Mánudagsblaðið - 12.09.1949, Blaðsíða 7
Mánudagur 12. sept. 1949
MÁNUDAGSBLAÐIÐ
3L
vœr nijjar bœhur jrá J)óajoícla rjjrcn I smíÁja
fl SJÚ OG LflNDI
•' % *
eitir s3ómund ^Jdeic
actóon
^rá idj
narcfi
Þegar Ásmundur Helgason lézt á síðasta ári var þessi bok að mestu fullbúin til prentunar. Mikill hluti hennar er ævisaga Ásmundar og endur-
minningar, en auk þess eru sérstakir þættir, t. d. Frá Haflgrími Jónssyni presti að Hólmum í Reyðarfirði, Stofnun fyrsta Fríkirkjusafnaðarins á
íslandi, Vertíð og vertíðarsiðir í Seley fyrir 50 árum, Ferð yfir jökul, Nokkur orð um glímur og glímumenn, Sagan af Ólafi niðursetningi o. fl.
Ásmundur hóf ekki ritstörf fyr en á efri árum, en -hann var minnugur, svo að af bar, og skráði að eins það, sem hann taldi rétt og satt.
Bókin hefur að geyma margan fróðleik, sem menn munu lesa með óblandinni ánægju.
ARVATNS ANNA
efur
JJigurÉ ^JJeíc
ejciáon
Fyrri bækur Sigurðar Helgasonar hafa hlotið góða dóma. Þórarinn læknir Guðnason sagði um síðustu bók Sigurðar: „Það sem einkennir
þessa bók er vandvirkni og aftur vandvirkni. Með elju og dugnaði tekst honum að gera verk sitt svo úr garði, að hann stendur sem rithöfundur
framar þeim, sem geta jafnvel talað eldlegum tungum, en skortir það þrek og þá sjálfsgagnrýni, sem er skilyrði til þess að verða snillingur“.
Eimreiðin segir:„Fólkið, sem höfundurinn lýsir er mótað skýrum dráttum — bændur og búalið, eins og það gerist upp og ofan. Hér eiga allir
sinn fulltrúa“. — Jón Eyþórsson, Jón Helgason, Guðm. Hagalín, Magnús Ásgeirsson, Björn Sigfússon, Jakob Jóh. Smári, Eiríkur Sigurðsson og
fleiri af okkar beztu gagnrýnendum hafa farið lofsamlegum orðum um bækur Sigurðar Helgasonar, telja rithöfundarhæfileika hans ótvíræða
og í framför. — Lesið Eyrarvatns Önnu, og þér munuð sannfærast.
Bókaverzlun Isafoldar
■niiiifiÉHiiiiitiniiiiiiiiiauiiiiiiiii^iiiifii.iHaiiiiiiiifiiinaiiiniiiiuiuiiiaiiiixiuiiiiiiiiiiiiSfiiiiinBuiiiiiiiitiiiBiiiiiiiiitiiiiitiitiiiiiiiiitiHiiiiiiiniiixiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinBii.iiiiitiiia.iiitiiiiiiiiiBniiiiiMniniuiiiaiiiuiiiitiiiiiiiiuiiiiiiiiiiuansiiiUfiiiiniiiiHiniuiuaHiiii i iiiiitiiaiuiiiiiiiiiiiiiiimui
Framh. af 6. síðu.
aði Nathaniel, þegar hann var
að velja hana handa þér.
Ég sagði:. „Hún er falleg.
Hvers vegna vildi hann geía
mér hreysikattarkápu?“
„Alltaf síðan hann las
„Græna hattinn“, heldur
hann, að hreysikattarskinns-
kápur séu sá rétti ástarhjúp-
ur. En hann er afbragðs mað-
ur.“ Svo hikaði hún, og sagði
síðan: — „Það kemur mér
auðvitað ekkert við, Pat, en
heldurðu, að Asía sé stórt
land eða lítið?“
Við horfðumst á, og ég
sagði: „Það er stórt land,
Lúsía. En hver veit?“
„Lúsía sagði: „Ég býst við,
að það sé allt í lagi.“ Hún fór
fingrum um hreysikattar-
skinnskápuna. „Þetta mætti
kalla velfarnað í amerísku
útgáfunni, Patricia.“
Við brostum hvor framan
í aðra. Hún fór. Allir voru
farnir nema Nathaníel.
