Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.02.2005, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 19. febrúar 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Closer Flight of the Phoenix. Meet the Fockers  (SV) Háskólabíó Ray Meet the Fockers Million Dollar Baby  (HJ) The Aviator  (HJ) A very long engagement Laugarásbíó Closer Meet the Fockers  (SV) The Aviator  (HJ) Sjóræningjar á Saltkráku Regnboginn Closer Being Julia The Sea Inside Sideways  (SV) Finding Neverland  (SV) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri White Noise Fríllinn Meet the Fockers  (SV) Million Dollar Baby  (HJ) Alexander  (HJ) Team America World Police A series of unfortunateevents  (SV) The Incredibles  (HL) Í takt við tímann Assault on Precinct 13 Smárabíó Closer Flight of the Phoenix. Assault on Presinct 13 Elektra  (SV) Í takt við tímann  (SV) Búi og Símon, leiðin til Gayu Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4: Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Árbæjarsafn: Í hlutanna eðli – stefnumót lista og minja. Til 5. júní. Café París: Bergur Thorberg sýnir kaffilistaverk. Gallerí Banananas: Stein- grímur Eyfjörð – Undir lindi- trénu. Gallerí i8: Finnur Arnar sýnir til 26. febr. Gallerí Sævars Karls: Sig- urður Örlygsson – Ættarmót fyrir hálfri öld. Gerðuberg: Þýska listakonan Rosemary Trockel sýnir til 27. febr. Sigríður Salvarsdóttir í Vigur sýnir listaverk úr mannshári í Boganum. Stend- ur til 13. mars. Grófarhús: Sigríður Ólafs- dóttir – hópmyndir. Stendur til 10. mars. Grafíksafn Íslands: Karólína Lárusdóttir sýnir grafíkverk og vatnslitamyndir. Stendur til 6. mars. Hafnarborg: Rafmagn í 100 ár – sýning í tilefni af 100 ára af- mæli fyrstu almenningsraf- veitunnar. Bjarni Sigur- björnsson og Haraldur Karlsson – Innsetning. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson er mynd- höggvari febrúarmánaðar. Hallgrímskirkja: Jón Reykdal – 6 ný olíumálverk í forkirkju. Hólmaröst: Jón Ingi Sigur- mundsson – olíu- og vatns- litamyndir. Hrafnista Hafnarfirði: Tryggvi Ingvarsson, raf- virkjameistari og heimilis- maður á Hrafnistu, sýnir út- saum og málaða dúka í Menn- ingarsalnum á fyrstu hæð. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: Sænskt listgler, þjóðargjöf. Iðntæknistofnun: Nýsköpun í ný sköpun. Átta listamenn úr Klink og Bank. Kaffi Espresso: Guðrún Egg- ertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Kaffi Sólon: Óli G. Jóhanns- son sýnir óhlutbundin lista- verk. Stendur til 5. mars. Kling og Bang: Magnús Árnason – Sjúkleiki Bene- dikts. Kubburinn – LHÍ: Ásdís Sif Gunnarsdóttir – „Netscape Oracles“ – Remedy for star- sickness. Pétur Már Gunn- arsson – Hvað er í gangi. Listasafn Akureyrar: Ashkan Sahihi – Stríðsmenn hjartans. Stendur til 6. mars. Listasafn ASÍ: Ólöf Nordal – Hanaegg. Ósk Vilhjálmsdóttir – Jákvæð eignamyndun – Nei- kvæð eignamyndun. Standa til 5. mars. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930–1945. Rúrí – Archive – Endangered waters. Listasafn Kópavogs – Gerð- arsafn: Árleg ljósmyndasýn- ing og verðlaunaveiting Blaðaljósmyndarafélags Ís- lands. Ragnar Axelsson – Framandi heimur. Listasafn Reykjanesbæjar: Kristín Gunnlaugsdóttir – Mátturinn og dýrðin, að eilífu. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Maðurinn og Stendur til 28. febrúar. Slunkaríki: Ívar Brynjólfsson – Bardagavellir. Suðsuðvestur, Reykjanesbæ: Magnús Pálsson sýnir inn- setningu. Thorvaldsen: Kristín Tryggvadóttir – Leikur að steinum. Lýkur í dag. Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur: Sören Solsker Starbird – Er sálin sýnileg? Ljósmyndasýning. Þjóðminjasafnið: Hér stóð bær … og Átján vóru synir mínir í Álfheimum. – Ljós- myndasýningar. Leiklist Austurbær: Vodkakúrinn, lau. Ávaxtakarfan, sun. Borgarleikhúsið: Ausa, lau. Belgíska Kongó, sun. Híbýli vindanna, lau. Lína Lang- sokkur, sun. Iðnó: Tenórinn, sun. Íslenska óperan: Tosca, sun. Leikfélag Akureyrar: Ólíver!, lau. Loftkastalinn: Komin til að sjá og sigra!, lau. Welcome to the jungle, sun. Þjóðleikhúsið: Böndin á milli okkar, sun. Dýrin í Hálsa- skógi, lau., sun. Mýrarljós, sun. Nítján hundruð, lau. efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Erró, Víðáttur. Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunnar. Bjargey Ólafs- dóttir – Láttu viðkvæmt útlit mitt ekki blekkja þig. Brian Griffin – Áhrifavaldar. Til 27. febr. Listasafn Reykjavíkur, Kjar- valsstaðir: Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í Vestursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI í miðrými. Kjar- val í Kjarvalssal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fyrir og eftir. Lýkur um helgina. Náttúrugripasafnið Hlemmi: Tuttugu og sex mynd- listarnemar sýna. Safn: Stephan Stephensen – AirCondition. Jóhann Jó- hannsson – Innsetning tengd tónverkinu Virðulegu forset- ar. Á hæðunum þremur eru að auki ýmis verk úr safneign- inni, þ.á m. ný verk eftir Roni Horn, Pipilotti Rist og Karin Sander. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. SÍM-húsið: Katrín Elv- arsdóttir – Frelsarinn. HIN árlega sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands var opnuð í Gerðarsafni þann 12. febrúar. Á þessum tíma er einmitt mátu- lega langt um liðið frá öllum ársyfirlitum fjölmiðlanna til þess að við hæfi er að skoða árið í vissri fjarlægð. Hér er auðvitað ekki fyrst og fremst um skrásetningu eða yfirlit að ræða en þó tengj- ast myndirnar á sýningunni auðvitað samtímanum og reyna oftar en ekki að fanga tíðarandann í einhverri mynd. Sýningunni er skipt niður í seríur eftir myndefnum, sem gerir hana aðgengi- lega, til dæmis er portrettsería eftir ýmsa ljósmyndara afar skemmtileg þar sem saman koma á veggnum bóndi, fangi, bisk- up, móðir o.s.frv. Einnig eru smærri seríur einstakra ljósmynd- ara sem birta ákveðið viðfangsefni, eins og dag í lífi einhverfs drengs, hreindýraveiðar o.fl. og reynir þá á frásagnarhæfileika ljósmyndara. Það er ekki hægt annað en þakka fyrir okkar litla land þegar innlendar fréttamyndir eiga í hlut, en þar var hlutskörpust mynd Brynjars Gauta Sveinssonar sem sýnir Þórólf Árnason á hlaup- um undan fréttamönnum. Þá eru fréttamyndir af erlendri grund öllu hræðilegri og stungu mig þar sérstaklega tvær myndir af rotnandi líkum. Þar spyr ég mig að því hvort sé fréttnæmara, rotnun líka eða myndir sem birta hörmungar á annan hátt. Hafa ekki lík alltaf rotnað á miður geðslegan hátt í gegnum aldirnar, er það virkilega það sem þarf að sýna? Varla felst fréttin í því? Já, ég skal fúslega viðurkenna pempíuskap, en annars konar fréttaflutningur af hörmungum flóðbylgjunnar snertir mig meira en slíkar myndir. Myndasería ársins eftir Sverri Vilhjálmsson sýndi einnig hörmungar við Indlandshaf en án slíkra smáatriða holdsins, myndir hans sameinuðu sorg og nýja von um leið og þær voru lifandi og birtu trúverðugar myndir af aðstæðum. Á sýningunni í heild er að finna fjölda skemmtilegra, fallegra, hjartnæmra, fyndinna, sorglegra og mannlegra mynda, varla er hægt að tala um mikinn gæðamun á sýningum milli ára en ein- hverra hluta vegna fannst mér sýningin í ár vera skipulagðari og aðgengilegri en stundum áður. Eins og jafnan bera ljósmyndir Ragnars Axelssonar af hvað varðar litasamsetningu, uppbygg- ingu, mannlega frásögn og stemningu enda á hann þrjár af níu verðlaunamyndum sýningarinnar. Það er engu líkara en mað- urinn sé með myndavélar í augunum, svo snöggur er hann að bregða vél sinni á loft, sífellt vakandi fyrir umhverfinu og birtu- brigðum. Mynd ársins er flott mynd sem sýnir hvernig saman koma glöggt auga fyrir litum, formum og tímasetningu auk sterkrar tilfinningar fyrir grundvallaratriðum mannlegrar til- veru. Framandi heimur Að vanda er einnig ljósmyndasýning í kjallara Gerðarsafn í tengslum við sýningu Blaðaljósmyndarafélagsins, þar sýnir Ragnar Axelsson nú þrjár myndraðir undir nafninu Framandi heimur. Myndirnar hefur hann tekið á ferðum sínum í Eystra- saltslöndunum, á Krakatá og í Síberíu. Ferð íslensku sendinefnd- arinnar til Eystrasaltslandanna 1991, undir forystu Jóns Bald- vins, er söguleg og hér tala saman myndir og orð. Atburðarás er með þvílíkum ólíkindum að erfitt er að koma henni til skila með ljósmyndum en myndirnar segja hins vegar söguna á annan en álíka ógleymanlegan hátt. Myndir frá Krakatá og Síberíu eru einnig eftirminnilegar og