Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2005næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    303112345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272812345
    6789101112

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Blaðsíða 7
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 | 7 líka fallnir englar og þar með skýrist kraftur þeirra. Raunar má skoða sögu kaþólskrar kirkju á miðöldum sem sífellda úrvinnslu úr menning- arstraumum sem þarf að skilgreina út frá réttri kenningu. Þetta á ekki síst við þegar nýjar þjóðir eða þjóðflokkar bættust við hinn kristna heim, eins og þjóðir Norður-Evrópu sem ekki höfðu áður tilheyrt Rómarveldi. Með þessum þjóðum komu önnur viðhorf til galdra sem voru býsna rótgróin og eru til ýmiss kon- ar heimildir um þau, bæði í ritum lærðra manna og í bókmenntaverkum. Norrænar miðaldabókmenntir þykja skera sig úr því þær gefa margslungnari og gleggri mynd en í bókmenntum annarra þjóða af viðhorfum til hins yfirnáttúrlega sem ekki er unnt að flokka til kristinnar heimsmyndar. Að einhverju leyti stendur þetta í sambandi við það að tiltölulega stutt er frá kristnitökunni hérlendis þegar bókmenntir þessar verða til, eða um tvær ald- ir. Þess ber þó að gæta að bókmenntir þessar voru samdar af kristnum mönnum, jafnvel af klerkum, og því kann að virðast sérkennilegt að þeir skyldu sýna þessum „gneistum heiðn- innar“ áhuga. En sögurnar eru samdar á mik- ilvægum tíma í vestrænni menningarsögu þegar byrjar að verða til vísir að sjálfstæðri menningu leikmanna til hliðar við kirkjuna, en ætla má að leikmenn hafi haft meiri áhuga á göldrum en klerkar. Jafnframt mildast viðhorf kirkjunnar á ýmsum sviðum og heimsmynd hennar verður flóknari. Um svipað leyti og kirkjan breytir tvískiptingu sinni á hand- anheiminum og byrjar að predika tilvist hreinsunareldsins sem eins konar millistigs milli himnaríkis og helvítis sem gefur synd- ugum von um fyrirgefningu og eilíft líf eftir hæfilega refsingu, fer í vaxandi mæli að gæta nýrra viðhorfa til galdra. Náttúrulegir galdrar Sú spurning vaknaði hvort galdrar frá heiðn- um tíma væru endilega runnir undan rifjum kölska. Fremur ólíklegt var að þeir gætu verið guðlegir. En var ekki hægt að gera ráð fyrir hlutlausum galdri, galdri sem var hvorki jar- tein né fjölkynngi, eins konar náttúrulegum galdri? Hér var þráðurinn tekinn upp frá forn- öld og spurt hvort einhverjir galdrar ættu sér ekki skýringar í lögmálum náttúrunnar sem ekki var búið að skýra. Þetta blés nýju lífi í ýmiss konar vísindi, einkum í stjörnuspeki sem þreifst afar vel allar síðmiðaldir og langt fram á nýöld. Undir bjó sú hugmynd að óskýrð en „náttúruleg“ tengsl væru milli hinna ýmsu þátta sköpunarverksins, t.d. milli gangs himintunglanna, heilsufars, skaplyndis og m.a.s. örlaga manna. Þessi hugmynd um náttúrulega galdra var nátengd viðhorfi til hins yfirnáttúrlega sem var mjög til hagsbóta fyrir bókmenntaþró- unina, ekki síst hér á landi. Skemmtilegar sög- ur úr munnlegri geymd, sem sögðu frá fjöl- kynngi af ýmsu tagi, gátu ratað á bókfell eða nýst sem efniviður í bókmenntaverk, t.d. Ís- lendingasögur, án þess að vera merktar djöfl- inum. Dæmi af öðrum toga kemur úr franskri skáldsögu frá 13. öld sem segir frá Merlínusi, seiðkarli og ráðgjafa Arthúrs konungs, m.