Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Side 4
4
M Á N U Ð A & S B L A Ð I Ð •'. ? M Mánudagur 12. sept. 1949
I Vöruhappdrætti S. 1. B. S. í j
í 5000 vinningar að verðmæti kr. 1,200,000,00 j
| Dregið 6 sinnum á ári 1
Aðeins heilmiðar gefnir út. Verð kr. 10,00. Endurnýjun kr. 10,00
Ársmiði kr. 60,00. |
Á þessu ári verður aðeins dregið í tveim flokkum, þann 5. okt og 5. |
| desember. Ársmiði kr. 20,00. 1
VINNINGASKRÁ
I 1. dráttur 5. október. 1
420 vinningar, að verðmæti kr. 100.000,00.
1 1 vinningur að verðmæti kr. 15,000,00 Húsgögn. í dagstofu: Sófi, 3 |
1 1 — 8,000,00 hægindastólar og útskorið h| sófaborð. í borðstofu: Borð §1 og sex stólar og skápur. i| Heimilistæki: ísskápur, Rafha f |
1 — 5,000,00 eldavél, þvottavél og strau- 11 vél. í | Vörur eða þjónusta, frjálst §
1 1 — _ 4,000,00 val. | sama 1
1 1 — — — 3,000,00 sama |
1 2 — — kr. 2,500,00 — 5,000,00 sama
| 2 — — — 2,000,00 — 4,000,00 sama f
5 — — — 1,500,00 — 7,500,00 sama |‘
I 5 — — — 1,000,00 — 5,000,00 sama |
| 5 — — — 500,00 — 2,500,00 sama i
1 7 — — — 300,00 — 2,100,00 sama
1 389 — — — 100,00 — 38,900,00 sama
1 2. dráttur 5. desember.
580 vinningar að verðmæti kr. 140.000,00.
| 1 vinningur að verðmæti kr. 25,000,00 Nýtt heimili. í dagstofu: Sófi,
5 3 hægindastólar, sófaborð,
s málverk. í borðstofu: Borð
| s-T með sex stólum og skápur.
| -■'ísVV A-A-r*. ■ Heimilistæki: ísskápur, Rafha
1 eldavél, þvottavél og strau-
i vél.
1 — — — 8,000,00 Dráttarvél með vinnuverk-
5 færum.
2 — — kr. 7,500,00 — 15,000,00 Vörur eða þjónusta, frjálst
| val.
1 — •— — 5,000,00 sama
1 — — — 4,000,00 sama
I 1 — — ■— 3,000,00 sama
2 — — kr. 2,500,00 — 5,000,00 sama
2 — — — 2,000,00 — 4,000,00 sama
5 — — — 1,500,00 — 7,500,00 sama
1 5 — — — 1,000,00 ■— 5,000,00 sama i
1 5 — — — 500,00 — 2,500,00 sama |
1 2 — — — 400,00 — 800,00 sama f
I 552 — — — 100,00 — 55,200,00 sama 1
Umboð í Keykjavík:
Skrifstofa S.Í.B.S., Austurstræti 9.
Carl Hemming Sveins, Nesveg 51.
Baldvin Baldvinsson, Mánagötu 3.
Frú Halldóra Ólafsdóttir, Grettis-
götu 26.
Bókaverzl. Sigvalda Þorsteins-
sonar, Efstasundi 28. Kleppsholti.
Styðjum sjúka til sjálfsbjargar.
IllUIlllIlllllIllllllIIIIIIIIIIIIIlÍllllllllllIllllllllllillIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlllllllllllllllllllIlIIIIIIIIIIIIIIlIlllllllilllllllllllllIllllllillllllllllllllllIIIIIIIIIIlílllllllllllllllllllllIIIIIIIIllllllllM
Reykjavíkurmóttð
KR—Víkingur 1:1
Þetta er einhver sá aumasti
leikur, sem sézt hefur hér á
vellinum i sumar, ef ekki sá
lélegasti í mörg ár. Þvílíkan
skrípaleik hafa menn aldrei
séð. Ég hélt fyrstj að ég hefði
óvart villzt inn í Tivoli og
væri að horfa á leik BÍaða-
manna og Leikara með Erlend
Pétursson sem dómara, en þeg
ar betur var að gáð, voru hér
íslandsmeistararnir á ferðinni
að keppa sinn seinasta leik
við Víkinga. En áhorfendur
skemmtu sér sannarlega vel,
því að sjaldan hefur verið
hlegið eins innilega á vellin-
um eins og þetta kvöld. — í
gegnum hrifningaróp áhorf-
enda mátti greina orðin: —
Straffí — Út af með helvítis
cLómarann — Út af með jarð-
ýtuna — (það mun vera einn
varnarleikmaðurinn í K.R.)
