Mánudagsblaðið - 21.03.1949, Blaðsíða 5
Mánudagur 21. marz 1949.
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
5
Þjóðin krefst hreinnar stefnu ,
ábyrgs stjórnmálaflokks i
í síðastliðnum febrúarmán-
uði hefur vérið mjög annríkt
hjá sakadómara. Á hverjum
degi hafa allir gangar verið
fullir af fólki, sem staðið hef-
ur í biðröðum klukkutímum
saman og biðið eftir af-
greiðslu
Hór eru það þó hvorki
„bomsur né nælonsokkar",
sem verið er að afgreiða. Nei,
hér er það ríkisvaldið, sem
er að krafsa saman aura í
hina sí-tómu peningahít rík-
isins.
Nú eins og oft áður eru
það kaupmenn bæjarins, sem
verið að rýja. Það er að
vísu ekki stór lagður. sem af
hverjum er tekinn í þetta
sinn, en „kornið fyllir mæi-
inn.“
Og alltaf hefur ríkið og
hinar fjölmörgu nefnda
nefndir einhver ráð að gera
það á þann hátt, að talizt
geti löglegt, enda þótt oft sé
þar teflt á tæpasta vaðið.
Ekki er annar vandinn en
semja og gefa út nógu marg-
ar, illa orðaðar, óljósar og
óframkvæmanlegar reglu-
gerðir, og í tilbót, án þess að
hirða um, að gera þær al-
menningi nægilega kunnar.
Fer þá ekki hjá því, að marg
ir verði brotlegir. Allt í lagi.
Þá er bara að taka ákveðna
fjárhæð fyrir brotið. Selja
syndakvittun eins og páfinn
í gamla daga, þegar kassinn
var tómur.
Þetta er mesta heillaráð.
Ríkið græðir, og nefndirnar
fá eitthvað að gera. Fleiri
skrifstofur, meira þjónustu-
lið. En hvort réttarmeðvit-
und og löghlýðni þegnanna
skerpist og eykst við þetta.
skal látið ósagt. Um það bið
ég lesendur að dæma.
Tilefnið til þessarar her-
ferðar segir verðlagsstjóri sé
það, að árið 1947 hafi verið
gefin út reglugerð — ein af
hinum mörgu, sem lesnar
eru upp 1 útvarpinu árlega
og enginn, jafnvel ekki hinir
skarp-gáfuðustu geta fest i
minni — sem banni framleið
endum að selia í verzlanir
innlendar iðnaðarvörur, og
verzlunum að hafa þær til
sölu, nema þær séu merktar
með löggiltu merki framleið
andans.
Einn góðan veðurdag, seint
á síðastliðnu ár, sker verð-
lagsstjóri upp herör og send
ir út þjónalið sitt til að at-
huga, hvort ekki er hægt að
„nappa“ einhvern brotlegan.
Liðinu verður auðvitað vel
ágengt, því að nær því í
hverri einustu vefnaðarvöru
verzlun og allmörgum fleiri
verzlunum bæjarins er eitt-
hvað af ómerktum vörum, og
geta- til þess legið margar
ástæður.
I fyrsta lagi eru það vör-
ur, sem foúnar voru að hggja
í verzlunum mörg ár, áður
en ofangreind reglugerð var
gefin út, og því oft erfitt,
að vita, hvaðan þær eru upp-
runalega komnar, og ómögu-
legt að fá á þær löggilt merki
framleiðandans sökum þess
að hann hefur aldrei haft né
Iborið skylda til að hafa neitt
slíkt merki, á þeim tíma, sem
vörurnar voru framleiddar.
Stundum er maðurinn flutt-
ur burtu eða dáinn fyrir
nokkrum árum, og geta
menn þá væntanlega skilið,
að erfitt er að fá hjá hon-
um þetta tilskilda merki.
I annan stað getur oft
komið fyrir, að merki detti
af og glatist, án þess að því
sé veitt eftirtekt, en þótt
skýrt sé nákvæmlega frá,
hvaðan vörurnar séu konm-
ar og hver sé framleiðand-
inn, virðist það ekki tekið
til greina, ef framleiðanda
merki vantar.
í þriðja lagi er það smá-
heimilisiðnaður, sem sektað
er fyrir, svo sem prjónles
allskonar, smá-saumavörur,
ýmiskonar leikföng o. fl.
Á undanförnum árum hef
ur það verið talsvert algengt,
að ýmiskonar smáiðnaður
hefur verið framleiddur á
heimilum, og að honum unn-
ið í tómstundum frá heimil-
isstörfum. Einkum er það
aldrað fólk og lasburða — en
einnig fólk á öllum aldri,
jafnvel unglingar — sem unn
ið hefur að bessu, til að
fylla upp tómstundir með
ánægjulegu og nytsömu
starfi og jafnframt til þess
að afla sér og heimili sínu
einhverra aura. Sérstaklega
er það árlega fyrir jólin, sem
mest ber á þessu, því að
margt er þá við aurana að
gera og marga þarf að
gleðja, eins og alkunnugt er.