segja margar meira en mörg orð. Fínu skórnir litlu síberísku stúlkunnar sem fetar með ömmu sinni eðj- una í „miðbænum“, augnaráð drengsins sem leikur sér í sand- hrúgunni, svo mætti áfram telja. Heimur sem er framandi en byggist þó á sömu grundvallaratriðum og heimurinn okkar hér heima. Ragnar hefur lag á að draga fram mannlega þætti sem auka á samkennd áhorfandans með myndefninu án þess að falla nokkurn tíma í gryfju væmni eða tilfinningasemi. Einnig tekst honum ótrúlega vel að nýta sér birtu, ljós og skugga og skapa sterka myndbyggingu. Eftirminnileg sýning eins og allt sem úr smiðju Ragnars kemur. Heiman og heima Ragna Sigurðardóttir Morgunblaðið/RAXRagnar Axelsson Bhuteidjack í Jakútíu. MYNDLIST/LJÓSMYNDIR Gerðarsafn Til 20. mars. Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 9–17. Mynd ársins 2004, Blaðaljósmyndarafélag Íslands/ Framandi heimur, ljósmyndir, Ragnar Axelsson ÁTTUNDA sinfónía Antons Bruckners frá 1887 var eina verk dagskrár á vel sóttum tónleikum SÍ sl. fimmtudagskvöld. Það kann að virðast lítið, úr því þrjár Haydn- sinfóníur eða tvær meðalstórar eftir Beethoven kæmust auðveldlega fyrir á einum tónleikum. Þess ber hinsvegar að gæta, að lengsta út- gáfa verksins, sú er hér var leikin, tekur um 90 mínútur í flutn- ingi. Nálgast hún þar með hagnýta lengdarmetið í greininni, 3. sinfóníu Mahlers (’94), því hin 120 mín. langa „Gotneska“ hljómkviða Havergals Brian frá 1895 heyrist afar sjaldan. Má þannig sjá hvað tognaði úr þanþoli sinfóníuformsins á 19. öld meðan dúr-moll kerfisins naut við – og jafnframt hvað umfang- ið skrapp snarlega saman eftir það. Þetta var fyrsti flutningur Áttu hins síðrómantíska austur- íska tónskálds hér á landi, eins voldugasta viðurkennda verks sinnar tegundar, og því merkur áfangi í sögu sveitarinnar. Trú- lega var það samt frekar fámenni SÍ en verklengdin sem lengst af aftraði flutningi, því nr. 8 gerir m.a. ráð fyrir 2 (helzt 3) hörpuleikurum og 8 hornistum, af hverjum 4 grípa líka í Wagn- ertúbur – ásamt 7 á trompet, básúnu og túbu. Það segir sig sjálft, að svona mikið lúðralið útheimtir gríðarlegan strengja- fjölda til mótvægis. Raunar töluvert fleiri en þá 52 strokleikara sem hér var völ á úr alls 84 manna stórri hljómsveit, því ekki hefði veitt af 18–20 til viðbótar, eins og reglan sýnir erlendis. Hitt má til sanns vegar færa, að það var með ólíkum hvað heyrðist þó mikið í bogadeildinni gegnum lúðradyninn. Má það ugglaust þakka strengjasérfræðingnum Petri Sakari, sem öðr- um fremur lyfti strokhljómi SÍ á heimsmælikvarða á fyrri starfsárum sínum hér. Hvort sérkennileg uppstilling hans – með selló og bassa ásamt 1. fiðlu vinstra megin á sviði en 2. fiðlu og víólu hægra megin – hafi bætt einhverju um, skal ósagt. Hitt var ljóst að hrosshárum var hvergi hlíft þetta kvöld. Lafði Makbeð undraðist hversu mikið blóð gat runnið úr feysknu gamalmenni eins og Duncan Skotakóngi. Sömuleiðis mátti undrast blóðríki hins síðþroska Bruckners, er lauk fyrstu gerð Áttu sinnar á 64. aldursári, því tilfinningahitinn bunaði beinlínis stríðum straumum í innlifuðum leik SÍ þetta kvöld undir ofurdýnamískri stjórn Petris. Án þess þó að koma mark- vert niður á skýrleika innradda, enda jafnvægið fínstillt, mót- unin kattþjál og útfærslan fáguð fram í fingurgóma. Einnig virtist allt að því annarlegt hvað guðhræddur sveita- maður eins og Bruckner, með lága sjálfsvitund í þokkabót, átti mikið til af herskáum óhugnaði innan um sælureiti sína, svo dugað hefði öllum heimsendakvikmyndum Tortímandans, hvað þá brávallaorrustum Hringadróttins sögu. Kom það ekki sízt fram í fjölmörgum mögnuðum lúðraköflum verksins þar sem látúnsblásarar SÍ fóru á harðkrómuðum kostum. Engin furða að lúðraritháttur þessa broslega lítilláta tónskálds, er leyfði vinum og nemendum að krukka í verk sín af engu tilefni, átti eftir að verða miskunnarlaust stældur í draumaverksmiðjum Hollywoods. Blóðríkur Bruckner TÓNLIST Háskólabíó Bruckner: Sinfónía nr. 8 í c-moll. Sinfóníuhljómsveit Íslands u. stj. Petris Sakari. Fimmtudaginn 17. febrúar kl. 19:30. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Petri Sakari

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.