Lesbók Morgunblaðsins - 05.02.2005, Blaðsíða 11
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 5. febrúar 2005 | 11
Fimmta bók Hönnu RichardtBeck, er nefnist Gennemtræk
eða Gegnumtrekkur, vekur mikla
lukku hjá gagnrýnanda danska
blaðsins Politiken. Í bókinni er að
finna níu smásögur sem rammaðar
eru inn í einn og sama stigaganginn
þar sem lesendur kynnast þeim
ólíku persónum sem þar búa og
starfa. Að mati gagnrýnanda eru
sögurnar uppfullar af spennandi
samskiptum persóna, mikilli stemn-
ingu, nokkuð svörtum húmor og
kyrrlátum harmi. Allar eigi sög-
urnar það sameiginlegt að í þeim er
sköpuð spenna milli mismunandi
laga sem séu ýmist harðgerð eða fín-
leg, sorgleg eða lífleg
og kallast á sama
tíma á við þá ólíku
fleti sem einkenna líf
þeirra persóna sem skyggnst er inn
í. Hann segir skrif Beck sannfær-
andi, þau séu beitt en að sama skapi
viðkvæmnisleg.
Nýjasta bók verðlaunaskáldkon-unnar Alice Walker fær ekki
góða dóma hjá
gagnrýnanda
breska blaðsins
Telegraph. Bókin
sem nefnist Now
is the Time to
Open Your
Heart, eða Nú er
tíminn til að opna
hjarta sitt eins og
kalla mætti hana
á íslensku, fjallar
um miðaldra konu sem yfirgefur
elskhuga sinn í því augnamiði að
hefja mikið ferðalag andlegrar
hreinsunar. Að mati gagnrýnanda
eru persónur Walker allt of einsleit-
ar og virðist höfundur hafa glatað
hæfileika sínum til þess að skrifa
góð og trúverðug samtöl. Walker
vann á sínum tíma Pulitzer-
verðlaunin fyrir bók sína The Color
Purple eða Purpuraliturinn.
Löng seta Jóhannesar Páls páfaannars á páfastóli er til skoð-
unar í bók hins virta blaðamanns
John Cornwell The Pontiff in Wint-
er: Triumph and Conflict in the
Reign of John Paul II eða Páfinn að
vetri: Sigrar og átök undir stjórn Jó-
hannes Páls páfa annars eins og
snara mætti titl-
inum yfir á ís-
lensku. Að mati
gagnrýnanda
The Washington
Post tekst Corn-
well einstaklega
vel að rekja hin
miklu áhrif sem
Jóhannes Páll
páfi hefur haft á
heimsmálin, en
Cornwell telur páfa m.a. hafa gegnt
lykilhlutverki í því að sundurliðun
Sovétríkjanna sálugu skyldi takast
án blóðsúthellinga. Hins vegar
bendir gagnrýnandi á að engum geti
eftir lestur bókarinnar dulist að
Cornwell sé á þeirri skoðun að löng
seta páfa og bágt heilsuástand hans
síðustu misseri muni til lengri tíma
hafa afar neikvæð áhrif bæði fyrir
heimsbyggðina og kirkjuna sjálfa.
Cornwell hefur áður skrifað um
páfa en í bók sinni Hitleŕs Pope eða
Páfi Hitlers gagnrýndi hann Píus
páfa tólfta harkalega fyrir að bregð-
ast seint og illa við framferði nasista
gagnvart gyðingum í síðari heim-
styrjöldinni. Talið er að bókin hafi
ráðið miklu um það að hætt var að
ræða um að taka Píus páfa í dýr-
lingatölu seint á tíunda áratug síð-
ustu aldar.