Vörur þessar hefur svo fólk
þetta selt í verzlanir, sem
svo hafa haft þær til sölu
fyrir almenning,
Nú er slíkt ekki lengur
leyfilegt. því að fæstum mun
þykja það tilvinnandi, að
standa i að útvega sér autori
serað vörumerki, stimpil og
skrásetningu. eða hvað það
nú annars kann að vera, sem
með þarf, til þess að full-
nægt sé margvislegum fyrir-
skipunum hinna visu yfir-
valda og nefnda nefnda af
1/—2.—3. og 4. gráðu, sem
uni: þessi mál fjalla.
Víða erlendis framleiða
heimilin margskonar iðnað,
og nýtur sú starfsemi vel-
vilja og viðurkenningar al-
mennings og yfirvalda og er
talin miða til þjóðþrifa og
velmegunar, en hér á landi
er ótrauðlega unnið að því
að drepa niður alla slíka við-
leitni. Og syo langt er geng-
ið, að yfirvöldin virðast telja
allt þess háttar refsivert at-
hæfi, sem vægðarlaust beri
að hegna. Sannast þar mál-
tækið að „sinn er siður í
landi hverju“.
Eins og að framan greinir,
hafa verzlanir hér í bænum,
svo thundruðum skiptir, ver-
ið sektaðar fyrir að hafa um-
ræddar vörur á boðstólum í
búðum sínum og brotið verð
lagt á 102 krónur hjá hverri
verzlun. Sagt er, að þetta sé
aðeins byrjunin og næsta
skrefið sé, að sekta framleið
endurna og umboðsmenn
þeirra, svo og einstaklinga
og heimili. Getur þá sektin
orðið þre- eða fjórföld fyrir
sama. hlutinn, og engin tak-
mörk virðast fyrir því,
hversu oft er hægt að end-
urtaka sektina.
Geri maður ráð fyrir, að
sektað væri einp sinni í mán
uði eða 12 sinnum á ári, þá
getur dæmið litið þannig út
102x3xl2x verzlanafjöldinn
eru=X?
Auk þess má gera ráð fyr-
ir, að sektirnar hækki fyrir
hvert endurtekið brot, máske
allt að helmingi. Þá fer nú
dæmið að verða margbrotn-
ara og upphæðin að stækka,
og læt ég einhverju reikn-
ingshöfðinu eftir, að reilcna
út, hver hún kynni að verða,
reiknuð með þessari aðferð.
Verðlagsstjórinn er nú
kominn af stað með þessa
fjáröflunaraðferð, en „ekki
má gleyma garminum hon-
um Katli,“ því að sagt er, að
skömmtunarstjórinn sé nú
einnig farinn að hugsa sér
til hreyfings og ætli sér að
verða ekki eftirbátur embætt
isbróður síns.
Annars er vert að veita því
athygli, að hér virðist fund
in mjög handhæg aðferð til
að ná tvennskonar tilgangi:
Að afla ríkinu tekna, og til
þess að vera einn liðurinn í
hinni skipulögðu ofsóknar-
starfsemi, sem nú er hafin
gegn kaupmannastétt þessa
lands. —
„Ekki er öll vitleysan
eins,“ segir gamalt orðtak og
sannast það og hér á öllum
iþeim marg\úslegu afskiptum
ríkisvaldsins á framkvæmdir
og framkomu þegnanna, sem
á þessum síðustu og verstu
tímum eiga sér stað og eru
að brjóta niður allt framtak
og sjálfsibjargarviðleitni al-
mennings. Nú úir og grúir
alls staðar af alfskonar til-
kynningium, reglugerðum,
boðum og bönnum, sem al-
menningur á að haga sér eft
ir. Þetta á þó sérstaklega við
um alla verzlun og viðskipti.
Þar er allt svo margf jötrað í
Mikill hluti þjóðarinnar fylg-
ir sjálfstæðisstefnunni að mál-
um eins og hún er boðuð fyrir
kosningar, sem og kosningafylg
ið sýnir. En flestir sjálfstæðis-
menn munu nú vera lítt á-
nægðir með framkvæmdir eða
framkvæmdaleysi forystunnar.
Þessi flokksstjórn er nú búin
að ganga til samvinnu við alla
flokka um stjórn landsins; við
hafta- og sérstéttarflokkana, A1
þýðuflokkinn og Framsóknar-
flokkinn, og hinn marxistiska
og stalíniska Sameiningarflokk
alþýðu, Sósíalistaflokkinn.
Og hver er svo afsökun for-
ystunnar fyrir þessari sam-
stjóm? Jú, það er alltaf verið
að bjarga þvi sem bjargað verð
ur!