og margt fleiri, sem ekki er
prenthæft. Einn feitur verzl-
unarstjóri skar sig þó út úr og
hrópaði: Happadrætti —
straffí. — þegar hrifningarald
an stóð sem hæst, stöðvaði
dómarinn leikinn og gekk að
stúkunni til þess að athuga,
hvort talkór Æskulýðsfylk-
ingarinnar hefði villzt inn á
■ völlinn þetta kvöld. En dóm-
arinn varð einskis vísari, hvor
ugt þessara fyrirbæra var sjá-
anlegt, aðeins eldheitir áhuga
menn knattspyrnunnar, mjög
svo virðulegir borgarar á að
sjá. Þegar dómarinn hafði lok
ið þessari athugun sinni,
hneigði hann sig eins og
hljómsveitarstjórnandi fyrir
áhorfendunum í stúkunni og
byrjaði leikinn aftur.
Að lýsa gangi þessa leiks,
væri álíka erfitt og lýsa leik
Gög og Gokke í kvikmyndun-
um. Eintóm vitleysa frá upp-
hafi til enda. Eitt man ég þó
úr leiknum, að knöttur-
inn hafnaði einu sinni í marki
hvors. íslandsmeistararnir,
sem virðast ekki taka Reykja-
víkurmótið alvarlega, mættu
með eina þrjá varamenn, sem
voru hver öðrum klaufskari.
„Spretthlauparann“ vantaði
í liðið, og söknuðu hans
margir, sérstaklega þeir,
sem vildu fá að sjá
enn fleiri skemmtikrafta
þetta kvöld. Víkingar mættu
með 10 manna lið til að byrja
með, þar af tvo varamenn. —
Seinna kom ellefti maðurinn
inn á. Ekki veit ég, hvert hann
var sóttur eða hvar hann var
grafinn upp, en margir áhorf-
endur voru að velta því fyrir
sér, hvort maðurinn hefði
nokkurn tíma séð knatt-
spyrnu leikna áður. Víkingar
skoruðu sitt mark í fyrri hálf
leik, og átti Ingvar Pálsson
heiðurinn af því afreki. Berg-
ur missti nefnilega knöttinn
fyrir fætur hans á marklín-
unni. í seinni hálfleik var
dæmd vítaspyrna á Víkinga.
Fyrir hvað hún var dæmd,
það veit enginn, og hvaða
máli skiptir það, vítaspyrnur
eru alltaf skemmtilegar í
svóna leikjum. K.R.-ingum
þóttj svo mikið liggja við, að
bakvörður þeirra var sóttur
til þess að taka vítaspyrnuna.
Hann hljóp svo eina fimmtíu
metra til og skaut beint í fang
ið á markmanni Víkinga. —•
Þegar þessu skemmtiatriði
var lokið, kórónaði dómarinn
alla vitleysuna með því að
reka „prúðasta“ leikmann
Víkinga, Ingvar Pálsson, út
af vellinum. íslandsmeisturun
um tókst loksins á seinustu
mínútum að klúðra einhvern
veginn marki, eftir að Víking
um hafði fækkað um einn í
viðbót (Baldur fór út af vegna
meiðsla).
Þannig lauk þessum mesta
grínleik, sem sézt hefur í
sumar, með jafntefli 1:1.
Einn áhorfendann heyrði ég
segja við félaga sinn, um leið
og þeir gengu út af vellinum,
að þetta hefði verið miklu
skemmtilegra kvöld en á
„Bláu Stjörnunni“ kvöldið áð-
ur, og geta eflaust margir tek-
ið undir þau orð.
Þessu bjóst hann
Gagnrýninn gestur: „Þess-
ar kökur eru grjótharðar“.
„Já, það veit ég líka, en þú
heyrðir til húsmóður okkar,
þegar hún bar þær gestun-
um: Veljið þið úr það bezta“.
Varð fyrir
„Hvernig fékkstu þessa
kúlu á ennið?“
„Ég var að leika á saxo-
fón“.
„Fyrir framan hús einhvers
eða hvað?“
„Nei, fyrir framan lúður-
þeytara“.
jaflbtalit
et vinseelasta blað unga íólksins.
FÍytur fiölbreyttai greinar um ei-
lenda sem innlenda jazzleikara.
Sérstakar frétta- spurninga- texta-
og haimonikusíður.
Ég undirrit.... óska að gerast
áskrifandi að
JAZZBLAÐINU
Nafn ....................
Heimili .................
Staður ..................
Jaizblaðið
Ránargötu 34 - Reykjavík