Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 20.08.2005, Side 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 20. ágúst 2005 | 15 Kvikmyndir Borgarbíó, Akureyri: Fantastic Four  (HJ) Wedding Crashers  (HJ) Sharkboy og Lavagirl Smárabíó Fantastic Four  (HJ) Wedding Crashers  (HJ) Sharkboy og Lavagirl The Longest Yard  (SV) Sin City  (HL) Regnboginn Fantastic Four  (HJ) Wedding Crashers  (HJ) Sharkboy og Lavagirl Hostage  (HL) The Longest Yard  (SV) Star Wars: Episode III  (SV) Laugarásbíó The Skeleton Key Wedding Crashers  (HJ) Fantastic Four  (HJ) Sharkboy og Lavagirl War of the Worlds  (SV) Háskólabíó The Skeleton Key Herbie Fully Loaded  (SV) The Island  (SV) Dark Water Madagascar  (SV) Batman Begins  (HL) Sambíóin Reykjavík, Keflavík, Akureyri Herbie Fully Loaded  (SV) The Skeleton Key Deck Dogz The Island  (SV) Kicking & Screaming  (SV) The Perfect Man  (HL) Batman Begins  (HL) Madagascar  (SV) Myndlist Austurvöllur: Ragnar Axels- son til 1. sept. Árbæjarsafn: Helga Rún Pálsdóttir til 31. ágúst. Café Karólína: Eiríkur Arnar Magnússon til 26. ágúst. Deiglan: Sigurður Pétur Högnason til 21. ágúst. Eden Hveragerði: Valgerður Ingólfsdóttir til 22. ágúst. Feng Shui-húsið: Helga Sig- urðardóttir til 20. ágúst. Ferðaþjónustan í Heydal: Helga Kristmundsdóttir. Gallerí 100°: Dieter Roth til 21. ágúst. Gallerí 101: Þórdís Aðal- steinsdóttir til 9. september. Gallerí Humar eða frægð: Myndasögur í sprengjubyrgi til 31. ágúst. Gallerí i8: Jeanine Cohen til 21. ágúst. Lawrence Weiner til 20. ágúst. Gallerí Sævars Karls: Sólveig Hólmarsdóttir til 8. sept. Gallerí Tukt: Sara Elísa Þórð- ardóttir til 5. september. Götur Reykjavíkur: Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík: Kristinn Benediktsson til 31. ágúst. Hafnarborg: Wilhelm Sasnal, Bojan Sarcevic, Elke Krystu- fek, On Kawara. Til 21. ágúst. Handverk og hönnun: „Sögur af landi“ til 4. sept. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi: Auður Vésteins- dóttir. Til 31. ágúst. Hrafnista Hafnarfirði: Trausti Magnússon til 23. ágúst. Hönnunarsafn Íslands: Circus Design frá Bergen. Til 4. sept. Iðuhúsið: Guðrún Benedikta Elíasdóttir Kaffi Mílanó: Jón Arnar. Kaffi Nauthóll: Sigrún Sig- urðardóttir til ágústloka. Kaffi Sólon: Guðmundur Heimsberg til 28. ágúst. Kirkjuhvoll, Akranesi: Vil- helm Anton Vilhelmsson til 26. ágúst. Laxárstöð: Aðalheiður S. Ey- steinsdóttir. Listasafnið á Akureyri: Skrímsl til 21. ágúst. Listasafn ASÍ: Hulda Stef- ánsdóttir og Kristín Reyn- isdóttir. Til 11. sept. Listasafn Árnesinga: Sýn- ingin Tívolí. Listasafn Ísafjarðar: Katrín Elvarsdóttir, fram í október. Listasafn Íslands: Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn: Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calzadilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmunds- son til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Ás- Saltfisksetur Íslands: Kristinn Benediktsson ljósmyndari. Skaftfell: Carl Boutard. Dodda Maggý. Skriðuklaustur: Helga Er- lendsdóttir. Skúlatún 4: Skúli í Túni. Vinnustofusýning til 28. ágúst. Suðsuðvestur: Huginn Þór Arason. Yfirhafnir. Til 28. ágúst. Thorvaldsen Bar: Skjöldur Eyfjörð til 9. september. Vatnstankarnir við Háteigsveg: Finnbogi Péturs- son. Vínbarinn: Rósa Matthías- dóttir. Þjóðminjasafn Íslands: Skuggaföll. Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Story of your life – ljósmyndir Har- aldar Jónssonar. Mynd á þili. Þrastalundur, Grímsnesi: María K. Einarsdóttir til 26. ágúst.. Leiklist Austurbær: Annie, sun., sun. Íslenska óperan: Kabarett, lau., fös., lau. Klink og Bank: Penetreitor, þri., mið. Loftkastalinn: Bítl, fös 26. ágú. mundarsafn: Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006. Listasafn Reykjavíkur, Hafn- arhús: Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir: Úrval verka frá 20. öld til 25. sept. Listasafn Reykjanesbæjar: Sænskt listagler. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar: Sumarsýning. Listasalur Mosfellsbæjar: Ólöf Einarsdóttir, Sigrún Ó. Einarsdóttir og Sören S. Lar- sen til 28. ágúst. Listhús Ófeigs: Helga Magn- úsdóttir. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Rótleysi til 28. ágúst. Mokka Kaffi: Árni Rúnar Sverrisson til 4. september. Norræna húsið: Andy Horner til 28. ágúst. Sumarsýningin Grús til 28. ágúst. Nýlistasafnið: Lorna, rafræn list. Til 3. sept. Safn Ásgríms Jónssonar: Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar. Safnahúsið á Húsavík: Guð- mundur Karl Ásbjörnsson til 28. ágúst. SVOKÖLLUÐ hámenning og lágmenning hef- ur verið að renna æ meira saman á und- anförnum árum. Það er bæði gott og vont; stundum hefur útkoman verið áhugaverð og skemmtileg en því miður ekki alltaf. Nokkur tónskáld hafa sótt innblástur í ýmislegt úr dægurtónlistarheiminum með prýðilegum ár- angri en þegar menn blanda Beethoven við Pink Floyd eða Mozart við Rammstein, þá verður til hreinasti óskapnaður. Fyrstu tónleikar kammerhátíðarinnar á Kirkjubæjarklaustri á föstudagskvöldið ein- kenndust af svona samruna. Hversu vel hann heppnaðist fer sjálfsagt eftir smekk. Fyrri hluti efnisskrárinnar var helgaður slavneskum tónskáldum, þeim Janacek og Kodaly, en eftir hlé stigu á svið Björn Thoroddsen, Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson, sem saman kalla sig Guitar Islancio. Þeir fluttu útsetningar á ís- lenskum þjóðlögum á borð við Krummi svaf í klettagjá og Krummi krunkar úti, en með þeim tók Egill Ólafsson lagið. Olivier Manoury harmóníkuleikari kom auk þess fram í nokkr- um lögum. Að mínu mati voru þetta einkennilegir tón- leikar. Tónlistin eftir Janacek og Kodaly er í senn skáldleg og úthugsuð með rökréttri fram- vindu sem samt kemur stöðugt á óvart; form- ræn uppbygging er markviss og alls konar dramatískar andstæður skapa spennu. Vissu- lega er tónlist þess síðarnefnda ekki beint að- gengileg og sjálfsagt ekki fyrir hvern sem er, en hún er a.m.k. faglega gerð. Að hlusta á Krummavísur í poppaðri útfærslu á eftir var undarlegt, þó Guitar Islancio sé í sjálfu sér ágætis hljómsveit. Kynningar Björns Thor- oddsen voru vissulega fyndnar og hann sýndi flotta takta sem gítarleikari; þeir Gunnar, Jón og Olivier voru líka pottþéttir á sínu. Þeir voru bara ekki alveg á réttum stað þetta kvöld. Við hliðina á Kodaly og Janacek virkuðu útsetn- ingar þeirra einfeldningslegar þó þær hefðu örugglega sómt sér prýðilega einar og sér. Egill var auk þess í lélegu formi; hann leit út fyrir að vera stressaður; a.m.k. var hann stöð- ugt að fikta í hátalaranum við hliðina á sér. Kannski var eitthvað að græjunum; rödd hans hljómaði mjó, nánast klemmd þar til alveg síð- ast. Best var tónlistin eftir slavnesku tónskáldin; þær Edda og Bryndís Halla spiluðu unaðslega vel, túlkun þeirra var hugmyndarík og full af blæbrigðum og var ennþá áhrifameiri en á tón- leikum þeirra í Salnum í Kópavogi í vor. Verk Kodalys í flutningi Bryndísar Höllu og Auðar Hafsteinsdóttur fiðluleikara var sömuleiðis glæsilegt og kraftmikið, þó takmarkaður hljómburðurinn hafi gert tónlistina dálítið þurra og erfiðari áheyrnar en ella. Ánægjuleg sveifla Aðrir tónleikar Kammerhátíðarinnar á Kirkju- bæjarklaustri voru mun heildstæðari en þeir fyrstu. Fyrir hlé voru fluttir nokkrir ódauðleg- ir tangóar á borð við Fuego lento eftir Salgan og Soledad eftir Piazzolla en svo tók sveiflan við og var þá boðið upp á It Don’t Mean a Thing eftir Ellington, Night and Day eftir Por- ter og þar fram eftir götunum. Egill var í bana- stuði er hér var komið sögu; rödd hans var miklu breiðari og safaríkari en kvöldið áður. Verulega gaman var að hlýða á hann syngja; hann var með alveg réttu tilþrifin fyrir þá tón- list sem hér var flutt. Unun var líka að heyra Bryndísi Höllu spila Le Grand Tango eftir Piazzolla ásamt Eddu; túlkunin var í senn ástríðuþrungin og tæknilega nákvæm. Svipaða sögu er að segja um þau Auði og Olivier í öðr- um tangóum, sérstaklega