Einelti, rasismi og drykkjuvanda-mál fullorðna fólksins er meðal
þess sem tekið er á í norsku barna-
bókinni Muffe 2 og Bakom synger
hverdagen eða Muffe 2 og í bak-
grunni syngur hversdagurinn, eins
og nefna mætti hana á íslensku, eftir
Arne Garvang. Bókin er framhald af
hinni mjög svo vinsælu Muffe tar
saken, eða Muffe tekur málið, þar
sem unglingurinn Mons Ulrik, betur
þekktur sem Muffe, er í aðal-
hlutverki. Að mati gagnrýnanda
Aftenposten er bókin afar skemmti-
leg lesning, enda einstaklega fyndin.
Erlendar
bækur
John Cornwell
Alice Walker
Í
slenski fornleifafræðingurinn Steinunn
Kristjánsdóttir stóð fyrir fornleifaupp-
grefti á 60 gröfum á Þórarinsstöðum í
Seyðisfirðir 1988–1989. Af 60 gröfum eru
59 grafir ýmist frá lokum víkingatímans
eða upphafi miðalda. Á grunni mismun-
andi aldursgreiningaraðferða má ætla að greftr-
anirnar hafi átt sér stað frá því einhvern tímann á
10. öld þar til í byrjun 13. aldar.
Grafirnar lágu í stefnuna austur-vestur og höfðu
líkin ekki verið brennd heldur lögð í trékistur. En
hvorttveggja er dæmigert fyrir kristna greftr-
unarsiði. Aftur á móti vekur athygli að í þeim fáu
tilvikum þar sem mannabein voru varðveitt, mátti
greina í fjórum grafanna að
hinn látni hefði ekki verið
lagður í útréttri stellingu á
bakið, sem er einkennandi fyrir kristna grafsiði,
heldur lagður á hægri hliðina með andlitið mót
suðri. Þetta túlkar Steinunn sem tákn um að heið-
inna áhrifa hafi enn gætt. Yfirleitt fylgdu ekki
munir með hinum látnu í gröfina nema í einstaka
tilvikum; þ.e. perla, hringur, mynt og tvö lítil met
(lóð) sem voru mismunandi að gerð.
Uppgröfturinn náði því til kristinna grafa, sem
eru eldri en lögtaka kristni á Íslandi, sem átti sér
stað árið 1000.
Kirkjan á Þórarinsstöðum
Grafirnar lágu umhverfis litla timburkirkju með
jarðföstum hornstoðum, en kirkjan lá í stefnuna
austur–vestur. Gosaska frá eldgosi frá því um 950
lá undir elstu kirkjunni á staðnum, en niðurstöður
rannsóknanna benda til að hún hafi verið reist
tveimur áratugum síðar. Þar af leiðandi er fyrsta
kirkjan á Þórarinsstöðum frá því fyrir tíma kristni-
tökunnar á Íslandi. En hvaða hlutverki þjónaði þá
kirkjan? Steinunn telur að kirkjan hafi tengst trú-
boði og vaxandi áhrifum kristninnar í víkingaald-
arsamfélaginu.
Kirkjan á Þórarinsstöðum tilheyrir þekktum
timburkirkjum af minni gerðinni, sem eru einkenn-
andi fyrir upphafstíma kristninnar í Norður-
Evrópu. Sú kirkja skilur sig frá öðrum elstu
þekktu kirkjum á Íslandi að því leyti, að hún er ein-
ungis reist úr timbri en ekki torfi. Steinunn varpar
fram þeirri tilgátu, að torfkirkjur og timburkirkjur
hafi gegnt mismunandi hlutverki. Torkirkjurnar
(sem iðulega voru klæddar innan með timbri) skil-
greinir hún sem heimakirkjur (private kirker) við
bæi, þar sem menn hafi þegar aðhyllst kristni. Það
er að segja, hún lítur á heimakirkjurnar sem dæmi
um óskipulagða útbreiðslu kristni í víkingaald-
arsamfélaginu – í raun iðkun kristinnar trúar með-
al almennra samfélagsþegna. Timburkirkjur af
minni gerðinni (sem eru án torfveggja), eins og
kirkjan á Þórarinsstöðum, skilgreinir hún sem op-
inberar kirkjur að því leyti, að þær standi fyrir til-
raunir leiðandi ráðamanna til að tryggja hina
skipulögðu útbreiðslu kristninnar – þ.e. opinbera
mótun kristni sem stofnunar.