En hver er vinningur og hvert
er tap þessarar björgunarstarf-
allskonar óframkvæmanleg
'höft og hömlur, að jafnvel
hinir löghlýðnustu og sam-
vizkusömustu menn geta nú
ekki snúið sér svo við, að
þeir séu ekki alltaf, bæði
vitandi og óvitandi, að
brjóta einhver lög. Jafnvel
lagasmiðina sjálfa greinir nú
á um, hvernig beri að skilja
hin og þessi fyrirmæli og
sjálfir brjóta þeir sínar eig-
in lagasetningar eigi síður
en aðrir. Þegar svo er komið,
þá er einhverskonar of-
stjórn eða óstjórn hlaupin í
allt stjórnarkerfið og það
orðin ein allsherjar hringa-
vitleysa eða langavitleysa,
sem ekki er hægt að virða né
fara eftir.
Þetta skrifstofufargan er
orðið óþolandi og viðbjóður
hverjum frjálslyndum og
rétthugsandi manni. — All-
ar þessar stjórnir, stjórar,
ráð og nefndir, sem 'hvergi er
hægt að þverfóta fyrir, allt
iþetta þykist vera að vinna
fyrir landið, bjarga þjóð-
inni frá einhverjum ímyduð-
um voða, en sannleikurinn er
sá, að flest störf þeirra og
framkyæmdir miða að því
einu að skapa öngþveiti og
ringulreið og er til niður-
dreps fyrir land og lýð.
Það er og, eitt með öðru,
eftirtektarvert tímanna tákn
um ráðaleysi og ábyrgðar-
leysi valdhafanna, að á sama
tíma, sem flestir atvinnuveg-
ir þjóðarinnar eru að hrynja
í rústir og stórvirkustu fram
leiðslutækin. togararnir, eru
þegar stöðvuð, þá eru ráð-
herrarnir til skiptis á lúx-
usflakki út um lönd og álf-
ur, en löggjafar þjóðarinnar,
þingmennirnir, róa sér á
bekkjum og stritast við að
semja lagafrumvörp til
kauphækkunar og eftirlauna
handa sjálfum sér.
Einn af mörgum.
semi fyrir flokksheildina og þar
með mikinn hluta þjóðarinnar ?
Flestir höfuðpaurar flokks-
stjórnarinnar hafa bjargað mikt
um hluta sms á þurrt og haldið
öðru á floti. En almenningur
hefur orðið öðru vísi úti ,eins
ok ástandið i landinu sýnir
bezt.
Eftir síðustu björgunartil-
raunimar er málum þannig
komið, að eigi verður lengur
við unað. Dýrtíðina átti að
stöðva með festingu vísitölunn
ar, en almenningur finnur það
bezt, að hvorki hin festa né út-
reiknaða vísitala er réttur mæli
kvarði á framfærslukostnað-
inn.
Bátaútvegurinn, annað aðal-
gjaldeyrisöflunartæki þjóðarinn.
ar, stöðvaðist í vetur.
Og hver var lækningin ? Var
málið krufið til mergjar? Nei-
Önnur hlið málsins var, og"
hafði lengi verið, augljós: Fisk-
urinn var of dýr; svo dýr, að
enginn fékkst kaupandinn á
frjálsum markaði. En hvort
sem hin hlið málsins var nægi-
lega rannsökuð eða ekki af
stjórnarvöldunum, þá hefur
þjóðin ekki fengið nægilegar
upplýsingar um það.
En þrátt fyrir allt komu
stjómir flokkanna sér saman
um lækninguna: Þær skelltu
heftiplástri yfir öll graftrarsár-
in. — Nýjar uppbætur, nýjar
niðurgreiðslur, nýir skattar,
meiri höft, fleiri opinberir
starfsmenn með auknum kostn-
aði.
Meiri dýrtið — minni vörur.
Enda er það víst eins gott fyrir
þessa herra, að ekki sé of mikið
af nauðsynjum falt, því að á
meðan finnur almenningur ekki
eins fyrir því, að hann hefur
ekki fjárráð til þess að kaupa
allt það, sem hann þarfnastr
þótt það væri fáanlegt.
' Lækning dýrtiðarinnar er
ekki sú, að hið opinbera seilist
endalaust ofan í vasa almenn-
ings, til þess að ná í andvirði
niðurgreiðslu- og meðgjafar-
heftiplástursins. Sú aðferð er
of dýr með þeirri geysilegu só-
un á vinnuafli og fé, sem allt
þetta skattafarg hefur í. för
með sér, auk þess öryggis- og
vonleysis, sem þessu fylgir.
Samkomulag i togaradeilunni
er farið út um þúfur; það frétt.
ist fyrir stuttu.
Nú er komið að krossgötum.
Hvað ætlar ríkisstjórnin að
gera? Hver er afstaða ráða-
manna sjálfstæðisflokksins ? Á
að halda áfram á sömu braut ?
Láta dýrtíðarskriðuna færa allt
í kaf?
Nei! Almenningur heimtar,
að horfzt sé í augu við staðreynd
irnar. Málamiðiun og stefnu-
samsull margra stjómmála-
flokka á ekki lengur rétt á sér.
Það er allra krafa, að flokkam
Framh. á 7. síf".