er á leið. Guitar Islancio var öruggur í hlutverki sínu og ekkert út á frammistöðu þeirra að setja. Ég var þó ekki sáttur við að heyra gítarinn með bergmáli úr hátölurum á meðan harmóníkan var bergmálslaus; það passaði illa saman. Gítar Björns Thoroddsen var líka óþægilega sterkur á kostnað raddar Egils í Spain eftir Chic Cho- rea. Að öðru leyti voru þetta fínir tónleikar og greinilegt að áheyrendur skemmtu sér vel. Hrífandi ljóðasöngur Af einhverjum ástæðum passaði sígilda tónlist- in og dægurmúsíkin betur saman á síðustu tón- leikum hátíðarinnar. Fyrir hlé voru eingöngu fluttar tónsmíðar eftir Schumann en síðan tóku við nokkrir þekktir „standardar“; Haustlaufin eftir Kosma, tvö lög eftir Django Reinhardt, o.s.frv. Tónlistin eftir Schumann er ein- staklega lagræn og þægileg áheyrnar og bilið á milli hennar og léttmetisins virkaði því ekki eins breitt og á fyrstu tónleikunum. Mest á óvart kom frammistaða Egils sem ljóðasöngv- ara, en þar sýndi hann á sér hliðar sem ég vissi ekki að hann ætti til. Hann flutti fimm lög eftir Schumann við ljóð eftir Kerner og gerði það af einstakri næmni fyrir smæstu blæbrigðum tónmálsins; túlkun hans var einlæg, skáldleg og verulega sannfærandi. Rödd hans hljómaði fallega, sérstaklega á neðra sviðinu, hún var breið og safarík og það var afar notalegt að hlusta á hana. Auk þess kynnti Egill hvert lag skemmtilega, hann var blátt áfram og afslapp- aður og fékk áheyrendur til að skella upp úr oftar en einu sinni. Sónata í a-moll eftir Schumann í meðförum Auðar og Eddu kom líka firnavel út, sér- staklega fyrstu tveir kaflarnir, sem voru af- burða glæsilegir. Sá síðasti hefði hins vegar þurft að vera ögn léttari og kraftmeiri, þó hann hafi verið prýðilega spilaður í sjálfu sér. Svipaða sögu er að segja um Fantasiestücke eftir sama tónskáld með þeim Eddu, Auði og Bryndísi Höllu; flutningurinn var líflegur og þó einstaka hnökrar hafi heyrst skiptu þeir litlu máli. Eins og áður sagði tók léttari tónlist við eftir hlé og var hún yfirleitt frábærlega flutt. Helst bar til tíðinda frumflutningur á lagi eftir Egil, Kysstu kysstu steininn, sem var sjarmerandi þó útsetningin hafi verið dálítið grugguð – sennilega þarf að skrifa píanópartinn aðeins betur. Mun áheyrilegra var Mýs og menn eftir Egil þar sem hljóðfæraleikurinn var eingöngu plokkaðir og stroknir strengir; hljómurinn var heildstæðari og samsvaraði sér betur. Þess má geta að Edda lætur nú af störfum sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar og er henni hér með þakkað fyrir frábært framtak. Kammerhátíðin á Klaustri hefur verið lyfti- stöng fyrir menningarlífið þar og fyrir tónlist- arlífið á landinu í heild sinni. Megi hátíðin lifa áfram um ókomna tíð. Hressileg kammerhátíð Jónas Sen Morgunblaðið/Árni Sæberg Edda Erlendsdóttir lætur nú af störfum sem listrænn stjórnandi hátíðarinnar og er henni hér með þakkað fyrir frábært framtak. Kammerhátíðin á Klaustri hefur verið lyftistöng fyrir menningarlífið þar og fyrir tónlistarlífið á landinu í heild sinni,“ segir Jónas Sen í umsögn um hátíðina í ár. TÓNLIST Kirkjubæjarklaustur Kammertónleikar Auður Hafsteinsdóttir, Björn Thoroddsen, Bryndís Halla Gylfadóttir, Edda Erlendsdóttir, Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Olivier Manoury fluttu íslensk þjóðlög og tónsmíðar eftir Janacek og Kodaly. Föstudagur 12. ágúst. Auður Hafsteinsdóttir, Björn Thoroddsen, Bryndís Halla Gylfadóttir, Edda Erlendsdóttir, Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Olivier Manoury fluttu tangó og annað eftir Piazzolla, Salgan, Troilo, Ramirez, Monk, Ellington, Chorea og fleiri. Laug- ardagur 13. ágúst. Auður Hafsteinsdóttir, Björn Thoroddsen, Bryndís Halla Gylfadóttir, Edda Erlendsdóttir, Egill Ólafsson, Gunnar Þórðarson, Jón Rafnsson og Olivier Manoury fluttu tónlist eftir Schumann, Manoury, Kosma, Egil Ólafsson og fleiri. Sunnudagur 14. ágúst.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.