Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 21.03.1949, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 21.03.1949, Blaðsíða 1
11. tölublað. Mánudagur 21. marz 1949 2. árgangur. Því eru ekki vesalings fátæku útgerðarmenn- irnir gerðir upp? Við viljui áli ú jseir svetó í hel Yiísvaiií í ríkisstjóm Hátt á sjöttu viku, 39 daga, hefur verkfallið nú staðið yfir hjá togaraflotanum. í tuttugu og fimm daga deildu útgerðarmenn og yfirmenn skipanna, áður en samningar náðust um að skerða ekki mik- ið laun yfirmannanna. Síðan hefur deilan um að skerða hlut hásetanna staðið. Útgerðarmenn, eig- endur togaranna, hafa gert ósanngjarnar og ó- drengilegar kröfur á hendur hásetum, kröfur þess efnis, að þeir, sem mesta vosbúðina þola og vinna erfiðustu verkin, skuli nú fá minna fyrir vinnu sína til þessa. Helmingur ógæfusömu mannanna í ríkisstjórn er utanlands við störf, sem einn maður, hefði getað unnið, en hinn helmingurinn situr eft- ir — ekki auðum höndum — því að þeir hafa báðar hendur fullar við ýmis störf. Sumir reyna að sanna fyrir dómstólum landsins, að þeir séu ekki „óvand- aðir 1 bókhaldi“, aðrir bítast við þingmenn, sem gagnrýna sölu á höfuðbólum, og einn er nýkominn frá viðtali við hinn danska drottinn sinn, Hedtoft. Við höfnina liggur hinn glæsilegi íslenzki floti. Áður var hann stolt okkar í erlendum höfnum. Nú er hann dæmi um þjóð, sem stjórnað er af getulausum mönnum, sem hafa ekki þor til neins vegna yfirboðara sinna í flokksstjórnunum. Útgerðarmenn segjast ekki geta gert út skip- in vegna kostnaðarins við útgerðina. Þetta er af- sökun forstjóra stærri útgerðarfélaganna og ,,fá- tæklingnna“, sem eiga ekki nema einn eða tvo togara, á því að koma fjárhag landsins í kaldakol. Stjórnin lætur það viðgangast, að milljónir tapist í erlendum gjaldeyri á sama tíma, sem við þiggjum fégjafir erlendis frá. Hún lætur fámenna stétt ríkra manna ráða örlögum þjóðarinnar. Persónu- Jega verða fæstir þessara manna fátækir, þóittj verkfallið standi í mánuði í viðbót. Þeir hafa séð svo um, að þeir sjálfir standist áföll, þó að ríkis- kýrin geldist. Sú eindæma fyrirlitning, sem þessir útgerðar- menn hafa nú sýnt þjóðinni, á vart sinn líka í sögu siðaðra þjóða. Mennirnir, sem þjóðin sjálf lagði sig í framkróka fyrir, svo að atvinna þeirra og fyrirtæki mættu blessast, hafa nú gengið í ber- högg við hana. Ef hér væri ríkisstjórn, sem hefði þótt ekki væri nema einn meðlim, sem dugur væri í, þá væru horfurnar öðruvísi. Einstaklingsframtakið blessast aðeins meðan einstaklingsar geta rekið fyrirtæki sín án noklcurs samneytis við hið opinbera. En um leið og á þeim lieyrist, að þeir geti ekki rekið þessi fyrirtæki, þá er um aðeins eitt að að ræða: Lýsa því yfir, að þeir séu á kúpunni og frekari rekstur þýði aðeins meira tap. Það er því augljóst, hvað hið opinbera Afhending Nobels-verðlaunanna er afar hátíðleg athöfn. Gustav Svíakonungur er við- ataddur ásamt stórmennum ríkisins. Þessi mynd er frá slíkri athöfn og sést Svíaprins á miðri myndinni. Blað koiimnín- ista dæmt Lögfræðingur, Kravchenkos, krafðist þess í frönskum rétti nýlega, að franska vikublaðið Les Lettres Francaises borgaði Kravchenko 10.000.000 franka í skaðabætur fyrir umsögn ?ess um bók hans, Eg kaus frelsið. í lok vikunnar bárus fréttir um, að rétturinn hafi dæmt blað ið til þess að greiða Kravchencc þessar skaðabætur. Hryllileg morð- alda í London — einn maður að verki Scotland Yard, hin heims- fræga brezka lögregla, virðist nú eiga í höggi við morðingja, sem í nokkur ár hefur ekki haft aðra skemmtilegri iðju en að myrða menn og konur. Upplýs- ingar eru nú fyrst að berast, en þó er vitað, að sum morðin eru að minnsta kosti þriggja ára gömul. á nú að gera.Það á að krefjast þess, að sérhver.t þessara útgerðarfélaga verði gert upp og full grein gerð fyrir fjárhagsástandi þess. Og hér ber ekki aðeins að taka fyrirtækin sjálf — heldur allar eigur þeirra — hús, bifreiðar og aðra muni. Ef þau eru eins illa stödd og þeir segja, þá er þeirra ferill í þessum málum endaður. Ef þeir aftur á móti hafa haldið út þetta verkfall í þeirri von að lækka kaup hásetanna, þá eiga þeir á hættu að vopnin snúist í höndum þeirra. íslenzkir sjómenn láta ekki nokkra menn stöðva atvinnu sína um langt skeið, aðeins til þess að reyna að skara eld að sinni köku. Hver eyrir, sem sjómenn fá, er skattlagður, og kaup þeirra má sjá í opinberum skýrslum. Njóta útgerðarmenn ein- hverra sérréttinda í þessum efnum? Loddaraskap- ur útgerðarmanna er nú öllum augljós, og það er þeim sjálfum fyrir beztu, að komast sem fyrst að samningum við háseta. Aðferð morðingjans virðist vera sú, að hann kemur sér í mjúkinn hjá ríku fólki og býður því upp í sveit, þar sem hann hefur leigt bústað um stundar sakir. Þegar þaaigað kemur, myrðir hann „gestinn“ og brenn ir líkið eða eyðir því á annan hátt. Svo hagsýnn hefur hann verið, að þótt lögreglunni hafi verið tilkynnt, að þetta fólk hafi horfið, hefur hún ekki rennt grun í, að um morð kynni að vera að ræða. Morðinginn hefur komizt yfir mestar eignir þessa fólks með því að falsa skjöl þess efnis. Þegar er vitað, að hann hef ur drepið fimm manneskjur og lögreglan heldur að vel geti ver 1 ið um fleiri að ræða. j----------------------- Innbrotá Þing- Blaðinu báruát fréttir um það í gærkveldi, að brotizt hefði verið inn í sumarbústiaði á Þingvöll um. í þessari frétt var tekið fram, að um 10—15 sum- arbústaði væri að ræða. Ófært liefur verið t:l Þing valla undanfarið, og benda líkur til, að um óvenju hrausta og framtaksama þjófa hafi verið að ræða. Ekki tókst blaðinu að fá þessa frétt staðfesiía af lögreglunni.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.