Steinunn lítur á timburkirkjurnar sem norður-
evrópskt fyrirbæri (Skandinavía þ.m.t.), en torf-
kirkjurnar sem vestrænt fyrirbæri í ljósi þess að á
Írlandi, Skotlandi, Færeyjum, Íslandi, Norður-
Noregi og Grænlandi hafi verið að finna kirkjur
með sams konar byggingarlagi og einkenndi torf-
kirkjurnar. Og þar sem fyrstu íbúar Íslands voru
af ólíku þjóðerni, voru tengsl þeirra við kristni mis-
munandi, þar af sumir með rætur í engilsaxnesku
kirkjunni og aðrir í þeirri keltnesku.
Hvers konar kristni?
Með hliðsjón af þessu fornleifafræðilega efni tekst
Steinunn á við það að skilgreina og ræða einkenni
og þjóðernislegan bakgrunn að baki útbreiðslu
kristninnar.
Steinunn tiltekur að leggja beri meiri áherslu á
hina óskipulögðu útbreiðslu kristninnar en gert
hafi verið til þessa samanborið við skipulagt trú-
boð. Hvað það varðar bendir hún á að ritheimild-
irnar greini einkum frá og leggi áherslu á skipulagt
trúboð ásamt uppbyggingu kirkjunnar sem stofn-
unar í framhaldi af lögtöku kristninnar. Forn-
leifafræðilega efnið (vitnisburður fornleifa) gefi
aftur á móti mynd af hinni óskipulögðu útbreiðslu
kristni sem hafi haft síst minni áhrif en skipulagt
trúboð. Hún bendir einnig á að í ritheimildunum sé
lögð meiri áhersla á engilsaxnesku (eða anglo-
skandinavísku) grein kristninnar en þá írsk-skosku
(keltnesku). Þar með hafi áhrifum keltnesku kirkj-
unnar verið haldið í bakgrunninum í umræðunni
um upphaf kristni á Íslandi, sem ekki sé réttlæt-
anlegt. Hér er um mikilvæg varnarorð að ræða í þá
veru að reiða sig einungis á ritheimildir í um-
ræðunni um upphafstíma kristninnar.
Með framangreint í huga varpar Steinunn fram
eftirfarandi mynd af útbreiðslu kristni á Íslandi: Á
9. og 10. öldinni búa á Íslandi bæði heiðnir og
kristnir menn frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð,
Englandi, meginlandi Skotlands og skoskum eyj-
um. Í landinu er að finna tvær fylkingar, þ.e. meira
og minna heiðna eða kristna íbúa. Kristið trúboð á
sér stað á 10. og 11. öld. Helstu höfðingjar standa
fyrir trúboðsstarfssemi á eigin vegum og svo er
einnig af hálfu kristinna íbúa (hér er átt við anglo-
skandinavísku líkt og írsk-skosku kristnihefðina).
Opinber og skipulögð trúboðsstarfsemi í anda
anglo-skandinavísku kirkjuhefðarinnar er í hönd-
um utanaðkomandi trúboða, sem streitast við að
hafa áhrif á afstöðu höfðingjaveldisins. Afleiðing-
arnar lýsa sér í átökum milli heiðinna og kristinna
manna. Íburðarlitlar timburkirkjur með torfveggj-
um í anda írsk-skosku hefðarinnar eru reistar á
heimajörðum frjálsra bænda, sem tákn um að þeir
aðhyllist kristni. Á aldamótaárinu 1000 er svo kom-
ið að höfðingjaveldið telur sig knúið til að fylgja
kristnitökunni eftir með formlegum hætti (anglo-
skandinavíska hefðin). Kristnin er þar með við-
urkennd á landsvísu sem lögtekin stofnanaleg
trúarbrögð. Höfðingjaveldið velur að ganga
kristninni á hönd vegna vaxandi útbreiðslu kristni í
Evrópu líkt og meðal almennings á Íslandi. Í fram-
haldinu eru stafkirkjur reistar. Árið 1056 er fyrsti
íslenski biskupinn valinn [úr höfðingjastétt]. Eftir
það ráða höfðingjar í vaxandi mæli yfir kirkjunni.
