- unni að ég sjálfur og Hannes Hólmsteinn Giss- urarson séum dæmi um heimspekinga sem hafa nýtt sér hugmyndir Rousseau. Við Hann- es höfum báðir verið heldur andsnúnir stjórn- speki af því tagi sem helst sækir innblástur í rit hans. * Að mínu viti er Rousseau sá stjórnspekingur sem hefur haft mest áhrif á vinstri væng stjórnmála í okkar heimshluta allt frá tímum frönsku stjórnarbyltingarinnar undir lok 18. aldar. Í Samfélagssáttmálanum færði hann í letur fjölmargar hugmyndir sem síðan hafa aftur og aftur endurómað í málflutningi bylt- ingarmanna og róttæklinga af ýmsu tagi. Ís- lendingar þekkja aðdáun vinstri manna á Rousseau til dæmis af bók Einars Olgeirs- sonar Rousseau sem kom út á Akureyri árið 1925. Einar var einn af stofnendum Komm- únistaflokksins 1930 og formaður Sósíalista- flokksins frá stofnun hans 1939. Í inngangi bókarinnar segir hann að Rousseau hafi verið: … málsvari miljóna, sem annars áttu enga að, verj- andi smælingja, sem traðkaðir voru undir fótum höfðingjanna, frömuður frelsis, sem herskarar hinna kúguðu þráðu, talsmaður sannleika, sem auð- menn og aðall hæddi, boðberi ástar, sem hræsni og ljettúð misþyrmdu, söngvari náttúrunnar, er menn- ingin afskræmdi og eyðilagði, skáld tilfinninga, sem vaninn og formið fjötruðu … Aðdáun Einars og fleiri vinstri manna á Rousseau verður aðeins að litlu leyti skýrð með því að greina kenningar hans og hug- myndir. Áhrif Rousseau stafa ekki síður af til- finningahitanum sem logar milli lína í bókum hans. Það voru ekki fyrst og fremst fræðileg rök sem kveiktu með lesendum hatur á stétta- skiptingu og misrétti eða glæddu trú á að venjulegt fólk sé gott og mundi lifa vel og fag- urlega ef því væru búin eðlileg skilyrði. Þessa trú boðaði Rousseau með aðferðum sem eiga meira skylt við skáldskap en heimspeki Það er hægt að tengja Samfélagssáttmála Rousseau við fjölmargt í stjórnmálum og stjórnmálahugsun seinni alda. En hann vísar líka aftur í tímann og tekur upp þræði sem spunnir voru af Sallústíusi (86–35 f. Kr.) og Livíusi (um 59 f. Kr.–17. e. Kr.) og fleiri róm- verskum sagnamönnum sem fjölluðu um lýð- veldistíma Rómarveldis og dásömuðu stjórn- skipun þar sem frjálsir borgarar réðu ráðum sínum og kváðu hafa tekið ákvarðanir sameig- inlega sem jafningjar. Rit þessara manna um rómverska lýðveldið urðu kveikjan að stjórn- málastefnu sem þekktust er af Hugleiðingum um Rómarsögu Livíusar (Discorsi) eftir Ítal- ann Niccolo Machiavelli (1467–1527) og ritum enska skáldjöfursins John Milton (1608–1674). Þessi stefna er kölluð republicanismi á málum nágrannalandanna og ef til vill er eðlilegast að kenna hana við lýðveldi á íslensku. Af þessari stefnu dregur Republicanaflokkurinn í Banda- ríkjunum nafn sitt. Abraham Lincolns var einn af upphafsmönnum þess flokks. Hann setti meginhugsjón lýðveldissinna fram í meitluðum hendingum í margfrægu Gettysborgarávarpi þar sem hann talaði um „stjórn á þjóðinni af þjóðinni sjálfri og í þjóðar þágu“ (government of the people, by the people, for the people). En allt er í heiminum hverfult og sá Republic- anaflokkur sem nú fer með völd í Bandaríkj- unum sver sig ef til vill meira í ætt við frjáls- hyggju en lýðveldishugsjónir. Rousseau var lýðveldissinni eins og Niccolo Machiavelli, John Milton og Abraham Lincoln. Í Samfélagssáttmálanum reyndi hann að skýra hvernig almenningur getur farið með æðsta vald yfir sjálfum sér og hver borgari