ö.o. þjóni hins góða, en sem jafnframt var sonur mennskrar konu og púka. Á sama hátt og hreinsunareldurinn gerir ráð fyrir því að fólk sé gott og vont í bland, ýtir þessi saga undir þá hugmynd að hið góða geti sigrað þrátt fyrir djöfullegan uppruna. Af þessu stutta yfirliti má sjá að galdrar eru síður en svo jaðarviðfangsefni í menningar- sögunni. Þvert á móti, skipta þeir mjög miklu máli a.m.k. fram að upplýsingu þar til tók við „aftöfrun heimsins“ sem félagsfræðingurinn Max Weber skilgreindi. Með því á hann við að andstætt því sem ríkti lengst af í sögu mann- kyns gerum við ekki lengur ráð fyrir því að eitthvað geti gerst án þess að það eigi sér „eðlilegar“ skýringar, jafnvel þótt við vitum ekki hverjar þær eru. Sem dæmi má nefna að flest okkar höfum ekki minnsta grun um hvernig flugvél virkar þegar við sitjum í einni slíkri á leið milli landa. Engu okkar kemur þó í hug að hún sé knúð af göldrum. Forfeður okk- ar hefðu vart verið í vafa um að í flugvél væru galdrar að verki. útlæga“ Höfundur er prófessor í miðaldafræðum og frönsku við Háskóla Íslands. á morgnana. Rune Blix Hagen leyfir sér að álykta að þar hafi kannski frekar verið „drykkjudjöflar“ að verki, öðru nafni timburmenn, því að dómíníkana- klaustrin voru fræg fyrir líkjöra sína (Rune Blix Hagen, 2004, 58). En Hein- rich Kramer var ekki hlátur í hug. Hann vildi gera mönnum alvöru málsins ljósa og Nornahamarinn hefst á bréfi frá sjálfum Innocentusi VIII páfa þar sem páfakirkjan leggur blessun sína yf- ir aðgerðir gegn nornum. Nornaham- arinn lagði síðan til guðfræðileg rök fyrir ákærum, yfirheyrslum og dómum yfir nornum. Þar sem konur eru andlega, lík- amlega, siðferðilega og vitsmunalega illa staddar og haldnar ofboðslegri kyn- löngun í þokkabót eru þær auðveld bráð fyrir satan. Fyrstu konurnar sem féllu fyrir freistingunni og lágu með djöfl- inum, voru spilltar nútímakonur á fyrstu áratugum fimmtándu aldarinnar, segir Heinrich Kramer, og þessar djöflasamfarir spurðust svo vel út að nornum fjölgaði hratt alla öldina og nú var kominn tími fyrir yfirvöld að grípa í taumana og bregðast til varnar. Í Nornahamrinum eru nákvæmar útlist- anir á kynlífi kvenna og djöfla. Í bók- inni er samgangur norna og djöfla stað- reynd, enginn draumur eða fantasía, heldur veruleiki. En samt vantaði tölu- vert upp á að nornaveiðar væru al- mennt viðurkenndar fyrstu áratugi sex- tándu aldar. Eftir að lúterstrúin festist í sessi síð- ari hluta sextándu aldar og á sautjándu öld, komu fram ýmsar kenningar um sáluhjálp mannanna s.s. kenningin um að sumir væru útvaldir til himnarík- isvistar, aðrir hlytu að farast vegna erfðasyndarinnar þrátt fyrir flekklaust líf. Almennur ótti við glötun og helvít- isvist virðist hafa leitt til þess að geð- truflanir tengdar trú fóru í vöxt á þessu tímabili eða kannski var aðeins meira um þær fjallað. Kveikjum eld … Gullöld nornaofsóknanna var tímabilið 1580–1630. Þar var hið yfirskilvitlega og hið illa talið staðreyndir og sögur norn- anna voru taldar staðfesting á því. Kyn- líf norna og djöfla verður þannig sönn- un þess að hið illa sé til og kristnin hafi rétt fyrir sér í baráttu sinni gegn því. Í herfilegum umsnúningi og hringsönnun verður það þá guðlast eða villutrú að lýsa yfir vantrú sinni á nornaofsóknir og orgíur þeirra með djöflinum. Gagn- rýnisraddirnar hljóðnuðu. Talið er að 45.000 manns hafi verið tekin af lífi fyrir galdra á þeim tæpu tveimur öldum sem galdraofsóknirnar geisuðu. 80% af þeim sem voru líflátnir voru konur. Þetta voru ekki gamlar konur með vörtu á nefinu eins og hjá Disney og ekki voru þetta alfarið fátæk- ar konur. Þetta voru venjulegar konur, sumar ungar, fleiri þó í eldri kantinum, fleiri ógiftar en giftar. Margar af þeim játuðu á sig hryllilegustu hluti við pynt- ingar en aðrar játuðu fúslega að þær hefðu verið eða væru í fjörugu sam- bandi við djöfulinn og hefðu drepið börn og fullorðna í hans umboði. Hvað fékk þær til að játa slíkt og þvílíkt? Var það þunglyndi? Var það móðursýki? Var það kynjausli? Voru þetta uppreisn- arkonur? Eða voru þetta sannkristnar konur sem gerðu það sem til var ætlast af þeim. Spurt verður um þetta