Þegar tíund er komið á undir lok 11. aldar, þjóna
kirkjur höfðingja í vaxandi mæli hlutverki sóknar-
kirkna á sama tíma og minni heimakirkjur við bæi
hafa hverfandi vægi sem guðshús eða sem svo-
nefnd „bænhús“.
Fyrsta kristni í Færeyjum
Lýsing og greining Steinunnar Kristjánsdóttur á
upphafi kristninnar á Íslandi er einnig áhugaverð í
færeysku samhengi séð. Ritheimildir um Færeyjar
eru af skornum skammti framan af samanborið við
Ísland, sem ýtir enn frekar undir mikilvægi forn-
leifafræðinnar (vitnisburð fornleifa), þegar rann-
sóknir á flóknu ferli að baki útbreiðslu kristninnar
er annars vegar.
Það er með þetta sjónarmið í huga, sem rann-
saka ber steinkrossana frá Skúvey, trékrossana frá
Tóftanesi frá fyrstu byggðaöldum, og þá ekki síður
ófáar rústir bænhúsa. Í Færeyjum er að finna all-
nokkrar bænhúsrústir – t.a.m. í Leirvík, Oynd-
arfirði og Mykinesi. Fjöldi varðveittra örnefna á
Færeyjum benda til, að bænhús hafi víða verið að
finna. Eru þessi bænhús, sem eru umkringd hring-
laga kirkjugörðum, leifar frá írsk-skoskri kristni-
hefð, sem einnig einkenndi upphaf kristni í Fær-
eyjum allt frá því menn settust þar fyrst að?
Og hvað um elstu kirkjuna og grafirnar á Sandi?
Með þær minjar í huga vekur óneitanlega athygli,
að það er ófátt líkt með gröfunum á Sandi og gröf-
unum á Þórarinsstöðum. Með þeim sem voru
greftraðir á Sandi, voru ýmist lagðir fáir munir og
smáir eða alls engir – rétt eins og á Þórarins-
stöðum. Einnig vekur athygli að nokkrir þeirra
sem voru greftraðir á Sandi voru lagðir á hliðina
með andlitið mót suðri – líkt og á Þórarinsstöðum.
Þessar grafir á Sandi hafa kristið yfirbragð í bland
við heiðna greftrunarsiði. Er elsta timburkirkjan á
Sandi tákn um skipulagt trúboð af hálfu leiðandi
höfðingjaveldis – líkt og kirkjan á Þórarinsstöðum
samkvæmt skilgreiningu Steinunnar Kristjáns-
dóttur? Ef svo er, er ekki unnt að „tímasetja graf-
irnar til þess tíma sem Færeyjar voru kristnaðar –
þ.e. til um 1000 “(Arge & Hartmann 1992, bls. 20),
heldur öllu heldur til þess tíma, þegar Færeyjum
hafði í raun verið snúið til kristni. Jafnframt er
ekki heldur ástæða til að ætla, „að fyrstu ein-
staklingarnir sem gengu kristninni á hönd, hafi
endilega mátt sín mikils, þ.e. að þeir hafi tilheyrt
valdamestu ættum þess tíma“ (Arge & Hartmann
1992, bls. 20). En mætti kannski allt eins hugsa sér,
að kristnin hefði verið útbreidd meðal almennings í
Færeyjum, sem neyddi „valdamestu ættir á þeim
tíma“ (yfirstéttina) til að reyna að hafa hemil á og
aðlaga kristnina að ríkjandi valdastrúktúr. Var það
kannski viðleitni í þá veru sem náði yfirhöndinni
árið 997 (?), þegar kristnin var formlega við-
urkennd í Færeyjum?
Varnaðarorð Steinunnar Kristjánsdóttur að
treysta ekki um of á ritheimildir sem fjalla um upp-
haf kristni, eiga ekki síður við um Færeyjar en Ís-
land. Hvað Færeyjar varðar, þá er Færeyingasaga
helsta ritheimildin. Fyrir er vitað, að sú saga var
ritfærð löngu eftir að atburðirnir sem hún greinir
frá áttu sér stað, og byggir hún auk þess á fyr-
irframgefnum forsendum, sem vart getur aukið
frekar skilning okkar á útbreiðslu kristninnar í
Færeyjum. Aftur á móti eru möguleikar fornleifa-
fræðinnar nánast ótæmandi í þeim efnum, og geta
þar af leiðandi leitt af sér marktækar niðurstöður –
og þar með skapað nýjar forsendur til túlkunar og
skilnings okkar á lýsingum Færeyingasögu á því,
sem átti sér stað á víkingatímanum. Tilgáturnar í
doktorsritgerð Steinunnar eru ekki í andstöðu við
þá mynd, sem stofnanatengda kristnin end-
urvarpar, heldur leitast þær öllu heldur við að
bæta frekari sjónarmiðum við þá sögu. Forn-
leifafræðileg túlkun og tilgátur Steinunnar eru
opnar fyrir mótrökum og bjóða því upp á umræður.
Doktorsritgerð Steinunnar Kristjánsdóttur er
hugmyndarík og vekur því upp spurningar, en rit-
gerðin byggist á nýju fornleifafræðilegu efni sem
Steinunn notar til að varpa fram sjónarhornum
fyrir rannsóknir morgundagsins. Það er því óhætt
að mæla með ritgerðinni við alla þá, sem hafa
áhuga á flóknu landnámsferli víkingaaldar og
þeirri margbrotnu undiröldu sem að baki því lá –
iðulega á þjóðernislegum grunni. Það var í slíkri
deiglu sem innreið kristninnar í eylöndin í Norður-
Atlantshafs – þ.m.t. í Færeyjum – þróaðist með tíð
og tíma yfir í fastmótaða stofnun.
Þýtt af dr. Margréti Hermanns Auðardóttur
Heimildir
Arge, S. V. & Hartmann, N. 1992. „The burial site of við Kirkju-
garð in the village of Sandur,
Sandoy.“ Fróðskaparrit 38.39. bók (1989–1990), 5–21. Tórs-
havn.
Steinunn Kristjánsdóttir. 2004. The Awakening of Christianity in
Iceland: Discovery of a Timber
Church and Graveyard at Þórarinsstaðir in Seyðisfjörður. Cotarc
Series B. Gothenburg Archaeological Thesis. No. 31. University of
Gothenburg: Department of Archaeology.
Kristnitaka, bylting að ofan?
Hinn 28. september varði Steinunn Kristjáns-
dóttir doktorsritgerð sína við Gautaborgarhá-
skóla: The Awakening of Christianity in Iceland:
Discovery of a Timber Church and Graveyard at
Þórarinsstaðir in Seyðisfjörður. Ritgerðin
byggist á nýju fornleifafræðilegu efni frá rann-
sóknum á kirkjurúst og kirkjugarði á Þórarins-
stöðum í Seyðisfirði, sem Steinunn átti frum-
kvæðið að og stjórnaði 1988–1989. Eftirfarandi
ritdómur um ritgerðina birtist í færeyskum
Dimmalætting 6. janúar síðastliðinn en þar segir
að áhugaverð sjónarmið sé að finna í ritgerðinni
um upphaf og rætur kristni á Íslandi sem einnig
skipta töluverðu máli fyrir skilning á kristnisögu
Færeyja.
Þórarinsstaðir Á Þórarinsstöðum fundust tvö byggingarstig kirkju og grafreitur með 60 gröfum (teikning:
Steinunn Kristjánsdóttir og Steingrímur Eyfjörð, 2000; úr Árbók Hins íslenzka fornleifafélags).
Höfundur er safnvörður á Fornminjasafni Færeyja.
Eftir Steffen
Stummann Hansen