verið í senn í hópi óbreyttra þegna og meðal hæst- ráðenda í ríkinu. Í kenningu Rousseau um þetta efni gegnir hugtakið almannavilji lyk- ilhlutverki. Í því sem hér fer á eftir ætla ég að staldra við tvö efnisatriði í Samfélagssáttmál- anum sem bæði tengjast hugmyndum Rouss- eau um almannavilja. Annað er sú kenning hans að lög eigi að ráðast af almannavilja. Hitt er sú skoðun að menn séu þá og því aðeins frjálsir að þeir hagi sér í samræmi við al- mannavilja. Lög og almannavilji Í annarri bók Samfélagssáttmálans segir Rousseau: Ekki þarf … að spyrja hvort furstinn sé ofar lög- unum, því hann er meðlimur ríkisins; né heldur hvort lög geti verið ranglát, því enginn er ranglátur gagnvart sjálfum sér; né heldur hvernig maður geti verið frjáls og jafnframt settur undir lögin, því þau eru einungis skrásetning vilja okkar. (Bls. 105.) Af þessum orðum má ráða að Rousseau hafi talið að sönn lög séu í samræmi við almennan vilja borgaranna og með því að hlýða þeim geri borgararnir það sem þeir sjálfir vilja og séu því frjálsir. Þetta þýðir þó ekki að hvaðeina sem kallast lög sé í samræmi við almannaviljann. Rousseau áleit að flestar þjóðir eigi sér engin raunveruleg lög (bls. 187) heldur séu á valdi fá- mennrar yfirstéttar sem stjórnar í samræmi við eigin sérhagsmuni í andstöðu við almanna- vilja. Kenning Rousseau um að lögin eigi að vera skráning á sameiginlegum vilja þjóðarinnar er tilbrigði við hugsjón lýðveldissinna um sameig- inlega sjálfsstjórn borgaranna. En þetta til- brigði er heldur endasleppt ef ekki er sett fram haldbær skýring á því hvernig vilji margra getur myndað einn vilja og hvernig þessi sam- eiginlegi vilji getur mótað lögin. Meginefni samfélagssáttmálans er tilraun Rousseau til að takast á við þennan erfiða vanda sem hann orðar sjálfur á þessa leið: Sú þjóð sem er sett undir lögin á að vera höfundur þeirra. … En hvernig má koma því í kring? … Hvernig getur blindur múgurinn, sem oft veit ekki hvað hann vill, því hann veit sjaldnast hvað honum er fyrir bestu, einn og óstuddur unnið af hendi jafn viða- mikið og vandasamt verk og smíði fullbúins laga- kerfis er? (Bls. 106.) Rousseau áleit óraunhæft að allir færu sam- an með framkvæmdavaldið (bls. 148) og best væri að kjörnir fulltrúar sæju um það (bls. 149). En þótt hann hafi gælt við hugmyndir um einhvers konar fulltrúalýðræði þar sem menn eru kosnir til að fara með framkvæmdavald hafnaði hann því algerlega að kjörnir fulltrúar ættu að hafa löggjafarvald. Hann áleit að kraf- an um að lög endurspegli almannavilja feli í sér að allir verði að taka þátt í löggjafarstarfinu. Þótt Rousseau tali um að samfélagið þurfi vitr- an löggjafa (bls. 107 o. áf.) sem þekkir al- mannaviljann álítur hann að lög séu ekki full- gild nema borgararnir samþykki þau í frjálsum kosningum (bls. 110 og 200). Fullveldi getur ekki átt sér fulltrúa af sömu ástæðu og það verður ekki gefið eftir. Það býr fyrst og fremst í almannaviljanum og enginn getur verið fulltrúi hans. … Þingmenn þjóðarinnar eru því ekki fulltrúar hans, né heldur geta þeir verið það; … Lög sem þjóðin hefur ekki staðfest í eigin persónu hafa ekkert gildi; þau eru hreinlega ekki lög. Enska þjóðin telur sig vera frjálsa en skjátlast hrapalega. Hún er aðeins frjáls á meðan hún er að kjósa sér þing- menn, því um leið og kjöri þeirra er lokið er hún þræll; hún er alls ekki neitt. Þau fáu andartök sem hún er frjáls beitir hún frelsinu á þann hátt að hún á fyllilega skilið að glata því. (Bls. 186.) Rousseau virðist hafa gert sér að einhverju leyti grein fyrir hversu óraunhæfar þessar hugmyndir eru og hvað það er fjarstæðukennt að heil þjóð sameinist og setji sér lög í sam- ræmi við einhvern einn sameiginlegan vilja allra borgaranna. Þar sem lögin eru eiginlegar athafnir almannavilj- ans getur fullveldið ekkert aðhafst nema þjóðin safnist saman. „Þjóðin samankomin!