meðal annars á galdradagskrá Vetrarhátíðar í dag í Háskólabíói. H vað er norn? Guðfræðin, lög- fræðin, sagnfræðin, samfélagið og mann- fræðin hafa skilgreint nornir á mismunandi vegu. Eftirfarandi fimm atriði eru þó talin einkenna nornir öðrum fremur: Nornin beitir töfrum eða yfirskilvitleg- um öflum til að slasa fólk og steypa því í ógæfu. Nornin ræðst oftast á ná- granna sína sem hún vill hefna sín á eða öfundar. Brot hennar er ekki efnahags- legt, hún er fyrst og fremst að veita illsku sinni útrás. Nornin lærir sitt fag af annarri norn og það er aðeins hægt að berjast gegn henni með því að beita galdri gegn henni líka eða tortíma henni í hreinsandi eldi. Eins og sjá má skiptir hinn illi ásetn- ingur og einbeitti brotavilji meginmáli. Hið yfirskilvitlega þótti sjálfsagt mál á miðöldum, enginn ef- aðist um að galdur væri til, spurningin var bara hvort hann var góður eða illur, hvíti- galdur eða svartigaldur. Nornirnar stunduðu svartan galdur. En var mun- urinn alltaf svo ljós? Það vafðist til dæmis fyrir mönnum að skilgreina hvort Jóhanna af Örk, mærin frá Orleans, væri norn eða ekki. Bretarnir sögðu að hún ynni orusturnar gegn þeim með göldrum og sjálf sagðist hún heyra raddir og sagði að þær kæmu frá guði. En gátu þær ekki eins komið frá djöflinum? Hver átti að skera úr um það? Hið yfirskilvitlega var eins og grátt svæði, þar voru markatilfelli og skilgreiningaatriði. Erfiðast og brýnast var að skera úr um hvað rúmaðist innan ramma kristinnar trúar, hvað skyldi dæmast villutrú og hverjum átti að refsa með lífláti. Allar galdraákærur gegn Jóhönnu af Örk voru felldar niður árið 1431 en í staðinn var hún dæmd fyrir villutrú og fyrir að hafa gengið í karlmannsfötum. Í maílok 1431 var hlaðinn bálköstur á torginu í Rouen og sagan segir að mærin hafi verið bundin við staurinn eins hátt uppi á kestinum og mögulegt var svo að logarnir næðu henni hægt og kvalir hennar yrðu sem mestar. Hún var drepin fyrir að hunsa mörkin milli kynjanna og skilgreina sig sem karlmann. Það var engin smáræðis villutrú, það var skoðað sem brot gegn guðs og manna lögum. Nornahamarinn Árið 1487 skrifaði dómíníkanski munk- urinn Heinrich Kramer (1430–1505) bók sem átti eftir að orsaka miklar þján- ingar. Hann kallaði hana Nornaham- arinn (Malleus maleficarum) og hún er eins konar handbók í nornaveiðum. Í bókinni er það gert alveg ljóst að gald- ur er fyrst og fremst kvennaglæpur. Heinrich Kramer átti harma að hefna. Hann hafði nokkrum árum áður en hann skrifaði bókina reynt að fá yf- irvöld í Innsbruck til að ráðast til at- lögu gegn meintum nornum en það var ekki hlustað á hann heldur var hann rekinn úr bænum og sakaður um að vera „elliær rugludallur“. Nornaham- arinn er skrifuð til að rétta hluta hins góða munks eins og Píslarsaga Jóns Magnússonar (1658–1659) sem var bæði ákæru- og varnarskjal gegn galdrakind sem hafði haft betur í viðureigninni við prest. Kramer hafði heldur ekki farið var- hluta af ofsóknum hinna illu kvenna. Þær komu á næturnar í líki hunda og geita og héldu vöku fyrir munkunum. Þær stungu nálum í kodda hans svo að hann vaknaði með ofsalegan höfuðverk Nornir Talið er að 45.000 manns hafi verið tekin af lífi fyrir galdra á þeim tæpu tveimur öld- um sem galdraofsóknirnar geisuðu. 