Hann sagði: „Patricia, ég
ætla að fara upp og senda
skeyti til Bill og þakka hon-'
um fyrir kampavínið. Þá kerh
ég aftur og fer með þig upp-
á þilfar, svo að við getum séð,
er New York líður hjá.“
„Allt í lagi, elskan, ég ætia
að púðra mig.“
Brytinn var að fara burt'
með kampavínsflöskurnar og
glösin. Ég fór inn í svefnher-"
bergið. Kampavínsflöskur og
glös voru um allt. Ég málaðf
á mér varirnar, púðraði mig
og hellti á mig ilrnvötnum.
Mér var hlýtt af kampavín-
inu, og hrifin af að fara kring-
um hnöttinn.
Það var stór spegill á svefn-
herbergishurðinni. Ég gekk
að honum, og stóð kyrr.
í speglinum sá ég standa
smávaxna granna stúlku.
Hún var svarthærð og hárið
slétt og gljáandi, augun grá
og munnurinn lítill og rauð-
ur. Um augun voru litlir
skuggar, sem mundu verða
orðnir að hrukkum eftir tíu
ár, en þó ekki fyrr en eftir
tíu ár. Hún var í róslitum
kjól. Hún var í kápu úr
hreysikattarskinnum, er féll
nokkuð niður frá öxlunum,
sem voru drifhvítar; margir
karlmenn höfðu kysst þær —
en nú mundi einn karlmaður
kyssa þær — að líkindum.
Hún var ekki glöð á svip-
inn og ekki hrygg heldur.
Hún var hót þreytt og ögn
skemmt.
Ég var að hugsa, hvernig,
hún liti út í raun og veru,
þegar látalátunum væri
svipt burt. Ég vissi nú, að
hvorki ég né nokkur annar
mundi nokkurn tíma vera
viss um það.
Hún og ég hneigðum okkur
alvarlega hvor fyrir annari.
Ég fór til Nathaníels.
Nathaníel og ég stóðum
þegjandi. Skipið fór hægt
niður eftir ánni, og við horfð-
um á New York líða fram hjá.
Nathaníel lagði vingjarnlega
höndina á öxl mér.
Ljósin fóru að líða fram
hjá — og skýjakljúfarnir og
með þeim öll mín ævi. Pétur,
Patrick, Kenneth, Lúsía, Noel
— raddir og hljóð fólks og
hluta, sem ég þekkti áður.“
Nathaniel sagði: „Þú verð-
ur ekki einmana, Patricia?“
„Nei, elskan.“
„Við komum aftur, Patricia,
og reisum einn eða tvo skýja-
kljúfa. — Svo höldum við
aftur áfram .... Mig langar
til að sjá allar borgnir heims,
Capetown og Budapest og
Moscow — Canton ok Cal-
cutta og Yokohama. Mér
þykir hljómur þessara borga
svo fallegur.“
Rödd hans varð alvarlegri.
„Ég ætla að verða þér svo
góður, Patricia."
Það var svo auðvelt að taka
undir hönd honum, það
mundi vera auðvelt að vera
mjög góð við Nathaníel —
ávallt.
„Um hvað ert þú að hugsa,
Patricia?“
„Um það, að ég ætla að
vera þér ágæt kona, Nathan-
íel.“
Hann brosti til mín ánægju-
lega.
Mér var alvara.
Þó vona ég, um alla æsku
mína, um alla ævi mína, að
ég finni aftur ástvin minn í
einhverri fjarlægri borg.
New York ljósin urðu ó-
skírari bak við okkur ....
Þetta var ljómandi borg.
ENDIR.