“ munu menn hrópa upp yfir sig. „Þvílík tálsýn!“ Það er tálsýn nú á dögum en var það ekki fyrir tvö þúsund árum. Hefur eðli manna breyst? (Bls. 179) Þau ríki fyrir tvö þúsund árum sem Rouss- eau vísar hér til eru gríska borgríkið Sparta og lýðveldið í Róm en líkt og fleiri lýðveldissinnar áleit hann að í þessum ríkjum hefðu borg- ararnir stjórnað eigin málum sjálfir og tekið ákvarðanir í samræmi við sameiginlegan vilja. Trúlega sá Rousseau þessi fornu ríki fyrir sér í rómantískum hillingum og hugmyndir hans um að þar hafi borgararnir verið jafnir og frjálsir og farið saman með stjórn eigin mála eiga lítið skylt við sagnfræði. Fullyrðing hans um að fyrir tvö þúsund árum hafi heilar þjóðir komið saman og sett sjálfum sér lög leysa því ekki vandamálið um hvernig hægt sé að láta löggjöf ráðast af sameiginlegum vilja allra landsmanna. En þótt hugmyndir Rousseau um gullöld Spörtu og Rómar hafi verið óraunhæf- ar höfðu þær samt mikil áhrif og ýttu undir viðleitni til að snúa baki við nútímanum og hverfa aftur til einfaldari og „náttúrulegri“ samfélagshátta. Trúlega hefur það verið fyrir áhrif frá Rousseau að íslenskir kommúnistar sem stofnuðu stjórnmálafélag í Reykjavík árið 1926 gáfu því nafnið Sparta. Ekki er gott að átta sig á hvort og þá hvern- ig Rousseau áleit mögulegt að setja lög með því að stefna öllum borgurum á þjóðfund og láta þá komast að sameiginlegri niðurstöðu. Vera má að hægt sé að taka ákvarðanir um hvort frumvörp öðlist lagagildi með þjóð- aratkvæðagreiðslum og nú á tímum rafrænna samskipta mætti hugsa sér að slíkar atkvæða- greiðslur geti gengið þokkalega greitt. En hitt er öllu hæpnara að þær leiði í ljós einhvern al- mannavilja, í besta falli verður niðurstaðan í hverju máli sú sem meirihluti kjósenda velur og ætla má að minnihlutinn verði stundum ósáttur við niðurstöðuna. Þótt margt sé óljóst í hugtakanotkun Rouss- eau og erfitt að henda reiður á hvað hann meinti með tali sínu um almannavilja er ljóst að hann leit á almannavilja sem sameiginlegan vilja allra svo kostur sem meirihluti kýs en minnihluti er andvígur er ekki í samræmi við almannavilja í skilningi Rousseau. Nú kann einhverjum að detta í hug að rétt sé að leið- rétta hugtakanotkun hans og ákveða að láta einfaldan meirihluta kjósenda ráða því hvað skuli teljast almannavilji í hverju máli. Þetta er þó ýmsum vandkvæðum bundið. Um sum þeirra hef ég fjallað í grein um kosningar sem prentuð er í ritgerðasafni mínu Vafamál (útg. Hið íslenzka bókmenntafélag 1998). Sum þess- ara vandkvæða tengjast þverstæðu sem kennd er við franska stærðfræðinginn og stjórnspek- inginn Marquis de Condorcet (1743–1794). Þessa þverstæðu er hægt að skýra með dæmi: Hugsum okkur að þrír menn, Gísli, Eiríkur og Helgi, búi í sama húsi og taki sig saman um að mála það að utan og þurfi að ákveða hvernig það skuli vera á litinn. Gerum einnig ráð fyrir að forgangsröð einstaklinganna sé sem hér segir og þeir hafi allir jafneinbeittan vilja til að halda fram sinni forgangsröð: Gísli: gulur - rauður - grænn Eiríkur: rauður - grænn - gulur Helgi: grænn - gulur - rauður Af þessu virðist ljóst að hópurinn vill gult fremur en rautt þar sem tveir af þrem (Gísli og Helgi) hafa gula litinn framan við þann rauða í forgangsröð sinni. Einnig vill hópurinn rautt fremur en grænt þar sem tveir af þrem (Gísli og Eiríkur) hafa rautt framan við grænt í for- gangsröð sinni. Sá sem vill gult fremur en rautt og rautt fremur en grænt hlýtur að vilja gult fremur en grænt. En þessi þriggja manna hópur vill samt grænt fremur en gult því tveir af þrem (Eiríkur og Helgi) hafa græna litinn framan við þann gula í forgangsröð sinni. Þessi rökfærsla sýnir að af forsendunum hér að neð- an sem merktar eru F1 og F2 leiðir mótsögn. F1: Af hverjum tveim kostum vill hópur fremur þann sem meirihlutinn kýs. F2: Sá sem vill x fremur en y, og y fremur en z, vill x fremur en z. Tal um að hópur hafi vilja og að hægt sé að leiða þann vilja í ljós með því að stilla upp tveim kostum í senn og athuga hvorn þeirra meirihlutinn velur er beinlínis mótsagnakennt svo þessi leið til að endurbæta kenningu Rousseau er ekki fær og hljótum við að telja honum til tekna að hafa ekki anað út í þá ófæru. En hvaða kostir eru þá eftir? Eins og aðrir franskir menntamenn þekkti Rousseau heimspeki Descartes (1596–1659). Meðal þess sem Descartes kenndi er að skyn- semin sé sú sama í öllum mönnum, hún sé hæfni til að komast að sannleikanum og sann- leikurinn sé aðeins einn og þegar menn taki upp á því að trúa ósannindum, sem séu jafn misjöfn og mennirnir eru margir, þá hafi þeir ekki látið skynsemina ráða. Í fjórðu bók Émile, sem er eitt af höfuðritum Rousseau, er sett fram svipuð kenning um samviskuna og Des- cartes hafði haldið fram um skynsemina, að hún sé söm í öllum mönnum og veiti þeim rétta leiðsögn í siðferðilegum efnum (bls. 286 o. áf.). Immanuel Kant varð ákaflega hugfanginn af Émile og gerði þessa hugmynd Rousseau um samviskuna að hornsteini siðfræði sinnar og sagði að samviskan eða hinn góði vilji sem er sameiginlegur öllum mönnum sé endanlegur hæstiréttur um rétt og rangt. Hann taldi að ef menn spyrðu sjálfa sig hvort þeir gætu viljað að þetta eða hitt yrði að lögum sem allir fylgdu og legðu málið í dóm þessa góða vilja sem í þeim býr þá kæmust allir að sömu niðurstöðu og sú niðurstaða væri siðferðilega rétt. Mér þykir trúlegt að Rousseau hafi gert ráð fyrir að almannaviljinn sé eins og samviskan í Émile og hinn góði vilji hjá Kant, einhvers konar sameiginleg vitund um hvað er siðferði- lega rétt. Hann heldur því a.m.k. blákalt fram (á bls. 106) að almannaviljinn sé ávallt réttur. Í ljósi þessa er hægt að skilja ummæli eins og þau sem hér fara á eftir: Þegar lagafrumvarp er lagt fram á samkomu þjóð- arinnar er ekki beinlínis spurt að því hvort menn samþykki það eða hafni því, heldur hvort það sé í samræmi við almannaviljann sem er vilji þeirra. Með því að greiða atkvæði leggur hver og einn fram skoðun sína á þessu atriði, og talning atkvæða leiðir í ljós álit almannaviljans. Verði niðurstaðan á þá leið að sú skoðun sem ég var andvígur hefur betur segir það ekki annað en það að mér hefur skjátlast, og það sem ég hélt að væri almannaviljinn var það alls ekki. Hefði einkaskoðun mín haft betur hefði ég gert annað en ég vildi gera og þá hefði ég ekki verið frjáls. (Bls. 203.) Þetta er lokaniðurstaðan af vangaveltum Rousseau um hvernig almannavilji geti sett ríkinu lög. Ég held að réttast sé að túlka þessa niðurstöðu þannig að almannavilji sé það sem samviskan, eða betri vitund borgaranna, býður og að þessi betri vitund sé sú sama í öllum mönnum og hafi ævinlega rétt fyrir sér. At- kvæðagreiðsla um lagasetningu er þá könnun þar sem borgararnir láta í ljós álit sitt á því hvort lagafrumvarp sé í samræmi við þeirra og betri vitund og þar með hvort það sé réttlátt. Rousseau virðist hafa talið að þótt einum og einum manni geti skjátlast um þessi efni í ein- stökum tilvikum þar sem einkahagsmunir hans sjálfs eru í húfi sé útilokað að þorra fólks skjátlist um sama efni og því muni atkvæða- greiðsla alltaf leiða til réttlátrar niðurstöðu. Þessi túlkun kemur þokkalega heim við allt sem Rousseau segir um efnið en sé hún rétt vantar mikið á að kenningin komi heim við veruleikann. Það er ansi bláeyg bjartsýni að halda að meirihlutinn hafi ævinlega rétt fyrir sér. Vera má að Rousseau hafi gert sér ljóst að kenning sín kæmi illa heim við veruleikann. Hann viðurkenndi að mjög fáar þjóðir ættu sér nein lög í þeim skilningi sem um ræðir, þ.e. reglur eða skilyrði sem eru ákvörðuð af al- mannavilja (bls. 187) og kannski leit hann sjálf- ur á hugmyndir sínar um sjálfsstjórn borg- aranna sem staðleysu, draum sem aldrei yrði að veruleika. Ýmis ummæli hans í Émile, sem hann ritaði um svipað leyti og Samfélagssátt- málann benda til þess. Þar segir hann t.d. að: Í öllum löndum sé andi laganna ævinlega sá að hygla hinum voldugu á kostnað hinna valdalausu, þeim sem hafa á kostnað þeirra sem ekki hafa. Þess vandi eru óumflýjanlegur og án nokkurra und- antekninga. (Émile bls. 236n.) Frelsi Rousseau tók í arf frelsishugsjónir lýðveld- issinna sem fylgdu rómverskri hefð í því að telja frelsi einkum felast í því að þurfa ekki að lúta valdi neinna æðri manna. Samkvæmt þessari hugmynd um frelsi getur maður verið frjáls þótt hann verði að hlýða alls konar boð- um og bönnum ef ákvörðun um þessi boð og bönn er tekin af hópi jafningja þar sem hann sjálfur hefur sama rétt og allir hinir. Þessum lýðveldishugsjónum blandaði Rousseau saman við hugmynd sem hann hefur ef til vill þegið frá hollenska heimspekingnum Spinoza (1632–1667) og er þess efnis að menn séu ófrjálsir ef þeir eru á valdi geðshræringa eða duttlunga en frjálsir ef skynsamleg yfirvegun og meðvitaðar hugsjónir ráða för. Þessi sambræðingur birtist t.d. þar sem Rousseau segir: … meðal þess sem ríki siðmenningarinnar gefur af sér er siðferðilegt frelsi. Það eitt gerir manninn sannarlega að sjálfs síns herra, því að sá sem er á valdi eðlishvatanna einna lifir í þrældómi, en hlýðni við lög sem menn setja sér sjálfir er frelsi. (Bls. 82.) Lög sem ákvarðast af almannavilja neyða borgaranna ekki til að hlýða neinum yfirboð- ara sem er þeim sjálfum æðri svo sá sem er þvingaður til að hlýða slíkum lögum er frjáls Rousseau og Samfélagss Samfélagssáttmálinn eftir franska skáld- heimspekinginn Jean-Jacques Rousseau kom út í flokki Lærdómsrita Bókmenntafélagsins á síðasta ári. Í þessari grein eru tvö atriði sem tengjast hugmyndum Rousseaus um al- mannavilja rædd. Annað er sú kenning hans að lög eigi að ráðast af almannavilja. Hitt er sú skoðun að menn séu þá og því aðeins frjálsir að þeir hagi sér í samræmi við al- mannavilja. Eftir Atla Harðarson atli@fva.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.