80% af þeim sem voru líflátnir voru konur. Þetta voru venjulegar konur, sumar ungar, fleiri þó í eldri kantinum, fleiri ógiftar en gift- ar. Margar af þeim játuðu á sig hryllilegustu hluti við pyntingar en aðrar játuðu fús- lega að þær hefðu verið eða væru í fjörugu sambandi við djöfulinn og hefðu drepið börn og fullorðna í hans umboði. Hvað fékk þær til að játa slíkt og þvílíkt? Eftir Dagnýju Kristjánsdóttur dagny@hi.is Höfundur er prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. – hryðjuverkamenn á vegum myrkrahöfðingjans HUGVÍSINDASTOFNUN hefur, í samvinnu við Galdrasýninguna á Ströndum, umsjón með opnu málþingi um galdra í framhaldi af sýningu á þöglu kvikmyndinni Häxan í Háskólabíói. Myndin verð- ur sýnd við undirleik Sinfóníuhljómsveitar Íslands á tónlist Barða Jóhannssonar. Eftir kvikmyndasýninguna mun Sigurður Atla- son frá Galdrasýningunni sýna galdra í anddyri Háskólabíós. Að því loknu munu fjórir fræðimenn fjalla um ýmsar hliðar á þessu merkilega menningarfyr- irbæri. Þingið stendur í klukkustund í sal 2 í Há- skólabíói. Allir eru velkomnir. Dagskrá Kl. 15 Stefán Jón Hafstein flytur ávarp f.h. menn- ingarmálanefndar Reykjavíkurborgar Kl. 15.05 Benedikt Hjartarson kynnir myndina Häxan frá 1922 e. Benjamin Christensen. Kl. 15.10 Kvikmyndasýningin hefst. Kl. 17 Sigurður Atlason sýnir galdra í anddyri Háskólabíós. Kl. 17.30 Galdraþing í sal 2 í Háskólabíói. Galdraþing í Háskólabíói Ágrip fyrirlestra Torfi H. Tulinius: „Voru þá margar gneistar heiðnar eftir.“ Um galdra á miðöldum. Galdrar hafa fylgt manninum frá örófi alda. Frá því að siðmenning hófst hafa yfirvöld, andleg jafnt sem veraldleg, leitast við að hemja áhuga fólks á göldrum og koma í veg fyrir iðkun þeirra. Saga galdra á miðöldum er einkar athyglisverð því þá er reynt í meira mæli en oft áður að koma lögum yfir fjölkunnuga, um leið og þeir virðast þrífast sem aldrei fyrr. Rakin verða nokkur atriði í þess- ari flóknu sögu. Terry Gunnell: Sabbatar og saumaklúbbar: Gandreið í Svíþjóð og á Íslandi. Einn af hápunktum myndarinnar Häxan eru nornaferðir til Blakulla og nornasabbat. Gand- reiðin var einnig velþekkt hugtak í þjóðtrú Ís- lendinga, en sagnaval Jóns Árnasonar varðandi gandreið fyrir fyrstu útgáfuþjóðsagnasafns hans gefur mjög villandi mynd af nornatrú Íslend- inga. Gandreiðasögnin sem Jón velur þar er ekki dæmigerð heldur endurspeglar fyrst og fremst áhuga hans á að sýna hve lík þjóðtrú Íslendinga var þjóðtrú Skandinava og Þjóðverja. Stað- reyndin er sú að gandreiðasagnir Íslendinga endurspegla annan veruleika en þann sem þekktist í Svíþjóð.Hér var sabbatið ekki aðal- áfangastaðurinn. Í staðinn koma foreldrahúsin, dansleikir og vinkonur, semsagt prívatveröld eig- inkvenna sem sumir eiginmenn gætu hafa séð sem eins mikla ógn við vald þeirra og andlegar freistingar djöfulsins. Magnús Rafnsson: Evrópskar nornir og íslenskt kukl Nornir sem gerðu samning við djöfulinn, og þar með gegn kristinni kirkju, eru orðnar táknmynd galdraofsóknanna sem gengu yfir Evrópu í upp- hafi nýaldar. Þótt galdramál á Íslandi séu hluti af þessari sögu þá er margt ólíkt hér á landi frá því sem gerðist annars staðar. Einkum hefur mönn- um verið starsýnt á þá staðreynd að hér voru það fyrst og fremst karlar sem dæmdir voru. Voru þessir karlar þá einfaldlega karlnornir sem stund- uðu svipað athæfi og evrópsku kerlingarnar? Með því að skoða hvað menn voru dæmdir fyrir á Íslandi verður ljóst að sá djöfulskapur sem tal- inn var öðrum glæpum verri í Evrópu er hvergi uppi á teningnum. Fjallað verður um íslenskt kukl sem á tiltölulega lítið sameiginlegt með ímynd hinnar evrópsku nornar. Dagný Kristjánsdóttir: Galdrar og kvenleiki Rætt verður um nornaofsóknirnar út frá fem- ínísku sjónarmiði. Sá ótti við konur og kvenleika sem braust út í nornaofsóknunum endurspeglaði trúarlegt og þekkingarlegt óöryggi. Nornirnar voru notaðar til að staðfesta það endanlega að djöfullinn væri til. Galdraþing Háskóla Íslands 19. febrúar í Háskólabíói

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 19. febrúar (19.02.2005)
https://timarit.is/issue/260561

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

19. febrúar (19.02.2005)

Aðgerðir: